Tíminn - 13.09.1973, Síða 11
Fimmtudagur 13. september 1973
TÍMFNN
11
Kristin Pálsdóttir ritari færir blóðgjafa inn á spjaldskrá.
teini eiga menn að oera á sér, þvi
að það gæti borgið lifi þeirra ef
svo illa vildi til að þeir yrðu fyrir
slysi og þyrftu á blóðgjöf að halda
i skyndi, þvi að þá þyrfti ekki að
eyða dýrmætum tima i að blóð-
flokksgreina þá.
Raunar má segja, að allir sem
þess eiga nokkurn kost ættu að
gera sér það ómak að gefa blóð,
þvi að með þvi stuðla þeir ekki
einungis að þvi að hægt sé að
bjarga lifi annarra heldur getur
það orðið þeim sjálfum til lifs.
Blóðþörfin eykst sifellt og sem
stendur þurfa a.m.k. 25 manns að
gefa blóð á degi hverjum, svo að
ekki verði blóðþurrð i landinu og
suma daga þarf reyndar mun
meira blóð.
t Blóðbankanum i Reykjavik er
lika unninn blóðplasmi úr blóði,
en hans er t.d. þörf handa þeim
sem lenda i brunaslysum, þvi að
þá verður vökvatap likamans
mun meira en ella. Blóðplasmann
má hraðfrysta og geyma en þó
ekki lengur en i eitt ár, svo að
þann forða verður 'einnig að
endurnýja jafnharðan.
t Blóðbankanum er lika útbúið
storkunarefni handa blæðurum,
en smáskeina gæti orðið þeim að
aldurtila, ef slikt efni væri ekki
til, þvi að I blóði þeirra er ekki
storknunarefni frá náttúrunnar
hendi, og þetta storknunarefni er
einungis hægt að vinna úr algjör-
lega fersku blóði.
tír nýju blóði eru lika unnar
blóðflögur, sem verður að gefa
sama dag, en þær eru nauðsyn-
legar handa fólki, sem haldið er
blóðsjúkdómum. Oft þarf einn
slikur sjúklingur á að halda blóði
úr allt að tiu manns á dag marga
daga samfleytt.
Vakt er á Blóðbankanum allan
sólarhringinn, þvi að slysin gera
ekki boð á undan sér og skyndi-
lega getur þurft að skera mann
upp um miðja nótt.
Sem fyrr segir er Blóðbankinn
eini bankinn sinnar tegundar i
landinu og likist venjulegum
bönkum i þvi einu að húsnæðis-
skortur hamlar honum, þvi að
húsið við Barnónsstig er fyrir
löngu orðið of litið.
Blóðbankinn á lika allt sitt und-
ir þvi, að almenningur bregðist
vel við og menn fari og gefi blóð.
Það er litil fyrirhöfn, ef tekið er
tillit til þess að blóðgjöfin getur
orðið til þess að bjarga mannslifi,
og væri vel til fundið, ef menn
gerðu sér það að reglu að gefa
blóð á þriggja mánaða fresti.
A flestum vinnustöðum hefur
starfsfólk ýmiss konar samtök
með sér, skák- og spilafélög,
happdrættisfélög, svo ,að dæmi
séu nefnd. Hvernig væri að bæta
einu félagi við og stofna blóð-
gjafafélag?
— HHJ.
Anna Björg Halldórsdóttir læknanemi rýnir i mælinn, sem sýnir hversu
mikill blóðrauðinn eða járnmagnið er i blóðinu. Ekki er tekið blóð úr
öðrum en þeim sem hafa 95% blóðeða meira.
Guðfinnur Karlsson skipstjóri var i hópi þeirra, sem gerðu sér Ijóst, hversu inikilvægt starf Bióðbankans er.
— sagt frá blóðsöfnun
Blóðbankans
Arndis Einarsdóttir hjúkrunarkonu hefur lokið við aö tappa blóði úr Guöfinni skipstjóra Karlssyni.