Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 12
12 SVONA ERUM VIÐ „Af mér er allt prýðilegt að frétta nema hvað samstarf fyrirtækisins okkar og kvikmyndagerðarinnar ZikZak er í miklu uppnámi,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður. Hann á og rek- ur Poppoli sem gerði meðal annars heimildarmyndina Blindsker um líf og störf Bubba Morthens. Deilurnar eru af alvarlegra taginu, þær snúast um knattspyrnu, sem er jú ekkert grín. „ZikZak-mennirnir eiga að mæta vikulega á fótboltaæfingar hjá Poppoli en hafa ekki mætt að undanförnu. Þetta er alvarlegt mál því við keyptum þá dýru verði. Mér finnst afar leiðinlegt að þurfa að fara með þetta í blöðin en svona er þetta,“ segir Ólafur hinn alvarlegasti. „Svo er það títt að Blindsker gengur vel í kvikmyndahúsunum og er við það að verða mest sótta heimildarmyndin.“ Myndin um Lalla Johns á metið en nú er sumsé hætt við að Bubbi tylli sér á þennan topp eins og svo marga aðra. Á meðan Blindsker rúllar yfir hvíta tjald- ið mundar Ólafur kvikmyndavélina. Hann er með tvær myndir í smíðum, aðra um knattspyrnu og hina um búddamúnk. Knattspyrnumyndin er um fótboltaliðið Africa United sem er skipað Afríkumönnum á Íslandi, en liðið leikur í þriðju deildinni. „Við erum á leið til Marokkó til að taka upp efni í þá mynd og svo ætlum við til Taílands á nýju ári til að taka upp hluta af Búddamyndinni.“ Ólafur tekur lífinu mátulega alvarlega og lítur sér nær þegar hann veltir fyrir sér hinu fréttnæma. „Ætli mér finnist ekki aðalfréttirnar bara snúast um hvort maður fái sér te eða kaffi.“ Krytur, kvikmynd og kaffi HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR JÓHANNESSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Anna ber sig vel þrátt fyrir erfið- leikana sem að henni steðja. Hún er hress í bragði og talar frjáls- lega um aðstæður sínar enda hefur hún marga fjöruna sopið. „Ég er með lungnaþembu og get ekki sungið,“ segir söngfugl- inn sem gladdi eyru landsmanna í fjörutíu ár. Lungnaþemban upp- götvaðist fyrir jólin í fyrra og varð Önnu vitaskuld áfall. „Ég hef lítið þol og hef varla þorað að syngja síðan þetta kom upp. Ég prófaði reyndar einu sinni og það gekk ekki vel,“ segir hún. „Ég er skíthrædd vegna þessa og reikna með að fjörutíu árin sem ég fagn- aði fyrir þremur árum verði að duga.“ Árið 2001 hélt Anna upp á fjörutíu ára söngafmæli sitt með sýningu í Ásgarði í Glæsibæ þar sem fjöldi fólks hlýddi á hana klædda kápu úr gyltum pallíettum syngja sín þekktustu lög. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu, þetta er í raun hræðilegt. Ég ætlaði að syngja í brúðkaupi vinkonu minn- ar og ætla að reyna að fara í stúdíó og syngja eitthvað inn fyr- ir hana.“ Óvíst er hvernig það fer en þrátt fyrir allt elur Anna með sér þann draum að búa til sóló- plötu. „Ég á alltaf eftir að uppfylla drauminn um að gefa út minn eig- in disk. Ég hef aldrei gert það, lögin mín hafa bara heyrst á plöt- um annarra og safnplötum. Ég hef ekki komist lengra og nú er spurn- ing hvort ég geti það.“ Anna rekur lungnaþembuna vitaskuld til áralangra reykinga, bæði eigin og óbeinna. „Við sem erum í skemmtanabransanum og reykjum, tvíreykjum í raun. Ég reykti sjálf og svo andaði ég að mér reyknum á skemmtistöðun- um,“ segir Anna og rifjar það upp þegar hún hætti fyrir þremur árum: „Það var margbúið að segja við mig að ég yrði að hætta að reykja annars myndi þetta enda með skelfingu. Það varð hins veg- ar ekkert af því fyrr en fyrir þremur árum og þá var þetta bara mjög auðvelt. Ég hefði aldrei trú- að hvað það gekk vel. Ég sagðist ætla að hætta og hætti og mig hef- ur ekki langað í sígarettu síðan. Það var samt of seint og ég dauð- sé eftir að hafa ekki hætt mikið fyrr.