Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 15. nóvember 2004 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Tryggðu þér forystuhlutverk með ThinkPad THINKPAD FARTÖLVUR 12 ára farsæl fartölvusaga Yfir 1200 verðlaun Af hverju eiga fyrirtæki að velja ThinkPad fartölvu? Það eru liðin 12 ár síðan IBM kynnti fyrstu ThinkPad fartölvuna. Frá þeim tíma hefur ThinkPad unnið til yfir 1200 verðlauna og er þ.a.l. mest verðlaunaða fartölva sögunnar. Ástæða þessara verðlauna er ThinkVan- tage tækni IBM þar sem lágur rekstrarkostnaður, lág bilanatíðni, einföld umsýsla og öryggi eru í fyrirrúmi. Með kaupum á ThinkPad eru fyrirtæki því að tryggja sér forystu í samkeppni. Fallvörn IBM Automatic Protection System - APS - samanstendur af skynjara í móðurborði sem fylgist með hreyfingum og óvæntum áföllum sem tölvan verður fyrir. Er í flestum ThinkPad vélum. Einfaldari umsýsla Tekur daglega afrit af vélinni og gerir tölvuumsjónarmönnum lífið auðveldara þar sem þeir geta lagað tölvur starfsmanna frá sinni starfsstöð ef eitthvað fer úrskeiðis. Innbyggður öryggiskubbur Hefur m.a. umsjón með örgjörvanum, dulkóðar skrár, möppur og póst, og hefur umsjón með lykilorðum. Tengist Internetinu án vandræða Access Connection hugbúnaðurinn heldur utan um nettengingar tölvunnar og skiptir sjálfvirkt á milli netkerfa þegar hann skynjar þau. Traust þjónusta Nýherja Varahluta- og viðgerðarþjónusta fyrir ThinkPad fartölvur er sérstaklega hröð enda sinnt af tæknimönnum Nýherja sem fengið hafa gæðavottun IBM. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val á réttu fartölvunni. Síminn er 569 7700 og netfangið er tolvulausnir@nyherji.is ThinkPad R50e - UR0BYDE Celeron M 330, 1,4GHz / 256MB vinnsluminni / 30GB / 15" skjár 1024x768 / RW/DVD Combo drif / LiIon rafhlaða / Þráðlaust netkort b/g / Windows XP Home / Árs ábyrgð Tilboðsverð: 114.900 kr. ThinkPad T42 - UC25WDE Pentium M, 1,5GHz / 256MB vinnsluminni / 30GB / Fallvörn / 14" skjár 1024x768 / 32MB ATI 7500 skjákort / RW/DVD Combo drif / Þráðlaust netkort b/g / Gigabit ethernet / Öryggisörgjörvi / LiIon rafhlaða með hleðslu allt að 5,5 klst. / Windows XP Pro / Þriggja ára ábyrgð Verð: 169.900 kr. ThinkPad R51 - TJ9BRDE Pentium M, 1,7GHz / 512MB vinnsluminni / 40GB / Fallvörn / 15" skjár 1400x1050 / ATI 9000 32MB VRAM skjákort / RW/DVD Combo drif / Þráðlaust netkort b/g / Öryggisörgjörvi / Gigabit ethernet / LiIon rafhlaða með hleðslu allt að 4,5 klst. / Windows XP Pro / Þriggja ára ábyrgð Verð: 179.990 kr. ThinkPad R51 - UJ0AVDE Pentium M, 1,5GHz / 256MB vinnsluminni / 40GB / Fallvörn / 15" skjár 1024x768 / Intel Extreme II skjákort / RW/DVD Combo drif / Þráðlaust netkort b/g / Öryggisörgjörvi / Gigabit ethernet / LiIon rafhlaða með allt að 4,5 klst. hleðslu / Windows XP Pro / Árs ábyrgð Tilboðsverð: 149.900 kr. N Ý H E R J I / 1 87 „Ég hef svo gaman af sköpun og í barnaheiminum er svo mikil lita- gleði, fantasía, húmor og frelsi til að skapa heilan heim. Börn sam- þykkja líka að maður gangi svo langt í allri fígúrusköpun og það heillar mig. Það má ganga langt til dæmis í vísindaskáldsögum fyrir fullorðna líka, en það er einhvern veginn miklu dekkra,“ segir leik- konan og rithöfundurinn Bergljót Arnalds sem nú hefur gefið út margmiðlunardiskinn Gralli Gormur og stafirnir. Gralli Gormur er rottulegur músastrákur sem veit fátt skemmtilegra en að galdra og borða osta. Í tölvuleiknum, sem er byggður á skáldsögu Bergljótar Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli, geta