Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 16
29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Dómsmálaráðherra vill sjálfur hafa hönd í bagga með því hvern- ig framlögum ráðuneytis hans til mannréttindamála er varið. Það fé sem áður rann óskert til Mann- réttindaskrifstofu Íslands – og voru engin býsn – verður nú í höndum ráðuneytismanna og þarf að sækja til þeirra um fram- lög til þessa málaflokks. Mót- framlag utanríkisráðuneytisins til skrifstofunnar hefur einnig verið skorið niður: stjórnvöld eru með öðrum orðum að leggja nið- ur Mannréttindaskrifstofuna, en vilji fólk inna af hendi verkefni á þessu sviði getur það sótt til stjórnvalda um styrk til þess, og undir mati ráðherra og hans fólks komið hverju sinni hversu verðugt verkefnið telst. Allir sem fylgst hafa með skrifum Björns Bjarnasonar vita að hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvað sé verðugt og hvað ekki. Og er þetta ekki bara eðlilegt? Er ekki ráðherrann til þess kos- inn að ráða einmitt svona hlut- um? Á hann ekki að stjórna? Er hann ekki fulltrúi okkar sem á að sjá til þess að framlagi almanna- sjóða sé vel varið? Má vera að hann líti sjálfur svo á að þarna sé hann eingöngu að sinna sínu starfi af samvisku- semi - og það kann líka að vera að svokallaðar „málefnalegar“ ástæður séu fyrir þessari ákvörðun – en málaflokkurinn er hins vegar viðkvæmur, þetta er ekki málaflokkur sem ráðherra á að ráðskast með. Hann ráðskast hér með fólkið sem á að hafa eftirlit með honum. Ekki eykur það manni traust á því að um „málefnalegar“ ástæð- ur sé að ræða að svo vill til að Mannréttindaskrifstofan hefur sent frá sér álit sem farið hafa í bága við vilja ráðherrans – til dæmis um útlendingalögin. Það eitt og sér hlýtur að verða til þess að vekja óþægilegar grunsemdir um að hér sé um að ræða hefndarráðstafanir af einhverju tagi. Og hvað með það? Á ráðherr- ann að vera að ausa fé í starfsemi sem honum er ekki að skapi og er honum jafnvel mótdræg? Verður hann ekki að fylgja dómgreind sinni í því að meta verðleika svona starfsemi og hversu brýn hún sé fyrir almenning? Aftur: Á hann ekki að stjórna? Þetta eru mannréttindamál. Mannréttindaskrifstofa er bein- línis til þess að hafa eftirlit með stjórnvöldum, gæta hagsmuna borgaranna gagnvart ríkisvald- inu. Eðlis síns vegna hlýtur slík skrifstofa alltaf að vera gagnrýn- in á stjórnvöld, spyrja erfiðra spurninga þegar stjórnvöld setja lög sem þrengja að frelsi borgar- anna eða ógna einkalífi þeirra. Á sama tíma og Björn Bjarna- son stendur í þeim stórræðum að leggja niður Mannréttindaskrif- stofu Íslands talar hann fyrir því að hér verði komið á fót ein- hverju sem hann kallar öryggis- lögreglu, með tilvísan til þess að ástandið í heiminum sé ótryggara um þessar mundir en nokkru sinni og að hingað geti borist hryðjuverkamenn. Vissulega hefur það gáleysi ríkisstjórnar- innar að styðja innrás Bandaríkj- anna í Írak orðið til þess að land- ið er ótryggara en áður, að ógleymdum hinum furðulegu til- burðum til hermennsku sem sést hafa til Íslendinga í Afganistan og víðar með hörmulegum afleið- ingum, en vandséð er þó að hafa þurfi svona mikið við þess vegna að koma á fót sérstakri njósna- sveit til að stunda símhleranir, skrá niður grunsamlegt fólk, fylgjast með fólki á laun, fá fólk til að njósna um aðra, yfirheyra fólk – eða hvað það nú er sem svona stofnanir stunda. Slík starfsemi eitrar andrúmsloftið í samfélaginu, dregur úr lífsgæð- um okkar, þrengir kosti borgar- anna án þess að séð verði að hún muni auka öryggi okkar. Hætt er við að viðvarandi skortur á ógn- völdum yrði til þess að slík lög- regla færi að njósna um og of- sækja fólk sem mótmælir virkj- unum eða notar aðrar aðferðir við að koma á framfæri vanþóknun sinni á framferði