Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 18
AFMÆLI Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi er 43 ára. Hjálmar Árnason alþingismaður er 54 ára. ANDLÁT Ólína Helga Kristófersdóttir, Akraseli 17 í Reykjavík, lést á heimili sínu föstu- daginn 12. nóvember. JARÐARFARIR 15.00 Ingólfur Helgi Jökulsson, málara- meistari, Vogatungu 81 í Kópa- vogi, verður jarðsunginn frá Digra- neskirkju mánudaginn 15. nóvember. 11.00 Gunnhildur Guðjónsdóttir, sjúkraliði, Þangbakka 10 í Reykja- vík, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 16. nóvember. 15.00 Klemens Kristmansson, Lang- holtsvegi 140 í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjuþriðjudaginn 16. nóvember. 13.30 Jóhann Snorrason, fv. verslunar- maður, Víðilundi 20, Akureyri, verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 17. nóvember. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanes- bæ, er fimmtíu og tveggja ára í dag. Jóhann þarf að sitja fundi í kvöld eins og venja er á mánu- dagskvöldum en býst jafnvel við að fá kaffi og smá með því seinna í kvöld. Eftirminnilegasta afmæl- ið var fyrir tveimur árum þegar Nallinn breyttist í brúðarmarsinn og hann kvæntist eiginkonu sinni Huldu Bjarnadóttur. Hulda og Jóhann eru bæði fædd árið 1952 og á Hulda af- mæli 15. desember, réttum mán- uði á eftir Jóhanni. Fyrir tveimur árum þegar þau urðu fimmtug var haldin mikil veisla í Stapan- um. „Við auglýstum opið hús og þeir komu sem vildu,“ segir Jó- hann en í veisluna mættu hátt í þrjú hundruð manns og var for- setinn þeirra á meðal. Hins vegar vissi enginn gestanna að Hulda og Jóhann ætluðu, öllum að óvör- um, að láta pússa sig saman eftir þrjátíu ára sambúð. Presturinn sem gaf þau saman er ágætis kunningi þeirra hjóna og var hann í veislunni eins og hver ann- ar gestur. „Systir mín var hringa- beri en hafði ekki hugmynd um brúðkaupið. Hún eins og aðrir sem höfðu hlutverki að gegna í athöfninni héldu að þau væru að fara í samkvæmisleik. Ég var bú- inn að segja þeim að þau ættu að koma að sviðinu þegar Nallinn yrði spilaður. Þegar þau voru komin þangað breyttist Nallinn í brúðarmarsinn, presturinn var kominn í hempuna og brúðurin var leidd inn,“ segir Jóhann. Jóhann segist alltaf muna eftir ellefta nóvember, sem er þjóðhá- tíðardagur Grímseyinga, og þannig muni hann að afmælið hans sé á næsta leiti. Foreldrar Jóhanns eru úr Grímsey og sjálf- ur dvaldi hann þar nokkur sumur. En þjóðhátíðardagur Grímsey- inga er haldinn á afmælisdegi Willards Fiske sem var mikill vel- gjörðarmaður eyjarskeggja fyrir um eitt hundrað árum síðan. hrs@frettabladid.is 18 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR ANNI-FRID LYNGSTAD Önnur söngkona ABBA-flokks- ins vinsæla er 59 ára í dag. Nallinn breyttist í brúðarmarsinn JÓHANN GEIRDAL: 52 ÁRA Í DAG „Ef ég ætti mér ríkan mann myndi ég ekki þurfa að vinna handtak, ég myndi slæpast og skemmta mér.