Fréttablaðið - 27.08.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 27.08.2004, Síða 4
4 27. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Sjálfstæðismenn mættu ekki til stjórnarfundar hjá Orkuveitunni: Fengu ekki umbeðin gögn LÍNA.NET Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayf- irlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og OgVodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar. Í tilkynningu frá þeim Guð- laugi Þór Þórðarsyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, segir að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, hafi lofað því að afhenda þeim umbeðin gögn um fjárhagsmálefni Línu.net fyrir fundinn en gengið á bak orða sinna. Útilokað væri fyrir þau að mæta til fundar, þar sem taka ætti ákvarðanir í milljarðaviðskiptum, án þess að hafa til þess nægilegar upplýsingar. Í bókun meirihlutans á stjórn- arfundi í Orkuveitunnar lýsir hann yfir undrun á fjarveru sjálfstæðismanna. Þar segir að skriflegum fyrirspurnum þeirra hafi verið svarað fyrir fundinn. Einu upplýsingarnar sem sjálf- stæðismenn hefðu beðið um en ekki fengið væru skýrslur end- urskoðenda til stjórnar Línu.net, en að mati endurskoðanda Línu.net væri óeðlilegt að af- henda öðrum þær en stjórnar- mönnum Línu.nets. ■ Hörð átök um ráðn- ingu sparisjóðsstjóra Hörð átök eru uppi milli stjórnarmanna Sparisjóðs Hólahrepps vegna ráðningar nýs sparisjóðs- stjóra. Stjórnin skiptist í tvær fylkingar, fulltrúa svokallaðs kaupfélagsarms annars vegar og stofnfjáreigenda hins vegar. Hinir síðarnefndu draga lögmæti ráðningarinnar í efa. SVEITARSTJÓRNIR Tveir stjórnar- menn Sparisjóðs Hólahrepps gagnrýna meirihluta stjórnarinn- ar harðlega vegna ráðningar nýs sparisjóðsstjóra. Þeir segjast draga í efa að löglega hafi verið staðið að ráðningu hans og áskilja sér „rétt til að láta reyna á hvort svo sé“. Stjórnin greiddi atkvæði um ráðninguna í fyrradag. Var hún samþykkt með atkvæðum tveggja fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga og einum fulltrúa Sambands ís- lenskra sparisjóða. Tveir fulltrú- ar stofnfjáreigenda sátu hjá. Þrettán manns sóttu um starfið. „Þetta er angi af stærra bar- áttumáli sem snýst um hvernig stórfyrirtæki valtar yfir einstak- linga í sínu héraði,“ sagði Valgeir Bjarnason, annar þeirra sem greiddu atkvæði gegn ráðning- unni. „Hér getur nánast ekkert þrifist nema kaupfélagið sé ein- hvers staðar með klærnar í því.“ Valgeir sagði að andstaða tví- menninganna stafaði af því að þeir teldu nýráðinn kaupfélags- stjóra „hallan undir kaupfélagið“. Þeir vildu frjálsan sparisjóð sem ekki væri háður neinu fyrirtæki. En með ráðningunni væri Spari- sjóður Hólahrepps að verða háður kaupfélaginu, sem réði flestu í Skagafirði fyrir. „Það sem veldur því að við höf- um þennan illa grun, er að í vor var fyrrverandi sparisjóðsstjóra bolað burt af kaupfélaginu. Þá kom strax upp nafn þessa nýráðna manns, að það væri ósk frá stjórn kaupfélagsins, að hann yrði ráð- inn,“ sagði Valgeir. „Við teljum að það hafi verið búið að semja um þessa ráðningu á bak við okkur. Við vildum fá starfsmann spari- sjóðsins í þetta starf en kaupfélag- ið vildi mann frá Byggðastofnun og fékk hann. Við erum jafnframt ósáttir við framgöngu Sparisjóða- sambandsins í þessu máli.“ Valgeir sagði að þeir tveir sem greitt hefðu atkvæði gegn ráðning- unni væru fulltrúar gömlu stofn- fjáreigendanna. Á bak við þá stæðu um 50 stofnfjáreigendur, en um 25 fylgdu kaupfélaginu að málum. Sigurjón Rúnar Rafnsson, einn stjórnarmanna Sparisjóðs Hóla- hrepps og jafnframt skrifstofu- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, vildi ekki tjá sig um ráðninguna en vísaði formann stjórnar, Magn- ús D. Brandsson. jss@frettabladid.is Ætlarðu að endurfjármagna íbúðalán þín með nýju láni frá bönkunum? Spurning dagsins í dag: Er rétt hjá Ólafi Stefánssyni að taka sér frí frá keppni með