Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2004
Grant Hill hefur átt glæsilegaendurkomu það sem af er vetri
með Orlando Magic í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Hill,
sem sleppti tímabil-
inu í fyrra í von um
að ná sér að fullu af
þrálátum ökkla-
meiðslum, hefur
skorað 19 stig, tekið
6 fráköst, gefið 3,2
stoðsendingar og
stolið 1,53 boltum að meðaltali í
leik. Skotnýting hans er heldur ekki
af verri endanum, 48,9% í tveggja
stiga skotum, 85,7% í vítaskotum og
hvorki meira né minna en 66,7% í
þriggja stiga skotum. Magic hefur
unnið fjóra af fyrstu sex leikjum
deildarinnar og er liðið jafnt ásamt
Miami Heat í tveimur efstu sætum
suðausturriðilsins.
Serbneskum körfuknattleiksmannihefur verið meinaður aðgangur
að Króatíu fyrir húðflúr sem hann ber
á handlegg. Húðflúrið er sagt bera
vott um kynþáttafordóma og hatur í
garð trúarbragða og varðar við lög í
Króatíu. Lögreglan í Króatíu segir að
það sama hefði verið uppi á teningn-
um ef um Króata hefði verið að
ræða.
Leikstjórinn Woody Allen viður-kenndi nýverið að Reggie Miller
væri einn af hans uppáhaldsleik-
mönnum. Frægt er orðið þegar Allen
sat á hliðarlínunni í
leik New York
Knicks og Indiana
Pacers og öskraði á
Miller, sem brást
æfur við og skaut
Knicks í kaf upp á
sitt eindæmi í loka-
fjórðung leiksins í
undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Fjölmiðlar vestra sögðu Allen hafa
„kostað Knicks sigurinn“. Allen segir
útkomu leikja ekki aðalmálið, heldur
gæði hvers leiks fyrir sig.
Franz Beckenbauer, sem á sæti íundirbúningsnefnd HM 2006, af-
boðaði komu sína á knattspyrnuleik
þar sem hann átti að sjá um dóm-
gæslu. Leikurinn var
til styrktar SOS
barnaþorpunum.
„Ég verð að biðjast
afsökunar á þessu.
Ég var tilbúinn í
slaginn en varð fyrir
meiðslum sem
gerðu það að verk-
um að ég gat ekki mætt,“ sagði
Beckenbauer. Hinn brasilíski Pele,
sem var viðstaddur leikinn, var vons-
vikinn að fá ekki að sjá Beckenbauer
með flautuna. „Það verður bara að
bíða betri tíma,“ sagði Pele.
Dansandi ljón og talandi fótboltieru lukkudýr Heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu sem fram fer í
Þýskalandi árið 2006. Brúðan er
hönnuð af Jim Henson Company og
getur bæði dansað og sungið. Fót-
boltinn talandi ber nafnið Pille og
mun búa yfir mikilli þekkingu á sögu
íþróttarinnar.
Kanadíska íshokkígoðið WayneGretzky hefur ekki lokað dyrun-
um á það að þjálfa í NHL-deildinni
þegar hún hefst að nýju. Forráða-
menn Phoenix
Coytoes hafa sótt
að Gretzky um að
taka að sér þjálfun
liðsins en ekkert
hefur enn verið gef-
ið út í þeim efnum.
„Þetta er ekki hátt á
forgangslistanum
að svo stöddu en ég
hef þó ekki neitað neinu,“ sagði
Gretzky, sem er talinn einn allra besti
íshokkíleikmaður sögunnar. NHL-
deildin er býsna illa stödd um þessar
mundir og hefur verkfall liðseiganda
gert það að verkum að deildin hefur
tapað 123 milljónum dollara það
sem af er.
Evander Holyfield, fjórfaldurheimsmeistari í hnefaleikum, reið
ekki feitum hesti frá
viðureign sinni gegn
Larry Donald í New
York í fyrrinótt. Holy-
field beið sinn
fimmta ósigur í síð-
ustu átta bardögum
en þvertók fyrir það
að hann væri að
íhuga að setjast í
helgan stein. „Mér leið vel, betur en
síðast. Ég er ekki þekktur fyrir að
gefast upp og fer ekki að byrja á því
núna,“ sagði Holyfield.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
es.xud.www