Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! Heimsmetabók Guinness − 50 ára afmælisútgáfa. • Hversu þungur er þyngsti maður í heimi? • Hvaða hljómsveit hefur selt flestar plötur? • Hversu stór er stærsta pítsa í heimi? • Hverjir eiga heimsmet í sláturkasti? KOMIN Í VERSLANIR! Algjört met! Sérstök gullútgáfa þar sem greint er frá öllum nýjustu metunum og ótrúlegar myndir birtar af mögnuðum uppátækjum í öllum heimshornum. Í bókinni eru einkaviðtöl við heimsmethafana og sérkaflar þar sem farið er ofan í saumana á ótrúlegustu afrekum allra tíma. edda.is ÁSKORUN! Skorum á 70 mín að borða stærstu pylsu í heimi í Kriglunni á laugardaginn, takist að búa hana til. Vaka-Helgafell / SS / Kringlan / Myllan Ég ákæri! Frá stofnun Hins íslenska lýðveld-is hefur það verið hornsteinn ís- lenskrar utanríkisstefnu að bera ekki vopn á aðrar þjóðir; ást á friði, trú á lýðræði, hjálpfýsi við bág- stadda, og virðing fyrir öllum trúar- brögðum mannkyns er framlag Ís- lendinga til góðs samkomulags í fjöl- skyldu þjóðanna. ÉG ÁKÆRI Davíð Oddsson forsæt- isráðherra (nú utanríkisráðherra) og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra (nú forsætisráðherra) fyrir að brjóta upp á sitt eindæmi gegn frið- arstefnu Íslendinga að þingi og þjóð forspurðri með því að tilkynna vilj- uga þátttöku Íslands í hóp staðfastra bandamanna Bandaríkjanna í ólög- legum innrásarferðum í Afganistan og Írak og hernámi þessara landa með hræðilegu blóðbaði. ÉG ÁKÆRI Alþingi Íslendinga, löggjafarvaldið, fyrir að sofa á verð- inum og koma ekki í veg fyrir valda- brölt þessara tveggja hluthafa í framkvæmdavaldinu og forða þjóð- inni frá þeim álitshnekki og sam- viskukvölum sem fylgja samsekt í ólögmætum gjörningi sem hefur vakið alheimsathygli. Ég ákæri Al- þingi Íslendinga einnig fyrir að refsa ekki utanríkisráðherra lands- ins fyrir að skrökva því blákalt að þingheimi og landsmönnum öllum í ræðu við upphaf þings að friður og framfarir blómstri í Írak – að und- anskildum 5 hreppsfélögum af 800! ÉG ÁKÆRI íslensku þjóðina fyrir tómlæti gagnvart vopnaskaki og valdníðslu fyrrnefndra ráðherra og fyrir tilfinningadofa gagnvart þeim þjóðum sem orðið hafa fyrir barðinu á miskunnarlausum ofstopa Banda- ríkjanna og hinna viljugu fylgifiska þeirra. ÉG ÁKÆRI sjálfan mig fyrir að sitja þegjandi undir ráðríki manna sem gera sér leik að því að brjóta grundvallarreglur lýðræðisins og hins íslenska lýðveldis. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að láta óátalið að dómsmálaráðherra landsins brjóti jafnréttislög og réttlæti gerðir sínar með því að segja að gildandi lög séu „börn síns tíma“. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa oftar en ég kæri mig um að muna látið duga að muldra eitthvað í barminn þegar ég sé landsfeðurna hegða sér eins og svín í drafi og réttlætt afskiptaleysi mitt með því að sem einstaklingur þurfi ég að láta eigin hag ganga fyrir því að berjast gegn ranglætinu. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.