Fréttablaðið - 15.11.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 15.11.2004, Síða 16
Einu sinni á kjallaraárum okkar hjóna vakti konan mín mig um miðja nótt og færði mér þau tíð- indi að hún heyrði ekki betur en að frammi í eldhúsi geisuðu harðvítug átök milli kattanna og skrækjandi rottu. Ég reis upp við dogg, hugsaði mitt ráð og kvað loks upp úrskurðinn: við skulum fara aftur að sofa, kannski verð- ur rottan farin þegar við vöknum næst. Þetta lýsir þeirri óbilandi bjartsýni sem löngum hefur ein- kennt mig en líka almennu karl- mannlegu hugleysi – og tregðu til að grípa til hvimleiðra en nauð- synlegra ráðstafana. Helgi Hálf- danarson hefur búið til gott orð um svona viðbrögð andspænis vá, að láta reka á reiðanum þótt allt stefni í óefni: hann kallaði slíkt fólk reiðareksmenn. Maður verður stundum var við þetta hugarástand andspænis mikilvægasta úrlausnarefni okk- ar daga: umhverfismálum – þessa undarlegu tregðu jafnvel þótt ekki sé um neinar fórnir að ræða heldur bara aukin þægindi, á borð við það að skipta úr allt of stórum fjallajeppa og í alvöru borgarbíl. Menn treysta sér ekki til að horfast í augu við voðann og bregðast við honum á öllum stigum, einstaklingsbundnum og á þjóðarvísu. Klerkastjórnin í Washington hefur að vísu sér- stöðu, sér enga sérstaka þörf á því að bjarga jörðinni því dóms- dagur sé hvort sem er á næsta leiti og Jahve búinn að útbúa VIP-kortin handa þeim útvöldu – en við hin sem ekki höfum neinar spurnir af þessum ráðagerðum almættisins en lítum á Guð sem táknmynd lífsaflsins, kjósum frekar lífið – og erum raunveru- lega „pro-life“ – við hljótum að krefjast þess af okkar stjórn- völdum að þau geri allt það sem í þeirra valdi stendur til að stöðva nú þegar hina heimskulegu og ónauðsynlegu losun gróðurhúsa- lofttegunda. Málflutningi reiðareksmanna má lýsa svona: í fyrsta lagi er hitastig ekkert að hækka; í öðru lagi er það gott að hitastig sé að hækka vegna þess að þá opnast siglingaleiðir fyrir okkur og veðrið batnar; í þriðja lagi er of seint að gera nokkuð við því að hitastig sé að hækka, of dýrt og nær að flytja fólk burt af hættu- svæðum. Núverandi umhverfis- ráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, hefur til þessa ver- ið atkvæðalítil í starfi. Aðspurð um áhuga sinn á umhverfismál- um sagðist hún til dæmis vera frá Siglufirði og hafa yndi af því að fara í berjamó. Það vakti líka athygli og nokkra undrun þegar hún valdi sér á sínum tíma til að- stoðar Harald Johannesen sem hafði verið viðloðandi hinn svo- kallaða Vef-þjóðvilja – netsíðu ungra manna sem halda mjög fram þeirri hugsjón að hlýnun loftslags af mannavöldum sé með öllu ósannað mál. Á dögunum fékk hinn nýbak- aði ráðherra loks tækifæri til að láta að sér kveða á alþjóðavísu þegar hún ávarpaði ráðstefnu vísindamanna í tilefni af útkomu skýrslu um hlýnun andrúmslofts á norðurslóðum. Í skýrslunni er ekki einungis staðhæft að rann- sóknir hafi leitt í ljós að þessi hlýnun sé óyggjandi heldur og að hún sé miklu hraðari en vísinda- menn óttuðust áður. