Fréttablaðið - 15.11.2004, Side 20

Fréttablaðið - 15.11.2004, Side 20
20 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR „Fimm–fjögur eru úrslit í ísknattleik en ekki fótbolta. Ef ég læt menn spila þrjá á móti þremur og staðan er orðin 5–4 þá sendi ég mennina inn í klefa því þeir hafa ekki varist almennilega. Að leikur endi svona þegar ellefu spila gegn ellefu er til háborinnar skammar.“ Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gaf ekki mikið fyrir frammistöðu leikmanna Arsenal gegn Tottenhamsport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS GOLF „Miðað við aðstæður hér var Birgir ekkert að standa sig eins hræðilega og tölurnar gefa til kynna,“ segir Andrés Davíðs- son, golfþjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, en fimmti hring- ur úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina í golfi verður leik- inn í dag. Birgi Leifi gekk fremur illa í gær sökum þess hve vindasamt var og féll úr fimmta sæti sem hann var í í fyrradag niður í 26. sæti. Óhætt er að segja að Birgir Leifur hafi komið hart niður á jörðina aftur eftir að hafa verið í fimmta sæti þegar keppni hófst í gær. Spilaði hann sinn versta hring hingað til í keppn- inni á átta höggum yfir pari. Datt hann því niður í 26. sæti á samtals fimm yfir pari en sá árangur dugði þó vel til að halda áfram keppni síðustu tvo dag- ana. Aðeins 75 efstu menn halda áfram keppni í dag og á morgun. Að miklu er að keppa því þeir 35 efstu eftir næstu tvo daga vinna sér inn þátttökurétt á Evrópu- mótaröðinni en þar er spilað um miklar peningaupphæðir. Þrátt fyrir slakan árangur gærdagsins segir Andrés að Birgir hafi þegar náð þeim áfanga sem þeir settu sér í upp- hafi. „Hann er þegar kominn með þátttökurétt á smærri mót- unum á evrópsku mótaröðinni á næsta ári með þessum árangri en auðvitað er stefnan tekin enn hærra. Hann þarf að enda meðal 35 efstu til að hljóta fullan þátt- tökurétt en það þýðir þó ekki að hann geti tekið þátt í þeim öll- um. Það veltur á því hversu margir sem eru fyrir ofan hann taka þátt í hverju móti fyrir sig þannig að jafnvel þó að hann endi ofarlega hér er ekkert gefið annað en að hann á að komast á flest mótin. Þannig að það má segja að allt umfram það sem hann hefur þegar gert á mótinu er betra en við gerðum okkur vonir um. Möguleikinn á að gera betur er vissulega enn fyrir hendi.“ Birgir Leifur tekur golfið al- varlega, sem sést best á því að hvern einasta dag er æft með einhverjum hætti í sex til átta tíma. Hann hefur lengi dreymt um að komast á Evrópumótaröð- ina, sem er stærsta keppni sem kylfingar í álfunni geta tekið þátt í og grundvöllur þess að hægt sé að stunda íþróttina sem atvinnumaður. Nái Birgir Leifur þeim ár- angri munu tveir Íslendingar keppa á þeirra mótaröð á næsta ári; hann í karlaflokki og Ólöf María Jónsdóttir í kvennaflokki. albert@frettabladid.is ERFIÐUR DAGUR Birgir Leifur lék sinn lélegasta hring á úrtökumótinu fyrir Evrópumóta- röðina hingað til í gær en hann var ekki sá eini. Mikill vindur olli því að flestir léku illa enda enginn hægðarleikur að ná parinu við slíkar aðstæður. Birgir er engu að síður enn meðal efstu keppenda og gæti vel náð í hóp þeirra 35 efstu sem vinna sér inn fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Intersportdeildin HAUKAR–KR 92–87 (46–44) (25–25 eftir 1., 46–44 e. 2., 72–61 e. 3.) Stig Hauka: John Waller 33 (hitti úr 12 af 15 skotum, 6 af 8 í 3ja, 5 stoðsendingar), Mirko Virijevic 19 (10 fráköst), Sigurður Þór Einarsson 12, Sævar Ingi Haraldsson 8 (11 stoðs., 8 fráköst), Kristinn Jónasson 6 (5 stoðs.), Þorsteinn Gunnlaugsson 6 (9 fráköst á 15 mín.), Vilhjálmur Steinarsson 5, Ásgeir Ásgeirsson 3. Stig KR: Damon Garris 27 (hitti úr 11 af 16 skotum), Hjalti kristinsson 16 (8 fráköst), Cameron Echols 14 (5 fráköst), Lárus Jónsson 13 (9 stoðs.), Brynjar Þór Björnsson 5, Steinar Kaldal 4, Skarðhéðinn Ingason 3, Ólafur Már Ægisson 3, Níels Páll Dungal 2. STAÐAN NJARÐVÍK 6 6 0 590–455 12 SKALLAGR. 