Fréttablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 34
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Lúðvík Bergvinsson.
0,6%.
Hörður Arnarson.
34 15. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Kvikmyndin Kaldaljós eftir
Hilmar Oddsson krækti í fimm
verðlaun á Edduverðlaunahátíð-
inni sem haldin var á Hótel Nord-
ica í gær. Kaldaljós var valin
mynd ársins, Ingvar E. Sigurðs-
son var valinn besti leikarinn og
Kristbjörg Keld besta leikkonan í
aukahlutverki. Hilmar Oddsson
fékk einnig verðlaun fyrir leik-
stjórn Kaldaljóss og Sigurður
Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð
og mynd.
Þátturinn Sjálfstætt fólk sem
sýndur er á Stöð 2, í umsjón Jóns
Ársæls Þórðarsonar og Stein-
gríms Þórðarsonar, var valinn
besti sjónvarpsþátturinn og
Spaugstofan þótti besti skemmti-
þátturinn í sjónvarpi.
Sjónvarpsmaður ársins var
einnig valinn í gær eftir langar og
strangar kosningar. Almenningur
gat valið úr hópi 33 sjónvarps-
manna á vísi.is og í könnun sem
Gallup gerði. Fimm sjónvarps-
menn stóðu upp úr eftir það; Auð-
unn Blöndal, Edda Andrésdóttir,
Gísli Marteinn Baldursson, Ómar
Ragnarsson og Sverrir Þór Sverr-
isson, og kusu sjónvarpsáhorf-
endur um hvert þeirra skyldi
hreppa titilinn eftirsótta með
SMS-kosningu. Það var síðan
Ómar Ragnarsson sem stóð uppi
sem sigurvegari.
Páll Steingrímsson fékk heið-
ursverðlaun Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademí-
unnar „fyrir langan og farsælan
feril á sviði heimildarmynda,
með sérstaka áherslu á náttúru
og umhverfi,“ eins og segir í um-
mælum dómnefndar.
Hátíðin var sem fyrr segir
haldin á Hótel Nordica og voru
Kristján Kristjánsson sjónvarps-
maður og Helga Braga Jónsdóttir
leikkona kynnar. Sjónvarps- og
kvikmyndagerðarfólk flykktist á
hátíðina og skemmti sér vel fram
eftir kvöldi. ■
„Legókubburinn stendur upp úr,“
segir Erla Sólveg Óskarsdóttir, hús-
gagna- og iðnhönnuður, þegar hún
er beðin um að nefna það sem
henni finnst skara fram úr á sviði
hönnunar.
„Þetta er góð hugmynd sem farið
er með alla leið. Hún er þróuð
áfram og alltaf bætist meira við.“
Hugmyndina að Legókubbunum
fékk danskur smiður að nafni Ole
Kirk Christiansen. Synir hans tóku
síðar við fyrirtækinu en byggja enn
á hugmynd föður síns.
„Þeir eru búnir að stofna hótel og
keyptu í það stólinn minn, Bessa,“
segir Erla og getur ekki neitað því
að það ylji henni um hjartaræturn-
ar að vita af stólunum sínum í
Hotel Lego.
„Við erum voða glaðar með þetta,
ég og dætur mínar, sem hafa leikið
sér mikið með Legókubba.“
Vörumerkið Lego er skammstöfun
fyrir dönsku orðin „Leg godt“, og
Erla segir kubbana svo sannarlega
standa undir nafni.
„Kubbarnir eru náttúrlega leið til að
ýta undir ímyndunaraflið og þá
kannski búa til hönnuði, því það
eru endalausir möguleikar í þeim
og engin takmörk nema ímynd-
unaraflisins. Það þarf ekki að eiga
mikið af kubbum til að geta búið til
heilan heim.“
Jafnvel þótt börn fái alls konar
glæsileikföng í jólagjöf, rafknúna
bíla og talandi dúkkur, þá leita þau
alltaf aftur í legókubbana sína.
„Þau fá leið á þessum flottu leik-
föngum og fara aftur í þennan ein-
falda grunn. Bara það að börnin í
dag, sem eru á fullu í tölvuleikjum,
skuli ennþá leika sér að legókubb-
um segir heilmikið um það hvað
hugmyndin var góð til að byrja
með.“
EFNI Í HEILAN HEIM
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
...fær íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu sem stóð sig vel
þrátt fyrir tap gegn Noregi í
undankeppni Evrópumótsins.
HRÓSIÐ
– hefur þú séð DV í dag?
Ekkert mál að
vera með
gervifót
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »
Lárétt: 1 skjóla, 5 heit tilfinning, 6
samhljóðar, 7 skóli, 8 eyða, 9 geð, 10
ónefndur, 12 vitlausi, 13 pinni, 15 á fæti,
16 vinnusöm, 18 var persóna í Skaup-
inu.
Lóðrétt: 1 þar sem rúmt er um fólk,
2 hraða, 3 tveir eins, 4 geðvondi, 6
eyddi, 8 fótabúnað, 11 miskunn, 14
slök, 17 á þessari stundu.
