Fréttablaðið - 07.12.2004, Page 22

Fréttablaðið - 07.12.2004, Page 22
Klipping Farðu nú að panta jólaklipping- una! Fyrr en varir fyllast allar hárgreiðslu- stofur og þú endar með ljótan lubba.[ Óhefðbundið skraut Jólaskrautið þarf ekki að vera hefðbundið og það er ekkert sem segir að það megi bara hengja stjörnur, bjöllur, engla og jólasveina á jólatréð. Jólaskrautið má vera fjölbreytt og svolítið „kitsch“, það gerir þetta allt skemmtilegra. ■ ] Jólasiðir víða um heim Brasilía Í Brasilíu er jólasveinninn kallaður Papai Noel. Jólasið- ir Brasilíumanna minna um margt á siði í Bandaríkjun- um og Bretlandi og jólin eru haldin hátíðleg á jóladag. Hinir efnameiri borða íburðarmikla jólamáltíð, eins og kalkún, skinku, hrís- grjón, svínakjöt og ferska ávexti, og skola herlegheit- unum niður með bjór. Hinir fátækari borða kjúkling. ■ Þröstur Ingi með hina glæsilegu gullskeið sem hann skreytti með Kertasníki. Kertasníkir á skeið Þröstur Ingi vann í teiknimyndasamkeppni. Hann var glaður hann Þröstur Ingi Þórðarson, nemandi í Laugalækjar- skóla, þegar honum var tilkynnt að teikning hans af Kertasníki hefði orðið fyrir valinu sem skraut á jólasveina- skeiðina í ár en skeiðarnar eru safn- gripir sem margir sækjast eftir. Þær eru samstarfsverkefni Gull- og silfur- smiðjunnar Ernu ehf., Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og Félags ís- lenskra myndlistarkennara og þetta er í tíunda skipti sem hugmyndir 11 og 12 ára grunnskólabarna eru nýttar við gerð þeirra. Áður eru komnar skeiðar með Þvörusleiki, Pottaskefli, Askasleiki, Hurðaskelli, Skyrgámi, Bjúgnakræki, Gluggagægi, Gáttaþef og Ketkróki. Þröstur Ingi fékk fyrstu skeiðina sem gjöf afhenta við hátíð- lega athöfn í Ingólfsnausti síðasta sunnudag sem öllum fyrri sigurvegur- um var boðið til. Þessi húllar og syngur!!! Jólasveinarnir fást í Byggt og búið. Jólakortin hjá Ranimosk á Laugavegi eru gamaldags, ómótstæðileg og allt öðruvísi. ...línudansarann ... ... og hunda- eigandann. Þetta skraut fæst í Blómálf- inum. Jólatrésskraut fyrir veiðimanninn... Fyrir þá sem vilja fara alla leið er þessi jólasveinn sem kreppir sig saman og syngur alveg nauðsynlegur. Frú jólasveinn sómir sér vel á trénu. Jólasveina- skeiðar eru vinsælir safngripir. Þetta er sú 10. í röðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.