Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 74
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SMS LEIKU R Sendu sm sið JA BSF á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! 99 kr/skeytið M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 MAÐUR ER Á SÆTISBRÚNINNI NÆR ALLAN TÍMANN JÖKULL VALSSON: BÖRNIN Í HÚMDÖLUM Einn af kostum bókarinnar er jafnt og stöðugt spennuris sem byrjar strax í fyrsta kafla og nær glæsilegu hámarki í þeim næst síðasta. Maður er á sætisbrúninni nær allan tímann. ... Jökull hefur nýtt sér þetta form listavel og færir lesandanum á fati öll þau element sem góð hryllingssaga þarf að hafa til að bera; ógeðið, spennuna og meininguna.“ – Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is mæl[i] með því að sem flestir hvolfi sér yfir bókina í skammdeginu, eftir að hafa neglt aftur skápana ... vel heppnuð hrollvekja.“ – Þorsteinn Mar, kistan.is Þoriðu að heimsækja Húmdali? http://humdalir.bjartur.is „SKYLDUEIGN HROLLVEKJUAÐDÁANDANS“ „ „ Leti, blessuð og sæl! Bonjour, paresse! Árið 1954 fór allt á annan endann íbókmenntaheiminum í Frakk- landi þegar skáldkonan Francoise Sagan gaf út bókina „Bonjour, trist- esse“ (Depurð, blessuð og sæl). Nú hálfri öld síðar er það viðskiptaheim- urinn í Frans sem stendur á öndinni yfir bókinni „Bonjour, paresse“ eða „Leti, blessuð og sæl“ eftir konu sem heitir Corinne Maier. Franskir at- vinnurekendur ná ekki upp í nefið á sér fyrir þessum skrifum, þar sem rithöfundurinn hvetur lesendur til að beita öllum ráðum til að svíkjast sem mest um í vinnunni. HIN TÍU BOÐORÐ hins almenna launþega samkvæmt Corinne eru (í afarlauslegri þýðingu) eitthvað á þessa leið: 1. Þú ert vinnuþræll nútímans. Þú átt enga möguleika á að lifa eins og þig lystir. Þú þrælar fyrir kaupinu þínu hvern mánuðinn á fætur öðrum. Punktum, basta. 2. Það er tilgangslaust að reyna að breyta kerfinu. Kerfið eflist bara ef þú sýnir mótþróa. 3. Það sem þú gerir hefur enga þýð- ingu. Það er hægt að skipta þér út hvenær sem er. Notaðu tímann til að þróa persónuleg sambönd svo að næsti niðurskurður bitni ekki á þér. 4. Taktu aldrei að þér starf sem mikil ábyrgð fylgir. Þá verður þú bara að leggja miklu harðar að þér fyrir aukatekjur sem reynast bara vera smáaurar. 5. Þú verður ekki metin(n) eftir frammistöðu heldur eftir fram- komu þinni og hvort þú talar eins og þú sért harðdugleg(ur). Krydd- aðu mál þitt með „yfirmanna- snakki“, þá fer fólk að halda að þú hafir góð sambönd. 6. Reyndu að finna starf sem hefur alls engan tilgang, því að þá er ger- samlega ómögulegt að meta vinnu- framlag þitt út frá tekjum fyrir- tækisins. 7. Um leið og þú hefur fundið slíkt starf skaltu ekki sleppa því lausu. Það eru bara þeir sem eru sýnilegir sem fá uppsagnarbréfin. 8. Lærðu að sjá út á vinnustaðnum hverjir eru bræður og systur í and- anum og finnst kerfið jafnfáránlegt og þér. Náðu sambandi við sam- herjana með vinsemd, glensi og hlýju brosi. 9. Vertu almennileg(ur) við skamm- tímastarfsmenn sem koma inn á verktakasamningum. Þetta er eina fólkið sem gerir eitthvert gagn. 10. Þú skalt hafa hugfast að atvinnulíf af þessu tagi getur ekki varað að eilífu. Það fer fyrir því að lokum eins og kommúnismanum. Vandinn er bara að vita hvenær... HÉR MEÐ er varað við þessari stórhættulegu bók. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.