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Siv Frið- leifsdóttir, vakti athygli á þessari sömu ráðstefnu fyrir skörulegan málflutning og góða þekkingu á efninu sem hún hafði sýnilega kynnt sér, enda er hún ekki leng- ur ráðherra og þarf ekki lengur að framfylgja stóriðjustefnu Halldórs Ásgrímssonar. Í setn- ingarræðu sinni var Sigríður Anna hins vegar stödd í hálfgerð- um berjamó á Siglufirði. Í ræð- unni, sem virtist fremur ætluð til að falla ráðamönnum Bandaríkj- anna í geð en að vera í einhverju samhengi við sjálfa ráðstefnuna, sagði íslenski ráðherrann – þvert á niðurstöðu skýrslunnar – að enn væri miklum vafa undirorp- ið hversu mikil áhrif menn hafi á loftslag og hversu mikið loftslag sé að breytast. Eru áherslur ríkisstjórnarinn- ar að breytast í umhverfismál- um? Sjálfstæðismenn virðast miða alla sína stefnu á alþjóða- vísu við að halda uppi atvinnu- stigi á Suðurnesjum – ber að skoða ræðu umhverfisráðherra í því ljósi, að menn séu að stilla sér upp við hlið Bandaríkja- manna í því að hundsa Kyoto- sáttmálann? Eða er það hlutskipti ráðherrans að tjá við- horf þeirra manna sem vona að þetta geti nú ekki verið svona slæmt, þetta hljóti að vera eitt- hvað orðum aukið, þessir vís- indamenn séu svo öfgafullir – þetta verði kannski bara allt far- ið þegar þeir vakni. Eða hvers er að vænta af ráð- herra sem hefur það helst til um- hverfismála að leggja að hún sé frá Siglufirði? ■ U m þessar mundir minnast menn og fagna þeim tíma-mótum þegar Berlínarmúrinn féll. Niðurrif múrsinsmarkaði endalok blóðugs tímabils kúgunar og skipting- ar Evrópu. Þetta voru mikil tímamót og frá því að ríki Austur-Evrópu fengu frelsi hafa þau tengst nágrönnum sínum sterkari bönd- um. Alþjóðleg fyrirtæki hafa fjárfest í þessum ríkjum og ef heldur fram sem horfir munu lífskjör í þessum löndum færast hraðbyri í átt til þess sem þekkist í löndum Vestur-Evrópu. Ný- frjáls ríki hafa gengið til liðs við Evrópusambandið og njóta nú aðgengis að stærri markaði, bæði fyrir vörur og vinnu. Sú þróun til opnunar í heiminum sem fall Berlínarmúrsins táknar hefur einnig nýst Íslendingum vel. Íslenskt viðskiptalíf sækir fram og með jöfnu millibili berast fregnir af nýjum land- vinningum íslenskra kaupsýslumanna á erlendum mörkuðum. Fáa hefði grunað fyrir örfáum árum að hið þekkta vöruhús Kaupmannahafnar Magasin du Nord yrði innan skamms eign íslenskra fjárfesta. Þeir eru fleiri múrarnir en þeir sem gerðir eru úr múrstein- um og gaddavír. Múrar hugarfarsins eru ekki síðri hindrun á veginum til friðar og velsældar. Við fögnum árangri íslenskra fyrirtækja erlendis. Við fögnum einnig velgengni einstakra landa okkar á erlendri grund. Við viljum frelsi til þess að flytj- ast til útlanda og þegar þangað er komið viljum við halda sér- kennum okkar um leið og við gerum kröfur til þess að njóta sömu réttinda og innfæddir íbúar viðkomandi landa. Á sama tíma vex því sjónarmiði fiskur um hrygg að íbúar Íslands sem eru af erlendum uppruna séu óæskilegir og takmarka beri að- gengi þeirra að landinu meira en þegar er gert. Í nýrri könnun Gallup kemur í ljós að þeim Íslendingum fjölgar sem hafa neikvæð viðhorf til landa sinna sem eru af erlendum uppruna. