Tíminn - 13.09.1973, Qupperneq 2

Tíminn - 13.09.1973, Qupperneq 2
2 / '4 I I / I I TÍMINN Fimmtudagur 13. september 1973 góða og þjóðlega sið að matbúa og borða mikið af slátri. I slátri eru mörg efni, sem litið er af í öðrum mat. Á það má benda, að með fram- leiðslu sauðfjárafurða kemur ull- in og gærurnar, eða skinnin, ásamt kjötinu. Menn slá þvi tvær flugur i einu höggi með þvi að neyta kinda- kjötsins fremur en kjöts af öðrum búfénaði. Að lokum þetta: Stétt með stétt, það styrkir okkur i lifsbaráttunni. Islendingar eiga að lifa saman i sátt og samlyndi, i einingu and- ans og bandi friðarins. 8. sept. 1973 Jón Konráðsson.Selfossi Um sldturtöku og fleira Til þess að framleiða góða vöru þarf gott hráefni. betta segja iðnaðarmenn. Þetta segja bænd- ur. Til þess að.framleiða gott fólk, bæði andlega og likamlega, þarf gott hráefni, það er góðan mat. Ein af þeim fæðutegundum, sem er þrungin af hinum beztu lifefnum, er afurðir sauðfjárins á haustin. Þar á ég sérstaklega við dilk- ana á meðan þeir enn ganga undir mæðrum sinum. Þá er fæða lambsins sauðamjólkin þykk og kostmikil, ásamt fjölbreyttum gróðri hinnar villtu náttúru. En ærnar geldast fljótt, þegar grösin sölna eða beitin minnkar, jafnvel þó að þær séu settar á tún með lömbin undir sér. Þá um leið hlýtur hráefnið, þ.e. kjöt og slátur lambanna, að breytast smátt og smátt, þó að það sé alltaf góð fæða. Það er þvi sjálfsagt fyrir alla að taka kjöt og slátur i sinar frystikistur sem fyrst á haustin. Islendingar eiga að halda þeim Þegar jörðin fór af stað. Föstudagurinn 29. septem- ber árið 1950 varð ibúum þorpsins Surte i Sviþjóð ör- lagarikur. Skyndilega fór jörðin að skriða af stað, og hús fóru um koll i aur og leðju. Þennan morgun urðu rúmlega 300 manns heimilis- lausir, ein kona lezt og margir slösuðust i þessum óvenjulegu náttúruhamför- um. Frá þeim segir i grein i nýjustu Viku. Síldveiði- sjómenn á Norður- sjónum fó frí Þetta verðurðu að syngja yfir mér, þegar ég dey. ,,Þá segir húsfreyjan þarna við mig: Það er ekkert með það, aö þetta er mitt uppá- haldslag, og þetta verður þú að syngja yfir mér, þegar ég dey. Ég hélt nú, að ekkert væri sjálfsagðara. En svo einkennilega vildi til, að hún varö bráðkvödd innan viku frá þvi þetta gerðist.” Þetta er brot úr viðtali við Sigurð Ólafsson, söngvarann og hestamanninn landskunna, sem Vikan heimsótti á dögunum. Kjörn Jónsson félagsmálaráðherra ávarpar fundinn. Einnig sjást ámyndinni þeir Björn Tryggvason form. K.K.Í. og Arni Björnsson gjaldkeri R.K.t. Sjúklingahótel Rauða krossins tekur til starfa AÐAl.FUNDUK Kauða kross ís- iands var haldinn i Hafnarfirði 8. og 9. september. Fundurinn liófst með þvi, að fulltrúar komu sainan á Kauða kross hótelinu i Skipholti 21 tii kynningar og til að skoða hina nýju eign féiagsins. Starfsemi Kauða krosssjúklinga- hótelsins er um þaö bil að hefjast, og þó að um rekstur þess hafi ekki verið scttar reglur, liefur þaö þegar byrjað að veita takmarkaða þjónustu. Á fundinum voru rúmlega 60 fulltrúar frá hinum ýmsu deildum á landinu. Er þetta fjölmennasti aöalfundur félagsins frá upphafi. Aðalfundarstörf hófustkl. 10 þann 8. sept. að Skiphóli í Hafnarfirði. Jónas Bjarnason læknir vara- formaður Rauða kross deildar Hafnarfjarðar bauð fulltrúa vel- komna til Hafnarfjarðar. Björn Jónsson félagsmálaráð- herra flutti fundinum ávarp og færði félaginu sérstakar þakkir rikisstjórnarinnar fyrir góða frammistöðu og samvinnu í Vest- mannaeyjamálinu. Að þvi loknu flutti Björn Tryggvason formaður skýrslu stjórnar um starfið og framtið félagsins og minntist m.a. þess, að nú væri lokið 49. starfsári félagsins. Greindi hann frá hag félagsins og skýrði ársskýrslu, sem frammi lá á fundinum. Fjárhag- ur félagsins er góður og hefur á starfstimanum verið ráðizt i ýmsar nýjungar og aðrar eru i undirbúningi. Félagatalan hefur aukizt verulega. Vestmanna- eyjamálið hefur reynt mjög á félagið og gerir enn, og enn virð- ast framkvæmdir af þess hálfu hafa tekizt vel. Minntist formaður sérstaklega á gott samstarf við Vestmannaeyinga i þessu sam- bandi. Væri bæði úm að ræða sjálfboðalið og starfslið kaupstaðarins. Aðalmál fundarins var að taka afstöðu til tillögu félagsstjórnar um framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár. Var fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun fyrir 1974 sam- þykkt i aðalatriðum. Meðal helztu nýmæla i áætluninni er fjárveit- ing til byggingar sumardvalar- heimilis, fjárveiting til kaupa á sjúkrabilum úti á landi og bætt aðstaða fyrir höfuðstöðvar félagsins. Þá er og fjárveiting til kaupa á sjúkragögnum til útlána, kaupa á blóðsöfnunarbifreið, landshlutamiðstöðva félagsins, tilraunastarfs fyrir aldraða i Reykjavik eða á Akureyri. Þá var gerð áætlun um stuðning R.K. við heilsugæzlustöðvar i til- raunaskyni.en Ólafur Mixa læknir flutti erindi um málið á fundinum og samþykkt tillaga um að RKt heimili stjórn félagsins að verja allt að 1.5 millj. kr. til stuðnings stofnunar námsbrautar i hjúkrunarfræðum við Háskóla tslands. A fundinum var rætt sérstak- lega um framtið neyðarvarna— starfa R.K.t., sjálfboðastarf i heilsugæzlustöðvum og eflingu deilda félagsins. 1 stjórn voru kjörnir þessir: Björn Tryggvason formaður, Arinbjörn Kolbeinsson, Reykjvik, Árni Björnsson, Reykjavik, As- laug Sigurbjörnsdóttir, Grundar- firði, Gisli Ólafsson, Akureyri, Kjartan J. Jóhannsson, Kópa- vogi, Ólafur Mixa, Reykjavik, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Reykjavik, og Ragnheiður Jóns- dóttir, Egilsstöðum. Eftirtaldir menn hafa verið skipaðir i kjaradóm til næstu fjögurra ára frá 1. október 1973 að telja, sbr. lög nr. 46/1973, 15. gr. og ákvæði til bráðabirgða i þeim lögum: Guðmundur Skaftason, hrl., formaður, Benedikt Blöndal, hrl., varaformaður og Jón Sigurðsson, hagfræðingur, skipaðir af Hæstarétti sem aðal- dómendur, en til vara: Eggert Kristjánsson, hrl., Hrafn Haraldsson, viðskiptafræðingur, og Jón Finnsson, hrl. Sjómenn þurfa að fá sin fri ekki siður en þeir, er i iandi starfa. Þetta á ekki sizt við um þá sjó- menn, sem veiðar stunda langt frá sinu heimalandi og ianda afl- anum i erlendum höfnum, og þeirra á meðal eru sildveiðisjó- mennirnir á Norðursjónum. Er blaðið grennslaðist fyrir um það hjá L.l.Ú. hvernig þessu væri fyrir komið, kom það i ljós, að um tvo kosti er að ræða fyrir út- gerðarmann i sambandi við fri sildarsjómannanna á Norðursjó. Hinn fyrri er að sigla skipinu heim og hvila alla áhöfnina i einu, og eiga mennirnir þá rétt til 10 daga fris eftir hverja 3 mánuði á sjó án heimkomu. Hinn siðari og sá, sem útgerðarmenn kjósa frekar ef kostur er, að sögn þeirra hjá L.t.Ú. er að hafa menn til skiptanna, og eru þá greiddar 10 þúsund krónur i ferðastyrk til hvers manns. Þetta er i þeim samningum sem gilda milli út- gerðarmanna og sjómanna, en oft á tiðum er þetta rýmilegra og fer það eftir hverjum einstökum út- gerðarmanni, hvernig þessu er háttað. Nokkur sildveiðiskipanna eru þegar komin heim og farin aftur á miðin, og önnur eru á leiðinni. 1 fyrra voru isl. skip á veiðum i Norðursjóalveg fram i desember og má búast við, að eins verði þetta árið, en leyfi eru i gildi til loka þessa árs. Sildarsölur hafa verið með ágætum þetta sumarið og væntanl. fá sjómennirnir laun i samræmi við erfiði sitt og hinar miklu fjarverur frá heimilum sinum. Fjármálaráðherra hefur skipað Jóhannes Eliasson, 'bankastjóra, sem aðaldómanda og Sigurð Reyni Pétursson, hrl., sem vara- dómanda. BSRB hefur tilnefnt Inga Kristinsson, skólastjóra, sem aðaldómanda og Þórhall Halldórsson, framkvæmdastjóra, sem varadómanda. BHM hefur tilnefnt Þóri Einarsson, lektor, sem aðaldóm- anda og Guðmund Magnússon, prófessor, sem varadómanda. —hs— Skipan kjara- dóms til fjögurro óra Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Háaleitisbraut 68 (Austurveri) simi 81580. Gylfi Thorlacius, hdl. Verslunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði 3-400 fermetrar á stærð óskast á góðum stað i bænum. Tilboð og/eða upplýsingar sendist Timanum merkt 1531. Hver man Veronicu Lake? Af næsta starfi sinu varð hún fræg á ný, komst aftur i sviösljósið, þótt á sorglegan hátt væri. Blaðamaður hitti hana, þar sem hún vann sem frammistöðustúlka á sóða- legu hóteli i New York. Myndir af henni birtust i heimspressunni, og fólk spurði i undrun: Veronica Lake? Er það mögulegt? Saga Veronicu Lake rifjaðist upp, þegar hún lézt fyrir nokkru. Sjá grein i nýjustu Viku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.