Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 6
6 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Janukovitsj verði rekinn úr starfi Stjórnarandstaðan krefst þess að Viktor Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, verði rekinn úr starfi. Mótmælendur hrópuðu „niður með Kútsjma“. Hæstiréttur fjallar um málið í dag. ÚKRAÍNA, AP Stjórnarandstaðan í Úkraínu hefur stillt Leonid Kút- sjma, fráfarandi forseta Úkraínu, upp við vegg. Júlía Tímósjenko, að- stoðarkona Viktors Júsjenko, sagði í gærkvöld að Kútsjma hefði tíma þar til í kvöld til að uppfylla kröfur stjórnarandstöðunnar. Mikil ólga hefur ríkt í landinu síðan Viktor Janukovitsj, forsætis- ráðherra landsins, var lýstur sigur- vegari forsetakosninganna 21. nóv- ember. Talið er fullvíst að Janu- kovitsj hafi svindlað í kosningunum og hefur Júsjenko sem og Evrópu- sambandið farið fram á að kosning- arnar verði endurteknar. Spennan í landinu hefur stig- magnast undanfarna viku og nú krefst stjórnarandstaðan þess að Kútsjma reki Janukovitsj úr starfi. Kútsjma er yfirlýstur stuðnings- maður Janukovitsj. Stjórnarand- staðan krefst þess líka að ríkis- stjórar í nokkrum héruðum í aust- urhluta landsins, sem hótuðu að- skilnaði frá vesturhlutanum, verði reknir. Einnig er þess krafist að stokkað verði upp í yfirkjörstjórn landsins en þingið samþykkti í gær vantraust á yfirkjörstjórnina. Um hundrað þúsund manns mót- mæltu á götum Kænugarðs, höfuð- borgar Úkraínu, í gær. Langflestir þeirra eru stuðningsmenn Júsjen- ko. Tímósjenko ávarpaði fjöldann í gær og sagði að ef Kútsjma yrði ekki við kröfum stjórnarandstöð- unnar myndi hann verða sóttur til saka fyrir glæpi gegn eigin þjóð. Í kjölfarið hrópaði mannfjöldinn slagorð: „Niður með Kútsjma“. Fulltrúar Júsjenko og Janukovit- sj hafa fundað undanfarna daga um lausn deilunnar en lítið hefur þokað. Fulltrúar Janukovitsj hafa meðal annars farið fram á að Júsjenko beiti sér fyrir því að stöðva mót- mælin á götum borgarinnar en Júsjenko hefur þvertekið fyrir það. Hæstiréttur Úkraínu fjallar í dag um áfrýjun Júsjenko vegna kosningaúrslitanna og framkvæmd kosninganna sem var talin ólýðræðisleg. Fulltrúar Janukovitsj hafa gefið í skyn að rétturinn hafi ekki heimild til að ógilda kosingarn- ar en Júsjenko vísar því á bug. ■ Umferðarþing: Vill mislæg gatnamót UMFERÐARMÁL Umferðarþing sem fram fór um helgina skoraði á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Umferðar- stofa og samgönguráðuneytið standa að þinginu þar sem fjallað er um umferðaröryggismál. Í tillögunni sagði að um gatna- mótin færu um 85.000 bílar á sólarhring og að þau séu mestu slysagatnamót landsins. Talið sé að vel hönnuð mislæg gatnamót geti fækkað slysum á þessum stað um 80% - 90%. - ghg Uppbygging í Laugardal: Ákvörðun frestað BORGARMÁL Borgarráð Reykjavík- ur frestaði ákvörðun um hvenær uppbygging mannvirkja á Laug- ardalsvelli gæti hafist. Borgar- ráði barst bréf frá borgarverk- fræðingi þar sem leitað var eftir samþykki til að hefja fram- kvæmdir nú þegar við nýja skrif- stofubyggingu KSÍ en sú fram- kvæmd verður alfarið á vegum KSÍ. Hins vegar var ekki farið fram á leyfi til þess að hefjast handa við þann hluta fram- kvæmda sem kostaður verður af ríkinu þar sem marktæk kostnað- aráætlun liggur ekki fyrir. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir hofið sem indversk stjórn-völd hafa ákveðið að hafa opið fyrir ferðamenn á nóttunni? 2Hvað heitir samgönguráðherra? 