Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 14
Arfleifð Arafats skap- ar svigrúm til athafna Forystumenn East-West Institute telja að Bandaríkin þurfi og muni treysta á bandamenn sína í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þá segja þeir að arfleifð Arafats komi í veg fyrir að valdabarátta leiði til átaka í Palestínu og það muni skapa eftirmanni hans svigrúm til athafna. ALÞJÓÐAMÁL Í byrjun vikunnar funduðu forystumenn bandarísk- evrópsku stofnunarinnar East- West Institute í Höfða í Reykja- vík. EWI er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar í dag. Tugir ríkis- stjórna leita til hennar eftir ráð- gjöf. Þriðjudaginn 23. nóvember var haldinn opinn umræðufundur í Háskóla Íslands þar sem John E. Mroz, stofnandi og forseti stofn- unarinnar, og Mathias Mossberg sendiherra ræddu um framtíðar- horfur í alþjóðamálum í ljósi kosninga í Rússlandi, Bandaríkj- unum og Evrópusambandinu og friðarlíkur fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fyrirbyggjandi aðgerðir Mroz segir að endurkjör Pútíns og Bush í nýafstöðnum forsetakosn- ingum í Rússlandi og Bandaríkj- unum staðfesti að um þessar mundir sé íhaldssemi ríkjandi þar og það megi rekja til ótta vegna hryðjuverka. „Þegar fólk er ótta- slegið er það íhaldssamara en ella og tilbúið að gefa eftir réttindi sem það annars myndi ekki gera í skiptum fyrir öryggistilfinningu.“ Staða Pútíns og Bush er sterk þessa stundina og Mroz segir það stórt spursmál hvort það muni hafa áhrif á stefnu þeirra og hvaða afleiðingar það muni hafa á önnur ríki. „Pútín hefur tileinkað sér bandarísku kenninguna um fyrirbyggjandi aðgerðir, það er að hann geti beitt öllum tiltækum ráðum telji hann öryggi Rúss- lands ógnað. Það á eftir að koma í ljós hvernig Pútín mun nýta sér það, en allar líkur eru á að fleiri ríki en hollt er eigi eftir að til- einka sér kenninguna um fyrir- byggjandi aðgerðir.“ Batnandi sambúð við Evrópu Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Evrópusambandið bæði stækkað og skipt um framkvæmdastjórn. Mroz segir að samtímis hafi sam- skipti Evrópu og Bandaríkjanna batnað verulega og innan ESB heyrist jafnvel þær raddir að samskipti ESB við Bandaríkin séu betri en við sum Evrópulönd utan sambandsins. Þetta hafi ekki ver- ið reyndin fyrir ári síðan, segir Mroz enda hafi stefna Bush gagn- vart Evrópu verið slæm fyrstu tvö ár hans í embætti. Mroz telur að sprengjutilræðin í Madríd skýri að miklu leyti hvers vegna samskiptin hafi batn- að. Eftir þau hafi Evrópuríkin þurft að endurmeta stöðuna og við rannsókn á tilræðunum hafi at- hygli Bandaríkjanna á Norður- Afríku verið vakin. „Bandaríkin höfðu lítinn áhuga á því svæði þar til það kom í ljós við rannsóknina að Marokkó er orðin gróðrastía fyrir hryðjuverkamenn. Í kjölfar- ið hefur samstarf ESB og Banda- ríkjanna í baráttu gegn hryðju- verkastarfssemi orðið mun um- fangsmeira en áður.“ Útbreiðsla kjarnavopna verður pólstjarnan í bandarískri utanríkis- stefnu næstu misseri að mati Mroz. Bandaríkin hafi hins vegar engan áhuga á að fara í annað stríð og því skipti máli að afla sér gagnlegra bandamanna. Hann nefnir að ESB hafi beitt sér röggsamlega gagn- vart Íran. „Indland kemur líka til með að skipta miklu máli þar sem þeirra framlag til öryggismála í Súdan og Afganistan er mikið, en það er líka mikilvægt að fá stjórn- völd í Rússlandi, Japan og Kína til að þrýsta á Norður-Kóreu.“ 14 Aðventan gekk í garð í gær en þá var fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst fjórum sunnudögum fyrir jól og sveiflast því til eftir almanakinu. Þegar svo ber undir getur fjórði sunnudagur í aðventu lent á aðfangadegi jóla. Að- ventan er líka kölluð jólafasta og helg- ast það af því að víða sýndi fólk mikið aðhald í neyslu matar og drykkjar á að- ventunni og borðaði til dæmis ekki kjöt. Aðventan, líkt og svo margt annað í trúar- og kirkjulífi, á sér sinn eigin ein- kennislit. Litur aðventunnar er fjólublár en það er litur iðrunar. Fjólublár er samsettur úr bláu, táknlit himinsins, trú- mennsku og sannleika, rauðu, lit kær- leikans, og svörtu, sem er litur sorgar. En um leið og trú, sannleikur, kærleikur og sorg blandast saman í aðventunni er hún líka tímabil vonar. Aðventuljósin vitna um komu ljóssins, komu Drottins. Hin fjögur ljós aðventukransins hafa öll sína merkingu. Fyrst kveikjum við á spádómskertinu og minnumst spámannanna sem boðuðu fæðingu frelsarans. Annað kertið er kennt við borgina Betlehem, fæðingarbæ Jesú. Hirðakertið er hið þriðja og minnir á þá sem fyrstir fengu að heyra boðskapinn um fæðingu Jesú. Loks er svo fjórða kertið, englakertið, sem minnir á söng englanna um dýrð Guðs og frið á jörðu. Hættir manna á aðventunni eru mis- jafnir. Sumir reyna að taka lífinu með ró síðustu vikur fram að jólum, huga að sálarlífinu, sækja messur og tónleika og lesa Guðs orð. Aðrir eru í miklum önn- um, þeytast á milli verslana, baka tutt- ugu sortir og þrífa heimili sitt líkt og þar hafi aldrei verið þrifið áður. Tímabil vonar gengið í garð HVAÐ ER? AÐVENTA 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Verkir: Heilinn minnkar HEILBRIGÐI Ný rannsókn vísinda- manna við Northwestern-háskól- ann í Chicago sýnir að heili þeirra sem búa við langvarandi sárs- auka og kvalir skreppur saman. Þetta er talið minnka getu þeirra til rökhugsunar og mannlegra samskipta. Vísindamennirnir rannsökuðu heila 26 sjúklinga sem þjáðust af sífelldum bakverkjum og 26 full- frískra manna. Hjá þeim fyrr- nefndu skrapp svonefnd heila- stúka allverulega saman en í þeim hluta heilans er rökhugsun talin fara fram. Frekari rann- sóknir eiga eftir að fara fram en þessar niðurstöður leiða í ljós að hefja verður verkjameðferð sjúklinga fyrr svo að varanlegur heilaskaði hljótist ekki af. - shg ÍSFLUG Kínversku listdansararnir Dan Zhang og Hao Zhang sýna fimi sína á svellinu á bikarmóti rússneska skautasambandsins sem fram fór í Moskvu á föstudaginn. M YN D A P FRÁ UMRÆÐUFUNDI Ólafur Þ. Harðarson fundarstjóri, John E. Mroz, forseti East -West Institute, og Mathias Mosberg sendiherra. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN PALESTÍNU Mossberg telur líklegt að Abbas verði kosinn forseti í janúar og að arfleifð Arafats muni veita honum svigrúm í starfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.