Tíminn - 13.09.1973, Síða 17
Fimmtudagur 13. september 1973
TÍMINN
17
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingas'tjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 —afgreiöslusími 12323 —aug-
iýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
>■ iji _________________:__________;
Hvað vilja stjórn-
arandstæðingar?
Allir eru sammála um, að ásiglingar brezkra
herskipa og dráttarbáta á islenzku varðskipin,
hafi skapað stóraukið hættuástand á Islands-
miðum. Ásiglingarnar hafa fært þorskastriðið
á miklu hættulegra stig en áður. Óhjákvæmi-
legt var af islenzkum stjórnarvöldum að
bregðast við þessum nýja vanda á einhvern
þann hátt að vænta mætti árangurs. Utanrikis-
ráðher ra hafði látið mótmæla kröftuglega við
brezk stjórnarvöld i hvert skipti, sem ásigling
átti sér stað, án þess að það bæri nokkurn
árangur. Hér varð þvi að gripa tii nýrra ráða
áður en ásiglingar Breta gætu leitt til stórslysa
á fiskimiðunum.
1 samræmi við þetta, hefur rikisstjórnin til-
kynnt Bretum, að það þýði slit stjórnmálasam-
bands, ef um frekari ásiglingar brezkra her-
skipa og dráttarbáta verður að ræða. Bretum
er þannig gert ljóst, að þeir eru að slita stjórn-
málasambandinu, ef ásiglingarnar halda
áfram. Ofbeldi þeirra neyðir þannig vopnlausa
smáþjóð til að beita þeim ýtrustu mótmælum,
sem komið verður við i samskiptum þjóðanna.
Það er von islenzku rikisstjórnarinnar að
þessi viðvörun geti orðið til þess, að brezk
stjórnarvöld athugi betur ráð sitt og hverfi frá
hinu háskasamlega atferli, sem ásiglingarnar
eru. Með þvi væri lika af hálfu þeirra dregið úr
þeirri miklu spennu, sem ásiglingarnar valda,
og gæti það orðið spor i þá átt, að auðvelda
sáttatilraunir siðar. Hins vegar er ljóst, að
áframhaldandi ásiglingar munu auka spenn-
una og gætu ekki aðeins leitt til stjórnmála-
slita, heldur algerra slita milli þjóðanna. Við-
vörun sú, sem islenzka rikisstjórnin hefur sent
brezku stjórninni, er tilraun til að reyna að
koma i veg fyrir, að slikt ástand skapist.
Þegar allt þetta er haft i huga, verður ekki
annað sagt en að viðbrögð stjórnarandstöðu-
flokkanna, eða réttar sagt, þeirra Geirs
Hallgrimssonar og Gylfa Þ. Gislasonar, séu
næsta furðuleg. Þeir viðurkenna, að
ásiglingarnar hafa skapað nýtt stóraukið
hættuástand i þorskastriðinu. Þeir viðurkenna,
að óhjákvæmilegt sé að gera eitthvað til að
reyna að draga úr þessu nýja hættuástandi.
Þeir viðurkenna, að þorskastriðið geti leitt til,
að stjórnmálasambandsslit verði óhjákvæmi-
leg. En samt reyna þeir að gagnrýna og
ófrægja ákvarðanir rikisstjórnarinnar, án þess
að benda á nokkuð annað, sem ætti að gera.
Niðurstaða þeirra verður þvi marklaust
nöldur. úr bókunum þeim og yfirlýsingum,
sem þeir Geir og Gylfi lásu upp i útvarpið i
fyrrakvöld, er ekki hægt að fá minnstu vis-
bendingu um, hvað þeir og flokkar þeirra vilja
láta gera til að reyna að stöðva ásiglingarnar.
Þeir aðeins nöldra og nöldra.
Það verður sannarlega ekki annað sagt en
slik framkoma leiðtoga stjórnarandstöðunnar
sé næsta ömurleg, þegar þjóðin stendur á ör-
lagarikum timamótum i landhelgisdeilunni.
Þjóðin krefst áreiðanlega annars en nöldurs af
leiðtogum sinum, þegar þannig stendur á.
Fró upplýsingastofnun S.Þ.:
Rannsókn á morð-
unum í Mosambique
Nýlendumálanefnd S.Þ. lætur málið til sín taka
Caetano, einræðisherra Portúlíals.
