Fréttablaðið - 15.11.2004, Síða 22
22 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
12 13 14 15 16 17 18
Mánudagur
NÓVEMBER
Enska úrvalsdeildin:
Titilvonir United lifa
B E S T U S Æ T I N F Y R I R Þ I G 2 0 0 4
■ ■ LEIKIR
19.15 Keflavík og Grindavík eigast
við í Intersportdeildinni í körfu-
knattleik karla.
■ ■ SJÓNVARP
16.10 Ensku mörkin á RÚV.
17.30 Þrumuskot á Skjá einum.
18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn.
Sýnt frá leik Green Bay og
Minnesota.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
WBA–MIDDLESBROUGH 1–2
0–1 Purse, sjálfsm. (32.), 1–1 Earnshaw (37.),
1–2 Zenden (52.)
NEWCASTLE–MAN. UTD 1–3
0–1 Rooney (7.), 1–1 Shearer (71.), 1–2 van
Nistelrooy, víti (74.), 1–3 Rooney (90.)..
STAÐAN:
CHELSEA 13 10 2 1 21–4 32
ARSENAL 13 9 3 1 37–17 30
EVERTON 13 8 2 3 15–11 26
MIDDLESBR.13 6 4 3 22–16 22
BOLTON 13 6 4 3 20–16 22
A. VILLA 13 5 6 2 19–14 21
MAN. UTD 13 5 6 2 14–10 21
LIVERPOOL 12 6 2 4 21–13 20
CHARLTON 13 5 3 5 17–21 18
NEWCASTLE 13 4 4 5 24–27 16
PORTSM. 12 4 3 5 16–17 15
MAN. CITY 13 3 5 5 14–13 14
FULHAM 13 4 2 7 17–24 14
TOTTENHAM13 3 4 6 12–16 13
BIRMINGH. 13 2 6 5 8–11 12
C. PALACE 13 3 3 7 15–19 12
SOUTHAMP. 13 2 5 6 12–17 11
WBA 13 1 6 6 12–24 9
BLACKBURN13 1 6 6 11–26 9
NORWICH 13 0 8 5 11–23 8
Evrópukeppni í handbolta:
Haukarnir
áfram
HANDBOLTI Þrátt fyrir tap hand-
boltaliðs Hauka í Meistaradeild-
inni um helgina náðu þeir að öðl-
ast keppnisrétt í Evrópukeppni
félagsliða þar sem þeir enduðu í
þriðja sæti í sínum riðli. Endaði
liðið með jafn mörg stig og
franska liðið US Creteil en þar
sem Haukar höfðu betur í inn-
byrðis leikjum liðanna halda þeir
þriðja sætinu en Creteil fær það
fjórða. Er því Evrópudraumur
liðsins ekki alveg fyrir bí enn sem
komið er en margir eru á því að
Haukar hafi spilað undir getu í
flestum leikjum sínum í Meistara-
deildinni. Er hér því kærkomið
tækifæri til að blása á efasemdir
með því að ná góðum árangri í
Evrópukeppni félagsliða. ■
HAUKAR GEGN CRETEIL Haukarnir
halda áfram í Evrópukeppni félagsliða en
Frakkarnir í Creteil sitja eftir með sárt enn-
ið. Fréttablaðið/Vilhelm
Dynamo St. Petersburg:
Jón Arnór
með 12 stig
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og
lið hans, Dynamo St. Petersburg,
bar sigurorð af Lokomotiv Novo-
sibirsk á útivelli í rússnesku úr-
valsdeildinni í körfuknattleik.
Dynamo hafði leikinn í hendi sér
frá fyrstu mínútu og leiddi 35-21
eftir fyrsta fjórðung. Jón skoraði
12 stig, tók 4 fráköst, gaf 4
stoðsendingar og fiskaði fjórar
villur. Lokatölur urðu 103-86 og
hefur Dynamo unnið fimm leiki í
deildinni og tapað einum.
Jón Arnór finnur sig greini-
lega vel í rússnesku deildinni og
skilar ávallt sínu í leikjum með
Dynamo St. Petersburg. Byrjun
liðsins lofar góðu um framhaldið
og verður fróðlegt að fylgjast með
gangi mála hjá körfuknattleiks-
manninum knáa. ■
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Átti góðan
leik með Dynamo St. Petersburg í fyrradag.
FÓTBOLTI Wayne Rooney hélt titil-
vonum Manchester United á floti
með því að setja tvö mörk og
tryggja United 1-3 sigur á New-
castle á útivelli í ensku úrvals-
deildinni í gær. Með þessum
sannfærandi sigri heldur United
örlítilli pressu á lið Chelsea, sem
trónir á toppnum með ellefu stiga
forskot.
Eitthvað mikið er að í herbúð-
um Newcastle og kemur vart mik-
ið á óvart eftir að Graeme Soun-
ess tók við stjórnartaumunum hjá
liðinu. Gekk honum vel fyrst um
sinn þegar liðið tapaði ekki fyrstu
níu leikjum sínum en nú hefur
dæmið snúist við og liðið tapað
fjórum af síðustu fimm leikjum
sínum. Newcastle er nú í tíunda
sæti með aðeins sextán stig úr
þrettán leikjum.
Ánægja Bryan Robson með
nýja starfið sitt sem fram-
kvæmdastjóri WBA var skammlíf
þegar lið sem hann stjórnaði lengi
vel, Middlesbrough, kom í heim-
sókn. Boro hafði þrjú stig á brott
með sér eftir 1-2 sigur og verður
nóg að gera fyrir Robson ætli
hann sér að halda liði sínu frá fall-
svæðinu í vetur. Sigurinn þýðir að
lið Middlesbrough er komið í
fjórða sæti í úrvalsdeildinni og er
orðið langt síðan liðið vafraði um
þær slóðir síðast. ■
TVÖ MÖRK TIL
Rooney skoraði tvö og van Nistelrooy eitt
til að tryggja United þrjú stig í pottinn á
erfiðum útivelli gegn Newcastle. Liðið er í
sjöunda sæti, ellefu stigum á eftir Chelsea.