6 4 2 520–502 8 SNÆFELL 6 4 2 520–469 8 FJÖLNIR 6 4 2 566–552 8 KEFLAVÍK 6 4 2 544–483 8 HAUKAR 7 3 4 614–577 6 TINDASTÓLL 6 3 3 501–533 6 GRINDAVÍK 6 3 3 553–546 6 KR 7 3 4 575–598 6 ÍR 6 2 4 517-551 4 HAMAR/SEL. 6 1 5 530–613 2 KFÍ 6 0 6 497–628 0 Biðin eftir betri notuðum Toyota er á enda www.toyota.is Næsti, gjörið svo vel BETRI NOTAÐIR BÍLAR Avensis Sedan Verð frá: 1.590.000 kr. Bílasamningur Glitnis: frá 28.930 kr.** Yaris 5 dyra Verð frá: 1.010.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 22.990 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 18.390 kr.** Corolla Sedan Verð frá: 1.390.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 27.590 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 25.090 kr.** Yaris 3ja dyra Verð frá: 980.000 kr. Einkaleiga Glitnis: frá 20.650 kr.* Bílasamningur Glitnis: frá 17.450 kr.** * á mán. m.v. 24 mán. **á mán. m.v. 100% lán í erlendri myntkörfu, 4,2% vextir, í 60 mán. Toyota Kópavogi Sími 570-5070 Toyotasalurinn Selfossi Sími 480-8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460-4300 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421-4888 Vorum að fá í hús takmarkað magn af Toyota betri notuðum bílum. Um er að ræða Yaris, Corolla Sedan og Avensis Sedan. Þetta eru allt frábærir bílar sem þú getur eignast eða tekið á rekstrarleigu fyrir milligöngu Glitnis. Gríptu tækifærið því notaður Toyota er næstum eins og nýr. NÆSTI bíllinn þinn gæti orðið betri notaður Toyota! Eigð’ann eða leigð’ann með aðstoð Glitnis ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 23 9 1 1/ 20 04 Landsbyggðin Akranes Hjólbarðaviðgerðin 431 1777 Ísafjörður Bílaverkstæði Ísafjarðar 456 4444 Borðeyri Vélaverkstæði Sveins 451 1145 Hvammstangi Vélaverkstæði Hjartar 451 2514 Sauðárkrókur Hjólbarðaþjónusta Óskars 453 6474 Akureyri Toyota 460 4311 “ Dekkjahöllin 462 3002 “ Höldur 461 5100 “ Gúmmívinnslan 461 2600 Húsavík Bílaþjónustan 464 1122 “ Bílaleiga Húsavíkur 464 2500 Egilsstaðir Dekkjahöllin 471 2002 Reyðarfjörður Bíley 474 1453 Eskifjörður Bílaverkstæði Ásbjörns 476 1890 Höfn Vélsmiðja Hornafjarðar 478 1690 Klaustur Bifreiðaverkstæði Gunnars 487 4630 Hella Bílaþjónustan 487 5353 Selfoss Hjólbarðaþjónusta Magnúsar 482 2151 “ Sólning 482 2722 Höfuðborgarsvæðið Sími Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587-5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 35 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 1 587 5810 Smur, bón- og dekkjaþjónustan Sætúni 4 562 6066 Hjólbarðaviðgerð Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Útsölustaðir TÍMAMÓTADEKK Fyrir jeppann þinn COOPER M+S Möguleikinn enn vel fyrir hendi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson datt úr fimmta sæti í það 26. eftir slakan hring í gær á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Aðeins þeir 35 efstu hljóta þátttökurétt en mikill vindur setti svip sinn á mótið í gær og spáin er svipuð í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.