Tíminn - 13.09.1973, Qupperneq 36
GlED ’ " GK Dl
MERKID SEM GLEDUR Híttumst í kaupfélagínu fyrirgóúan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Haetta talin ó borg
arastyrjöld í Chile
— var Allende myrtur af eigin lífverði?
NTB-London — Viöbrögfl heims-
ins viö atburöunum i C'hilc ein-
kennast fyrst og fremst af harmi
og ótta viö borgarastyrjöld. i
höfuöborgum Nnröurlanda otr
A-Evrópu kvaö einna mest aö
harminum, en háttscttir stjórn-
malamenn i öörum hlutum
Evrópu fordarmdu hyliinguna
þrátt fyrir aö þeir væru andvigir
stefnu Allendes.
Leiðandi blöö á Spani studdu þó
aðgerðir herforingjanna fyllilega.
Eitt þeirra, hið áhrifamikla ABC,
sagði, að byltingin hefði verið
mjög svo nauðsynleg lækningaað-
gerð.
Willy Brandt, kanslari V-
Lýzkalands, harmaði atburðina
mjög og kvaðst hafa áhyggjur af
Fjöldamorð á
AAongólum í Kína?
NTB-Moskvu — Mongólia hefur
ásakað Kfna um fjöldamorð og
kerfisbundnar pyntingar á þús-
undum Mongóla, sem búa innan
landamæra Kina. t mongólsku
blaði i gær sagði, að þetta væri
liður i miklum aðgerðum, sem
miðuðu að þvi að útrýma mon-
gólskum séreinkennum i kin-
versku Mongóliu.
t greininni sagði, að á árunum
1968-1969 hefðu 32 þúsund manns
A nýafstöönu alþjóöaþingi
háskólakvcnan, scm haldiö var i
(ícnf dagana 23.-26. ág. ágúst sl.,
var samþykkt ályktun þess efnis,
aö beina þeim lilmælum lil fjöl-
miöla, aö ekki yröi haföur i
frammi áróöur stjórnmálalegs
eölis i barnatimum hljóövarps og
sjónvarps.
verið myrtir i kinversku Mongó-
liu og 20 þúsund ættu um sárt að
binda vegna aðgerða Kinverja.
Flóttamaður einn, sem kominn
er frá Mongóliu til Kina, hefur
sagt, að Mongólar séu látnir
blandast Kinverjum nauðugir.
Hjónabönd milli Kinverja og
Mongóla eru bönnuð. Hver tylli-
ástæða sé notuð til að senda Mon-
góla i fangelsi og leggja hald á
eigur hans.
Ekki sé leyft að tala mongólsku
I skólum og yfirvöld geri allt, sem
þau geti, til að útrýma gömlum
mongólskum siðum. Ofsóknirnar
beinist einkum gegn mennta-
mönnum, og margir flóttamenn
hafi ógnvekjandi sögur að segja
af Kinverjum, sem pynti Mongóla
til dauða með ýmsum aðferðum,
segir i greininni.
að borgarastyrjöld brytist út i
Chile eftir þetta.
Forsætisráðherra Hollands,
Joop den Uyl,fórust orð á svipað-
an veg. Hann lagöi áherzlu á, að
sósialismi Allendes væri ekki sinn
sósialismi, en þar fyrir væri hann
ekki siður virðingarverður. —
Það er ömurlegt, að lýðræðis-
stjórn skuli vera steypt með
valdi, sagði hann.
t Austur-Evrópu var hægri öfl-
um einkum kennt um atburðina.
Austur-Þýzkaland hélt þvi fram,
að erlendir heimsyfirráðasinnar,
einkum bandariskir, hefðu staðið
þarna að baki. 1 Prag-útvarpinu
sagði, að herinn i Chile hefði verið
eina hjálpartæki afturhaldssinna
til að kúga þjóðina.
t gær rikti borgarastriðsástand
I Santiago, höfuðborg Chile. út-
göngubann er i gildi til morguns.
Enginn sást á ferli á götum, og
það eina, sem heyrðist, var stöku
skot.
Tæpum sólarhring eftir að her-
inn tók völdin, var enn barizt,og
voru það deildir hersins og stuðn-
ingsmenn Allende, sem þar áttust
við.
t tilkynningu frá hernum var
sagt i gær, að Allende hefði verið
jarðsettur i aðalkirkjugarði
borgarinnar. Menn velta þvi
mjög fyrir sér, hvernig Allende
lézt. Herinn heídur þvi fram, að
hann hafi skotið sig I höfuðið, þeg-
ar forsetahöllin stóð i ljósum log-
um eftir árásir flugvéla.
Óopinberar tilkynningar full-
yrða þó, að Allende hafi fallið fyr-
ir vélbyssu af sömu gerð og lif-
vörður hans notaði.
