Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 8

Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 8
15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Sviptingar um helgina í bæjarstjórn í Eyjum Þriðja meirihlutasamstarf kjörtímabilsins leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum um helgina. Sáttatónn er í forsvarsmönnum bæjarfélagsins. BÆJARSTJÓRNARMÁL Miklar svipt- ingar hafa verið í bæjarstjórnar- samstarfi í Vestmannaeyjum á yf- irstandandi kjörtímabili. Um helgina var myndaður nýr meiri- hluti Vestmannaeyjalista og Sjálf- stæðisflokks. Forsvarsmenn framboðanna segja samstarfið að kröfu íbúa í Eyjum sem lang- þreyttir séu á vandræðagangi í stjórnsýslunni. Eftir kosningarnar vorið 2002 mynduðu Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur meirihluta með þremur sjálfstæðismönnum og einum framsóknarmanni, gegn minnihluta Vestmannaeyjalistans, sem fékk þrjá fulltrúa kjörna. Ingi Sigurðsson, byggingatækni- fræðingur og einn af burðarásum knattspyrnuliðs ÍBV, var kosinn bæjarstjóri og Andrés Sigmunds- son, fulltrúi Framsóknar, gerður að formanni bæjarráðs. Árið 2002 komu svo upp deilur tengdar meintri fjármálaóreiðu Þróunarfélags Vestmannaeyja og taldi Lúðvík Bergvinsson, oddviti V-listans, að bæjarsjóður Vest- mannaeyja væri í ábyrgðum fyrir 50 til 70 milljóna króna skuld félagsins. Sumarið 2003 klauf Andrés Sigmundsson sig svo frá samstarfinu við Sjálfstæðisflokk- inn og gekk til samstarfs við V-listann, gegn vilja framsóknar- félagsins í Eyjum. Inga var sagt upp sem bæjarstjóra í júlí 2003 og í hans stað ráðinn Bergur Elías Ágústsson. Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja á föstudag sleit Lúð- vík svo samstarfinu við Andrés vegna trúnaðarbrests, en Andrés hafði skrifað undir viljayfirlýs- ingu um kaup á Fiskiðjuhúsinu í Eyjum. Um það mál spunnust nokkrar deilur. Andrés sagði viljayfirlýsinguna ekki bindandi og neitaði að víkja af fundum meðan málið væri rætt. Um helgina hafa hlutir gengið hratt og sjálfstæðismenn og V-listamenn lýstu yfir vilja til samstarfs strax aðfaranótt laug- ardags. „Við þessar aðstæður leggja menn gömul deilumál til hliðar og ákveða að vinna saman að hagsmunum Vestmannaeyja,“ sagði Arnar Sigurmundsson, odd- viti sjálfstæðismanna í Eyjum, eftir að flokksmenn hans höfðu lagt blessun sína yfir nýja meiri- hlutayfirlýsingu á laugardaginn. Ólíklegt er talið að hreyft verði við Bergi Elíasi í stöðu bæjar- stjóra og ekki stendur til að gera breytingar á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu. Ekki hefur þó verið gengið endanlega frá embætta- skipan nýja meirihlutans. Félags- fundur V-listans verður haldinn í dag og leggi hann blessun sína yfir nýja meirihlutann hefst þeg- ar vinna við að skipa í embætti. olikr@frettabladid.is ■ ASÍA – hefur þú séð DV í dag? Scott Ramsay játaði að hafa banað Flemming og var sleppt Bikarmeistarar Keflavíkur fá áfallahjálp Olíufélagið 1994 til 2004: Tæpar 22 milljónir til stjórnmálaflokka OLÍUFÉLÖG Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélags- ins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á ár- unum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félags- ins. Ekki kemur fram hvernig framlögin skiptast á milli flokka og tekið fram að það teljist trún- aðarmál. „Almennt í öllum okkar styrkjum, til stjórnmálaflokka eða hverra sem er, lítum við á sem svo að trúnaður ríki milli aðila,“ sagði Hjörleifur Jakobsson, for- stjóri Olíufélagsins. Hann segir eðlilegt að gera ráð fyrir því að trúnaður ríki um framlög sem ekki hafi sérstaklega verið talað um að yrðu opinber. Eftirleiðis segir Hjörleifur hins vegar að upplýsingar um framlög fyrir- tækisins verði opinberar. Af framlögum félagsins til flokka og framboða á árunum 1994 til 2004 var fjórðungur vegna sveitarstjórnarmála. Þá eru taldar með greiðslur fyrir auglýsingar í blöðum og tímarit- um stjórnmálaflokka og fram- boða. „Á árunum 2003 og 2004 eru heildarframlög til stjórnmála- flokka samtals 2,1 millj.kr. og er sú fjárhæð innifalin í ofan- greindri heildarupphæð,“ segir í tilkynningu Olíufélagsins, en nýir eigendur komu að félaginu í maí- lok í fyrra. - óká HJÖRLEIFUR JAKOBSSON FORSTJÓRI Í tilkynningu Olíufélagsins segir að á árun- um 1994 til 2004 hafi framlög til íþrótta-, skóla-, menningar-, líknar- og annarra þjóðþrifamála numið samtals 229,5 millj- ónum króna, en framlög til stjórnmála- flokka og framboða 21,6 milljónum króna. LÉTUST Í TROÐNINGI Fimm létust og fimm til viðbótar slösuðust þegar þeir tróðust undir í miklum troðningi í helstu lestarstöðinni í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Þúsundir ferðalanga voru á lest- arstöðinni á sama tíma og reyndu að þröngva sér fram til að kom- ast að lestum með þessum afleið- ingum. VESTMANNAEYJAR Á tveimur árum hafa tveir meirihlutar sprungið í Vestmannaeyjum. Nýjustu deilur hafa náð að sameina vinstri- og hægrimenn því Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti ætla að snúa bökum saman í bæjarstjórninni. Stakur fulltrúi Framsóknarflokks er í minnihluta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.