Fréttablaðið - 15.11.2004, Síða 14
14
Hvenær var Ratsjárstofnun sett á fót?
Ratsjárstofnun hóf starfsemi í maí 1987 eftir að
íslensk og bandarísk stjórnvöld höfðu gert sam-
komulag um yfirtöku Íslendinga á rekstri ratsjár-
stöðva varnarliðsins. Stofnunin heyrir undir utan-
ríkisráðuneytið og framkvæmir þá milliríkjasamn-
inga sem að stofnuninni lúta í umboði þess.
Hvert er verksvið stofnunarinnar?
Ratsjárstofnun sér um rekstur og viðhald hug- og
vélbúnaðar fyrir íslenska loftvarnakerfið, Iceland
Air Defense System, sem er samsett úr fjórum
ratsjárstöðvum, samskiptarásum milli stöðva kerf-
isins, eftirlits- og stjórnstöð þar sem unnið er úr
gögnum frá ratsjánum og hugbúnaðarstöð en þar
er unnið að viðhaldi og endurbótum á hugbún-
aði.
Ratsjárnar fjórar eru hver á sínu landshorninu:
Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og
Stokksnesi. Með þeim er fylgst með allri flugum-
ferð innan sjónsviðs þeirra sem er um 250 sjó-
mílur í svonefndum þotuflughæðum. Upplýsing-
arnar eru nýttar af varnarliðinu, Flugmálastjórn Ís-
lands og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.
Hvert er umfang starfseminnar?
Rekstrarkostnaður stofnunarinnar er sagður fjórt-
án milljónir Bandaríkjadala á ári, eða tæpur millj-
arður króna. Bandaríski flugherinn greiðir þann
kostnað.
Alls vinna um áttatíu manns hjá Ratsjárstofnun
en einnig starfa rúmlega tuttugu manns á vegum
undirverktakans Kögunar við viðhald vélbúnaðar-
ins í eftirlits- og stjórnstöðinni á Keflavíkurflug-
velli. Bandaríski flugherinn sér um að manna
sjálfa stöðina. Jón Böðvarsson er forstjóri Ratsjár-
stofnunar en á dögunum var Ólafur Örn Haralds-
son, fyrrverandi alþingismaður, ráðinn sem eftir-
maður hans frá og með áramótum. Staðan var
ekki auglýst.
Í boði Bandaríkjamanna
HVAÐ ER? RATSJÁRSTOFNUN
15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Spjótunum beint að
Hallgrími Sigurðssyni
Eiginkonur íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl sendu í gær frá sér
yfirlýsingu þar sem þær mótmæla fréttaflutningi af málum þeirra.
Yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl er einnig gagnrýndur.
FRIÐARGÆSLULIÐAR Unnustur og eig-
inkonur íslensku friðargæslulið-
anna sem lentu í sprengjuárás í
Kabúl í síðasta mánuði hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem fjöl-
miðlaumfjöllun um málið er mót-
mælt. Þær gagnrýna sömuleiðis
Hallgrím Sigurðsson, yfirmann ís-
lensku friðargæslunnar í Kabúl,
fyrir ummælin „shit happens“.
Í yfirlýsingunni kemur fram að
konurnar telji sig tilneyddar að
stíga fram mönnum sínum til varn-
ar þar sem „þeim er sniðinn þröng-
ur stakkur varðandi tjáningu á
hluta atburðarásarinnar“, eins og
segir í tilkynningunni. „Sú umræða
sem fer fram í fjölmiðlum, nú síð-
ast í Fréttablaðinu, bloggsíðum og
annars staðar í þjóðfélaginu þar
sem dregin er upp mynd af tilfinn-
ingalausum hrokagikkjum sem láta
sig mannslífin engu skipta, er kom-
in langt umfram það sem þolanlegt
er og hefur djúp áhrif á fjölskyldur
okkar,“ segir þar enn fremur.
Eyrún Björnsdóttir, eiginkona
Stefáns Gunnarssonar, friðar-
gæsluliðans sem slasaðist mest,
segir að nokkur tími sé liðinn síðan
þær sömdu yfirlýsinguna. „Við
ákváðum að láta kyrrt liggja þar
sem okkur fannst umfjöllunin vera
að fjara út, sem okkur fannst bara
gott mál. Greinin í Fréttablaðinu í
gær var hins vegar kornið sem
fyllti mælinn. Þar var verið að
ásaka þá um ýmislegt og ýjað að
því að lát litlu stúlkunnar væri
þeim að kenna,“ segir hún.
Í yfirlýsingunni er rótin að mál-
inu sögð vera skortur á upplýsing-
um á því hvernig ummælin „shit
happens“ hafi verið tilkomin. Að
sögn kvennanna var haldinn fund-
ur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl
með þeim friðargæsluliðum sem
ekki voru á vettvangi á Kjúklinga-
stræti þennan örlagaríka dag. Hall-
grímur Sigurðsson stýrði fundin-
um og fór yfir málsatvik. „Hann
lauk síðan máli sínu á þann
ósmekklega hátt að afgreiða afleið-
ingarnar í tveimur orðum „shit
happens“ eins og hann hefði misst
af önglinum. Þennan frasa notaði
hann síðan ítrekað næstu daga.
