Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 29

Fréttablaðið - 15.11.2004, Page 29
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2004 29 Aldrei að gefast upp Eiturlyfjavandinn hefur ekki verið mikið ,,í tísku“ undanfarið. Lítið hefur borið á umræðum, ekki fer mikið fyrir forvarnarstarfi – alltént ekki í fjölmiðlum – og helstu fréttirn- ar eru að meðferðarstofnanir verði að herða sultarólina. Í miðri þessari þögn kemur út bók þeirra Njarðar og Freys og hefur nú þegar hrundið af stað umræðu sem er nauðsynlegt að halda gangandi – alltaf. Eftirmál segir frá nokkurra mán- aða falli Fritz í heróínheimi Amster- dam. Þar ægir saman hryllingssög- um; af neyslunni, ,,hösslinu“, sýk- ingum, sorginni – öllu því sem fylgir fíklinum. Stiklað er á stóru yfir sögu Fritz fram að þessu falli, en í bók þeirra feðga sem kom út árið 1984, Ekkert mál, er farið nánar út í hvernig neysluferillinn hófst. Það er í sjálfu sér merkilegt að þeir feðgar hafi skrifað aðra bók tuttugu árum síðar, alls ekki ósvipaða þeirri fyrri. Það er sterkur vitnisburður þess hversu langvinnur sjúkdómur fíknin getur verið og hversu þraut- seigt mannfólkið er. Bæði fíkillinn og aðstandendur. Ólíkt meiri þreytu er þó að finna í Eftirmálum en í fyrri bókinni. Stíllinn allur miðar að því að draga fram þessa þreytu og van- mátt fíkilsins og ástvina hans. Mikið er um endurtekningar; sömu orðin eru notuð, sömu hugmyndirnar koma upp og nánast sömu atburð- irnir. Lesandinn fær þar af leiðandi sterka tilfinningu fyrir vítahring fíkilsins og þreytunni sem honum fylgir – verður jafnvel þreyttur sjálf- ur. Höfundur skapar einnig ákveðna fjarlægð með stílnum. Saga Fritz er sögð í þriðju persónu og verður því fremur ópersónuleg, köld frásögn, frekar en ævisaga eða endurminn- ingar. Lítið er um orðskrúð eða mælgi, allt saman er mjög blátt áfram, næstum eins og skýrsla. Þessi ,,flúorljósastíll“ gerir atburð- ina sem lýst er enn hranalegri. Út af þessum stíl er brugðið upp nokkr- um hlýjum þáttum þar sem rödd föðurins hljómar sjálf. Þessir per- sónulegu kaflar eru eins og löðr- ungur í andlitið. Lesandinn skynjar manneskjurnar – gerir sér grein fyrir að um raunverulegt fólk er að ræða, alvöru fjölskyldu og ægilega sorg. Það hefði mátt gera meira úr reynslu fjölskyldunnar að mínu mati – kaflarnir sem fjölluðu um hana voru í það minnsta áhrifa- mestir. Þessi bók er skrifuð í löngum skugga af reynslusögunni sem þeir Njörður og Freyr skrifuðu fyrir tutt- ugu árum. Seinni saga þeirra feðga endar eins og sú fyrri, í meðferð heima á Íslandi og tilfinningin er enn sterkari nú en áður að ekkert er hægt að gera – nema vona. Og jafnvel það getur verið of sárt. Í þessari bók er enga kraftaverka- lausn að finna en það má spyrja og vona. Í viðtali í Kastljósinu í vikunni sagði Njörður P. Njarðvík eitthvað á þá leið að þótt baráttan væri nær vonlaus mættum við samt aldrei gefast upp. Bók þeirra feðga er áhrifaríkt innlegg í baráttu sem við megum ekki gefast upp í. ■ BOKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Eftirmál Höf: Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson Útg: JPV útgáfa ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 64 66 1 1/ 20 04 www.urvalutsyn.is Stuttar ferðir í nóvember og desember. 6 nætur, 24. og 30. nóv. og 6. des. Enska ströndin – Montemar Verð frá: 52.900 kr.* M.v. tvo í íbúð Maspalomas – Cay Beach Princess Verð frá: 49.900 kr.* M.v. tvo í íbúð *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þérí sólina! Aðrar brottfarir í boði Verð frá: 24. nóv. – 12 nætur 56.900 kr.