3Um framtíð hvaða skóla hefur veriðdeilt í bæjarstjórn Dalvíkur? Svörin eru á bls. 30 edda.is Jólaleikritið Ævintýrið um Augastein er komið aftur í Tjarnarbíó. Sýningar verða út desember. Nánar á www.senan.is Tilboðsverð 1.990 kr. Fullt verð 2.990 kr. BAGDAD Ali al-Sistani sjía-klerkur hvetur fólk til að kjósa í kosningunum á þessu veggspjaldi. Írak: Kosningum ekki frestað ÍRAK, AP Thair al-Naqeeb, talsmað- ur Ayad Allawi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, segir að stjórnin sé staðráðin í að halda kosningarnar 30. janúar. Tíu stjórnmálaflokkar í Írak hvöttu til þess í fyrradag að kosn- ingunum yrði frestað um eitt ár. Rökin fyrir því voru að ástandið í landinu væri ótryggt vegna hryðjuverkaárása og undirbún- ingur væri ófullnægjandi. Súnní- klerkar hafa hótað að sniðganga kosningarnar verði þær haldnar 30. janúar. Al-Naqeeb sagðist vona að til þess kæmi ekki. Mikil- vægt væri að ná samstöðu um kosningarnar. ■ ÓK Á 118 KÍLÓMETRA HRAÐA Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- braut aðfaranótt sunnudags. Hann mældist á 118 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. TEKINN AF NÚMERUM Lögreglan í Keflavík tók skráningarnúmer af einni bifreið vegna vanbúnaðar og vanrækslu á að mæta til skoðunar og einn ökumaður var kærður fyr- ir að nota ekki öryggisbelti. GATNAMÓT KRINGLUMÝRARBRAUT- AR OG MIKLUBRAUTAR Umferðarþing telur að fækka megi slysum á þessum fjölförnu gatnamótum um 80 - 90% með mislægum gatnamótum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUR Víða þyrfti að lækka hámarkshaða úr 90 kílómetrum á klukkustund upp í 80 yrðu reglur Norðmanna um leyfilegan akst- urshraða á tveggja akgreina þjóð- vegum teknar upp hér á landi. Það er niðurstaða rannsóknar sem Línuhönnun gerði fyrir Vegagerð- ina. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir sambærilegar rann- sóknir hafa verið gerðar annars staðar á Norðurlöndum. Ekki eigi að breyta reglum í samræmi við niðurstöður hennar. „Hitt er svo annað mál hvort gerðar verða breytingar við endurskoðun á umferðarlögun- um,“ segir Jón. Hann reikni með að tillögur verði lagðar fyrir Al- þingi í vetur. Í skýrslu Línuhönnunar kemur fram að lækka þyrfti hámarks- hraða á Vesturlandsvegi, milli Þingvallavegar og Borgarfjarðar- brautar, Norðurlandsvegi, milli Blönduóss og Sauðárkróksbrautar, og Vestjarðavegi, um Bröttu- brekku, niður í 80 kílómetra sé höfð hliðsjón af aðferðum Norð- manna. Um Bröttubrekku þyrfti hraðinn jafnvel að fara niður í 70 kílómetra á klukkustund. - gag Vegamálastjóri býst við endurskoðun á umferðarlögum: Lækka þyrfti hámarkshraða á þjóðvegum Á SUÐURLANDSVEGI Ekki stendur til að lækka hámarkshraða niður í 80 eins og gert yrði ef norskar reglur væru hafðar til viðmiðunar. BARNAEFNI Þýska sjónvarpsstöðin Super RTL hefur ákveðið að sýna sjónvarpsþáttinn um íbúa Lata- bæjar. Sjónvarpsstöðin er sú fjórða sem undirritar samning við fyrirtækið LazyTown Entertain- ment. Ágúst Freyr Ingason, aðstoðar- forstjóri Latabæjar, segir Super RTL vera með mesta áhorf barna í Þýskalandi. Auk þess að sýna þáttinn verði sjónvarpsstöðin þeim innan handar við vöruþróun. Stefnt sé á sýningu þáttanna næsta haust þar sem þýða verði barnaefnið yfir á þýsku. Sýningar á Latabæ hófust á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon 16. ágúst. Samningar hafa einnig náðst við Ríkissjón- varpið og kanadísku sjónvarps- stöðina YTV. Þar ytra fer þáttur- inn í loftið 6. desember: „Þeir vildu drífa í sýningu þáttanna enda geta þeir það þar sem þeir nota ensku útgáfu þeirra.“ Ágúst segir að unnið sé að framleiðslu 32 þátta af 34 sem verði í fyrstu seríu. Ekki hafi ver- ið teknar ákvarðanir um frekari framleiðslu þáttanna á þessu stigi en þeir hafi hlotið meira áhorf en vænst hafði verið. - gag Íslenskt barnaefni á þremur erlendum sjónvarpsstöðvum: Þýsk sjónvarpsstöð sýnir Latabæ GLANNI GLÆPUR HEITIR Á ENSKU ROBBIE ROTTEN Stefán Karl Stefánsson leikur Glanna glæp í Latabæ. Undirritaður hefur verið samningur um sýningar á þættinum í fjórum löndum. JÚLÍA TÍMÓSJENKO ÁVARPAR FJÖLDANN Tímósjenko, einn helsti stuðningsmaður Júsjenko, sagði að ef Kútsjma verði ekki við kröf- um stjórnarandstöðunnar verði hann sóttur til saka fyrir glæpi gegn eigin þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.