Bolirnir umdeildu með þessari
ógeðfelldu áletrun [...] voru gjöf
frá vini þeirra sem ofbauð af-
greiðsla yfirmannsins á þeim sjálf-
um og hinum sem annað hvort
létust eða særðust þennan dag. Að
klæðast bolunum var þeirra leið til
að tjá andúð sína á þessari
afgreiðslu.“
Stefán Gunnarsson
segir sjálfur að þeir
félagarnir hafi verið ósáttir við
ýmislegt í málinu, ekki síst að hafa
þurft að fylgja yfirmanni sínum í
teppakaup, og tekur Eyrún undir
það. „Þetta var náttúrlega verkefni
sem þeir áttu ekkert að taka þátt í.
Þegar þeir fóru utan átti þetta ekki
að vera eitt af þeirra sviðum,“
segir hún. Aðspurð hvort mennirn-
ir hyggist leita réttar síns svarar
Eyrún: „Það mun tíminn bara leiða
í ljós“.
Á sínum tíma sögðu friðar-
gæsluliðarnir að áletruninni á bol-
unum hefði ekki verið beint gegn
Hallgrími. Um það hvort yfirmenn
mannanna hefðu bannað þeim að
útskýra hvernig í pottinn hefði
verið búið vildu Eyrún og Stefán
ekkert segja.
Hallgrímur Sigurðsson hafði
ekki heyrt um yfirlýsinguna þegar
haft var samband við hann í gær og
vildi ekki tjá sig um efni hennar
fyrr en hann hefði lesið hana. Stef-
án er óðum að ná heilsu og fer að
líkindum aftur til Kabúl í vikunni.
GRIPDEILDIR Gripdeildir af óvenju-
legu tagi gera Bretum nú lífið leitt
en þjófnaður á járnsteyptum
brunnlokum hefur færst þar mik-
ið í vöxt að undanförnu. Rétt eins
og hérlendis eru
brunnarnir ofan í
götum og stræt-
um og er einfalt
mál að fjarlægja
lokin á þeim þótt
þung séu.
Breska tímarit-
ið The Economist
segir verðhækk-
anir á málmum til
bræðslu orsök
þessara þjófnaða
en algengt er að
þjófarnir selji
hvert lok á 5-7 pund, sem jafngild-
ir um 700-1000 krónum. Því þarf
ekki að stela mörgum lokum til að
fá bærilegan ágóða upp úr krafs-
inu. Lok af eldri gerð eru vinsælli
en hin nýrri þar sem þau eru
þyngri.
Tjónið sem samfélagið verður
fyrir vegna þjófnaðanna er um-
talsvert. Í Newham-hverfi í Lund-
únum hefur 260 lokum verið stolið
á undanförnum vikum, að verð-
mæti 60.000 pund, eða 7,5 milljón-
ir króna. Til allrar hamingju er
ekki vitað um slys á fólki sem hef-
ur hrapað ofan í óvarða brunnana.
Ýmis ráð hafa verið nefnd til
að sporna við brunnlokaþjófnuð-
um, til dæmis að festa lokin með
einhvers konar hjörum eða að upp
verði komið eftirlitsmyndavélum
í námunda við götubrunna.
Að sögn Geirs Jóns Þórissonar,
yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er
þjófnaður á brunnlokum ekki enn-
þá teljandi vandamál á Íslandi.
„Það er ekki mikill áhugi á þeim í
krimmaheiminum hér,“ segir
hann. Brunnlok af algengri teg-
und kostar um 15.000 krónur en
íslenskar málmbræðslur veita
lokum frá almenningi ekki mót-
töku. - shg
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru
númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV,
mánudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf
má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
1. flokki 1991 – 52. útdráttur
3. flokki 1991 – 49. útdráttur
1. flokki 1992 – 48. útdráttur
2. flokki 1992 – 47. útdráttur
1. flokki 1993 – 43. útdráttur
3. flokki 1993 – 41. útdráttur
1. flokki 1994 – 40. útdráttur
1. flokki 1995 – 37. útdráttur
1. flokki 1996 – 34. útdráttur
3. flokki 1996 – 34. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2005.
Aukaútdráttur
Aukaútdráttur hefur einnig farið fram í ofangreindum
húsbréfaflokkum, nema 1. og 3. flokki 96, og koma þau til
innlausnar 15. janúar nk. Skv. 22. og 23. gr. laga nr.
44/1998 er Íbúðalánasjóði heimilt að fara í aukaútdrátt til
að jafna fjárstreymi sjóðsins. Uppgreiddum fasteigna-
veðbréfum er jafnað á móti útistandandi húsbréfum með
útdrætti úr gildum húsbréfum úr þeim flokki, er tilheyrir
umræddu fasteignabréfi.
GEIR JÓN
ÞÓRISSON
„Ekki mikill áhugi
á brunnlokum í
krimmaheimun-
um hér.“
BRUNNLOK
Fingralangir Bretar ásælast slík lok.
Breskir málmþjófar:
Brunnlokin í bræðslu
RABBÍNAR Á RÖKSTÓLUM
Hátt í þrjú þúsund rabbínar hvaðanæva að úr heiminum eru samankomnir í New York
þessa dagana til skrafs og ráðagerða. Þeir eru fylgjendur hins íhaldssama Chabad-
Lubavitch skóla sem er stefna innan gyðingdóms.
STEFÁN GUNNARSSON, HAUKUR
GRÖNLI OG STEINAR ÖRN MAGNÚSSON
Eiginkonur þeirra segja orðin
„shit happens“ vera komin frá Hallgrími
Sigurðssyni, yfirmanni þeirra.
sveinng@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P