Fréttablaðið - 06.12.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 06.12.2004, Síða 13
13MÁNUDAGUR 6. desember 2004 Böðullinn og dauðadæmdir uggandi vegna dauðadóma Böðullinn á Sri Lanka óttast um líf sitt eftir að bann við því að framfylgja dauðadómum var numið úr gildi. Hann óttast að glæpagengi reyni að ráða sig af dögum. 28 ár eru liðin frá síðustu aftöku og á þeim tíma hafa aftökutækin látið á sjá og reynslan af aftökum glatast niður. SRI LANKA, AP Fangar á dauðadeild- um fangelsa í Sri Lanka eru ugg- andi eftir að forseti landsins nam úr gildi forsetatilskipun sem lagði blátt bann við því að dauðadómum yrði framfylgt. Hinir dauða- dæmdu eru þó ekki þeir einu sem óttast um líf sitt, það gera líka böðull landsins og fangelsismála- stjórinn. „Ég er berskjaldaður fyrir árás,“ sagði hinn 25 ára böðull, Suramimala Wijetunge, sem ótt- ast að glæpagengi reyni að ráða hann af dögum nú þegar hann þarf að fara að taka menn af lífi. Þar til fyrir fáeinum vikum síðan var böðulsstarfið einfalt og þægi- legt fyrir Wijetunga sem tók við starfinu af föður sínum sem fór á eftirlaun án þess að hafa nokkurn tíma tekið mann af lífi. Nú þarf hann hvort tveggja að búa sig undir að taka mann af lífi í fyrsta sinn og gæta að sér af ótta við banatilræði. Yfirmaður Wijetunge óttast líka um líf sitt. „Ég hef vopnaða verði með mér hvert sem ég fer og breyti ferðavenjum til að forðast hugsanlegar árásir,“ sagði Rumy Marzook fangelsismála- stjóri sem telur sig í hættu hvort tveggja vegna þess að dauðarefs- ing sé tekin upp á ný og vegna þess hversu gagnrýninn hann hef- ur verið á spillingu í fangelsum. Stutt er síðan Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, nam úr gildi forsetatilskipun um bann við því að framfylgja dauða- dómum. Þrátt fyrir að dauðadóm- ar hafi verið kveðnir upp á Sri Lanka í 120 ár hefur engum þeirra verið framfylgt frá því í júní 1976. Forsetinn ákvað hins vegar eftir morðið á hæstaréttardómara sem var þekktur fyrir að taka af hörku á glæpamönnum að ógilda for- setatilskipunina sem kom í veg fyrir aftökur. Ákvörðun forsetans setur fangelsismálayfirvöld í nokkurn vanda fyrst um sinn. Á þeim 28 árum sem ekki hefur mátt taka menn af lífi hafa gálgarnir grotn- að niður, reipin sem menn voru hengdir í rotnað og böðlarnir sem hafa reynslu af starfinu eru allir látnir eða hafa látið af störf- um. Því þarf að endurnýja bún- aðinn og búa nýja böðulinn undir að inna af hendi starfið sem hann hefur haft með höndum í fjögur ár en aldrei þurft að fram- kvæma.■ ■ AFRÍKA Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum til Evrópu er miðvikudagurinn á jólakortum innanlands er þriðjudagurinn 8.12. 15.12. 21.12. www.postur.is Komdu tímanlega Finndu pósthúsið næst þér á ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólakortin DISKAR ÁRITAÐIR Kristján Jóhannsson söngvari áritaði diska í heimabæ sínum á föstudaginn og var vel tekið af gestum og gangandi. Kristján Jóhannsson: Stórsöngvari á heimavelli AKUREYRI Kristján Jóhannsson söngvari var staddur í sínum gamla heimabæ síðast liðinn föstudag og áritaði nýja diskinn sinn, Portami Via, í verslun Hag- kaups og á Glerártorgi. Fjöldi fólks notaði tækifærið og heilsaði upp á Kristján og engu var líkara en stórsöngvarinn væri staddur á ættarmóti því hann virt- ist þekkja annan hvern mann. -kk NÝ SÓMALÍUSTJÓRN Ali Mo- hammed Gedi forsætisráðherra kynnti um miðja síðustu viku 27 ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Sómalíu. Fyrir nýju ríkisstjórn- inni liggur að koma á friði og stöðugleika í landinu, en það hefur búið við stjórnleysi í um þrettán ár. JAFNA SIG EFTIR HAMFARIR Íbúar bæjarins Infanta sem er staðsettur austur af Manila, höfuðborg Filippseyja, bera varning til heimilis síns. Miklar aur- skriður og flóð gengu yfir Filippseyjar í síð- ustu viku. Að minnsta kosti 640 fórust auk þess sem 400 er enn saknað. Náttúrufræðistofnun: Nær ekki að sinna lög- bundnum verkefnum RÍKISSTOFNUN Ríkisendurskoðun hefur greint þrjár meginástæður rekstrar- og fjárhagsvanda Nátt- úrufræðistofnunar undanfarin þrjú ár. Þar kemur fram að helstu ástæður fjárhagsvanda stofnunar- innar séu að framlög ríkisins til hennar hafi ekki fylgt verðþróun, sértekjur hennar hafi lækkað veru- lega. Einnig hafi laun og húsaleiga hækkað. Því nægja árlegar fjár- veitingar ekki fyrir rekstri, auk þess sem stofnunin hefur safnað upp skuldum vegna rekstrarhalla. Því leggur Ríkisendurskoðun til að stjórnvöld lagi starfsemi Náttúru- fræðistofnunar að fjárhagsramma með verulegum niðurskurði eða auki fjárveitingar til hennar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir stofn- unina hafa mjög umfangsmikið verksvið og að kröfur um upplýsing- ar um náttúruna séu alltaf að aukast. Sem dæmi um lögbundin verkefni sem ekki hafi verið hægt að sinna með fullnægjandi hætti sé að kort- leggja náttúru Íslands. Einnig hafi ekki verið hægt að fylgjast með stofnum refa og minka á Íslandi. Hvað varðar lækkun sértekna segir Jón að stór hluti þeirra komi frá öðrum ríkisstofnunum og ráðu- neytum og því sé erfitt að hafa stjórn á slíkum tekjum . Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra segist ekki hafa séð skýrslu Ríkisendurskoðunar og vill því ekki tjá sig um hana. - ghs NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Í KRÖGGUM Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir ekki hafa verið hægt að sinna lögbundnum verkefnum stofnunarinnar. FANGELSISMÁLASTJÓRINN Á SKRIFSTOFU SINNI Rumy Marzook, fangelsismálastjóri Sri Lanka, segir mikilvægt að vel takist til þegar fyrsta aftakan í 28 ár á sér stað en er þó uggandi um að reynsluleysi kunni að valda vandræðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.