Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 26
26 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Hver elskar ekki Guðna Bergs?
„Það elska auðvitað allir Guðna,
en hvort Bolton sé mitt lið í
ensku deildinni get ég ekkert
sagt um,“ segir Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson, sem í vikunni undir-
ritaði samning við Almenna
bókafélagið um ritun bókar þar
sem fótboltastjarnan Guðni
Bergsson segir frá ferli sínum á
Englandi.
„Mér fannst þetta fín hug-
mynd því saga Guðna er þess
virði að skrifa og hann er eini
Íslendingurinn sem virðist vera
efni í bók af þessu tagi. Ég spil-
aði aðeins á móti Guðna þegar
hann var í Val og veit að hann er
sæmilegur leikmaður, en einnig
sterkur karakter sem náði að
festa sig í sessi í einni erfiðustu
fótboltadeild heims um leið og
hann lærði lögmennsku. Það er
margt í fótboltanum sem gaman
er að skrifa um og fínasti litter-
atúr í mínum huga.“
Hvort bókin verði afhjúpandi
segist Þorsteinn ekki viss.
„Segir maður einhvern tímann
alla söguna? Það er auðvitað
margt óútskýrt í lífi Guðna, eins
og það af hverju hann lék ekki
með íslenska landsliðinu árum
saman, en auk þess hefur hann
innsýn í baksvið fótboltans sem
er ekki síður forvitnilegur heim-
ur en við sjáum í leikjunum
sjálfum. Það er harður heimur
og miklir hagsmunir í húfi.“
Þorsteinn segist aðeins vera
byrjaður á skriftunum en bókin
mun koma út á haustmánuðum
2005. Stefnt er að því að bókin
komi einnig út á Englandi, þar
sem Guðni nýtur mikillar hylli.
thordis@frettabladid.is
SAMNINGUR Í HÖFN
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Bjarni
Þorsteinsson, útgáfustjóri AB, og
Guðni Bergsson undirrita samn-
ing um ævisögu Guðna Bergs.
M
YN
D
/R
A
X
MICHAEL JACKSON
Finnst Eminem ekki hafa sýnt sér mikla
virðingu.
Líkar ekki
framkoma
Eminems
Michael Jackson lætur ekki falleg
orð fjúka um rapparann Eminem
eftir að hann gerði grín að Jackson í
nýjasta myndbandi sínu, Just Lose
It. Jackson, sem á yfir höfði sér
kæru fyrir kynferðisbrot gegn
barni, hringdi óvænt í fréttamann-
inn Geraldo Rivera til þess eins að
kvarta yfir myndbandi Eminems.
Þegar Jackson hringdi var
Rivera að fjalla um mótmæli sem
aðdáendur Jacksons héldu fyrir
utan höfuðstöðvar MTV í New York.
Aðdáendurnir vildu með þessu
hvetja MTV til að hætta sýningum á
myndbandinu, sem sýnir rapparann
dulbúinn sem Jackson og fyrir
aftan hann hoppa litlir strákar á
rúminu. Í textanum segir: „Come
here, little kiddie, on my lap. Guess
who’s back with a brand-new rap.“
„Þetta þykir mér niðurlægjandi
og algert virðingarleysi gagnvart
mér. Ég vil samt taka það fram að
þetta snýst ekki bara um Michael
Jackson heldur um munstur af virð-
ingarleysi sem hann hefur sýnt okk-
ar samfélagi. Hann verður að hætta
þessu og hann verður að hætta
núna!“ sagði Jackson ævareiður. ■
COLIN FIRTH OG HUGH GRANT
Firth virðist greinilega ekki alltaf láta Grant
fara í taugarnar á sér.
Grant leikur
leiðinlegar
persónur
Colin Firth hefur nýlega rakkað
niður Hugh Grant og persónurnar
sem hann leikur. Firth var spurð-
ur af blaðamönnum hvað honum
fyndist um hrokafulla og leiðin-
lega karakterinn hans Grants,
Daniel Cleaver. „Það fílar enginn
persónurnar sem hann leikur,“
sagði Firth við áheyrendur sína og
bætti við: „Fyrir utan Hugh
Grant. Og það er það sem gerir
mér erfitt fyrir að svara þessari
spurningu.“ ■