Fjöldamorð í S-Afríku:
Lögreglan skaut 12
verkamenn til bana
krafizt alþjóða refsiaðgerða
NTB-Jóhannesarborg — Hvftir
stjórnmálainenn úr rööum
stjórnarandstæöinga i S.-Afrfku,
fóru i gær fram á réttarrannsókn
á moröum tólf afriskra námu-
verkamanna á þriöjudagskvöld-
iö. Tuttugu og niu aörir verka-
mcnn særöust I aögeröum, sem
minna helzt á fjöldamoröin i
Sharpeville áriö 1960, þegar lög-
reglan hóf skothrið á hóp svartra
manna, sem voru aö mótinæla.
Þá féllu 69 menn og 200 særöust.
1 skeyti til Kurts Waldheim,
aðalritara SÞ, sögðu fulltrúar
Pan-Afrikuflokksins, að aðgerðir
lögreglunnar nú væru kaldrifjað
morð og bentu jafnframt á, að
Vorster forsætisráðherra hefði i
siðustu viku verið á bandi þeirra,
sem beittu sér gegn aðskilnaðar-
stefnunni.
Flokkurinn krafðist þess, að
þegar yrðu teknar upp alþjóðleg-
ar refsiaðgerðir gegn S.-Afriku.
Aöstoðarlögreglustjórinn, James
Kruger, varði aðgerðir lögregl-
unnar og sagði, að hún hefði gert
þetta i sjálfsvörn. Fyrsi hefði hún
beitt táragasi til að dreifa hópn-
um, en hafið skothrið, þegar mál-
ið tók að gerast alvarlegt.
Allt var með kyrrum kjörum
við námuna i gær,og ekkert benti
til þess, að verkamenn æ'luðu að
hafa i frammi mótmælarðgerðir.
Mikill fjöldi lögreglumanna var á
verði yfir 2000 verkamönnum, þar
sem skothriðin varð, og einnig er
vörður við sjúkrahúsið, þar sem
15 liggja særðir. Atökin á þriðju-
daginn hófusc, þegar 60 til 70
vinnuvélastjórar neituðu að hefja
vinnu fyrr en þeir fengju fram-
fylpt kröfum sinum um hærri
lr.un. Stjórn námafélagsins neit-
aði, og þá brutust verkamennirn-
ir inn i nokkrar búðir á námu-
svæðinu.
Vinstri menn í
Svíþjóð bjartsýnir
— vegna úrslitanna
NTB-Stokkhólmi — Þingkosning-
ar fara fram i Sviþjóð á sunnu-
daginn. Úrslit kosninganna i
Noregi virðast ekki ætla að liafa
nein áhrif á endasprett kosninga-
baráttunnar i Sviþjóö, þótt óvænt
hafi verið. Formaður vinstri
flokksins, kommúnista, C. H. Her
mannson segir, að hiö aukna fylgi
sósialiska kosningasambandsins
lofi góðu á sunnudaginn.
Bæði má finna sterkar and-
í Noregi
stæður og margt mjög likt með
ástandinu siðustu dagana fyrir
kosningar i Sviþjóð og i Noregi.
Munurinn er einkum i tvennu:
Borgaraflokkarnir i Sviþjóð hafa
án skilyrða lýst sig fúsa til
myndunar samsteypustjórnar, ef
þeir fá meirihluta i þinginu, og að
þarna kemur ágreiningur um
EBE hvergi við sögu.
Það, sem helzt er likt, er að
skattamálin hafa verið i brenni-
punkti á báðum stöðum, en i Svi-
þjóð hafa þó óánægðir skattgreið-
endur ekki stofnað sinn eigin
flokk. Ekki er þó útilokað talið, að
þeir muni gera það á næsta kjör-
timabili, ef ekki verður gert eitt-
hvað i skattamálunum. Að
skattinum frátöldum er atvinnu-
leysið það mál, sem mest áhrif
hefur haft i sænsku kosningabar-
áttunni, öfugt við i Noregi.
Fóstureyðingar skipta engu máli,
en hins vegar virðast flokkarnir i
Sviþjóð láta sig umhverfisvernd
miklu varða.
Göng undir Ermar-
sund fullbúin 1980
NTB—London. — Brezka
stjórnin gaf i gær grænt ljós
fyrir byggingu 51 km langra
járnbrautarganga undir Erm-
arsund, þannig að Bretland
komist i bein tengsli við
meginland Evrópu. Jafnframt
var upplýst, að bygging þriðja
flugvallarins á London-svæð-
inu yrði látin biða i tvö ár.
I hvitri bók frá stjórninni
um göngin undir Ermarsund
segir, að þau geti verið tilbúin
til notkunar árið 1980. Göngin
eiga að liggja á milli Cheriton
við Folkestone og Fretun við
Calais. Ráðgert er, að þau
muni kosta 846 milljónir
punda. Vinna við göngin mun
væntanlega hefjast 1975.
