Fréttablaðið - 15.11.2004, Side 15
15MÁNUDAGUR 15. nóvember 2004
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður
launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úr-
kula vonar um að kennarar og sveitar-
félög nái að semja um kaup og kjör. Sam-
kvæmt lögum sem samþykkt voru á Al-
þingi á laugardag kemur gerðardómur
saman laugardaginn 20. nóvember.
Ná kennarar og sveitarfélög saman
áður en gerðardómur tekur til starfa?
Það ætla ég rétt að vona. Við höfum
þessa daga og ef við notum þá vel er
allt mögulegt. Við sögðum við löggjaf-
ann: Tíminn sem ætlaður var í frum-
varpinu var að okkar mati óþarflega
langur. Hann var styttur niður í þetta og
það gæti auðvitað verið vísbending um
hvort heldur sem væri. Kjarasamningar
hafa stundum leyst á skemmri tíma en
þessum dögum. En það þarf tvo til að
leysa deiluna.
Hvað þýðir það?
Það þýðir að kennarar verða þá að
endurskoða sína afstöðu.
Sérðu fyrir þér að friður náist í skóla-
starfinu sem heldur til framtíðar?
Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að
það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð
lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og
sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í
raun og það vorkenni ég okkur ekki.
Getur verið, í ljósi þess að réttur til
náms er bundinn í lög, að sveitar-
félögin hafi brugðist í að halda úti
eðlilegu skólahaldi?
Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin
sem boðuðu til verkfalls. Það voru
heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu
atkvæði á móti miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara. Það þarf tvo til að semja
og hvorki hægt að einfalda hlutina svo
fyrir einum eða neinum að bara annar
aðilinn hafi valdið því að samningar
hafi ekki náðst. Það er líka misskilning-
ur að menn hafi ekki, á þessum langa
tíma sem samningar voru lausir áður
en að verkfalli kom, verið í alvöru sam-
tölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að
fullyrða að svo hafi verið.
Finnur launanefndin fyrir miklum
þrýstingi utan úr samfélaginu?
Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að
börnin fara inn í skólana og þessari
þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir
stendur auðvitað þessi vandi okkar að
leiða mál til lykta. Í mínum huga má
þannig skipta þessari lagasetningu í
tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skól-
ann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná
saman. Ef það gengur ekki er þarna gerð-
ardómurinn og við verðum bara að vona
að hann fjalli þá um málið af sanngirni,
bæði við sveitarfélögin og kennara.
GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON
Vill halda í
bjartsýnina
FORMAÐUR LAUNANEFNDAR
SKÝRIR AFSTÖÐU SÍNA
SPURT & SVARAÐ
Gerðardómur er hugtak sem notað er
um hóp manna eða nefnd sem ætlað
er að ná niðurstöðu um ágreiningsefni.
Gerðardómur er ekki dómstóll og hann
skipa ekki dómarar heldur þrír til fimm
menn sem deilendur velja jafn marga
til. Einn óháður oddamaður, talnaglögg-
ur maður, situr einnig í dómnum. Hann
úrskurðar, komi upp ágreiningur í
hópnum. Oft er það Hæstiréttur sem
skipar oddamanninn en ákvörðunin er
pólitísk og engar fastar reglur um hver
eigi að skipa sætið. Til eru lög um
samningsbundna gerðardóma en einnig
er heimilt að semja sérstaklega um
starfshætti þeirra.
Þegar gerðardómur hefur verið skipaður
verður að liggja fyrir hvaða ágreining
hann eigi að leysa, sem dæmi gæti
hann átt að komast að niðurstöðu um
hver eðileg launaþróun hafi verið á
markaði standi ágreiningur um kjör.
Einnig gætu stjórnvöld falið gerðardómi
að ákvarða hver launin eigi að vera.
Deilenda er að hlíta niðurstöðunni.
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um
að setja ætti kjaraviðræður grunnskóla-
kennara og sveitarfélaganna í gerðar-
dóm. Samningaviðræður hafa staðið
reglulega yfir frá því að þeir settust að
samningaborðinu 20. janúar, ef undan
er talið fimm vikna sumarfrí nefndanna.
Kjarasamningur kennara rann út 31.
mars og í ágúst kusu kennarar um að
fara í verkfall næðust ekki samningar
fyrir 20. september.
Verkfall kennara hefur staðið í sjö vikur.
Einnar viku hlé varð á því á meðan
grunnskólakennarar og launanefnd
sveitarfélaganna kusu um miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara. Tilboðið hljóðaði
upp á um 29 prósenta kostnaðarauka
fyrir sveitarfélögin. Kennarar vilja sjá um
35 prósenta hækkun en launanefndin
hefur gefið út að með miðlunartillög-
unni hafi hámarkinu verið náð.
Á miðvikudag slitnaði upp úr viðræðun-
um. Um helgina voru hins vegar lög
sett á Alþingi sem kveða á um að
gerðardómur komi saman þann 20.
nóvember og ákveði kjör kennara, hafi
þeir ekki þegar náð að semja við
sveitarfélögin.
Þótt stjórnvöldum hafi að þessu sinni
ákveðið að setja málið í gerðardóm ber
þeim engin skylda til þess. Þau gætu
allt eins sett lög um laun kennara. Leið-
ir að lausn deilunnar eru því pólitískar.
FBL GREINING: GERÐARDÓMUR
Endanlegt úrskurðarvald