stjórnvalda. Þjóðlífskríli á borð við það ís- lenska þarf ekki á svona starf- semi að halda, lögreglan hlýtur að ráða við að hafa auga með þess- um fáu glæpamönnum sem hér eru og ætti einna helst að einbeita sér að því að hafa strangar gætur á þeirri nýju stétt manna sem sögð er starfa við limlestingar. Öflug og sjálfstæð mannrétt- indaskrifstofa er fremur til þess fallin að auka manni öryggis- kennd en leynilögregla af því tagi sem Björn Bjarnason vill koma á fót. ■ F jölgun öryrkja og aukning á útgjöldum vegna þeirra, semfjallað hefur verið um hér í Fréttablaðinu að undanförnu,hefur vakið upp margar spurningar. Á nokkrum árum hefur öryrkjum fjölgað mjög og sem dæmi þá hefur fjöldi þeirra meira en þrefaldast frá árinu 1986 og fram á mitt þetta ár. Öryrkjar á landinu eru nú taldir vera á tólfta þúsund eða um fjögur prósent allra landsmanna. Þetta er hlutfallslega aðeins minna en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en aðeins meira en í Danmörku. „Þetta er sprenging, sem ber að hafa áhyggjur af,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. Á fimm árum hafa útgjöld hins opinbera vegna bóta til öryrkja hækkað úr fimm milljörðum í rúmlega tólf milljarða króna á síðasta ári. Þá stefnir í að útgjöldin aukist enn á þessu ári. Haft er eftir Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, að þessi mikla útgjaldaaukning til öryrkja hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leita til Hagfræði- stofnunar til að láta kanna þessa miklu fjölgun öryrkja á nokkr- um árum. Hún mun auka ríkisútgjöld á þessu ári og því næsta um tvo og hálfan milljarð króna. Þessi mikla fjölgun öryrkja samfara breyttum aðstæðum á vinnumarkaði leiðir hugann að því hvort ýmsir þeirra sem missa vinnuna vegna sameiningar fyrirtækja, tímabundins at- vinnuleysis á litlum stöðum úti á landi og fleiri ástæðna endi hjá örorkumatslæknum og verði svo öryrkjar það sem eftir er. Haft hefur verið á orði að þegar fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni hefur verið lokað, hafi öryrkjum fjölgað á staðnum. Um þetta skal ekkert fullyrt, en þetta er eitt af því sem Hagfræðistofnun þarf að kanna, svo að menn séu ekki með órökstuddar fullyrðingar um þessi mál. Jafnframt því sem útgjöld vegna öryrkja hafa aukist gífur- lega, hafa útgjöld vegna atvinnulausra líka aukist mikið. Að hluta til má rekja þá útgjaldaaukningu til nýrra laga um at- vinnulausa sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Í þeim lögum er gert ráð fyrir að einstaklingar geti verið atvinnulausir í allt að fimm ár á starfsævinni. Jafnframt er gert ráð fyrir að atvinnulausir séu aðstoðaðir við að finna sér vinnu, með námskeiðum, endur- hæfingu og fleiru. Hin mikla fjölgun öryrkja kallar á að til ein- hverra svipaðra ráða verði gripið varðandi þá og þeir aðstoðað- ir við endurhæfingu, í stað þess að endurnýja örorkumatið sí- fellt. Ef fjármunum yrði varið til slíkra aðgerða gæti það kom- ið bæði öryrkjum og þjóðarbúinu til góða í framtíðinni. Þetta á við hluta þeirra sem eru á örorkubótum, en auðvitað ekki alla. Sumir verða að búa við það alla ævi að vera öryrkjar, en starfs- þrek annarra mætti efla með ýmsu móti og þá þarf að virkja. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Öryrkjar á landinu eru nú taldir vera á tólfta þúsund. Virkjum öryrkja FRÁ DEGI TIL DAGS Haft hefur verið á orði að þegar fiskvinnslufyrir- tækjum á landsbyggðinni hefur verið lokað, hafi öryrkjum fjölgað á staðnum. Um þetta skal ekkert fullyrt, en þetta er eitt af því sem Hagfræðistofnun þarf að kanna, svo að menn séu ekki með órökstuddar fullyrðing- ar um þessi mál. ,, Öryggið er í mannréttindum Blind ást Bresku dagblöðin eru hlífðarlaus þegar þau finna snögga bletti á opinberum persónum þar í landi. Á því fær David