ÞANN tuttugasta júli siðast-
liðinn hvatti nýlendumúla-
nefnd Sameinuðu þjúðanna
eindregið til þess, að fram yrði
látin fara itarleg og hlutlaus
rannsókn á þeim hryðju-
verkum, sem fréttir hafa
hermt, að portugalskir her-
menn hafi framið á lands-
svæðum þeim i Afriku þar sem
Portúgalar fara með stjórn
mála. 1 samþykkt nefndar-
innar um þetta segir einnig.að
þessar rannsóknir skuli fara
fram þar sem hryðjuverkin
eiga að hafa verið framin og
ennfremur að rannsóknirnar
skuli fara fram á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Nefndin gerði þessa sam-
þykkt i einu hljóði eftir að
brezki presturinn Adrian
Hastings hafði gefið nefndinni
munnlega skýrslu um hryðju-
verk Portúgala. Séra Hastings
greindi meðal annars frá þvi,
að 16. desember i fyrra hefðu
portugalskir hermenn myrt
rúmlega fjögur hundruð karl-
menn, konur og börn i þorpinu
Wirryamu i Mozambique, og
lét séra Hastings einnig svo
ummælt, að þetta væru ekki
einu hryðjuverkin, sem port-
úgalskir hermenn hefðu
framið á þessum slóðum.
Séra Adrian Hastings skýrði
fyrst frá þessum atburðum i
grein,sem hann ritaði i brezka
stórblaðið The Times hinn 10.
júli i sumar. Þar rakti hann
frásagnir trúboða, sem haft
höfðu tal af fólki.sem slapp lif-
andi frá fjöldamorðunum i
Wirryamu. Þegar séra
Hastings gaf nýlendumála-
nefndinni skýrslu, greindi
hann frá þvi, að þessa trúboða
hefði hann þekkt árum saman,
og teldi hann að frásögnum
þeirra mætti treysta i hvi-
vetna.
Eftir birtingu greinar séra
Hastings i The Times, lýsti
portúgalska stjórnin þvi yfir,
að frásagnir kaþólska prests-
ins ættu ekki við nein rök að
styðjast og enginn maður
hefði verið drepinn i þorpinu
Wirryamu. Þá kom það einnig
fram i yfirlýsingu stjórnar-
innar, að hún væri fús að láta
fara fram rannsókn i þessu
máli, það er að segja, ef til
væri þorp með þessu nafni og
unnt reyndist að finna það.
Séra Hastings svaraði yfir-
lýsingu stjórnarinnar i Port-
ugal á þann veg, að hann,
ásamt með spænsku trú-
boðunum, sem þarna hefðu
starfað væri reiðubúinn að
fara með fulltrúum port-
úgölsku stjórnarinnar til
þorpsins Wirryamu, ef þeir
ekki gætu fundið það upp á
eigin spýtur. Hann visaði
einnig á bug þeirri stað-
hæfingu að Wirryamu ekki
fyndist á landakortum af um-
ræddu landssvæði.
Siður en svo
einsdæmi.
Sera Hastings greindi ný-
lendumálanefndinni frá þvi,
aö spænsku trúboðarnir, sem
sögðu honum frá þessum
atburðum væru nú ekki lengur
I Mozambique, heldur væru
þeir komnir til Spánar. Þeir
hafa gefið yfirmönnum sinum
þar skýrslu um atburðina og
kvaðst séra Hastings hafa
lesið hana.
Brezki presturinn greindi
einnig frá þvi að aðrir trú-
boðar, sem safnað hefðu upp-
lýsingum um fjöldamorð, sem
portúgalskir hermenn hefðu
framið, hefðu verið teknir
höndum og þeim varpað i
fangelsi I Lorenco Marques.
Enn aðrir, sem greint höfðu
frá fjöldamorðum, sem þó
voru ekki eins umfangsmikil
og þessi, höfðu verið reknir úr
landi i Mozambique á tima-
bilinu frá febrúar og fram i
mai i ár.