Olivier Villiers, sem er
fulltrúi hóps, sem er adnvigur
byggingu ganganna, visaði til
hinna mörgu sprenginga i
brezkum borgum undanfarið.
Ráðgert er, að 20 lestir fari um
göngin. Villiers spurði sam-
göngumálaráðherrann, hvað
myndi gerast, ef sprengja
spryngi i göngunum. Ráðherr-
ann sagði á blaðamannafundi,
að hann vildi ekki búa til
vandamál fyrirfram. Geðveil-
ar manneskjur gætu stöðvað
allar mannlegar framkvæmd-
ir,og það þýddi ekki að láta
stöðva verk fyrirfram af ótta
við sjúkt fólk.
Tyggigúmí í
staðsígaretta
Lone Lundgren prófessorsfru i
Lundi var ein af þeim fyrstu, sem
reyndi tyggigúmmi með níkótlni.
Hér segir hún frá hvernig henni
tókst að liætta viö tóbakið. 1 mörg
ár reykti Lone Lundgren 15-20
sigarettur á dag. Nú reykir hún
aöeins 1-2 sigarettur á mánuöi.
Þegar hana langar i sigarettu,
fær hún sér tyggigúmmí meö
nikotini og saknar tóbaksins ekk-
ert.
Lone Lundgren er gift prófessor
Claes Lundgren, sem finnur upp
efni gegn tóbaksreykingum.
Hann var einnaf þeim fyrstu, sem
reyndi uppfinninguna, og varð
ekki reykingarmaður.
Hér kemur saga Lone:
— Ég reykti i átta ár og reyndi oft
að hætta — en árangurslaust, þvi
aö ég varð óróleg og geðvond,
þegar mig langaði i sigarettu. A
hverjum morgni fann ég fyrir
óþægindum, sem sérhver
reykingamaður þekkir:
höfuðverk og hósta. Samt hélt ég
áfram að reykja. Þaðvarorðinn
ávani. Ég fór á kennaranámskeið
og i hverju hléi milli fyrir-
lestranna varð ég aö fá mér
sigarettu, segir Lone Lundgren.
En dag nokkurn sýndi eigin-
maður hennar henni uppfinningu
sina: Tyggigúmmi með nikótini.
— 1 hálft ár tuggði ég
tyggigúmmí i staðinn fyrir að
reykja. Ég varð stöðugt óháðari
sigarettunum, auk þess sem mér
leið miklu betur. Ég byrjaði að
tyggja tyggigúmmi, sem innihélt
4 mg nikótin, og tuggði 15-20
stykki á dag. Það reyndist allt of
stór nikótin skammtur. Þess
vegna byrjaði ég fljótlega með
tuggur, er innihéldu 2 mg, og fá-
einum vikum seinna nofStíi ég
jöfnum höndum tyggigúmmí með
1-2 mg. 1 upphafi varð ég þreytt i
kjálkunum af að tyggja og
saknaði þess að hafa ekki
sigarettu i höndunum. En þetta
var aðeins litilvægt og ég komst
fljótt yfir það. Óþægindin, sem ég
fann til, þegar mig langaði i
sigarettu, hurfu, þegar ég hafði
tuggið i örfáar minútur. Það
eru nú liðin þrjú ár, siðan ég
byrjaði i bindindinu. Nú langar
mig aðeins öðru hvoru i sigarettu
og fæ mér nokkrar á mánuði. Ég
er ekki lengur þræll tóbaks-
nautnarinnar.
Enn springur
í London
NTB-London — Að minnsta kosti
fimm manns slösuðust, er
sprengja sprakk i húsnæði trygg-
ingaskrifstofu i Oxford Street i
gær. Sprengjan sprakk, án þess
að nokkur viðvörun væri gefin um
hana. Margt fólk var á ferli, þar
sem þetta var i hádeginu.
Lögreglan vill ekki staðfesta
fréttir um, að hún sé á höttunum
eftir manni, sem sást hlaupa eftir
götunni. Allt var með kyrrum
kjörum i Bretlandi á þriðjudag-
inn, þá sprakk engin sprengja, en
nú virðast hryðjuverkamennirnir
komnir á stúfana að nýju.
Sprengjur hafa sprungið svo til
daglega einhvers staðar i Bret-
landi siðan 18. ágúst, og er talið
vist, að það sé irski lýðveldisher-
inn, IRA, sem stendur að baki til-
ræðum þessum.
Blaðburðarfólk óskast
í eftirtalin hverfi:
Skjólin, Bergstaðastræti, Freyjugata,
Kleppsvegur, Laugarásvegur, Laugar-
nesvegur, Skúlagata, Skeiðarvogur.
Upplýsingar
á afgreiðslu
Timans,
Aðalstræti 7,
simi 1-23-23.