Blunkett hinn blindi innanríkisráðherra Breta að finna þessa dagana. Blunkett, sem er fráskilinn, 57 ára gamall, átti í þrjú ár í leyni- legu ástarsambandi við gifta konu, Kimberly Fortier, 44 ára, sem er út- gefandi vikuritsins Spectator. Upp úr sambandi þeirra hefur slitnað gegn vilja Blun- ketts og nú eru þau komin í hár saman út af barni sem Kimberly gengur með og tveggja ára syni hennar. Blunkett telur sig föður ófædda barnsins og vill fá að sanna það með DNA-prófi. Sams- konar próf leiddi fyrir stuttu í ljós að eldra barnið er sonur Blunketts en ekki eiginmanns Kimberly, hins sextuga Stephen Quinn útgefanda tímaritsins Vogue. Embætti misbeitt? Það er þó ekki togstreitan um börnin sem mesta athygli vekur heldur ásak- anir sem komið hafa fram um að Blun- kett hafa margsinnis misbeitt stöðu sinni og völdum til að ívilna ástkonu sinni og barnfóstru hennar. Voru bresku sunnudagsblöðin barmafull af fréttum og slúðri um þetta mál í gær. Er Blunkett m.a. sakaður um að hafa útvegað barnfóstrunni, sem er útlend- ingur, vegabréfsáritun og látið opinbera aðila greiða ýmsan persónulegan kostnað vegna sambandsins við Kimberly Fortier, svo sem ferðalög og munaðarlíf. Ef þetta reynist rétt gæti Blunkett misst ráðherraembætti sitt. Það yrði alvarlegt áfall fyrir Tony Blair forsætisráðherra þar sem Blunkett er einn nánasti samstarfsmaður hans. Ýmsir í Verkamannaflokknum mundu þó gráta slík örlög þurrum tárum því Blunkett hefur áunnið sér miklar óvin- sældir fyrir að ganga mjög hart fram í innri öryggismálum í Bretlandi og fyrir viðleitni sína til að takmarka innflutn- ing útlendinga til landsins. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Hvernig fer maður að því? Ég byrjaði snemma á öllu. Hrólfur Jónsson fráfarandi slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík. Fréttablaðið 27. nóvember. Sláttur og svimi Stundum þegar ég las texta Halldórs Guðmundssonar gerð- ist það sem gerðist stundum þegar maður var yngri og óreyndari en gerist eiginlega aldrei lengur að ég fékk hjart- slátt og svima... Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur Lesbók Morgunblaðsins 27. nóvember. Góð ráð handa öðrum Einhvern tíma sagði [Óskar] Wilde að maður gæti ekki verið of varkár þegar maður veldi sér óvini, en hann fór ekki eftir því, enda var hann þeirrar hyggju að góð ráð ætti maður að láta ganga, ekki að nota þau sjálfur. Staksteinar. Morgunblaðið 28. nóvember. Hagfræði leiksviðsins Hver þarf sjónhverfingarmann sem hefur svona hagfræðing? Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur um Sigurð Snævarr borgarhagfræð- ing. Morgunblaðið 27. nóvember. Átti að fylla bílstjórana? Yfir 300 bílar stöðvaðir í ölvun- arátaki. Fréttafyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 28. nóvember Það er svo margt sem hneykslar... Vissulega gengur textinn fram af flestum, en miðað við hvernig þetta er dags daglega í sam- félaginu okkar er svo margt sem gengur fram af mönnum, þannig að við töldum enga ástæðu fyrir því að veigra okkur við að birta þetta... Jón Bjarni Kristjánsson formaður skólafélags MR vegna lags á heima- síðu félagsins þar sem sungið er um útúrdrukknar stúlkur sem strákar taka með sér heim sem kynlífsleik- föng. Morgunblaðið 27. nóvember Þannig er þá farið að því Stóðu á haus við að skapa verð- mæti. Fréttafyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 28. nóvember. Í DAG MANNRÉTTINDAMÁL OG ÖRYGGISLÖGREGLA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hætt er við að við varandi skortur á ógnvöld- um yrði til þess að slík lög- regla færi að njósna um og ofsækja fólk sem mótmælir virkjunum eða notar aðrar aðferðir við að koma á framfæri vanþóknun sinni á framferði stjórnvalda ... ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.