Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 50
32 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR www.thingholt.is VERÐMETUM EIGNIR VEGNA LÁNTÖKU. Við verðmetum eignir fyrir þá sem að hafa hugsað sér að endurfjármagna, sama hvaða fjármálastofnun á í hlut. Hröð og vönduð vinnubrögð. EINBÝLI BARRHOLT 270 MOSFELLSBÆ Sautján herbergja, fjögurra íbúða 390,9 fer- metra hús á tveim hæðum. B.B.mat: 42.847.000 Fasteignamat: 28.450.000 Ásett verð: 39.000.000 RAÐ- OG PARHÚS BRÚNALAND 108 REYKJAVÍK230 fermetra raðhús á tveimur hæðum, ásamt 22,4 fer- metra bílskúr. B.B.mat: 24.404.000, Fasteignamat: 22.248.000, Ásett verð: 37.000.000, 4RA TIL 7 HERB. INGÓLFSSTRÆTI 101 REYKJAVÍK Þriggja til fimm herbergja íbúðir í þessu glæsilega húsi við Ingólfsstræti. Ásett verð: 22-25. millj. 2JA HERB. HLÍÐARHJALLI 200 KÓPAVOGI57,4 fermetra 2-herb. íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi: B.B.mat: 7.694.000, Fasteignamat: 7.542.000, Ásett verð: 12.500.000, 2JA HERB. SKÓGARÁS 110 REYKJAVÍK65,7 fermetra 2- 3 herb. íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi: B.B.mat: 8.336.000, Fasteignamat: 8.324.000, Ásett verð: 12.500.000, Sími 590 9500 Borgartún 20, 105 Reykjavík Anna Sigurðardóttir lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA 9.00-18.00, FÖSTUDAGA 9.00-17.00 OG Á LAUGARDÖGUM 12.00-14.00 Þorarinn Kópsson Framkv.stjóri Kjartan Kópsson Sölumaður Margrét Kjartansdóttir Ritari Páll Valdimar Kolka Sölumaður Skúli A. Sigurðsson Sölumaður Þóra Þrastardóttir Sölumaður Skúli Þór Sveinsson Sölumaður Anna Sigurðardóttir Lögg. fast.sali Ertu að leita að íbúð á ákveðnu svæði? Þá bjóðum við hjá þingholt upp á frábæra þjónustu, við einfald- lega leitum fyrir þig á þeim stað sem að þú vilt vera í þeim húsum sem að þú vilt búa og allt þér að kostnaðarlausu. Með kveðju starfsfólk Þingholts. Kaupendaþjónusta 221 HAFNARFJÖRÐUR Glænýtt og glæsilegt Furuvellir 42: Glæsilegt einbýli á einni hæð í byggingu Lýsing: Gengið er inn í forstofu en inn af henni er gestasnyrting þar sem mögulegt er að setja upp sturtu. Enn- fremur má finna stofu og borðstofu, eldhús og baðherbergi. Fjögur svefn- herbergi eru í húsinu og sér þvottahús. Gólfin hafa verið vélslípuð. Húsið er179,8 fermetrar fyrir utan bílskúr. Úti: Bílskúrinn er 54,8 fermetrar, tvö- faldur og innibyggður og bílskúrsdyra- opnari fylgir uppsettur. Annað: Húsið skilast fullbúið að utan, klætt með steini og rúmlega fokhelt að innan. Allar hurðir, gluggar og gler er frágengið og einnig þak, þakkantur og niðurföll. Sorptunnuskýli fylgir ekki. Seljandi greiðir kaldavatnsinntak og gatnagerðargjöld en kaupandi greiðir heitavatns- og rafmagnslagnir og skipu- lagsgjald. Stærð: 234,6 Verð: 23,9 milljónir Fasteignasala: Ás - Fasteignasala 113 GRAFARHOLT Óhindrað útsýni Kristnibraut 95-97: Nýtt í sölu Lýsing: Átján íbúðir í vönduðu lyftu- húsi. Ekkert verður byggt fyrir framan húsið þannig að þaðan er óhindrað út- sýni. Borðið er upp á þriggja herbergja íbúðir með eða án bílskýlis. Auk þess eru í boði sex fjögurra herbergja enda- íbúðir með stæði í opnu bílskýli. Sér- inngangur er í allar íbúðir. Góðar suður- svalir eða sérverönd fylgja hverri íbúð. Þvottahús er í íbúðum. Þær skilast full- búnar með vönduðum eikarinnrétting- um og eikarparketi. Flísalagt baðher- bergi og þvottahús. Annað: Leikskóli er handan götunnar, Ingunnarskóli og verslunarmiðstöð er í göngufæri. Mjög góð staðsetning og stutt niður á Vesturlandsveg. Verðdæmi: Þriggja herbergja án bílskýlis er 16,4 –16,7 milljónir og með bílskýli 17,4–17,7 milljónir. Fjögurra herbergja enda- íbúð með bílskýli er á 19,9 milljónir. Fasteignasala: Akkúrat. Jónas Ingimundarson tónlistar- maður stofnaði sitt fyrsta heimili í Hlíðunum og á þaðan góðar minn- ingar. „Við kona mín, Ágústa Hauksdóttir, hófum búskap í Barmahlíð 54 árið 1966, nánar til- tekið í risinu uppi á lofti hjá tengdaforeldrum mínum. Íbúðin var svona um 70 fermetrar, tvö herbergi og eldhús, ljómandi kósí undir súð. Við bjuggum þarna í svona eitt og hálft ár en þá fórum við til Vínarborgar til frekara náms í tónlist. Sonur okkar, Hauk- ur Ingi, fæddist á meðan við bjugg- um þarna í húsinu og því var það þarna sem við urðum fjölskylda. Hlíðarnar á þessum tíma voru orðnar töluvert grónar og fínar og virðulegar enda tuttugu ár frá því að þær byggðust. Þarna fór ljóm- andi vel um okkur. Ég var auðvitað með flygil þarna uppi hjá mér. Ég hef alltaf haft flygil þar sem ég bý og alltaf verið einstaklega heppinn með nágranna og enginn nokkru sinni kvartað sem er alls ekki sjálf- sagt mál.“ Í nýútkominni bók um ævi Jónasar má einmitt lesa um hvern- ig Keflavíkurkvartettinn æfði sig fram á rauðanætur í risinu í Barmahlíð 54. Einhver kynni að halda að það væri flókið mál að koma flygli upp í ris en Jónas seg- ir svo ekki vera. „Það er í rauninni ekkert erfið- ara að flytja flygil en píanó. Lapp- irnar eru skrúfaðar undan flyglin- um og hann settur á hliðina og svo þarf auðvitað fjóra fílsterka menn til að flytja hljóðfærið enda eru þeir sérþjálfaðir til starfans. Flyg- illinn var fyrst frekar einmana í stofunni en svo smám saman áskotnuðust okkur húsgögn úr for- eldrahúsum og héðan og þaðan. Í þá daga var það ekki eins og núna þegar mér skilst að fólk flytji helst ekki inn fyrr en allt er komið nýtt í húsið en okkur leið vel og við þurft- um ekki að hafa neinar áhyggjur.“ Og hvernig var að búa í svona nánu sambýli við tengdaforeldra sína? „Það var ekkert erfitt enda hafa þau lífið langt verið meðal minna allra bestu vina.“ brynhildurb@frettabladid.is Jónas Ingimundarson á ljúfar minningar frá fyrsta heimili þeirra hjóna. Í Hlíðunum urðum við fjölskylda Jónas Ingimundarson píanóleikari hóf búskap í Barmahlíðinni í risinu hjá tengdaforeldrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.