“ Anna stússast í ýmsu á daginn og hugar meðal annars að barna- börnunum sínum sex. „Ég reyni að vera mikið með þeim og svo er reyndar fullt starf að vera sjúk- lingur og berjast við kerfið.“ Auk lungnaþembunar þjáist Anna af gigt, brjósklosi og er veil í brisi. „Ég er með fullt af sjúkdómum,“ segir hún og hlær og siglir áfram í lífiinu á glaðværðinni. Anna söng nokkur lög sem tóku sér bólfestu í hlustum landsmanna. Fyrsta vinsæla lagið hennar var Heimilisfriður sem hún söng með Berta Möller, þá náði Ég bíð við bláan sæ, sem hún söng með Vil- hjálmi Vilhjálmssyni, miklum vin- sældum líkt og Ef þú giftist. Frá- skilin að vestan er hins vegar það lag sem sjálfsagt flestir tengja við Önnu Vilhjálms, enda kunni það hvert mannsbarn í eina tíð. Anna á ekki langt að sækja tón- listarhæfileikana, afi hennar í föð- urætt var þýskur hljómsveita- stjóri og að auki var amma hennar mjög músíkölsk. Hún býr í Reykjavík eins og hún hefur lengst af gert, „enda er ég Reyk- víkingur þó að Keflvíkingarnir hafi eignað sér mig því ég bjó einu sinni á Suðurnesjunum,“ segir Anna Vilhjálms. bjorn@frettabladid.is Fjölmargir eldri borgarar sækja ekki um ellilífeyri: Láta eigið fé duga til framfærslu ALDRAÐIR Fimmtán hundruð manns sem náð hafa 67 ára aldri hafa aldrei sótt um ellilífeyri til Trygg- ingastofnunar ríkisins. Í þeim hópi eru tveir sem verða aldar- gamlir á árinu. Ástæður þessa eru helst þær að viðkomandi eigi nóg til hnífs og skeiðar en ellilífeyrir er tekjutengdur og skerðist þegar fólk hefur 143 þúsund krónur í at- vinnutekjur á mánuði og/eða fjár- magnstekjur upp á 286 þúsund. Til fjármagnstekna teljast vextir af bankainnistæðum og arður af hluta- og verðbréfum sem og hagnaður af sölu þeirra. Greiðslur úr lífeyrissjóðum skerða ekki ellilífeyrinn, sama hversu háar þær kunna að vera. Á sjötta hundrað manns 67 ára og eldri fá ekki greiddan ellilífeyri vegna of hárra tekna. Fullur elli- lífeyrir nemur 101 þúsund krón- um á mánuði. Það eru ein milljón, tvöhundruð og tólf þúsund krónur á ári. Liðlega 30 þúsund manns fá greiddan ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun. - bþs GRUNDARBÚAR Á GÓÐUM DEGI Á sjötta hundrað manns 67 ára og eldri fá ekki greiddan ellilífeyri vegna of hárra tekna. ANNA VILHJÁLMS Á SVIÐINU Hún hélt upp á fjörutíu ára söngafmæli árið 2001. Margt bendir til að það hafi einnig verið endalokin á farsælum ferli hennar. FRÁSKILIN AÐ VESTAN Anna er ekki að vestan heldur úr Reykjavík. Hún bjó þó um skeið á Suðurnesjunum og segir Keflvík- ingana hafa eignað sér sig. Dagur íslenskrar tungu: Tæknimál yfir kjúklingi ÍSLENSKA Félagar í Skýrslutækni- félaginu koma saman til hádegis- verðarfundar á Grand hóteli í dag og spjalla um tungutak í tæknigeiranum. Er það í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Erindi verða flutt og meðal annars kynntur staðallinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - Íslenskar kröfur. Félagsmenn greiða 4.600 krónur fyrir þátt- töku en aðrir 1.300 krónum meira. Snæddar verða gljáðar kjúklingabringur með sítrus og engifersósu og súkkulaðikaka með kókoshnetukremi verður í eftirrétt. - bþs UMFERÐARSLYS Á ÍSLANDI 7.952 umferðaróhöpp urðu á landinu á síðasta ári. Í 7.145 varð eingöngu eigna- tjón. 20 létust í umferðinni á síðasta ári. Dreymir um sólóplötu Margt bendir til að söngferill Önnu Vilhjálms sé á enda. Hún hélt upp á 40 ára söngafmæli fyrir þremur árum og telur það um leið endalokin á annars glæstum ferli. Þrátt fyrir heilsubrest dreymir hana um að gefa út sólóplötu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.