Lausn:
Lárétt: 1fata,5ást,6sk,7ma,8sóa,9
skap,10nn,12óði,13nál,15il,16
iðin,18Númi.
Lóðrétt: 1fámennið,2asa,3tt,4
skapilli,6sóaði,8skó,11náð,14lin,
17nú.
Hönnun: Legókubburinn stendur upp úr á sviði hönnunar, segir Erla Sólveig Óskarsdóttir iðnhönnuður.
MÖGULEIKARNIR ERU
ÓENDANLEGIR
Ímyndunaraflið eitt setur því
takmörk sem hægt er að búa
til úr Legókubbum.
Leikari ársins
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Kaldaljós
„Mjög sterk túlkun á persónu í djúpri
sálarkreppu.“
Leikari/leikkona ársins í aukahlutverki
Kristbjörg Kjeld fyrir Kaldaljós
„Einkar þroskuð túlkun á dulmagnaðri
persónu.“
Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi:
Spaugstofan RÚV
„Skemmtiþáttur gerður af ótrulega fjöl-
hæfum listamönnum.“
Sjónvarpsþáttur ársins:
Sjálfstætt fólk Stöð 2
„Tæknilega mjög vel unninn sjónvarps-
þáttur með persónulega stjórn og nær-
færna nálgun á viðfangsefninu.“
Heimildarmynd ársins:
Blindsker eftir Ólaf Jóhannesson
„Athyglisverð heimildarmynd um einn
mest áberandi og jafnvel umdeildasta
tónlistarmann Íslands.“
Hljóð og mynd
Sigurður Sverrir Pálsson fyrir Kaldaljós
„Fyrir klassíska myndatöku af bestu gerð
í kvikmyndinni Kaldaljós.“
Útlit myndar:
Helga Rós Hannam fyrir Svínasúpuna
„Fyrir búningahönnun í Svínasúpunni, en
búningarnir undirstrika einstaklega vel
persónusköpun.“
Handrit ársins:
Huldar Breiðfjörð fyrir Næsland
„Hugljúf ástarsaga um einfeldninga og
leitina að tilganginum. Sagan er einlæg
og höfundur þorir að treysta áhorfend-
um fyrir skringileika lífsins.“
Leikstjóri ársins:
Hilmar Oddson fyrir Kaldaljós
„Vel skapað dulrænt mannlíf í samspili
við dulræna náttúru.“
Bíómynd ársins:
Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson
„Skáldsöguættaður bræðingur fortíðar
og samtíðar miðlar séríslenskum
áhrifum í þróunarsögu sem dregur
dám af umhverfi síhvikullar birtu og
þjóðtrúar.“
Heiðursverðlaun:
Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðamaður
„Fyrir langan og farsælan feril á sviði
heimildarmynda, með sérstaka áherslu á
náttúru og umhverfi.“
Tónlistarmyndband ársins:
Stop in the name of love/ Bang Gang.
Leikstjóri Ragnar Bragason
„Kæruleysislegur flutningurinn samræm-
ist vel þessari útgáfu lagsins. Smekkleg
kvikmyndataka og fallega stílfærðir bún-
ingar sem og förðun.“
Leikið sjónvarpsefni ársins:
Njálssaga eftir Björn Brynjúlf Björnsson
„Í Njálssögu er beitt árangursríkri aðferð
við það ögrandi verkefni að myndgera
eina frægustu Íslendingasöguna. Rudd er
braut sem opnar fyrir margvíslega túlk-
unarmöguleika.“
Stuttmynd ársins:
Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson
„Mynd sem ítrekar að engin sátt hefur
myndast um það hvernig ellinni skuli
varið í samfélagi okkar. Þarna er gripið til
örþrifaráðs sem afhjúpar þrjósku, - er
hún af jákvæðum eða neikvæðum
toga?“
Vinsælasti sjónvarpsmaðurinn/konan:
Ómar Ragnarsson
(Fréttir)
Ómar taldi ekki ólíklegt að hann hefði
fengið aðra styttu vegna þess að hann
hafi fyrir nokkru verið svo óheppinn að
brjóta hina sem honum hafði hlotnast.
EDDUVERÐLAUNIN: GLANS OG GLEÐI Á HÓTEL NORDICA Í GÆR
Kaldaljós með fimm Eddur
KÁTT Á HJALLA Sverrir Þór Sverisson, Gísli Marteinn Baldursson og Auðunn Blöndal skemmtu sér vel á Edduverðlaunahátíðinni í gær. Í
baksýn má sjá Ómar Ragnarsson. Fjórmenningar voru allir tilnefndir sem sjónvarpsmenn ársins en Ómar var kjörinn að þessu sinni.
LEIKARAFJÖLSKYLDAN Áslákur Ingvarsson, Snæfríður
Ingvarsdóttir og Edda Arnljótsdóttir mættu á hátíðina. Áslákur var
tilnefndur sem leikari ársins.
FYRSTA EDDAN Fyrstu Edduverðlaunin í gær fékk Síðasti
bærinn í dalnum sem var valin besta stuttmyndin. Höfundur
myndarinnar er Rúnar Rúnarsson.