Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2004, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 27.08.2004, Qupperneq 11
11FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004 FLÓTTAMENN Auralausir hælisleit- endur sem lengi eru í umsjá Reykjanesbæjar meðan mál þeirra eru til skoðunar hjá Útlendinga- stofnun fá eftirleiðis greidda vasa- peninga meðan á dvöl þeirra stendur. Slíkar greiðslur voru aflagðar um áramót þegar bærinn tók við umsjá hælisleitenda frá Rauða krossi Íslands. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir grunnregluna þó vera að ekki séu greiddir vasa- peningar. „Við tryggjum fólki góða gistiaðstöðu, góða þjónustu og gott fæði. Ef hins vegar hælisleitendur eru auralausir og dvelja hér til lengri tíma, þá viljum við geta veitt þeim fjárhagslega aðstoð fyrir nauðsynjum,“ sagði hann. Árni sagði reynsluna af umsjá hælisleitenda í meginatriðum hafa verið farsæla og auðvelt að lagfæra smáhnökra sem upp kynnu að hafa komið. Hann tiltók að sérstakir starfsmenn bæjarins færu með umsjá hælisleitendanna og nytu við það bakstuðnings félagsþjónustu bæjarins. „Þjón- ustan er mjög fagleg og fleiri til taks en verið hefur áður. Ég er því mjög sáttur við þjónustuna sem við erum að veita og veit að okkar fólk stendur sig með stakri prýði,“ sagði Árni Sigfússon bæj- arstjóri. ■ Sláturfélag Suðurlands: Reka mötu- neyti í Hafnarfirði SKÓLAMÁL Skrifað verður undir samning milli Hafnarfjarðar- bæjar og Sláturfélags Suður- lands í dag um að SS taki að sér rekstur skólamötuneyta í fjór- um grunnskólum í bænum. Er þetta í fyrsta sinn sem SS tekur slíkt að sér. Haldið var útboð vegna þessa af hálfu bæjaryfir- valda en rekstur slíkra mötu- neyta er hluti af framtíðarsýn SS. Skólarnir sem þátt taka í þessu verkefni eru Öldutúns- skóli, Víðistaðaskóli, Hvaleyr- arskóli og Setbergsskóli. ■ ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að fólk sem sótt hefur hér um pólitískt hæli og er aura- laust í umsjá bæjarins um lengri tíma fái eftirleiðis greidda vasapeninga. Samkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinni Reykjanesbær hælisleitendum. Félagsþjónustan snýr við blaðinu: Sumir hælisleitendur fá vasapeninga UNDIR KRAUMAR Einn helsti akkilesarhæll stríðsaðila í Írak er skortur á samvinnu hermanna og lög- gæslumanna. Írak: NATO sendir hermenn HERFLUTNINGAR Fyrstu hermenn- irnir sem sendir eru til Írak á vegum NATO eru komnir til landsins en þeir munu þó ekki taka þátt í þeim átökum sem víða eiga sér stað í landinu. Fyrst og fremst er þeim ætl- að að þjálfa háttsetta íraska lög- reglu- og hermenn sem hafa það hlutverk að vera tengiliðir milli íraskra löggæslumanna og þeir- ra hermanna erlendra ríkja sem þar berjast. Um 60 hermenn eru í þessum hóp en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi þegar fram líða stundir. ■ Engisprettur í Afríku: Varað við faraldri LANDBÚNAÐUR Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna segir stuðning erlendra ríkja nauðsynlegan ef engi- sprettufaraldurinn í Máritaníu og nálægum löndum Afríku á ekki að verða að plágu í framtíð- inni. Mesti engisprettufaraldur sem sést hefur á svæðinu í fimmtán ár ógnar landbúnaði og viðkomandi ríki hafa ekki nægi- leg fjárráð til að berjast við skað- valdinn. Til þess þarf flugvélar og annan búnað til að eitra fyrir engisprettunum áður en þær éta alla þá uppskeru sem fólk í þess- um löndum lifir á. ■ 10-11 26.8.2004 20:44 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.