Fréttablaðið - 15.11.2004, Síða 6
6 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Bardagar halda áfram í Írak:
Falluja í hendur
Bandaríkjanna
ÍRAK Eftir tæplega vikulanga bar-
daga segjast bandarískir og
íraskir hermenn í Falluja í Írak
hafa náð stjórn á næstum allri
borginni, en hún var áður undir
yfirráðum skæruliða.
Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
segir að nokkir hópar skæruliða
séu í borginni en að hersveitir
undir stjórn Bandaríkjamanna
ráði þar nánast öllu. Muni þeir
ekki ná algjörri stjórn á Falluja
fyrr en leitað hefur verið í bygg-
ingum að fleiri skæruliðum. Mun
sú leit væntanlega standa yfir
þar til seint í þessari viku.
Hjálpargögn eru þegar tekin
að berast til borgarinnar og verð-
ur þeim væntanlega dreift til
óbreyttra borgara á næstu dög-
um. Hingað til hefur verið bann-
að að dreifa hjálpargögnum á
meðan bardagar hafa staðið yfir
og hefur það valdið miklum
áhyggjum hjálparstofnana.
Talið er að 31 bandarískur
hermaður og sex íraskir her-
menn hafi fallið í átökunum sem
undanfarið hafa staðið yfir um
Falluja. Alls segjast Bandaríkja-
menn hafa drepið 1.200 skæru-
liða í borginni síðan bardagarnir
hófust. ■
492 spilakassar
eru í Reykjavík
Oddviti sjálfstæðismanna útilokar ekki að lögð verði fram tillaga um að
banna spilakassa í sjoppum borgarinnar. Hann segir að spilafíkn sé
raunverulegt vandamál. Heilu fjölskyldurnar hafi orðið gjaldþrota.
BORGARMÁL Alls eru 492 spilakass-
ar í Reykjavík, að því er fram
kemur í svari borgaryfirvalda við
fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn, segist telja
að þúsundir spilafíkla séu í borg-
inni og ástandið sé mjög alvarlegt.
Vilhjálmur segir að borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins hafi
ekki alls fyrir löngu heimsótt
Samtök áhugafólks um spilafíkn.
Á fundinum hafi komið í ljós að
vandinn er mikill. Heilu fjölskyld-
urnar hafi orðið gjaldþrota eftir
að annað hvort móðirin eða faðir-
inn hafi ánetjast spilakössum.
„Við óskuðum eftir upplýsing-
um frá félagsmálaráði um það
hvaða úrræði væru fyrir hendi,“
segir Vilhjálmur. „Í ljós kom að
þau eru ekki mörg. Það má segja
að fyrir utan þessi nýstofnuðu
samtök sé það bara SÁÁ sem sinn- ir spilafíklum. Það sem forsvar-
menn Samtakanna gagnrýndu var
að spilakassarnir væru inni í
sjoppum og það byði hættunni
heim því unglingar væru þar að
feta sín fyrstu skref. Samtökin
leggja áherslu á það að spilakass-
arnir séu í verndaðra umhverfi
svona svipað og hjá Gullnámunni
þar sem vel er fylgst með því að
unglingar séu ekki að spila.“
Vilhjálmur segir að borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins muni
núna skoða þetta mál ofan í kjöl-
inn. Hann útilokar ekki að tillaga
um að banna spilakassa í sjoppum
verði lögð fram í borgarstjórn.
„Mér finnst að við verðum að
skoða allar leiðir til að spyrna við
fótum.“
Íslandsspil, sem er í eigu Rauða
krossins, SÁÁ og Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, rekur 266
spilakassa í borginni en Happ-
dræti Háskóla Íslands rekur 226
spilakassa. Aðspurður hvort það
orki ekki tvímælis að SÁÁ skuli
reka spilakassa segir Vilhjálmur
að vissulega geri það það. Málið sé
hins vegar flókið því spilakassarn-
ir séu ein helsta tekjulind SÁÁ.
trausti@frettabladid.is
ÞRIÐJI RÁÐHERRANN HÆTTIR
Rod Paige, fyrsti blökkumaður-
inn til að verða menntamálaráð-
herra í Bandaríkjunum, hefur
ákveðið að segja af sér. Hann er
þriðji ráðherrann til að segja af
sér eftir að George W. Bush var
endurkjörinn Bandaríkjaforseti.
Hinir eru John Ashcroft dóms-
málaráðherra og Donald Evans
viðskiptaráðherra.
OL' DIRTY BASTARD
Lifði af tvær skotárásir á ferlinum en lést á
laugardag af ókunnum orsökum.
Wu-Tang Clan:
ODB látinn
TÓNLIST Rapparinn Ol' Dirty Bast-
ard, réttu nafni Russell Jones,
lést á laugardag í hljóðveri í New
York eftir að hafa kvartað undan
verkjum í brjóstkassa fyrr um
daginn. Hann var 35 ára gamall.
ODB var kunnastur fyrir fram-
lag sitt til rappsamsteypunnar
Wu-Tang Clan, sem sló rækilega í
gegn árið 1993 með skífunni
Enter the Wu-Tang (36 Chamb-
ers). Hópurinn tróð upp í New
Jersey á föstudag eftir langt hlé,
en ODB lét ekki sjá sig í það
skiptið.
