Fréttablaðið - 27.08.2004, Síða 33

Fréttablaðið - 27.08.2004, Síða 33
Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri örfárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Takk fyrir Framsóknarkonur Það er langt síðan ég hef hlustað á póli- tíska ræðu sem hefur valdið mér gæsahúð. Það er langt síðan pólitísk ræða hefur orðið til þess að mig lang- aði að hlaupa út á götu og hrópa húrra! Það gerðist á miðvikudaginn. Úrdrátt- ur úr ræðu Sigrúnar Magnúsdóttur sem sendur var í loftið í Speglinum í fyrrakvöld var frábær – stórkostlegur og varð til þess að mig langaði að fá að vera með. Mig langaði að hlaupa út á götu og hrópa húrra fyrir ykkur fram- sóknarkonur – takk þúsund sinnum! Vitið þið hversu frábært framlag þið hafið fært til jafnréttisbaráttunnar síðustu daga og vikur? Ef ekki, er rétt að þið vitið það – þið hafið fært okkur fram um mörg skref, gott ef ekki marga áratugi fram á við. Þið hafið kippt okkur út úr lágværu kjökri ör- fárra einstaklinga yfir í háværan kröfuharðan hóp sem gefur ekkert eftir. Hóp sem ekki leynir sér að er til alls vís! Allar konur sem láta sig jafn- réttismál varða af alvöru hljóta að fagna óumræðilega þessa dagana. Gleðilegast af öllu er sú staðreynd að þessi þétta gagnrýni og samheldni kvenna innan Framsóknarflokksins hefur náð út fyrir raðir hans, meira að segja einhverjar sjálfstæðiskonur virðast fagna. Þannig mátti lesa í grein í Morgunblaðinu að Helga Guðrún Jónasdóttir gagnrýndi orð Dagnýjar Jónsdóttur um „hæfni“ einstaklinga og er vonandi að sú fáránlega lokun á jafnréttisumræðunni sé nú kveðin í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Konur þurfa ekki að finna verkfærin fyrir karlmennina til að þagga niður í jafn- réttisumræðunni, þeir eru alveg nægi- lega duglegir við það án okkar hjálpar. Það er ótrúleg móðgun og lítilsvirðing sem felst í því að konur skuli nú um langa hríð hafa hafið þennan söng um að sá „hæfasti“ skuli ráðinn í hvert skipti sem umræðan snýst um ráðn- ingu kvenna en að þær þegi þunnu hljóði í öll þau þúsund skipti þar sem karlmenn fá ráðningu út á það eitt að vera af réttu kyni. Hvers vegna haldið þið að Davíð Oddsson hafi tilnefnt Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur í emb- ætti menntamálaráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur í embætti um- hverfisráðherra í kjölfar síðustu kosn- inga? Hvers vegna haldið þið að Össur Skarphéðinsson hafi náð því að verða fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjör- dæmis norður í síðustu kosningum? Hvers vegna skyldu fleiri konur en karlar hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum? Eru ekki skila- boðin skýr? Við getum breytt ásýnd samfélagsins eins og við viljum! Við getum haft stórkostleg áhrif með því að beita því valdi sem við höfum. Hugsið ykkur bara ef okkur tækist að upplifa þann stórkostlega dag að geta haft fullkomlega sjálfstæða skoðun – óháð kynferði? Hugsið ykkur ef við gætum einn dag leyft okkur að deila og vera ósammála á fullkomlega mál- efnalegan hátt án þess að kynjabreyt- an komi þar nokkuð við sögu? Við getum unnið að því að þessi dagur komi – galdurinn er sá að standa saman í baráttunni og styðja hvor aðra í þessari baráttu sem sameinar okkur allar. ■ 25FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2004 Þjóðfélagið ekki hópar Það sem greinarhöfundur vildi benda á ... er að þjóðfélagið samanstendur ekki af hópum