Tíminn - 13.09.1973, Síða 13

Tíminn - 13.09.1973, Síða 13
Fimmtudagur 13. september 1973 ASTIN BYRJAÐI BYSSUSKOTI Ef ég stend þig að því aftur að stela frd mér eða einhverjum hinna bandarísku hermannanna, skýt ég þig, sagði Steve Menta aðvarandi vii ungu, víetnömsku stúlkuna. Nókvæmlega tveimur drum siðar hjónaband..... gengu þa Þann 13. júll i fyrrasumar lenti Stephen Menta, fyrrverandi her- ntaöur i Vietnam, á Kennedy- flugvelli viö New York. Hann var aö koma úr löngu og ströngu feröalagi til hins stríösherjaða Vietnam. Þangaö fór hann til aö finna Leenie, stúlkuna, sem hann haföi yfirgefiö nærri ári áöur. Þegar þau Lecnie komu út úr flugvélinni, tóku blaöamenn og sjónvarpsmenn á móti þeim, þvi allir vildu fá aö heyra meira um þessa óvenjulegu ástarsögu, sem oröiö haföi til vegna Vietnam- striðsins. En Steve Menta sagöi fátt annaö en nokkur þakkarorð til fréttamannanna fyrir aö hafa svona mikið fyrir þessu. Þessi saga er um bandariskan pilt, sem vildi ekki taka nei fyrir gott og gilt svar og um unga stúlku, sem haföi kjark til aö segja já. Fyrir Leenie og fjölskyldu hennar i Cam Lo var striðið orðið eðlilegur hlutur, sem ekkert var við að gera. Elzta amman i þorp- inu mundi ekki svo langt aftur, að hermenn hefðu ekki verið á hverju strái. Fyrst voru þeir kin- verskir, siðan franskir og siðast bandariskir. Allir voru orðnir vanir drunum frá fallbyssum og eldflaugum og eins og flestar ógiftar konur, svaf Leenie með gamlan M l-riffil við hlið sér i rúminu. — Annað slagið sá ég lik her- manna við vegina eftir orrustu, sagði Leenie. — En þeir komu aldrei inn i Cam Lo. Hefðu þeir gert það, hefði ég ekki treyst mér til að skjóta, ég hefði bara fleygt rifflinum og hlaupið. Bróðir hennar var i stjórnar- hernum og faðirinn var orðinn of gamall til aö erja jörðina. Leenie sá fyrir fjölskyldunni með verzl- un við bandarisku hermennina meðfram ánni. Hún seldi þeim vietnömsk armbönd og men fyrir bandariskar sigarettur og doll- ara. Þegar Stephen Menta kom til Charley 2 stöövarinnar sumarið 1970, var allt svæðið sundur- sprengt og stöðin var niðurgrafin og bunki af sandpokum ofan á. Á næstum hverri nóttu var ráðizt á hana og sagt var að þessi stöð yrði oftast fyrir árásum af öllum stöðvum bandariska hersins. Til þess að lifið i stöð Charley 2 væri ekki eins leiðinlegt, notuðu Steve og félagar hans hvert tæki færi til að fara niður að ánni. Þar syntu þeir i tæru vatninu eða sól- uðu sig i sandinum og reyndu að gleyma ölu striði. Konurmeökörf- ur seldu þeim hrisgrjónarétti og gosdrykki og þarna lágu þeir i skugga trjánna og spjölluðu viö innfædda. I sex ár höfðu Banda- rikjamenn verið þarna og flestir innfæddirkunnu eitthvað i ensku. Það var einn sjóðheitan dag, að Steve setti frá sér þann varning, sem hann haföi fengið i skiptum og settist siðan niður til að spjalla viö vinina. Skyndilega greip einn þeirra i handlegg hans. — Hæ, Steve, sagði hann. — Stelpan þarna var að stela sigarettunum þinum. Hann sá grannan likama i svörtum silkibuxum og hvitri blússu skjótast i burtu meö siga- rettupakka i annarri hendinni. Hann greip byssuna, skaut upp i loftið og tók á rás á eftir stúlk- unni. Þegar hann náði henni, greip hann i hana og snarsneri henni við. — Ef ég sé þig stela frá okkur aftur, skýt ég þig, sagði hann i að- vörunartón. Dökk, skásett augu stúlkunnar glóðu af reiöi. — Gjörðu svo vel, skjóttu bara, sagði hún. En svo fóru varir hennar að skjálfa og hún brast i grát, fleygði frá sér sigarettunum og hljóp burtu. Steve hafði bara ætlað sér að hræða stúlkuna, en nú leið honum hálf illa. Siöar um daginn, komst hann að þvi hvað hún hét og fór til hennar til að biðja hana af- sökunar. — Þetta var ekki illa meint, Leenie, sagði hann — en ég geri mér grein fyrir að þetta var leiðinlegt fyrir þig. Þau ræddu saman um stund og hún sagði: — Ég heyrði einn vina þinna segja um daginn við annan, að hann skyldi passa að Vietnamar stælu ekki frá honum. Ég reiddist og þess vegna tók ég sigaretturnar. Næstu vikurnar voru þau Steve og Leenie vel á verði gagnvart hvort öðru, en áhuginn fór vax- andi. Hún tók eftir þvi aö i hvert sinn, sem hann kom niður aö ánni, gaf hann sér tima til að nema staðar og leika við börnin eða reyndi að kenna þeim ein- hverja bandariska leiki. Hún hló oft þegar hann settist i miðjan hóp sölukvennanna og reyndi að tala við þær með tilþrifamiklum handahreyfingum, þar til allar voru farnar að veina af hlátri. Eitt sinn þegar einn vinur hans kom með fatnað til hennar, sem þarfnaðist