leikmenn hjálpað Gralla að galdra fram stafi og til dæmis stjórnað því hvernig norn- in flýgur um loftin blá og gleypir stafi, en margir fleiri leikir eru á disknum. „Leikurinn er sambland af leik og fróðleik, sem kennir börnum að stafa, lesa og þjálfar fínhreyf- ingar þeirra,“ segir Bergljót, sem sjálf ljær norninni rödd sína á höfundarverki sínu. „Ég ákvað að storka sjálfri mér svolítið,“ segir hún hlæjandi. „Ég er með frekar létta rödd svo ég þurfti að pína hálsinn á mér þar til hann rústaðist og fékk reyndar dúndrandi hálsbólgu og hita eftir upptökurnar, alveg búin á því.“ Bergljót er þessa dagana bú- sett í París, eða segist í það minnsta reyna að gera heiðarlega tilraun til þess. „Ég varð svo hrif- in af París þegar ég var með barnaþáttinn 2001 nótt á Skjá ein- um og flutti út á haustdögum til að kynnast borginni betur. Síðan hef- ur verið svo mikið að gera við vinnslu disksins að ég er komin í splitt á milli landa. En í upphafi fór ég út til að sækja hin ýmsu námskeið því ég vil bæta við mig listrænt séð; í dansi, söng og píanóleik.“ Bergljót segist langa aftur í sjónvarpið með tíð og tíma, en þegar hún sá um barnatímann á Skjá einum fóru feður landsins óvenju snemma á fætur til að horfa á Bergljótu í prinsessuföt- um og með kórónu á höfðinu. Hún hlær dátt að því, en segir kankvís: „Ja, það er að minnsta kosti hollt að foreldrar horfi með börnum sínum á sjónvarp. Í þessum þátt- um skapaði ég ævintýraheim fyr- ir börnin og fannst það ofsalega heillandi. Væri til í að ganga enn lengra þar á komandi árum.“ thordis@frettabladid.is PAUL MCCARTNEY Paul McCartney heimsótti Ísland fyrir ekki svo löngu síðan og líkaði dvölin víst vel. McCartney talar um Ísland Bítillinn Paul McCartney minntist á Ísland í nýlegu viðtali sem birt- ist í bandaríska dagblaðinu Seattle Post. Þar er hann spurður fyrir hvaða lag hann vilji helst láta fólk minnast sín. „Why Don’t We Do It In the Road,“ sagði McCartney umsvifa- laust. „Ég er alltaf að bíða eftir því að 2000 aðrir tónlistarmenn gefi út sína útgáfu af laginu, en það virðist aldrei ætla að gerast. Kannski einhver íslensk hljóm- sveit geri sína útgáfu sem myndi þá kallast „Why Don’t We Do It In the Fjord,“ sagði hann. Það er því greinilegt að McCartney hefur ekki gleymt landi og þjóð en kapp- inn fór í stutta heimsókn til Ís- lands fyrir ekki svo löngu síðan. ■ NICOLE KIDMAN Er orðin leið á að vera einhleyp. Vill nýjan eiginmann og barn Leikkonuna Nicole Kidman dauð- langar að eignast barn. Kidman ættleiddi tvö börn, Isabellu og Connor, með fyrrverandi eigin- manni sínum, Tom Cruise. Hún segist nú vilja eignast börn sjálf áður en hún verður of gömul. „Ég er ekki ólétt en ég vildi að ég væri það. Ég vona að það takist áður en ég verð gömul,“ sagði Kidman, sem var svo óheppin að missa fóstur þegar hún skildi við Cruise árið 2001. Hún leitar nú að nýjum eiginmanni til að fylla í skarðið. Nicole fór nýlega út að borða með fyrrverandi eigimanni Liz Hurley, Steve Bing. „Ég væri mjög til í að giftast aftur. Ég trúi ennþá heils hugar á hjónabandið. Mér líkar vel að vera gift og eiga fjölskyldu. Það er eitthvað svo yndislegt við að ala upp barn saman.“ ■ ■ TÓNLIST Stafagaldur rottulegs músastráks BERGLJÓT ARNALDS, LEIKKONA OG RITHÖFUNDUR Ljær norninni í leikjunum um Gralla Gorm rödd sína og þurfti pensillín á eftir vegna bullandi hálsbólgu og hita, en rödd hennar er almennt bæði ljúf og létt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.