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Þessi viðhorf endurspegla þann sérkennilega tvískinnung sem birtist í hörð- um þjóðernisviðhorfum. Viðhorfum sem ganga út frá því að við séum á einhvern hátt betri eða merkilegri en afgangur mann- kynsins. Svo er ekki, en við erum heldur ekkert verri. Sá sem flytur til annars lands víkkar sjóndeildarhring sinn. Sama gildir um þann sem tekur þeim sem flytjast í heimabyggð hans opnum örmum. Fólk af erlendum uppruna hefur um langt skeið flust hingað til lands og mikill meirihluti þess hefur auðg- að þjóðina með vinnu sinni og framlagi til samfélagsins. Ís- lensku tónlistarlífi fleygði til dæmis fram á árunum kringum seinni heimsstyrjöld vegna starfs nokkurra eldhuga sem flutt- ust hingað frá hinni hrjáðu Evrópu. Þegar þess verður vart að til sé að verða múr hugarfars fordóma og mannfyrirlitningar á að spyrna við fótum. Fólk er yfirleitt ekki illa innrætt. Afstaða eins og sú sem birtist í könn- un Gallups er gjarnan sprottin af vanþekkingu og ótta við hið ókunnuga. Yfirvöld og aðrir þurfa að taka höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkur múr verði reistur. Fræðsla er besta meðalið við hræðslu og henni þarf að sinna. ■ 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Áhyggjuefni er að þeim fjölgar sem hafa neikvæða afstöðu til Íslendinga af erlendum uppruna. Múrar hugarfarsins FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG HLÝNUN ANDRÚMSLOFTSINS GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Málflutningi reiða- reksmanna má lýsa svona: í fyrsta lagi er hita- stig ekkert að hækka; í öðru lagi er það gott að hitastig sé að hækka, í þriðja lagi er of seint að gera nokkuð við því að hitastig sé að hækka. ,, Reiðareksmenn Johnson fauk Margir hér á landi lesa vikuritið Specta- tor, sem stundum hefur verið kallað best skrifaða blað í Bretlandi. Ritstjóri þess er Boris Johnson, einhver litríkasti þingmaður breska Íhaldsflokksins. Samflokksmenn hans þykja flestir held- ur óspennandi og hafa ekki náð athygli almennings og fjölmiðla en það hefur Boris aftur á móti gert með alls konar uppátækjum. Var jafnvel farið að tala um hann sem framtíðarforingja Íhalds- flokksins. En það er ekki alltaf jafn gaman í sviðsljósinu. Á dögunum spurðist út að Johnson, kvæntur maður og fjögurra barna faðir, hefði átt vingott við frægan dálkahöfund á Spectator, Petronellu Wyatt; hún hefði orðið þunguð en látið eyða fóstrinu. Hinir aðgangshörðu bresku fjölmiðlar hjól- uðu í Johnson, sem bar þetta til baka sem hreina fjarstæðu. En um helgina staðfesti móðir ungfrú Wyatt að sagan væri sönn og þá var ekki langt að bíða örlaga Johnsons. Íhaldsflokkurinn getur ekki haft í framvarðasveit sinni mann sem segir ósatt opinberlega. Johnson var í gær vikið úr skuggaráðuneytinu og framamöguleikar hans í breskum stjórnmálum eru taldir litlir eftir þetta. Enginn hlutlaus Stjórnendur sjónvarpsþáttanna Íslands í dag og Kastljóssins, Jóhanna Vil- hjálmsdóttir og Kristján Kristjánsson, voru teknir á beinið í Sunnudagsþætt- inum á Skjá einum í gær. Taldi Ólafur Teitur Guðnason að þau hefðu sýnt of mikla aðgangshörku í yfirheyrslum yfir Þórólfi Árnasyni, fráfarandi borgarstjóra, á dögunum. Kvað hann áhorfendur hafa tekið eftir því að Jóhanna, Kristján og Þórhallur Gunnarsson hefðu ekki verið hlutlausir spyrjendur heldur sýnt með látbragði og spurningum að þau Undrun og hneykslun Ólafs Teits kem- ur á óvart í ljósi þess að Sunnudagsþáttur hans hefur einmitt yfirskriftina „Það er enginn hlutlaus“ og hann skrifar vikulega fjölmiðlapistla í Við- skiptablaðið þar sem þetta er einn meginboðskap- urinn. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.