Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 72
„Ég held að enginn ætti að óska þess að ganga aftur, svona í fúl- ustu alvöru. Til eru óbrigðul ráð samkvæmt okkar gömlu fræðum og eitt af þeim er að grafa silfur úti í móa fyrir dauða sinn. Þá get- ur maður nokk bókað að ganga aftur um sinn og komast á stjá meðal manna, en það er alltaf betra að fara stystu leiðina upp eða niður,“ segir Bjarni Harðars- son, ritstjóri Sunnlenska og nem- andi í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands. Bjarni er kunnur fyrir áhuga sinn á draugum og telur líf drauga harla erfitt í nútímasam- félagi þar sem virðing mann- fólksins sé ekki mikil og að draugum sé gert grín. Það geti svo komið fólki í koll. Sjálfur segist hann ekki hafa mætt draug. „Ég hef aldrei orðið draugs var þótt ég hafi þvælst á alla þessa staði sem búa yfir reimleikum, huldufólki, ókind- um, skrímslum eða nykrum; bæði í Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu. Mér finnst íslenska skammdegið oft ansi draugalegt; þetta samfellda myrkur og um- hverfishljóðin í náttúrunni. En fólk verður ekkert minna vart við drauga nú en áður og margir lenda í því að hitta drauga sem taka ofan höfuðið. Tvennt kemur til. Fólk er smeykara við að við- urkenna þetta en áður og svo má ekki gleyma að á hverjum degi hittum við fyrir andlit og persón- ur sem við kunnum í raun engin skil á og getum ekki vitað fyrir víst hvort séu þessa heims eða annars. Í fámennum sveitum hér áður fyrr var útilokað að hitta fyrir bláókunnuga manneskju og því var auðveldara að greina huldufólk frá öðrum. Í dag bland- ast þessar verur mannfjöldanum án þess að skera sig úr hópnum.“ Bjarni valdi þjóðfræði vegna þess að þar er fjallað um drauga- sögur, undarlegt fólk og sér- kennilegar aftökur. „Ég var búinn að láta mig dreyma lengi um nám í þjóðfræði vegna sagnfræðiáhuga míns, en eftir að ég fór að grúska í drauga- fræðunum, og hafði gefið út bók um drauga og yfirnáttúruleg fyrirbæri í Árnessýslu, var mér ekki lengur til setunnar boðið. Það er fínt að lesa námsbækur á kvöldin í stað reyfara eða liggja yfir bíómyndum, og núna er ég byrjaður að vinna að sams konar bók um Rangárþing.“ Og Bjarni segir mikilvægt að hafa réttu prófgráðurnar þegar fengist er við íslenska drauga. „Draugar hafa margslunginn uppruna og Íslendingar hafa í aldanna rás verið bókmenntalega sinnaðir. Því bendir margt til þess að draugar beri ákveðna virðingu fyrir menntun, auk þess sem prófgráður auka möguleika á viðurkenningu fyrir þessi fræði og fjármögnun, því allt kostar þetta peninga. Fáist maður við það sem maður hefur menntun í hefur maður betri stöðu en hin- ir,“ segir Bjarni brattur á leið í skólann. thordis@frettabladid.is ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Taj Mahal. Sturla Böðvarsson. Húsabakkaskóla. 30 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR – hefur þú séð DV í dag? Forsetinn bjargaði lífi jemensks rithöfundar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ... fær Amnesty International fyrir að taka þátt í 16 daga átaki Unifem gegn kynbundnu ofbeldi og standa fyrir tískusýningu gegn heimilisofbeldi í Iðu, Lækjargötu, á laugardaginn. HRÓSIÐ Lárétt: 2 flenna, 6 byrði, 8 von, 9 sæti, 11 nes, 12 snuðrari, 14 sýna nísku, 16 félagasam- tök, 17 rándýr, 18 blóm, 20 tveir eins, 21 stór maður. Lóðrétt: 1 vatnsfall, 3 kyrrð, 4 er með læti, 5 á hlið, 7 uppfræðari, 10 lín, 13 traust, 15 lengra frá - r, 16 fé, 19 öfug röð. LAUSN. Lárétt: 2drós,6ok,8ósk,9set,11tá,12 snati,14nurla,16aa,17úlf, 18urt, 20tt,21 risi. Lóðrétt: 1foss,3ró,4óstillt,5ská,7kenn- ari,10tau,13trú,15afta.,16aur, 19ts. