Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 2
2 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Eiturefni geymd á lóð Hringrásar PCB-mengaður jarðvegur hefur verið geymdur í sekkjum á lóð Hringrásar í Reykjavík síðan árið 2001. Þá átti að finna hentugri urðunar- staði. Þeir hafa fundist en jarðeigendur hafa tekið illa í að urða eiturefnið. UMHVERFISMÁL Ekki hefur fundist staður á landinu til að urða PCB- efni sem nú eru geymd í sekkj- um á lóð Hringrásar í Reykjavík. Umhverfisráðuneytið hefur leit- að að hentugum urðunarstað í nokkur ár en án árangurs. Efnið getur verið hættulegt mönnum og dýrum berist það í fæðukeðj- una. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, segir að efnið sé geymt á viðunandi hátt við Hringrás og engin fyrirsjáanleg hætta sé á ferðum. Hins vegar sé ljóst að þetta sé ekki varanleg lausn. Hann segir að ráðuneytið hafi fundið nokkur svæði en vegna mótmæla landeigenda hafi verið fallið frá því að urða efnin þar. Því sé enn óljóst hvenær takist að finna hentugri urðunarstað. Árið 1989 greindist eiturefnið PCB í jarðvegi á athafnasvæði Hringrásar og árið 1993 var full- yrt að mengunin væri eitt mesta umhverfisvandamál sem komið hefði upp hér á landi. Þá sagðist Katrín Fjeldsted, þáverandi for- maður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, vera þeirrar skoð- unar að fyrirtækinu yrði að út- vega aðra og hentugri lóð til að uppfylla ströngustu kröfur um mengunarvarnir. Árið 2001 kom fyrirtækið 250-300 rúmmetrum af þessum mengaða jarðvegi fyrir í sekkjum sem standa enn á lóð fyrirtækisins. Þá þótti of dýrt að senda jarðveginn úr landi eða steypa þró og loka henni eins og tíðkast víða erlendis. Starfshópur á vegum um- hverfisráðuneytisins var þá skipaður til að finna stað þar sem hægt væri að urða spilliefni á borð við þessi. Hann átti að skila niðurstöðu í lok árs 2001. Magnús Jóhannesson segist ekki vita um fleiri svæði þar sem PCB-efni séu geymd á landinu en þau hafi safnast upp hjá Hringrás vegna þess að fyrir- tækið stundi brotajárnsvinnslu. ghg@frettabladid.is Barnsránið í Kópavogi: Lögreglan leitar enn MANNRÁN Lögreglan hafði í gærkvöld enn ekki fundið manninn sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi á miðvikudag. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir nokkra menn hafa verið yfirheyrða í gær. Þeim hafi borist fjöldi ábend- inga frá fólki en engin þeirra hefur leitt til mannsins sem tók stúlkuna upp í bíl sinn. Leit að manninum verður haldið áfram í dag. Maðurinn ók með stúlkuna upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfar- anda á Þingvallavegi sem kom henni í réttar hendur. - gag ARIEL SHARON Vill beita Írana efnahagsþvingunum. Ariel Sharon um Íran: Munu þróa kjarnavopn JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, segir í við- tali við tímaritið Newsweek að Íranar muni ekki virða samning við Evrópusambandið um að auðga ekki úran eða þróa kjarn- orkuvopn. Sharon segir að Íranar muni beita öllum tiltækum ráðum til að þróa kjarnorkuvopn og ráðstafan- ir ESB og Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar séu ekki líklegar til árangurs. Sharon segir að efna- hagslegar refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna séu eina meðalið sem dugi í þessu máli. ■ „Það væri sjálfsagt lítið mál en ég er í svo fínum flokki fyrir.“ Guðmundur Árni Stefánsson situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna en faðir hans og tveir bræður hafa einnig setið á þingi. SPURNING DAGSINS Guðmundur Árni, stofnar fjölskyldan ekki bara eigin stjórnmálaflokk? Andlát: Lést í bílslysi í Vonarskarði ANDLÁT Maður- inn sem lést í bílslysi í sunn- anverðu Vonar- skarði í fyrra- dag hét Stefán Reynir Ásgeirs- son og var fæddur árið 1962. Stefán Reynir var til heimilis að Barmahlíð 34 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig unnustu og þrjú börn. ■ ■ LÖGGUFRÉTTIR NYTJASTULDUR Á BIFREIÐ Lög- reglunni í Borgarnesi var til- kynnt um mann sem hafði tekið bíl ófrjálsri hendi og talið var að hann væri ölvaður. Hálftíma síð- ar fannst bíllinn og ökumaður