manna. Þjóðfélaginu á heldur ekki að vera stýrt af þeim hópum sem hæst hafa. Því síður eiga ytri einkenni manna að hafa nokkuð með skipanir í nefndir, ráð eða ríkisstjórn að gera. Haldi Framsóknarkonur máli sínu til streitu vill greinarhöfundur hvetja aðra þrýstihópa til að grípa til sömu aðgerða innan Fram- sóknarflokksins. Svartir, sköllóttir, fatlaðir og einhleypir ættu þá einnig að gera kröfu til þess að fá sæti í ríkisstjórn. Þá fyrst væri jafnrétti fyrir alla – ekki aðeins konur – innan Framsóknarflokksins og öll ytri ein- kenni fengju að njóta sín. Heppinn? Heiðrún Lind Marteinsdóttir á tikin.is Í bleikum skóm Ég sá Siv Friðleifsdóttur um daginn. Hún var í bleikum skóm eins og menntaskóla- skvísa og sveiflaði hárinu til með þokka- fullum hreyfingum; átti pleisið! Það verður nefnilega ekki af henni Siv tekið, hvað sem öðru líður, að hún er hörkugella og töffari, litrík persóna, áberandi og dugleg. Í starfi umhverfisráðherra hefur ef til vill hennar stærsta mál verið Kárahnjúkamál- ið, en vegna þess var Siv tíður gestur á öld- um ljósvakans. Sem þingmaður og ráð- herra er Siv vísast umdeild, utan flokks sem og innan, en fólk veit allavega hver hún er – sem er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hennar innan rík- isstjórnarinnar sem varla sjást hvort held- ur sem er á þingi eða í fjölmiðlum. Hrönn Guðmundsdóttir á politik.is Þingflokksins er valdið Hvernig er hægt að leyfa sér í skjóli jafn- réttis að viðhafa aðra eins framkomu og sýnd hefur verið undanfarna daga af „ein- stökum konumî“ innan LFK og fámenns hóp kjósenda framsóknarflokksins. Kjós- endur flokksins greiddu atkvæðið sitt á síðasta ári til flokksins, þeirri stefnu sem hann boðaði og til ábyrgðarstarfa. Þing- flokknum er þar með veitt vald til að taka afstöðu og ákvarðanir í einstökum málum og stefnu. Það er krafa okkar flokksmanna og kjósenda flokksins, að þingmenn virði þær niðurstöður sem meirihluti þing- flokksins tekur ákvörðun um. Þingflokks- fundir er sá vettvangur sem þingmenn hafa til að tjá skoðun sína á þeim málefn- um og ákvörðunum sem fyrir liggja en ekki fjölmiðlar. Herdís Þórðardóttir á hrifla.is Ekki svara vert Las pistil Guðjóns Ólafs á hriflu.is er birtist 23. ágúst, 2004. Veit að Guðjón Ólafur er skýr, bráðvel gefinn og reyndur í félagsmál- um. Yfirleitt er hann rökfastur og skrifar góðan texta. Þessi pistill ber ekkert þessara höfundarmerkja með sér. Einu viðbrögðin voru, jæja, best að láta sem þetta hafi ekki birst. Heyrði að Guðjón Ólafur telur að fyrst engin andsvör eða viðbrögð hafa borist þá sé hann að fara með rétt mál. Hið sanna er að ómálefnalegir, illa rökstuddir pistlar eru ekki svara verðir. Eirný Vals á hrifla.is Afslöppuð og einlæg Afslöppuð og einlæg: Þannig eru sam- skipti okkar Íslendinga við frægasta fólk í heimi. Og þarf engan að undra þar sem við erum fyrirmynd annarra þjóða í nánast öllum málaflokkum og hingað getur fólk komið til að læra og skilja. Hér fást meira að segja bestu pylsur í heimi og Bæjarins bestu bragðast enn betur þegar maður veit að þeirri staðreynd hefur verið komið á hreint við útlendinga. Það er svo gott að vera Íslendingur enda erum við langlang- langlangbest í heimi. KJ á murinn.is SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR ÁHUGAMAÐUR UM ÞJÓÐFÉLAGMÁL UMRÆÐAN KONUR OG STJÓRNMÁL ,, AF NETINU 24-33 (24-25) Leiðari 26.8.2004 16:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.