Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 4
4 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Kristján Þór Júlíusson: Örvænting hjá kennurum KENNARAVERKFALL Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, er svartsýnn á að árangur náist í kenn- aradeilunni í dag. „Málið er komið í ákveðinn farveg. Það er grábölvað að til þessa hafi þurft að koma en ég held að engum blandist hugur um að þetta var í rauninni óhjákvæmilegt. Ég held að fullreynt hafi verið að ná samkomulagi,“ segir hann. Kristjáni finnst orð kennara- forystunnar um að samningsumboð sé komið aftur heim í hérað bera vott um ákveðna örvæntingu í þeirri stöðu sem upp er komin og ekki í neinu samræmi við það sem áður hafi komið fram. „Þessi ör- vænting er vel skiljanleg,“ segir hann og telur að ástandið sé óbreytt, umboðið sé enn hjá samninganefnd- inni. Í gær var talað um að kennarar myndu skrá sig veika í miklum mæli í dag. „Það kæmi mér veru- lega á óvart ef allt í einu yrðu allsh- erjarveikindi hjá einni starfsstétt. Ég ætla hvorki kennurum né öðrum slíka hluti.“ - ghs Neyðarástand Kennarar trúðu á lausn en hljóðið í fulltrúum sveitarfélaga var dræm- ara í gærkvöld. Formaður launanefndar og fleiri bættust á fundinn rétt fyrir miðnætti en vildu þó ekki meina að lausn væri í sjónmáli. KENNARADEILAN „Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. „Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartil- lögu eða jafn henni væri úrskurð- ur gegn vilja nærri því allra kenn- ara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lág- marka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti,“ sagði Eiríkur og taldi eng- an hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. „Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveit- arstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd.“ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitar- félaganna, reyndi að vera bjart- sýnn en taldi ólíklegt að samning- ar tækjust í gærkvöld. Meiri von væri á þeirri viku sem væri til stefnu. „Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leið- beinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vís- bendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launa- þróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veru- leika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsend- um sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum,“ sagði Gunnar Rafn. ghs@frettabladid.is Dalvískir piltar: Gripnir við að flagga LÖGREGLA Dalvísk ungmenni skemmtu sér á aðfaranótt sunnu- dags við að flagga á frumlegan hátt. Að sögn lögreglu í bænum tóku nokkrir piltar upp á því að taka niður fána fyrir utan verslunina á staðnum. Fánunum flögguðu þeir svo fyrir utan bensínstöðina í bæn- um, auk þess sem þeir skutu upp ýmsum fánum við ráðhúsið. Lögreglan á Dalvík greip piltana við iðju sína og var þeim gert að laga til eftir sig, sem þeir lofuðu lögreglu að gera skilmerkilega. Engum fregnum fer þó af efndum piltanna, en lögregla gerði fastlega ráð fyrir að þeir stæðu við orð sín. ■ TITANIC 1.523 manneskjur fórust þegar Titanic sökk árið 1912. Flak Titanic: Skemmdir unnar WASHINGTON, AP Robert Ballard, sem fann flak skemmtiferða- skipsins Titanic fyrir tæpum tveimur áratugum, er ósáttur við þær skemmdir sem hafa orðið á flakinu á undanförnum árum. Segir hann að kafbátarnir sem ferðamenn og aðrir sem hafa leit- að að minjagripum úr ferjunni hafi notað hafi greinilega rekist oft í flakið. Vill hann að fólk beri meiri virðingu fyrir þessu gríðar- stóra minnismerki í framtíðinni. 1.523 manneskjur fórust þegar Titanic sökk í Norður-Atlantshafi árið 1912. ■ Birgir Björn Sigurjónsson: Vika er nægur tími KENNARAVERKFALL Birgir Björn Sig- urjónsson, formaður samningan- efndar sveitarfélaga, telur að vikufrestur eigi að vera nægur tími til að ná samningum við kenn- ara. „Ég vil að við notum þennan frest til að reyna að leysa þetta án þess að það þurfi að koma til gerð- ardóms. Ég er bara ánægður með að menn hefjast handa strax í kvöld. Við gerum ráð fyrir að for- sendur laganna og lögin sjálf breyti sýn á þetta mál. Nú blasir við að menn missa réttinn til að semja eftir föstudaginn þannig að það er eins gott að hafa snöggar hendur og klára þetta. Viku frest- ur á að vera nóg,“ sagði hann í gær skömmu áður en hann fór á fund- inn hjá ríkissáttasemjara. - ghs Finnur þú oft fyrir dagsyfju? Spurning dagsins í dag: Ertu fordómafull(ur) í garð útlendinga? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 25,6% 74,4% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Kennarar í Borgarnesi: Engin aukastörf KENNARAVERKFALL Kennarar Grunn- skólans í Borgarnesi hafa ákveðið að mæta til vinnu í dag eins og þeir höfðu verið beðnir um þó að umræddur dagur sé frídagur samkvæmt skóladagatali. Þeir hafna hins vegar allri málaleitan skólastjórnenda um aukið vinnu- framlag og munu ekki taka að sér nein aukastörf meðan kjör þeirra eru óráðin. Í ályktun frá kennurunum segir að þeir hafni allri samvinnu við Borgarbyggð umfram það sem felst í ráðningarsamningi „á meðan refsi- vöndur ríkisvaldsins og launanefnd- ar sveitarfélaganna vofir yfir.“ Kennararnir skora á félaga sína að hugleiða alvarlega með hvaða hætti þeir taki þátt í samstarfi við sveitar- félögin um að bæta nemendum tíma sem forgörðum hefur farið í verk- fallinu. - ghs „Eigi skal höggva“ Stórfengleg söguleg skáldsaga um síðustu daga Snorra Sturlusonar. Bók um kaldrifjaðan stjórnmála- mann, misheppnaðan föður og rithöfund sem gerir tilraun til að horfast í augu við sjálfan sig. „Skarplega skrifuð bók ... dramatísk örlagasaga.“ – Mbl. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON „Málið er komið í ákveðinn farveg. Það er grábölvað að til þessa hafi þurft að koma en ég held að engum blandist hugur um að þetta var í rauninni óhjá- kvæmilegt,“ segir hann. Samkoma: Fjallað um Palestínu MIÐAUSTURLÖND Vegna fráfalls Jassers Arafat gengst félagið Ís- land-Palestína fyrir samkomu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sam- koman ber yfirskriftina Þjóð í þrengingum en í dag eru 16 ár lið- in frá því Arafat var kjörinn for- seti af þjóðþingi Palestínu um leið og lýst var yfir sjálfstæði. Sam- koman hefst kl. 20 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra en fjöldi þjóðþekktra einstaklinga kemur fram, meðal annarra Steingrímur Hermanns- son, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sig- rún Hjálmtýsdóttir og KK. - bb JÓN INGI EINARSSON Fulltrúi skólastjóra í samninganefnd sveitarfélaganna vísaði blaða- og frétta- mönnum út úr anddyri Höfðaborgar þegar hann mætti til fundarins í gær. Fréttamenn urðu að hírast fyrir utan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.