“ - Frida vissi hvað hún söng þegar hún kyrjaði um peninga með ABBA. timamot@frettabladid.is JÓHANN GEIRDAL Þarf að sitja fundi á afmælisdaginn en vonast til að fá kaffi og með því síðar í kvöld. Þennan dag árið 1988 lýsti Jasser Arafat yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta gerði hann í Algeirsborg þar sem palestínska þjóðarráðið, sem er löggjafarsam- koma PLO, hafði þingað í fjóra daga. Þetta var reyndar í annað skiptið sem Palestínumenn lýstu yfir stofn- un sjálfstæðs ríkis. Fyrst gerðu þeir það 1. október árið 1948, en hvorug yfirlýsingin hefur skilað þeim árangri sem að var stefnt. Palestínumenn hafa enn ekki eignast sjálfstætt ríki. Engu að síður vakti yfirlýsing Arafats mikla athygli. Með yfirlýsingu sinni viðurkenndi Arafat um leið tilveru- rétt Ísraelsríkis, enda var yfirlýsing hans byggð á ályktun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 þar sem sagði að skipta ætti Palestínu í tvö ríki. Annað yrði ríki araba, hitt ríki gyðinga. Yfirlýsing Arafats varð möguleg eftir að Jórdanir lýstu því yfir í júlí sama ár að þeir gerðu ekki lengur tilkall til landsvæða vestan Jórdanár. Yfirlýsing Arafats bar þó skjótt marg- víslegan árangur. Strax í desember byrjuðu Bandaríkjamenn að ræða við Arafat um lausnir á deilu Palest- ínumanna og Ísraelsmanna. Innan fárra ára undirrituðu Ísraels- menn og Palestínumenn friðarsam- komulag í Ósló, sem þótti stór áfangi á sínum tíma þótt lítið hafi orðið úr framkvæmdum þess sam- komulags. 15. NÓVEMBER 1988 Jasser Arafat lýsti yfir stofnun Palestínuríkis þennan dag árið 1988. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1920 Fyrsti fundur Þjóðabanda- lagsins, sem var undanfari Sameinuðu þjóðanna, var haldinn í Genf. 1943 Þýski nasistaforinginn Hei- nrich Himmler skipar svo fyrir að senda skuli sígauna í útrýmingarbúðir. 1956 Love Me Tender, fyrsta bíó- myndin með Elvis Presley, er frumsýnd. 1957 Nikita Krústjov, leiðtogi Sovétríkjanna, skorar á Bandaríkin að koma í skot- keppni með flugskeytum. 1969 Um það bil 250 þúsund manns mótmæla Víetnam- stríðinu með friðsamlegum hætti í Washingtonborg. 1978 183 manns farast með far- þegaflugvél af gerðinni DC- 8 í Sri Lanka. 1982 Leoníd Brésnév er jarð- sunginn í Moskvu. Palestínumenn lýsa yfir sjálfstæði LJ Ó SM YN D /M YN D H AF N AR FI RÐ I Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir og Sævar Þór Jóhannsson voru gefin saman í Bessastaðakirkju 16. október 2004 af Sr. Friðriki J. Hjartar. Tvær byggingar eftir íslenska arkitektinn Guðmund Jónsson hafa verið tilnefndar til merkra arkitektaverðlauna. Nú dögunum var tilkynnt að SØSTERSKIPET (Systraskipið), skrifstofubygging í Rörvik, eftir Guðmund Jónsson arkitekt í Osló hlyti „Bygg- eskikkprisen 2003“ í Vikna kommune. Guðmundur teiknaði Systurskipið fyrir norska síma- fyrirtækið Telenor og stendur það við hlið sjóminjasafnsins Norveg sem einnig er teiknað af Guðmundi og er nú tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaun- anna. Norveg er sjóminjasafn og var vígt af norsku konungshjón- unum í sumar með mikilli við- höfn. Þessar tvær stórbyggingar hafa gjörbreytt ásýnd smábæjar- ins Rörvíkur og hafa báðar laðað til sín fjölda ferðamanna frá því að þær voru vígðar. ■ SYSTURSKIP TELENOR Teiknað af Guðmundi Jónssyni og er nú tilnefnt til Byggeskikkprisen 2003. Íslenskur arkitekt tilnefndur til verðlauna Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.