Tíminn - 13.09.1973, Page 27

Tíminn - 13.09.1973, Page 27
skoraöi Jón Pétursson fyrsta mark leiksins. Guögeir Leifsson tók hornspyrnu frá vinstri. Guöni Kjartansson geröi tilraun til aö skalla frá, en tókst ekki betur til en þaö, aö knötturinn hrökk til Jóns Péturssonar, sem staösettur var á markteigslfnu, en hann skailaöi viöstööulaust i mark, án þess aö Ástráöi Gunnarssyni, sem var á marklinunni, tækist aö foröa marki. Gleöi Jóns Péturs- sonar var mikil, og nú vöknuöu áhorfendur til lifsins. Aöeins nokkrum mlnútum siöar skoraöi Steinar Jóhannsson, hinn marksækni miöherji Keflavfkur, fallegasta mark leiksins. Hjörtur Zakariasson náöi knettinum frá varnarmönnum Fram hægra megin á vellinum, og sendi fyrir á Steinar, sem kom aövifandi og skoraöi viöstööulaust meö fösUl skoti út viö stöng, gjörsamlega óverjandi fyrir Þorberg Atlason, markvörö Fram. A 12. minútu átti Asgeir Elias- son hörkuskot aö Keflavfkur- markinu, sem Þorsteinn Ólafsson, markvöröur Keflavikur-, hálf- varöi. Knötturinn barst 'tíL-JVlar- teins Geirssonar sem fylgdi fast eftir, og honum tókst aö skora meö föstu skoti, 2:1. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Keflvíkingum tókst ekki, þrátt fyrir þunga pressu i siöari hluta framlengingarinnar,að jafna metin. Raunar var kapp þeirra stundum meira en forsjá, þvi aö vegna þungrar pressu þeirra skapaöi það Fram hættuleg tæki- færi, þegar varnarleikmenn Fram sneru vörn i sókn með lang- spyrnum fram. Erfitt var aö fylgjast meö atburöum siðustu minúturnar. Rökkur grúfði yfir Laugardalsvellinum, og var erfitt að greina milli leikmanna Fram og Keflavikur. En áfram snigluð- ust minúturnar, ein af annarri, unz dómari leiksins flautaði af. Sigur Fram var staðreynd, og jafnframt fyrsti ósigur Kefl- vikinga i marga mánuði. Leikurinn i gærkvöldi var það jafn, að sigurinn gat lent hvoru megin sem var. En þó má segja, að keppnisskap Framara i fram- lengingunni hafi ráðið úrslitum. Vörnin var sterkari hluti Fram að þessu sinni, öfugt við þaö, sem verið hefur i siðustu leikjum. Marteinn Geirsson bar höfuð og herðar yfir aðra varnarleikmenn, sem áttu þó einnig góðan dag. Sigurmarkið kórónaði glæsilegan leik Marteins. Hins vegar áttu miðjumenn Fram,þeir Gunnar og Asgeir, ekki sérlega góðan dag, og reyndust miðjumenn Kefla- vikur, Karl Hermannsson, Gisli Torfason og Hjörtur Zakariasson, þeim sterkari i flestum einvigum. Framlina Fram-liðsins var i Steinar Jóhannsson, hinn marksækni miöherji Keflavíkur sést á þessari mynd sækja aö marki Fram. en Þorbergur er fyrri til og góinar knöttinn. daufara lagi, og Elmar var ekki svipur hjá sjón. Keflavikur-liðið var öllu jafnara en Fram-liðið. Auk miðjumannanna stóðu öftustu varnarmennirnir sig vel, einkum og sér, i lagi Astráður Gunnarsson, sem skapaði stundum hættu við Fram-markið, þegar hann tók á rás fram völlinn og gaf fyrir markið. í framlinunni bar mestá Steinari Jóhannssyni, sem skoraði fallegt mark, og Ólafi Júliussyni. Dómari i leiknum var Eysteinn Guðmundsson, og dæmdi hann yfirleitt vel, enda þótt segja megi, að hann hafi notað flautuna full mikið. Eftir leikinn afhenti Albert Guðmundsson, formaður KSf, sigurvegurunum verðlaun 'og óskaði bæði Fram og Keflavik velgengni i þeim Evrópubikar- leikjum, sem liðin eiga fram- undan. Sigri fagnaö. Anægjusvipurinn lcynir sér ekki á andlitum Guömundar þjálfara og llilmars Svavy rssonar Bikarmeistarar Fram i knattspyrnu 1973. Fremri röö frá vinstri: Guðmundur Jónsson, þjálfari, Baldur Sche\ ing, Gunnar Guðmundsson, Jón Pétursson, Marteinn Geirsson, El- mar Geirsson, Eggert Steingrimsson, Rúnar Gislason, Atli Jósafatsson og Simon Kristjánsson. Aftari röð: Alfreð Þorsteinsson, formaöur Fram, Hilmar Svavarsson, vara- form. knattspyrnudeildar, Guðgeir Leifsson, Erlendur Magnússon. Tómas Kristinsson, Þorbergur Atlason. Sigurbergur Sigsteinsson, Ómar Arason, Asgeir Eliasson, Agúst Guö- mundsson, Þorkell Þorkelsson, gjaldk. knattspyrnudeildar og Sigurður Friðriksson, form. knattspyrnudeildar. (Timamyndir Róbert).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.