viðgerðar, sagöi hún við Steve: — Þú virðist vingjarn- legur viö mig. Á ég ekki að gera við þin föt lika? Steve þakkaði henni með nokkrum appelsinum, en seinna komst hann að þvi að hinir her- mennirnir greiddu henni viö- gerðirnar með peningum. — Hvað skulda ég þér? spurði hann þá. Hún hló og svaraði: — Hundrað dollara. Þegar hann kom viku siðar með pakka frá stöðinni, spurði hún, hvað hann vildi fá mikiö fyrir hann. Hann svaraði þá „hundrað dollara” og siðan var þetta þeirra einka- brandari. Nú var lika svo komið, að þeim var farið að litast vel hvoru á annað. Þegar þau hittust var Leenie tvitug, falleg stúlka með gyllta húð. Steve var 22 ára, dökkhærö- ur, myndarlegur piltur, sem alizt hafði upp i friðsælli götu i New York. Þrátt fyrir mismuninn, sem var á öllum þeirra högum, reyndust þau eiga margt sameiginlegt þegar til kom. Bæði voru fremur feimin, reynslulaus og saklaus, miðað viö það sem gerist nú til dags. Bæöi voru frá stórum fjölskyldum sem héldu vel saman og tóku ógjarnan viö ókunnugum i sinn hóp. Opinberlega var áin við Cam Lo utan yfirráðasvæðis bandarisku hermannanna, en reglurnar voru ekki mjög strangar og þar áttu þau Steve og Leenie jafnan stefnumót sin. Brátt sýndi hún honum stiginn til þorpsins, en hann var höggvinn til og vel fal- inn. Steve fór aö heimsækja Leenie. Stundum var hann einn, en stund- um einn eöa tveir félagar hans meö honum. 1 húsinu var gólfið aðeins hörð mold, sem haldiö var hreinu með stöðugri sópun. I stærsta herberginu var borð og útskornir stólar, ásamt stórri, ferkantaðri upphækkun, sem var bæði sófi og kaffiborð. Steve sagði Leenie frá lifinu heima i Banda- rikjunum og fjölskyldu sinni. Hún sagði honum, að Leenie væri að- eins gælunafn, sem þýddi Lilla, en hennar rétta nafn væri Thai Thi Thiet. Móðir hennar var veik á sjúkrahúsi i Da Nang og faðir- inn var þar öllum stundum. Heima voru aðeins Leenie, bróðir hennar og mágkona. Hún sagði: — Sumar stúlkur halda i hendina á hermönnunum. Þau fara inn i skóginn. Kannske gera þau eitt- hvað rangt, kannske ekki. Kannske fer svo aö hermaðurinn og stúlkan eignast barn. En þann- ig erum við ekki. Við bara góðir vinir. Ekki sitja hjá mér og ekki taka utan um mig. Þó við gerum ekkert, mun fólkið halda það. Pabbi segir, að viö megum sitja viö borðiö og tala, ef okkur likar vel við hvort annað. Hvorki Steve né Leenie höfðu orðið ástfangin áður og það liðu mánuðir, áður en þau þoröu að nefna tilfinningar sinar. Nú voru þau farin að hittast oft i viku og alltaf höföu þau nóg aö tala um. En Leenie hafði áhyggjur af til- finningum sinum og áhyggjurnar fengu útrás i rifrildi. Einu sinni kom til misskilnings um hvar Steve og vinur hans áttu að hitta Leenie. Hún gekk frá húsi til húss, en hann ók um i jeppa. Þegar þau hittust, sagði hún: — Já, þú ekur um i bil. En þetta, bætti hún við og benti á fætur sér — er minn bill. Hún settist dálitið frá þeim og sneri i þá baki. Hún neitaði að tala við Steve, en þegar hann varö að fara, sagöi hann: — Mér gæti veriö stefnt fyrir herrétt fyrir að koma hingað, en ég geri þaö vegna þess að mig langar að hitta þig. Svo þegar ég kem, viltu ekki einu sinni tala við mig. Ég ætti ekki aö koma hingað oftar. Ef þú vilt tala við mig, verðurðu að senda boð.til stöðvarinnar. Hún horfði á eftir honum með kergjusvip en eftir viku gafst hún upp og sendi boð. Þessi stutti að’- skilnaður hafði orðið til þess að þau geróu sér grein fyrir hversu sterkar tilfinningarnar voru. Meðal italsks-bandarisku vin- anna heima i Bandarikjunum var hent gaman að þvi hvað myndi gerast ef einn þeirra segðist hafa fundiö stúlku til að kvænast. Móðirin myndi ekki spyrja hvort stúlkan væri itölsk, heldur hvers konar Itali hún væri. En nú skrif- aði Steve og sagði að stúlkan væri ekki itölsk, heldur af allt öðrum kynþætti. Hann hafði þegar nefnt Leenie i bréfum sinum heim. 1 nóvember 1970skrifaði hann: Hvaö mynduð þið segja, ef ég væri ástfanginn af henni: Fyrir jólin skrifaði hann: Hvað mynduð þið segja, ef ég vildi kvænast henni? Hann hafði reiknað meö að fjölskyldan sam- þykkti þetta, þó að mótstaða kynni að verða til að byrja með. En það varð alls engin mótstaða. Grace og Tony Menta ræddu máliö og sáu aö þau voru of langt burtu til að geta gert nokkuö. Auk þess þekktu þau son sinn og vissu að hann var ákveðinn. — Það sem þú vilt, viljum við lika, svöruðu þau. — En flanaðu ekki að neinu. Sem góöur kaþólikki verðurðu að kvænast fyrir lifstið. Og Steve var

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.