Tíminn - 13.09.1973, Side 15

Tíminn - 13.09.1973, Side 15
Fimmtudagur 13. september 1973 TÍMINN 15 SÖGULEGUR FUNDUR í BORGAR- RÁÐI UM SEÐLABANKAHÚSIÐ Borgarráð sat á fundi frá kl. 15,30 á þriðjudag og lauk fundinum ekki fyrr en á tólfta tímanum um kvöldið, eftir að gert hafði verið hlé til að sjá sjónvarpsþátt um Seðlabanka Reykjavíkurborg er reiðubúin til að ræða nýjan byggingarstað fyrir Seðlabankann, samkvæmt tillögu Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. ____ Fulltrúi Alþýðuflokksins hlynntur, en Alþýðubandalagið á móti. S.l. þriðjudag fjailaði borgar- ráð Reykjavikur um Seðlabanka- málið svo sem kunnugt er. Hófst fundurinn kl. 15.30 um daginn, en lauk ekki fyrr en á 12. timanum um kvöldið. Er þetta einhver lengsti borgarráðsfundur, sem haidinn hefur verið. Að visu var gefið fundarhlé til að hlýða á umræður um Seðlabankann I sjónvarpinu. Niðurstaðan verður að teljast mjög jákvæð fyrir þá, sem eru á móti byggingu Seðlabankans við Arnarhól. Fjórir af fimm borgar ráðsmönnum samþykktu tiliög- una, þar sem þvi er lýst yfir, að borgin sé reiðubúin til hvers kon- ar viðræðna, er leitt geti til far- sællar lsusnar þessu máli. Lýsti Björgvin Guðmundsson sig samþykkan þessari tillögu, en hann situr borgarráðsfundi sem áheyrnarfulltrúi. Svo brá hins vegar við, að Sigurjón Pétursson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Kristján Benediktsson gerði I mjög itarlegri bókun grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Einnig kom bókun frá Björgvin Guðmundssyni og borgarráðs- mönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Ólafi B. Thors, Kristjáni Gunnarssyni og Albert Guð- mundssyni. Tillagan,sem samþykkt var á fundinum Tillaga flutt af borgarráðs- mönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins: ,,Af gefnu tilefni lýsir borgar- ráð yfir, að það er reiðubúið til viðræðna, sé þess óskað, við stjórn Seðlabankans og ráðherra þann, sem með bankamál fer, um aðra staðsetningu byggingar bankans en þá, sem nú er ákveðin við Arnarhól, með það fyrir aug- um, að lóðamál bankans verði leysti á viðunandi hátt. Jafnframt er borgarráð reiðu- búiö til viðræðna við stjórn Seðla- bankans og rikisstjórnina um þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið á lóðinni við Arnarhól. Komi I ljós, að stjórn Seðla- bankans hafi ekki áhuga á, að Seðlabankanum verði valinn staður á nýrri lóð, tjáir borgarráð sig reiðubúið til viðræðna við við- komandi ráðherra um þetta mál”. Á 12. timanum á þriðjudags- kvöldið kom þessi tillaga til at- kvæða i borgarráði og var samþykkt með 4 atkv. gegn 1. Sigurjón Pétursson greiddi at- kvæði á mótiog færði þau rök fyr- ir þvi, að hann teldi, að Reykjvik- urborg ætti að hafa frumkvæði að viðræðum við Seðlabankann. (N.B. Yfirlýsing Seðlabankans um viðræður lá þá fyrir, þegar hér var komið). Það kom greinilega i ljós á fundinum, að borgarráðsmenn höfðu velflestir búið sig rækilega undir þennan framhaldsfund, þar sem Seðlabankamálið var til umræðu. Kristján Benediktsson lagði fram á fundinum itarlega og fróð- lega greinargerð um málið, af skipti höfuðborgarinnar af þvi og stjórnvalda, og þykir blaðinu rétt að birta þessa greinargerð i heild sinni, til að varpa ljósi á stað- reyndir málsins, en hún hljóðar Greinargerð Kristjáns Benediktssonar borgar- fulltrúa Hinn 27. júni 1967 gerði Reykjavikurborg samning við Seðlabankann um skipti á lóðun- um Lækjargötu 4, sem bankinn átti, og Frlkirkjuvegi 11, sem var i eigu borgarinnar. 