Tíminn - 13.09.1973, Qupperneq 10

Tíminn - 13.09.1973, Qupperneq 10
10 TÍMÍNN • *«’l ~?*ÍíT'nf i',- }‘l ~tff p £Í>r* rv, t*‘.rA Fimmtudagur 13. september 1973 MUNUM EFTIR MINNSTA BANKANUM Mönnum hefur að undanförnu orðið tiðrætt um banka og banka- vald, sem margir telja að láti orð- ið fullmikið að sér kveða og hafa jafnvel bau orð um að upp sé komið riki i rikinu, sem kveðna þurfi i kútinn. En bankar eru margs konar og til eru bankar, þar sem geymt er og ávaxtað mikið verðmæti, þótt það sé ekki i reiðufé. Einn þessara banka er Blóðbankinn i Reykjavik, eini bankinn sinnar tegundar á land- inu. Blóð er þess eðlis, að það geym- ist ekki nema skamma hrið eða 21 dag og þess vegna verður sifellt að endurnýja blóðforðann, ef ekki á að verða blóðskortur i Iandinu. Þvi var það að árið 1967 eignað- ist Rauðu krossinn bil með sér- stökum kælibúnaði, svo að hægt væri að fara i blóðsöfnunarferðir út um land. Rauði krossinn á bil- inn og annast rekstur hans og leggur til bilstjóra, en annað starfslið er úr Blóðbankanum. Sfðan hefur verið farið i blóð- söfnunarferðir út um land og á meiri háttar vinnustaði hvert sumar. Viðtökur fólks hafa verið mjög góðar, en ekki veitir af, þvi að blóðþörfin eykst sifellt. Fyrir nokkru var blóðbillinn á ferð i Þorlákshöfn og þá fengu Timamenn að fylgjast með blóð- tökunni. Þeir Blóðbankamenn höfðu fengið hús hreppsnefndarinnar i Þorlákshöfn til afnota .og um leið og blóðbillinn renndi i hlaðið flykktust galvaskir Þorlákshafn- arbúar að til þess að láta tappa úr sér ofurlitlu af hjartablóðinu. Fyrst eru menn færðir inn á spjaldskrá, ef þeir hafa ekki gefið blóð áður. Siðan eru menn látnir leggjast upp á bekk og mældur blóðþrýstingur þeirra og blóð- magn. Reynist það hvort tveggja vera með felldu, eru teknir úr mönnum 400 millilitrar blóðs. Fyrir og eftir blóðtöku fá menn hressingu, ávaxtasafa og kaffi. Það er gert til þess að menn fái svipað magn af vökva og þeir hafa látið og lika til þess að menn sitji stutta stund á eftir og jafni sig, þvi að rjúki menn upp á samri stundu og blóðtökunni er lokið, getur iiðið yfir þá. Engum verður samt meint af þessum blóðmissi, þvi að magnið er litið og þess er vandlega gætt að taka ekki blóð úr öðrum en fullhraust- um mönnum. Hérlendis er einungis tekið blóð úr fólki, sem hefur að minnsta kosti 95% blóð, en það er mun hærra mark en tíðkast viða erlendis. Ekki er heldur tekið blóð úr einum og sama mannin- um oftar en á þriggja mánaða fresti og alltaf er mældur blóð- þrýstingur og blóðmagn fyrst til þess að tryggt sé að ekki sé tekið blóð úr mönnum nema þeir séu filhraustir. Þá er ekki heldur tek- ið blóð úr þeim sem eru undir átján ára aldri eða yfir sextugt, ellegar þeim, sem haldnir hafa verið alvarlegum sjúkdómum. Sjálf blóðtakan tekur ekki nema örskamma stund og er nánast sársaukalaus. Blóðið er látið renna i þar til gerða þlast- poka með efni sem varnar þvi að blóðið storkni. Þegar lokið er söfnun er blóðið flutt suður til Reykjavikur og flokkað i Blóð- bankanum þar og að þvi búnu er blóðgjöfum sent sérstakt blóð- skirteini, þar sem skráð er nafn þeirra og blóðflokkur. Þetta skir- ■ - Jón Snædal læknanemi rekur nálina í handlegginn á Hilmari Guðmundssyni bormanni. Kæligeymslan i blóðsöfnunarbilnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.