Fréttablaðið - 06.12.2004, Side 15

Fréttablaðið - 06.12.2004, Side 15
15MÁNUDAGUR 6. desember 2004 Góða skemmtun!2.3 1.999 Frá leikstjóra Training day kemur núna stórmyndin King Arthur sem fjallar um þjóðsagnapersónuna, Artúr Konung sem lét að sér kveða þegar Rómaveldið var að gliðna í sundur. Við lofum æsilegri hasarmynd þar sem barist verður til síðasta manns. Hér er á ferðinni blóðug riddaramynd og hefur fólk líkt þessari við myndir á borð við Brave- heart og Gladiator. BESTA VERÐIÐ Konunglegt tilboð! PATTY HEARST Eftir að henni hafði verið rænt tók hún upp nafnið Tania og hóf að ræna banka með föngurum sínum. Stokkhólmsheilkennið: Gengið í lið með óvininum MANNRÁN Gíslatökur og mannrán eru daglegt brauð í löndum þar sem ástand er ótryggt. Erfitt er að gera sér í hugarlund álagið sem fórnarlömb mannræningja eru undir en í sumum tilvikum snúast þau á sveif með föngurum sínum. Sinnaskipti af þessu tagi ganga undir nafninu Stokk- hólmsheilkennið. Árið 1973 var bankarán framið í Stokkhólmi þar sem nokkrir viðskiptavinir voru teknir í gíslingu. Þegar lögreglan reyndi að bjarga gíslunum streittust þeir á móti og þegar þeir höfðu verið frelsaðir neit- uðu þeir að bera vitni gegn ræn- ingjunum. Frægasta dæmið um mann- eskju hrjáða af þessu heil- kenni er Patty Hearst, dóttir bandaríska fjölmiðlakóngsins Randolphs Hearst. Árið 1974 var henni rænt af pólitískum öfga- mönnum og fyrr en varði tók hún að fremja með þeim vopnuð bankarán. Á þessu ári var ítalskri konu sem starfaði fyrir hjálparsamtök rænt í Írak og þegar hún var látin laus sagði hún ræningjana hafa verið í full- um rétti til að nema sig á brott. Geðlæknar hafa rannsakað Stokkhólmsheilkennið og komist að þeirri niðurstöðu að um varn- arviðbrögð sé að ræða. Til að sleppa við ofbeldi reyna fórnar- lömb mannræningja gjarnan að samsama sig með þeim eða höfða til þeirra. Allt vinarþel sem fangarinn sýnir er oftúlkað og björgunartil- raunir eru álitnar ógnun þar sem gíslinn óttast að slasast eða deyja fari þær úrskeiðis. Þessi ein- kenni kvikna vitanlega þegar fólk er undir miklu tilfinninga- legu álagi og segja sérfræðingar þeim svipa til þeirra sem fórnar- lömb heimilisofbeldis sýna þeg- ar þau afsaka iðju kvalara sinna. - shg HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KSENIA ÓLAFSSON, TALSMAÐUR RÉTTTRÚAÐRA Á ÍSLANDI. Lauklaga kúplar í Leynimýri „Það er allt mjög gott að frétta,“ segir Ksenia Ólafsson, talsmaður Trúfélags rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, en félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir kirkju sína í svonefndri Leynimýri í Öskju- hlíð. „Þetta er mjög spennandi, mér finnst þetta einn besti staðurinn í Reykjavík og hentar okkur mjög vel,“ bætir hún við glöð í bragði enda er útsýnið úr Leynimýrinni fagurt og öll aðkoma prýðileg. Þegar málið hefur verið afgreitt í stjórn- kerfinu eru næstu skref í málinu hönnun kirkjunnar. „Við viljum fá bæði rússneska og íslenska arkitekta til samstarfs við okk- ur. Svo getum við byrjað að byggja,“ segir Ksenia en sjálf er hún innanhússarkitekt og mun því tæpast ákveða ytra útlit bygg- ingarinnar þótt hún hafi á því skoðanir. „Við viljum hafa húsið í hefðbundnum rússneskum stíl, með þessum frægu lauklaga kúplum. Hugmyndin er sú að not- ast við þann byggingastíl sem tíðkast í Norður-Rússlandi en þar eru kirkjur byggð- ar úr timbri. Það er bæði hlýlegt og skemmtilegt að vera í slíkri kirkju og þær eru einfaldar í byggingu.“ Um það bil hundrað manns eru skráðir í trúfélagið og mun byggingin taka mið af því. „Við höfum hingað til verið í Friðriks- kapellu, hjá Valsheimilinu. Nýja kirkjan verður ekki mikið stærri en hún,“ segir Ksenia. Rússar eru vitaskuld áberandi í söfnuðinum en þar er einnig að finna Úkraínumenn, Búlgara svo og borna og barnfædda Íslendinga. Gert er ráð fyrir að tvö önnur trúfélög verði með bækistöðvar í Leynimýri en Ksenia kveðst ekki vita hvaða hópar þar séu á ferðinni þótt hana gruni að múslimar séu annar þeirra. „Pabbi minn er múslimi en mamma mín er í rétttrúnaðarkirkjunni þannig að mér þætti mjög gaman ef við yrðum þarna hlið við hlið.“ Trúfélagið er enn prestlaust en Ksenia býst við að fyrst skriður sé kominn á kirkjubygg- ingarmálin þá flytjist hingað fljótlega rúss- neskur prestur. „Við erum búin að leita í tvö ár en við erum með svo háar kröfur þannig að þetta hefur tekið tíma.“ Það verður hins vegar ekki prestlaust hjá rétt- trúuðum um jólin en þeir halda jólahátíð sína í janúarbyrjun. Ksenia segir helgihaldið verða með hefðbundnu sniði og er þegar farin að hlakka mikið til. ■ LEYNIMÝRI Í ÖSKJUHLÍÐ Þar fær Trúfélag rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi að líkindum lóð. KSENIA ÓLAFSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.