1 samningi þessum var áskilið, að Seðla- bankinn léti fram fara hugmyndasamkeppni um stað- setningu og gerð bankabyggingar á lóðunum nr. 11 og 13 við Frikirkjuveg, en borgin setti það skilyrði fyrir makaskiptunum, að úrlausn, sem fram kæmi i samkeppninni, yrði viðunandi, og að almenningsgarður gæti verið áfram á þessum lóðum. Arangur- inn sem út úr samkeppninni kom, uppfyllti hvorugt þetta skilyrði. Þar við bættist, að fjölmargir Reykvikingar, eldri og yngri, lýstu sig mótfalina þvi, aö hús Thor Jensens yrði fjarlægt af sin- um upprunalega stað á Fri- kirkjuvegi 11. Forráðamenn Seðlabankans munu hafa fundiö, að húsbygging þeirra I Hallargarðinum átti erfitt uppdráttar og ákváðu þvi að rrafsrtsMiih4 býðst Seðlabankinn til að láta borgina hafa lóðina Frikirkjuveg nr. 13 og einnig lóðina Lækjargötu ' nr. 4 með húsi, fái þeir i staðinn lóö á horni Kalkofnsvegar og Sölvhólsgötu, 3100 ferm. að stærð. Makaskiptin við Seðla- bankann - Hallargarði borgið Að þessu tilboði gekk Reykjavikurborg, og var maka- skiptasamningur undirritaður 27. október 1971. Hófst Seðlabankinn þegar handa um teikningu bankahúss á hinni nýju lóð. Voru lóðamörk og staðsetning hússins samþykkt i Skipulags- nefnd 11. desember 1972 og byggingin sem slík samþykkt i bygginganefnd þremur dögum - siðar, eða 14. desember. Fundargerðir þessara tveggja nefnda fengu siðan venjulega af greiðslu I borgarráði og borgar- stjórn, án þess að athugasemdir varðandi Seðlabankahúsið kæmu þar fram. Undirritaður getur fúslega ját- að, að hann taldi svo mikinn ávinning að þvi að losna við fyr- irhugaða byggingu Seðlabankans úr Haliargarðinum og þar með væri bægt frá þeirri yfirvofandi hættu, að hús Thor Jensens yrði að vikja og garðurinn yrði stórlega skertur sem útivistar- svæði, að sllkt bæri aö kaupa þvi verði að láta 40 m breiða sneið af Arnarhólstúninu meðfram Sölvhólsgötu, þar sem þá voru bflastæði. Að sjálfsögðu lá þá engin teikning fyrir af væntan- legri byggingu. Ég get vel látið mér detta I huga, aö svipuð af- staða hafi ráðið gerðum ýmissa annarra borgarfulltrúa varðandi lóðaskiptin. Hallargaröurinn viö Reykjavikurtjörn er einhver fegursti staöur f borginni. Þarna átti Seöla- bankinn fyrst aö risa, — en meö góöra manna ráöum var þessum fagra reiti I borginni þyrmt. Nú hafa byggingaráform bankans aftur strandaö,og hafa óskipulögö samtök borgaranna veriö þyngst á metun- um. Höfuöskáld hafa risiö upp sem einn maöur og mótmælt skeröingu á túni IngólfsArnarsonar. Eins og nú horfir, veit enginn hvar Seölabankinn ber næst niöur meö peningahofiö mikla. Kristján Benediktsson. Beitti sér fyrir merkri ályktun i borgarráði. Seðlabankahúsið stærra en ráð var fyrir gert Ekki verður annað séð I aðal- skipulagsbók Reykjavikur, en . höfundar aðalskipulagsins hafi hugsað sér, að reist yrði hús á norðurhluta Arnarhólstúns meðfram Sölvhólsgötu. Þeirhafa hins vegar örugglega ekki hugsað sér, aö þar yrði reist 3000 ferm. bygging, 10 metrar að hæð. Við horf þeirra til bygginga á þessu svæði kemur glöggt fram i aðal- skipulagsbókinni, en þar segir: „Lækjargata á eftir að breytast mikið við það, að Skúlagata verð- ur breikkuð og tengd Miðbænum með nýjum hætti, svo sem ákveð- iö er. Útsýni verður að varðveita með þvi, að húsin verði lág, sem reist verða við götuna norðan- veröa, t.d. á svæði hafnarinnar. Með þvi mun einnig Arnarhóll njóta sín betur. Rikið hefur eftirlátið Reykjavikurborg hann sem almenningsgarð gegn þvi, að borgin annist viðhald hans. Grasi gróin brekkan upp af Lækjargötu er áberandi dráttur I svip borgar innar ásamt sérstæðum lágum opinberum bygginum, er þar standa. Helzt þeirra er Stjórnar- ráðshúsið gamla. Hvort heldur reistar verða nýjar byggingar fyrirstjórnarráðið eða einhverjar aðrar byggingar á svæðinu aust- an Lækjargötu, þá ber að sjá svo um, að stærð þeirra og staðar- hlutföll verði á þann veg, að þær beri ekki húsaröðina vestan Lækjargötu og sjálfa brekkuna ofurliði”. Svo mörg eru þau orð skipu- lagsfræðinganna og verða vart misskilin. Þeim er rikt i huga, að ekki verði spillt fagurri fjallasýn