Þá sagði séra Hastings, að
eftir þvi sem frelsishreyfingin
Frelimo hefði orðið öflugri og
henni vaxið fiskur um hrygg,
hefðu Portúgalir flutt æ fleira
fólk nauðungarflutningum frá
ýmsum þorpum og til svæða,
sem þeir hafa örugglega á
valdi sinu. Sagði hann, að
portúgalska nýlendustjórnin
liti á alla, sem byggju utan
þessara svæða, sem
stuðningsmenn Frelimo. f
þessum efnum væri sannar-
lega af nógu að taka og morðin
i Wirryamu væru aðeins sá
hluti Isjakans, sem sýnilegur
væri. Dæmi væru um fjölmörg
önnur hryðjuverk, sem port-
ugölsku hermennirnir hefðu
framið^nþess að hægt væri að
leggja fram fullkomnar sann-
anir þar að lútandi. Megin-
ástæða til þess, að upp komst
um morðin i Wirryamu var sú,
sagði hann, að þorpið er til-
tölulega skammt frá borginni
Tete.
f grein sinni i The Times
hafði séra Hastings skýrt frá
þvi all itarlega hvernig þessa
atburði bar að höndum, og
hvernig börn og fullorðnir
voru látnir vera viðstaddir, er
verið var að taka fólk af lifi.
Nokkrir voru skotnir aðrir
voru brenndir inni I kofum
sinum. Farið var með all-
marga út fyrir þorpið og þeir
drepnir þar. Daginn eftir
fundust fjölmörg lik á floti i
Nyantawantawa-fljótinu, og
báru þau þess greinilega
merki að fólkinu hafði verið
misþyrmt. Mörg likin voru
höfuðlaus.
Þarna fundust lfk af 67
börnum, flest þeirra voru
höfuðkúpubrotin, og var frá
þvi greint að portúgölsku her-
mennirnir hefðu sparkað I
höfuð barnanna eins og þeir
væru I knattspyrnuleik. Ofrisk
kona hafði verið að þvi spurð
hvort hún vænti þess að
eignast dreng eða stúlku. Hún
svaraði þvi til að um það gæti
hún ekkert sagt. Portúgölsku
hermennirnir höfðu þá engin
umsvif, heldur ristu á kvið
hennar og tóku út fóstrið og
sögðu: ,,Nú veiztu það”. Siðan
varkonunni og fóstrinu kastað
á bál.
Liður í nýlendu-
stefnu Portúgala.
Næstæðsti maður Frelimo
frelsishreyfingarinnar
Marcellions dos Santos kom
einnig fyrir nýlendumála-
nefnd Sameinuðu þjóðanna til
að gefa skýrslu. Hann sagði,
að það væri langt I frá að
fjöldamorðin i Wirryamu
væru einsdæmi, heldur væru
þau aðeins liður i „venju-
legum aðgerðum” Portúgala i
Mozambique.
Frelimo hefur alloft sent
mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna skýrslur um
hryðjuverk Portúgala i
Mozambique, og einnig aðal-
framkvæmdastjóra samtak-
anna, svo og nýlendumála-
nefndinni. Villimannlegar
aðgerðir af þessu tagi, sagði
dos Santos, eru daglegir við-
burðir og þær virðast vera
fastur liður i nýlendustefnu
Portúgala. Þrátt fyrir ólýsan-
lega • hörku Portúgala hefði
þeim ekki tekizt að stöðva
framsókn Frelimo, sagði
hann, og nú hefði hreyfingin
stór landssvæði á sinu valdi,
þar sem hafizt hefði verið
handa um að koma á fót nýrri
þjóðfélagsskipan á rústum ný-
lenduveldis Portúgals.
Dos Santos hvatti til þess, að
Frelimo yrði veitt hernaðar-
ieg aðstoð og var hann þung-
orður i garð Vestur-Þýzka-
lands, Frakklands og Banda-
rlkjanna fyrir að hafa veitt
Portúgal umfangsmikla her-
naðaraðstoð. Þar með, sagði
hann, verða þessi lönd samsek
Portúgölum. Hvatti hann enn-
fremur til þess, að allri aðstoð
yrði hætt við Portúgal og að
sem flest lönd slitu stjórn-
málasambadi við portúgölsku
stjórnina.
Mörg ,,My Lai” i
nýlendum Portúgala.
I samþykkt nýlendumála-
nefndar Sameinuðu þjóðanna
Framhald á 35. siöu.
Þ.Þ.