Tíminn - 13.09.1973, Side 23
Fimmtudagur 13. september 1973
TÍMINN
23
HÁLFUR
MAÐUR
HÁLF
KONA
Nú eru liðin 25 ár
siðan danskir læknar
breyttu fyrst karl-
manni i konu með
skurðaðgerðum. Það
var bandariski her-
maðurinn Christer
Jorgensen, sem eftir
nokkrar skurðað-
gerðir var gerður að
þá heimsins mest um-
töluðu konu — Chris
Jorgensen.
En ekki hafa allir verið eins
heppnir, sem á annað borð
hafa óskað eftir þessum skipt-
um, og þessi bandariski her-
maður. Þar er bezta dæmið
hinn 23ja ára gamli Svii,
Erhard Dietrich, sem vegna
duttlunga sænskra yfirvalda
getur hvorki talið sig til karls
eða konu.
Hann hafði verið undir
handleiðslu sænskra lækna i
nær tvö ár, þegar yfirvöldin
sögöu stopp, — hingað og ekki
lengra. Þá var búið að losa
þennan pilt við allan skegg-
vöxt og hann komin með kven-
legar linur og sterkleg brjóst
hvað þá heldur annað. Aðeins
átti eftir að losa hann við einn
hlut — hlut, sem minnti hann
óþægilega á hvers kyns hann
væri, og annað ekki.
Þá kom neiið frá yfirvöldun-
um og eftir stendur Eva
Dietrich, eins og Erhard vill
kalla sig i bókstaflegri merk-
ingu, hálfur karlmaður og
hálfur kvenmaður.
Erhard klæðist ætið kvenmannsfötum, enda finnst honum hann
vera meira kona en karlmaður.
Erhard eða Eva Dietrich er að hálfu karlmaður og að hálfu
kona, eftir að yfirvöld i Sviþjóð bönnuðu læknum þar að Ijúka við
að breyta honum i hana.
Allar tilraunir til að fá yfir-
völdin til að breyta um
skoðun, og leyfa læknum að
ljúka við verkið, hafa ekki
borið árangur. Fjöldi lækna
og sálfræðinga hafa þó mælt
með þvi að þeir haldi áfram
baráttunni fyrir hann / hana.
Finnst ég vera hálf
mannvera eins og ég
er nú.
„Allir, eða svo til allir, hafa
reynt að fá mig til að skipta
ekki um kyn en frá þvi að ég
var barn hefur mér ætið
fundizt ég vera kona, og kona
vil ég vera,” sagðj þessi 23 ja
ára tvikynja vera, þegar
blaðamenn töluðu við hana.
Og hún bætir við. ,,Nú er ég
ekki aðeins hálf kona og hálfur
maöur, mér finnst ég einnig
vera hálf mannvera. Ég er
nær þvi að brotna saman i
hvert sinn er ég horfi á mig i
spegli.
Nú þegar ég er kominn
þetta langt vil ég ekki skipta
aftur. Ég er mikið meira kona
en karlmaður og allar minar
hugsanir eru eins og hjá kon-
um.
Ég á enga vini en margar
vinkonur. Ég fer meö þeim út
á dansleiki og klæði mig þá
eins og þær. É g dansa við
karlmenn, en fer ætið ein
heim, þvi mennirnir verða
hræddir þegar þeir fara að
koma við mig og finna það
sem þeir finna.
Ég fer á hárgreiðslustofur
og nota andlitsfarða og geng
dagsdaglega i kvenmannsföt-
um. En ég er fangi i minu
heimalandi. Ég fæ ekki að
fara til Þýzkaland til að heim-
sækja föður minn né til
annarra landa, þar sem
krafizt e- vegabréfs. 1 þvi er
ég ekki Eva Dietrich heldur
Erhard Dietrich og slikt veld-
ur ætið vandræðum, þar sem
ég þarf að sýna skilriki.
Það eina sem ég vona nú, er
að yfirvöldin láti undan og
leyfimér að halda áfram með
breytinguna. Ef það hefst i
gegn ætla é að sækja um starf
sem starfsstúlka á flugbátun-
um, sem fara á milli Málm-
eyjar og Kaupmannahafnar.
(Þýtt og endursagt - klp - )
Glava
glerullar-
einangrun
Hlýindinaf góðri
hitaeinangrun
vara lengur en
ánægjan af
lagu verði
VW BIIALEIGAI
JónasaiiVrliaiis
ARMULA 28
Ml 81315