Jones, sem gekk einnig undir
nöfnunum Big Baby Jesus og
Dirt McGirt, var þekktur fyrir
óperuskotinn rappstíl sinn og
óútreiknanlega hegðun. Hann
komst margoft í kast við lögin
vegna eiturlyfjaneyslu og vopna-
eignar og sat inni í tvö ár. Hann
lætur eftir sig 13 börn. ■
■ BANDARÍKIN
VEISTU SVARIÐ?
1Hver er oddviti V-listans í Vest-mannaeyjum?
2Hvað leggur borgarstjórnarflokkurReykjavíkurlistans til mikla hækkun
á útsvarsprósentu á fundi borgarstjórnar?
3Hver er forstjóri Marels?
Svörin eru á bls. 34
Ævintýri og spenna
í Goðheimum
Leyndardómsfullur og
forn skartgripur leiðir
Hildi á vit nýrra ævintýra
í Goðheimum.
Drekagaldur er fjörug og
spennandi saga sem veitir
skemmtilega innsýn
í norræna goðafræði.
Kópavogur:
Bæjarráð
ræði deiluna
KENNARADEILAN Í Kópavogi hefur
verið farið fram á fund í bæjar-
ráði til að fjalla um kennaradeil-
una.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar-
innar í Kópavogi sendu frá sér
yfirlýsingu í gær vegna kjara-
deilu kennara og sveitarfélag-
anna. Í yfirlýsingunni segir að
lög sem sett hafi verið á deiluna
séu einstaklega vond og gefi ekki
vonir um góða lausn til fram-
búðar. Kennarar og viðsemjend-
ur þeirra eru hvattir til að reyna
að ná samningum nú þegar. Enn
fremur kemur fram að fulltrúi
Samfylkingarinnar í bæjarráði
Kópavogs hefur óskað eftir
bæjarráðsfundi eins fljótt og
auðið er til að ræða stöðu mála.
- bb
Hafnarfjörður:
Mikið um
fíkniefni
LÖGREGLA Óvenjumörg fíkniefna-
mál komu til kasta lögreglunnar í
Hafnarfirði um helgina. Um
klukkan 16.30 á laugardag voru
þrír piltar í bíl stöðvaðir. Í ljós
kom að allir voru með kannabis-
efni á sér og farþegarnir tveir
undir áhrifum. Piltarnir gengust
við efnunum og var sleppt að
yfirheyrslu lokinni. Klukkan
22.30 var ökumaður stöðvaður og
reyndist hann með nokkur
grömm af kannabisefnum á sér.
Aðfaranótt sunnudags voru svo
tveir ökumenn til viðbótar stöðv-
aðir og var hvor um sig með
gramm af amfetamíni í fórum
sínum. Í öllum tilfellum er talið
að um efni til einkaneyslu hafi
verið að ræða og mönnunum
sleppt að yfirheyrslum loknum.
Málin teljast upplýst.
- bb
VESTURBAKKINN, AFP Mahmud Abbas,
leiðtogi Frelsishreyfingar Palest-
ínumanna og fyrrum forsætisráð-
herra landsins, mun bjóða sig fram
sem næsti leiðtogi Palestínumanna
í stað Jassers Arafat sem lést síð-
astliðinn fimmtudag.
Það var Fatah-hreyfingin sem
valdi Abbas í framboðið, en kosn-
ingarnar verða haldnar þann 9. jan-
úar. Þá lýkur sextíu daga sorgar-
ferli vegna dauða Arafats.
Marwan Barghuti, einn vinsæl-
asti forystumaður Palestínumanna,
hefur einnig ákveðið að bjóða sig
fram þrátt fyrir að hann afpláni nú
fimmfaldan lífstíðardóm vegna
morða sem ísraelskur dómstóll
fann hann sekan um. Aðrir sem
koma til greina sem eftirmaður
Arafats eru Ahmed Qurei, forsæt-
isráðherra Palestínu og nýkjörin
yfirmaður Öryggisráðs Palestínu í
stað Arafats, og Farouk Kaddoumi,
sem var kjörinn yfirmaður Fatah-
hreyfingarinnar eftir lát Arafats.
Þar til nýr leiðtogi verður kjörinn í
Palestínu mun Rawhi Fattuh gegna
starfinu. ■
MAHMUD ABBAS
Leiðtogi Frelsishreyfingu Palestínumanna, Mahmud Abbas, yfirgefur fyrrverandi höfuð-
stöðvars Jasser Arafat í Ramallah, umkringdur fréttamönnum.
Kosningar í Palestínu:
Abbas býður sig fram
Á HLAUPUM
Bandarískir hermenn á hlaupum í borginni Falluja í Írak. Bandaríkjamenn segjast hafa náð
stjórn á næstum allri borginni.
ÞÚSUNDIR SPILAFÍKLA Í BORGINNI
Samtök áhugafólks um spilafíkn leggja áherslu á það að spilakassarnir séu í verndaðra um-
hverfi líkt og hjá Gullnámunni þar sem vel er fylgst með því að unglingar séu ekki að spila.
VILHJÁLMUR Þ.
Skoða verður allar leiðir til að spyrna við
fótum.
M
YN
D
/A
P
-
FR
AN
K
FR
AN
KL
IN
L
L