var handtekinn ásamt farþegum og var fólkið fært á lögreglustöðina í Borgarnesi til skýrslutöku og yfirheyrslu. Ökumaðurinn hafði tekið bílinn til að nota hann til að koma sér á milli staða og flokkast atvikið því undir nytjastuld. Bif- reiðin var lítillega skemmd. Selfoss: Banaslys á Eyrarvegi LÖGREGLA Ekið var á karlmann sem lést samstundis snemma á sunnudagsmorgun á Selfossi. At- vikið átti sér stað sunnarlega á Eyrarveginum þar sem skyggni var lélegt. Ökumaðurinn gaf sig fljót- lega fram og telst málið upplýst. Maðurinn sem lést var á fimm- tugsaldri en ekki er hægt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu. ■ GEYMSLUSVÆÐI HRINGRÁSAR 250-300 rúmmetrar af PCB-menguðum jarðvegi eru geymdir í sekkjum sem hafa staðið á lóð fyrirtækisins í um þrjú ár. Umhverfisráðuneytið hefur leitað að varanlegri lausn en án árangurs. PCB Lífræn þrávirk efni eins og PCB eru ein helsta ógnin við lífríkið. Það er manngert og það sem gerir efnið svo hættulegt er að það eru þrávirkt. Það safnast því upp og sest fyrir í lífverum. Fyrir menn er efnið hættulegt því það sest í miðtaugakerfið. SENDIRÁÐ Nágrannar bandaríska sendiráðsins undirbúa stefnu á hendur bandarískum stjórnvöld- um um þessar mundir, en málið hefur tafist í meðförum utanríkis- ráðuneytisins. Árið 1995 eignaðist sendiráðið baklóð við Laufásveg 19 og meinar íbúum þar aðgang að lóðinni. Það hefur valdið íbúunum nokkrum óþægindum, meðal annars geta þeir ekki geymt ruslatunnurnar sínar bak við húsið sitt. Ragnar Hall, lögmaður íbúanna við Laufásveg 19, segir að hann hafi gefið út stefnu á hendur bandarískum stjórnvöldum í maí- byrjun og óskað eftir liðsinni utan- ríkisráðuneytisins við að birta þeim stefnuna. Málið hafi hins vegar dagað uppi í ráðuneytinu án nokkurra skýringa. Ragnar vonast þó til að þingfestingin dragist ekki langt fram yfir áramót. Ragnar segir það góðs viti að borgaryfirvöld séu að vakna til vitundar um málið en hingað til hafi framganga þeirra og utan- ríkisráðuneytisins einkennst af „snautlegum undirlægjuhætti“ gagnvart bandarískum stjórn- völdum. - bs BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ Ragnar bað utanríkisráðuneytið um að hafa milligöngu um málið en þar dagaði það uppi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Bandaríska sendiðráðið: Nágrannar stefna sendiráðinu STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ELDUR Á LAUGAVEGI Eldur kom upp á veitingastaðnum 22 að Laugavegi 22 um kvöldmatar- leytið í gær. Slökkvilið og lög- regla fóru á vettvang en ekki reyndist vera um mikinn eld að ræða. Hiti hafði farið úr eldavél í eldhúsi í vegg og var veggurinn rifinn niður til að ganga úr skugga um að þar væri engan eld að finna. Slökkviliðsstarfið tók fljótt af. SAMGÖNGUR Það er ekkert sam- hengi milli framtíðar Reykjavík- urflugvallar og þess hvort Ís- lendingar muni hugsanlega taka að sér auknar byrðar í rekstri Keflavíkurflugvallar að mati Jóns Karls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands. „Ef Íslendingar taka þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar að öllu eða einhverju leyti þá leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að við höfum ekki efni á því að reka flugvöll í Reykjavík,“ segir Jón. „Við munum áfram reka flugvelli á Akureyri og Egilsstöðum. Hvers vegna ekki í Reykjavík?“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, sagði á þingi fyrir helgi að skapast hefðu nýjar að- stæður til að flytja innanlands- flug til Keflavíkur eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra skýrði frá því að Íslendingar hefðu boðist til að taka að sér auknar byrðar í rekstri vallarins. Jón Karl segir að það muni draga úr innanlandsflugi ef flugi til Reykjavíkur verður hætt. Þá fari umferðin út á vegina með til- heyrandi kostnaði og áhættu. - ghg JÓN KARL ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að draga muni úr innanlandsflugi ef flogið verður til Keflavíkur í stað Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur: Íslendingar reki velli í Reykjavík og Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.