Fréttablaðið - 29.11.2004, Side 14

Fréttablaðið - 29.11.2004, Side 14
Arfleifð Arafats skap- ar svigrúm til athafna Forystumenn East-West Institute telja að Bandaríkin þurfi og muni treysta á bandamenn sína í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þá segja þeir að arfleifð Arafats komi í veg fyrir að valdabarátta leiði til átaka í Palestínu og það muni skapa eftirmanni hans svigrúm til athafna. ALÞJÓÐAMÁL Í byrjun vikunnar funduðu forystumenn bandarísk- evrópsku stofnunarinnar East- West Institute í Höfða í Reykja- vík. EWI er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar í dag. Tugir ríkis- stjórna leita til hennar eftir ráð- gjöf. Þriðjudaginn 23. nóvember var haldinn opinn umræðufundur í Háskóla Íslands þar sem John E. Mroz, stofnandi og forseti stofn- unarinnar, og Mathias Mossberg sendiherra ræddu um framtíðar- horfur í alþjóðamálum í ljósi kosninga í Rússlandi, Bandaríkj- unum og Evrópusambandinu og friðarlíkur fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fyrirbyggjandi aðgerðir Mroz segir að endurkjör Pútíns og Bush í nýafstöðnum forsetakosn- ingum í Rússlandi og Bandaríkj- unum staðfesti að um þessar mundir sé íhaldssemi ríkjandi þar og það megi rekja til ótta vegna hryðjuverka. „Þegar fólk er ótta- slegið er það íhaldssamara en ella og tilbúið að gefa eftir réttindi sem það annars myndi ekki gera í skiptum fyrir öryggistilfinningu.“ Staða Pútíns og Bush er sterk þessa stundina og Mroz segir það stórt spursmál hvort það muni hafa áhrif á stefnu þeirra og hvaða afleiðingar það muni hafa á önnur ríki. „Pútín hefur tileinkað sér bandarísku kenninguna um fyrirbyggjandi aðgerðir, það er að hann geti beitt öllum tiltækum ráðum telji hann öryggi Rúss- lands ógnað. Það á eftir að koma í ljós hvernig Pútín mun nýta sér það, en allar líkur eru á að fleiri ríki en hollt er eigi eftir að til- einka sér kenninguna um fyrir- byggjandi aðgerðir.“ Batnandi sambúð við Evrópu Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Evrópusambandið bæði stækkað og skipt um framkvæmdastjórn. Mroz segir að samtímis hafi sam- skipti Evrópu og Bandaríkjanna batnað verulega og innan ESB heyrist jafnvel þær raddir að samskipti ESB við Bandaríkin séu betri en við sum Evrópulönd utan sambandsins. Þetta hafi ekki ver- ið reyndin fyrir ári síðan, segir Mroz enda hafi stefna Bush gagn- vart Evrópu verið slæm fyrstu tvö ár hans í embætti. Mroz telur að sprengjutilræðin í Madríd skýri að miklu leyti hvers vegna samskiptin hafi batn- að. Eftir þau hafi Evrópuríkin þurft að endurmeta stöðuna og við rannsókn á tilræðunum hafi at- hygli Bandaríkjanna á Norður- Afríku verið vakin. „Bandaríkin höfðu lítinn áhuga á því svæði þar til það kom í ljós við rannsóknina að Marokkó er orðin gróðrastía fyrir hryðjuverkamenn. Í kjölfar- ið hefur samstarf ESB og Banda- ríkjanna í baráttu gegn hryðju- verkastarfssemi orðið mun um- fangsmeira en áður.“ Útbreiðsla kjarnavopna verður pólstjarnan í bandarískri utanríkis- stefnu næstu misseri að mati Mroz. Bandaríkin hafi hins vegar engan áhuga á að fara í annað stríð og því skipti máli að afla sér gagnlegra bandamanna. Hann nefnir að ESB hafi beitt sér röggsamlega gagn- vart Íran. „Indland kemur líka til með að skipta miklu máli þar sem þeirra framlag til öryggismála í Súdan og Afganistan er mikið, en það er líka mikilvægt að fá stjórn- völd í Rússlandi, Japan og Kína til að þrýsta á Norður-Kóreu.“ 14 Aðventan gekk í garð í gær en þá var fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst fjórum sunnudögum fyrir jól og sveiflast því til eftir almanakinu. Þegar svo ber undir getur fjórði sunnudagur í aðventu lent á aðfangadegi jóla. Að- ventan er líka kölluð jólafasta og helg- ast það af því að víða sýndi fólk mikið aðhald í neyslu matar og drykkjar á að- ventunni og borðaði til dæmis ekki kjöt. Aðventan, líkt og svo margt annað í trúar- og kirkjulífi, á sér sinn eigin ein- kennislit. Litur aðventunnar er fjólublár en það er litur iðrunar. Fjólublár er samsettur úr bláu, táknlit himinsins, trú- mennsku og sannleika, rauðu, lit kær- leikans, og svörtu, sem er litur sorgar. En um leið og trú, sannleikur, kærleikur og sorg blandast saman í aðventunni er hún líka tímabil vonar. Aðventuljósin vitna um komu ljóssins, komu Drottins. Hin fjögur ljós aðventukransins hafa öll sína merkingu. Fyrst kveikjum við á spádómskertinu og minnumst spámannanna sem boðuðu fæðingu frelsarans. Annað kertið er kennt við borgina Betlehem, fæðingarbæ Jesú. Hirðakertið er hið þriðja og minnir á þá sem fyrstir fengu að heyra boðskapinn um fæðingu Jesú. Loks er svo fjórða kertið, englakertið, sem minnir á söng englanna um dýrð Guðs og frið á jörðu. Hættir manna á aðventunni eru mis- jafnir. Sumir reyna að taka lífinu með ró síðustu vikur fram að jólum, huga að sálarlífinu, sækja messur og tónleika og lesa Guðs orð. Aðrir eru í miklum önn- um, þeytast á milli verslana, baka tutt- ugu sortir og þrífa heimili sitt líkt og þar hafi aldrei verið þrifið áður. Tímabil vonar gengið í garð HVAÐ ER? AÐVENTA 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Verkir: Heilinn minnkar HEILBRIGÐI Ný rannsókn vísinda- manna við Northwestern-háskól- ann í Chicago sýnir að heili þeirra sem búa við langvarandi sárs- auka og kvalir skreppur saman. Þetta er talið minnka getu þeirra til rökhugsunar og mannlegra samskipta. Vísindamennirnir rannsökuðu heila 26 sjúklinga sem þjáðust af sífelldum bakverkjum og 26 full- frískra manna. Hjá þeim fyrr- nefndu skrapp svonefnd heila- stúka allverulega saman en í þeim hluta heilans er rökhugsun talin fara fram. Frekari rann- sóknir eiga eftir að fara fram en þessar niðurstöður leiða í ljós að hefja verður verkjameðferð sjúklinga fyrr svo að varanlegur heilaskaði hljótist ekki af. - shg ÍSFLUG Kínversku listdansararnir Dan Zhang og Hao Zhang sýna fimi sína á svellinu á bikarmóti rússneska skautasambandsins sem fram fór í Moskvu á föstudaginn. M YN D A P FRÁ UMRÆÐUFUNDI Ólafur Þ. Harðarson fundarstjóri, John E. Mroz, forseti East -West Institute, og Mathias Mosberg sendiherra. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN PALESTÍNU Mossberg telur líklegt að Abbas verði kosinn forseti í janúar og að arfleifð Arafats muni veita honum svigrúm í starfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.