* 30. nóv. – 17 nætur 59.900 kr.* – 19 nætur 62.900 kr.* 6. des. – 11 og 13 nætur 57.900 kr.* Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Flest listaverkin á textílsýn- ingunni á Kjarvalsstöðum eru á mörkum þess að geta talist textílverk. Sýningar- stjórarnir láta reyna á þan- þol textíllistarinnar og skoða hana í nýju ljósi. „Við teygjum lopann svolítið langt,“ segir Hildur Bjarnadóttir, annar tveggja sýningarstjóra alþjóðlegu textílsýningarinnar, sem opnuð hefur verið á Kjarvalsstöðum. „Við erum að horfa á hvernig textíll birtist í samtímamyndlist í dag, en gerum það alveg óháð því hvort listamennirnir séu með ein- hverja textílmenntun eða líti sjálf- ir svo á að þeir séu að vinna með textíl. Þannig að sumum á kannski eftir að bregða í brún, en vonandi á góðan hátt.“ Nærri þrjátíu manns eiga verk á sýningunni Textíl list 2004, þar af sextán Íslendingar. Hildur tekur skýrt fram að ekkert verkanna á sýningunni geti flokkast undir nytjalist. Þarna eru engin teppi, enginn fatnaður af neinu tagi og fátt reyndar sem talist getur hefð- bundinn vefnaður af nokkru tagi. „Fyrst og fremst er þetta góð myndlist, sem við höfum valið á sýninguna. Fólk verður síðan sjálft að dæma hvort verkin hafi eitthvað með textíl að gera.“ Það er Textílfélagið sem stendur að þessari sýningu, en undirbúning- ur að henni hefur staðið yfir í hálft annað ár. Það félag var stofnað árið 1974 og er því þrjátíu ára um þess- ar mundir. Meðlimir í félaginu eru um 50 og hafa þeir haldið sýningar með reglulegu millibili. „Við ákváðum að efna til stærri sýningar núna í tilefni afmælisins þar sem horft er á textíl í víðu sam- hengi, og fórum þá þessa leið.“ Þær Hildur og Kristveig Hall- dórsdóttir, sem er hinn sýningar- stjórinn, auglýstu eftir umsóknum um þátttakendur á þessa sýningu. Umsóknir bárust frá 283 lista- mönnum í 29 löndum, og var dóm- nefnd fengin til að setja saman sýningu sem sýndi breidd og fjöl- breytileika textíls í myndlist í dag. Auk þess var leitað til nokkurra listamanna sem sýningarstjórun- um fannst eiga heima á sýningunni, þar á meðal til þýsku listakonunnar Karen Sander, sem hlýtur að teljast með þekktustu listakonum Evrópu um þessar mundir. „Við erum líka með þrjá alþýðu- listamenn, eins og Gísla Halldórsson frá Sólheimum í Grímsnesi, þannig að við erum með allan skalann.“ Hildur segir nokkur verkanna búin til sérstaklega inn í rýmið á Kjarvalsstöðum. „Til dæmis heftar Lana Herzog frá New York verk á vegginn, og Hrafnhildur Arnardóttir vinnur líka verk sérstaklega fyrir sýning- una.“ Verk Hrafnhildar er unnið úr mannshárum, dýrahárum og gervi- hárum, en Hrafnhildur á meðal annars heiðurinn af hári Bjarkar Guðmundsdóttur á Medúllu-plötu- umslaginu. Sýningin er í Vestursal Kjar- valsstaða og á göngum safnsins. Hún stendur til 16. janúar og er opin alla daga vikunnar frá 10- 17. ■ ■ ■ LISTAOPNANIR  Ásdís Þórarinsdóttir sýnir ol- íumálverk í Café Espresso í Spönginni. Sýningin stendur til 15. desember. Upplýsingar um viðburði og sýn- ingar sendist á hvar@fretta- bladid.is ekki síðar en sólar- hring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Mánudagur NÓVEMBER Teygja lopann og toga Á MÖRKUM TEXTÍLS Anna Maija Arras frá Finnlandi stendur þarna við verk sitt, sem heitir Orangerie. VERK LÖNU HERZOG Lana Herzog frá New York mætti til að hefta þetta verk sitt á vegginn á Kjarvalsstöðum. HÁRIÐ HENNAR HRAFNHILDAR Hrafn- hildur Arnardóttir á meðal annars heiður- inn af hárgreiðslu Bjarkar Guðmundsdóttur á nýjasta plötuumslagi hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.