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Jóladagatal Sjónvarpsins hefur notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Nú hefur Stöð 2 ákveð- ið að sýna einnig annars konar út- gáfu af jóladagatalinu. Jesús og Jósefína er nýr myndaflokkur um tólf ára stúlku í Danmörku og efa- semdir hennar um jólahaldið. Þættirnir eru alls 24 og verður því einn þáttur sýndur á dag frá fyrsta des og til jóla. Jósefína fæddist á aðfangadag og finnst jól- in skyggja á afmælisdaginn sinn. Pabbi hennar heldur að Jesús hafi í rauninni fæðst að sumri til og henni finnst því að jólin ættu að vera færð og haldin á sumrin. Hún og Óskar vinur hennar eru mjög uppátækjasöm og þegar þau kom- ast í tæri við tímavél verður ekki aftur snúið. Jóladagatal Sjónvarpsins verð- ur einnig á sínum stað og sýnir Sjónvarpið nú í þriðja sinn hið vin- sæla jóladagatal og jafnframt fyrsta, Á baðkari til Betlehem. Þar lenda þau Hafliði og Stína í ýmsum ævintýrum þegar þau hyggjast færa Jesúbarninu gjafir og farar- tækið sem verður fyrir valinu er forláta baðkar sem er búið þeim töfrum að geta flogið. Á undan hverjum þætti um baðkarið rabbar Ragnar, átta ára strákur, við börn- in um jóladagatalið og það sem honum er efst í huga dag hvern til jóla. ■ JESÚS OG JÓSEFÍNA Danskur myndaflokkur sem hefur vakið mikla lukku hjá yngri kyn- slóðinni erlendis. Jesús og Jósefína BJARNI HARÐARSON RITSTJÓRI SUNNLENSKA: LEGGUR STUND Á DRAUGAFRÆÐI Í HÍ Líf íslenskra drauga erfitt DRAUGAÁHUGAMAÐUR MEÐ MEIRU. Bjarni Harðarsson hefur áður gefið út bók um drauga og yfirnáttúruleg fyrirbæri í Árnessýslu en er nú að safna í sarpinn viðamiklu draugaefni úr Rangárvallasýslu. Hann segir auðveldara að fá drauga metna að verðleikum hafi menn réttu prófgráðurnar. „Manga, eins og við þekkjum það í dag, byrjaði í kringum 1940. Það var í raun og veru einn maður, Osamu Tezuka, sem bjó til japanska útgáfu af myndasögum. Hann er guðfaðir japönsku myndasögugerðarinnar og eitt af stærstu listamannsnöfnum fyrr og síðar í Japan,“ segir Pétur Yngvi Yamagata sem er flest- um fróðari um japanskar myndasögur. „Tezuka var undir miklum áhrifum frá Disney til að byrja með ekki síst þegar það kom að útliti persóna. Stór augu persóna er eitt helsta einkenni manga í dag en þau nýttust honum vel þar sem það er svo auðvelt fyrir teiknarann að túlka tilfinningar persóna í kringum augun. Sumir hafa haldið því fram að stærð- in á augunum hafi verið einhver þrá Japana til að vera með vestrænt útlt en það er bara kjaftæði. Þetta var bara listræn tjáning.“ Þegar Pétur er beðinn að benda á það vinsælasta í manga um þessar mundir nefnir hann fyrst sögurnar um Inu-Yasha eftir Rumiko Takahashi. „Þær eru í kjarnann anda- eða draugasögur sem eiga rætur sínar að rekja til gamalla japanskra þjóðsagna og svo er hins vegar alltaf einhver útgáfa af róbótaþemanu hans Tezuka í gangi í Japan og nú er það Full Metal Alchemist sem er vinsælust en hún er full af spennandi tilvistarspurningum.“ Það fer ekki mikið fyrir konum í vestræna myndasögugeiranum en Pétur segir að sá kynjamunur sé ekki til í Japan þar sem kvenhöfundar séu mjög framarlega og sem dæmi nefnir hann að höfundur Inu-Yasha, Rumiko Takahashi, sé meðal tekju- hæstu einstaklinganna í Japan. „Þá eru það helst japanskar teiknimyndasögur sem hafa verið að kveikja áhuga stelpna og kvenna á Vesturlöndum á myndasögum.“ Fyrir þá sem vilja fræðast meira um manga og japanska mynda- söguhefð má benda á að Úlfhildur Dagsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Íslensk-japanska félagsins um manga annað kvöld klukkan 20.30 á þriðju hæð í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. | SÉRFRÆÐINGURINN | PÉTUR YNGVI YAMAGATA Hefur séð um myndasögudeild versl- unarinnar Nexus í um sjö ár og veit hvað hann syngur þegar það kemur að myndasögum. Manga: Þessi japanski myndasögustíll hefur heillað Vesturlandabúa upp úr skónum. Tilfinningar tjáðar með stórum augum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.