handboltalands- liðinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 70% 30% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is RÁÐUNEYTISSTJÓRI Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð í embætti ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins. Nýr ráðuneytisstjóri félagsmála: Hlakka til að takast á við verkefnið STÖÐUVEITING „Ég hlakka til að takast á við verkefnið í samvinnu það ágæta starfsfólk sem er þarna fyrir,“ sagði Ragnhildur Arnljóts- dóttir lögfræðingur, sem hefur verið skipuð í embætti ráðuneyt- isstjóra félagsmálaráðuneytisins til fimm ára. Hún sagði að nýja starfið legðist vel í sig, en við því tekur hún 15. september. Ragnhildur er fædd 20. júní 1961. Hún útskrifaðist með kandídatspróf frá lagadeild Há- skóla Íslands árið 1991. Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem full- trúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Aðrir umsækjendur voru Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Gylfi Kristinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, Helga Jónsdóttir borgarrit- ari, Hermann Sæmundsson, sett- ur ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytisins, Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgar Reykja- víkur, og Sigurður Snævarr borg- arhagfræðingur. ■ Tónskóli Hörpunnar INNRITUN í dag föstudag kl. 15:00-19:00 og á morgun laugardag kl. 13:00-16:00 Tónskóli Hörpunnar Bæjarflöt 17, Grafarvogi sími 567-0399 og 822-0398 www.harpan.is tonharp@harpan.is KAUPFÉLAGSSTRÍÐ Meirihluti stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hólahrepps á í stríði við Kaupfélag Skagfirðinga vegna yfirráða yfir spari- sjóðnum, að sögn stjórnarmanns. Á innfelldu myndinni er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Flugleiðir: Þorskalýsi olli seinkun SEINKUN Flugleiðavél, sem var á leið frá London á miðvikudag, seinkaði um marga klukkutíma vegna óþekkts efnis sem lekið hafði í vörurými vélarinnar. Einn hlaðmanna vélarinnar snerti efnið og sagðist hafa brennst á höndunum. Mikið viðbúnaðar- kerfi fór af stað, slökkvilið á Heat- hrow var kallað til ásamt eiturefna- sérfræðingum. Um kvöldmatar- leytið kom hins vegar í ljós að efn- ið reyndist vera þorskalýsi og mað- urinn sem varð þess var brenndist ekki sökum þess. Vélin kom til Ís- lands um miðnætti sama dag. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta er argasta bull,“ sagði Magnús D. Brandsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps og full- trúi Sambands íslenskra spari- sjóða í henni, um gagnrýni tveggja stjórnarmanna varð- andi ráðningu nýs sparisjóðs- stjóra. Magnús sagði, að í fyrradag hefðu verið kallaðir til viðtals þrír af þeim þrettán sem sótt hefðu um stöðuna og þótt lík- legir til að fá hana. Síðan hefði Vilhjálmur Baldursson verið ráðinn, enda hefði hann verið „langhæfasti umsækjandinn“ í hópnum. Í yfirlýsingu sem hinir óá- nægðu stjórnarmenn sendu frá sér í gær, sögðust þeir harma vinnubrögð meirihluta spari- sjóðsstjórnarinnar og biðja aðra umsækjendur „afsökunar að vera plataðir til að sækja um starfið“. „Það er gríðarlegur ábyrgð- arhluti stjórnarmanna að senda svona frá sér,“ sagði Magnús og bætti við: „Þetta er svo fyrir neðan allar hellur að menn eru ekki með réttu ráði.“ Í yfirlýsingunni sagði enn fremur, að tvímenningarnir ótt- uðust að með ráðningunni um- deildu væri sparisjóðurinn „í raun orðinn deild í Kaupfélagi Skagfirðinga“. „Þetta er alrangt. Sparisjóð- urinn er sjálfstæður en þessir menn eru ekki að hugsa um hagsmuni hans þegar þeir láta svona,“ sagði Magnús. „þeir eru að skaða hann verulega með svona vitleysisyfirlýsingum.“ ■ Stjórnarformaður Sparisjóðs Hólahrepps: Þetta er argasta bull HÚS ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn segja stjórnarformanninn hafa gengið á bak orða sinna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 04-05 26.8.2004 21:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.