til norðurs af svæðinu við Lækjar- götu og Arnarhól með þvi að reistar verði háar byggingar nyrzt á þessu svæði. Leiðir það hugann óneitanlega að þvi slysi I skipulagsmálum borgarinnar, sem varð við Kleppsveginn, þar sem samfelld röð vöruhúsa byrgir alla útsýn til Esjunnar og út á sundin á löngum kafla. Meginþorrinn á móti bankahúsinu Ekki er nokkur vafi á því, að meginþorri Reykvikinga er á móti byggingu Seðlabankans. Kemur þar margt til. Sumir eru með öllu andvigir þvi, að Arnarhólstúnið verð skert með byggingum, hvernig svo sem þær væru. Þeir munu þó fleiri, sem telja með öllu ófært að reisa fyrir- hugaða byggingu Seðlabankans, sem áformað er að verði 4 hæðir, á þessum stað. Þá eru margir, sem telja aö Seðlabankinn eigi ekki að ráðast i svo dýra framkvæmd, byggingarform hússins muni mjög auka kostnað þess, og muni þar að auki fara illa á þessum stað. Mörgum finnsL að sízt sitji á Seölabankanum að auka á yfir- spenntan vinnumarkað og festa mörg hundruð milljónir af sparifé landsmanna i þessari banka- byggingu. Þeir hinir sömu benda gjarnan á, að Seðlabankinn sé ekki i teljandi vandræðum með húsnæði, og aukið húsnæði muni einungis auka á útþenslu bank- ans, sem vissulega sé orðin nægi- leg nú þegar. Þá hefur verið á það bent, að eðiilegra væri að leysa fyrst húsnæðisþörf tveggja annarra rikisstofnana, áður en röðin kæmi að Seðlabankanum, þ.e. Alþingis og Stjórnarráðsjns. Margir munu svo þeir, sem andvlgir eru byggingu Seðlabankans af öllum framangreindum ástæðum. Staðarvalið og gerð hússins eru þau atriði þessa máls, sem Reykjavikurborg hefur fjallaö um. Þar er hins vegar um gerða samninga að ræða, sem ekki verður breytt nema með sam- komulagi beggja aðila. önnur þau atriði, sem að er vik- ið hér að framan, eru einvörð- ungu ákvörðunaratriði þeirra að- ila, sem fara með yfirstjórn Seðlabankans. Bygging hússins ekki réttlætanleg og eykur verðþenslu Sú ákvörðun þessara aðila að ráðast i svo kostnaðarsama framkvæmd, sem fyrirhuguð bankabygging mun verða, er að minum dómi ekki réttlætanleg. Ekki hvað sizt með tilliti til þess, að slík stórframkvæmd mun óhjákvæmilega auka á verðbólg- una, og gera sitt til að magna enn meir þá spennu, sem nú er á vinnumarkaðinum vegna mikill- ar eftirspurnar eftir vinnuafli. Min skoðun er sú, að ráðherra bankamáia beri tvimælalaust að bcita valdi sinu og gripa i taum- ana, áður en lengra er haldið. A sama hátt finnst mér sjálf- sagt, að borgary firvöld Reykjavikur komi til móts við al- mennar óskir Ibúanna og tjái sig reiðubúin til viðræðna og samninga, hvort heldur er við stjórn Seðlabankans eða ráðherra bankamála, um aðra staðsetn- ingu væntanlegs Seðlabankahúss. Verður gert bilastæði fyrir almenning á Seðla- bankalóðinni? 1 tilefni af þessum breyttu við- horfum átti blaðið stutt samtal við Kristján Benediktsson, og innti hann eftir þvi, hvað yrði nú um þessa lóð og þau sprengi- spjöll, sem þegar hefðu verið framin. Borgarfulltrúinn svaraði þvi til, að ekkert hefði verið rætt um þau mál, fremur en önnur, við núverandi lóðarhafa; hins vegar teldi hann sjálfsagt, að gert yrði þarna bilastæði neðan jarðar fyrir um 400 bifreiðir, eins og áætlað var, siðan mætti tyrfa yfir og láta gras groa yfir jörð svo að engin merki sæjust um þetta umdeilda jarðrask. A fundinum var einnig lög»fram greinargerð frá Sjálfstæöis- flokknum,og er hún birt hér á eftir I heild: Á árinu 1967 var gerður samningur milli Reykjvikur- borgar og Seðlabanka íslands, sem gerði ráð fyrir byggingu fyr- ir bankann á lóðunum nr. 11 og 13 við Fríkirkjuveg. Sú ráðagerö reyndist nokkuð umdeild, var m.a. bent á ,að erfitt myndi reyn- ast I framkvæmd að uppfylla þau ákvæði samningsins, er kváðu á um, að sérkenni um- bls. 25.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.