Tíminn - 16.09.1973, Síða 7
virkjun hafi innleitt þessa hjálma
hér á landi, ásamt öðrum
öryggishlifum fyrir verkafólk, en
notkun t.d. öryggishjálma var
oröin útbreidd erlendis. Þessir
öryggishjálmar þykja nú ómiss-
andi á mörgum vinnustöðum og
eru nú notaðir í öllum smiðjum,
hjá byggingaverktökum, skipa-
félögum, við uppskipun og vöru-
afgreiðslu. Ennfremur við mat-
vælaiðnað og í sláturhúsum, en i
siðarnefnda tilfellinu eru notaðir
léttir hattar, sem bæði eru
öryggishjálmar og stuðla að
hreinlæti.
Hjálmar bjarga
mannslifum
— Oryggishjálmarnir hafa
reynzt mjög þarfir og þeir hafa
þegar bjargað mannslifumhér á
landi. Það tók nokkurn tima fyrir
okkur fslendinga að tiieinka okk-
ur hjálmana. Þeir voru i fyrstu til
taks, en voru kannski ekki alltaf
notaður, en nú skilja held ég allir
gildi þeirra. Ég get nefnt nokkur
dæmi um það, að hjálmarnir hafa
bjargað mannslifum.
Skipasmiðastöðin Stálvik var
meðal þeirra fyrstu, er innleiddu
hjálma hjá sér, en slysahætta er
mikil hjá skipasmiðastöðvum.
Starfsmennirnir voru hins vegar
tregir til að nota hjálmana. En
svo skeði slys. Þungt stykki féll
niður á botn i skipi, sem var i
smiðum. Það féll i höfuðið á
starfsmanni, er var við starf sitt á
lestargólfinu. Til allrar hamingju
var maðurinn með öryggishjálm
og það varð honum til lifs. Svo
mikið var höggið, að það stórsá á
hjálminum. Þessi maður væri
eicki lengur i tölu lifenda, ef hann
hefði ekki borið öryggishjálm.
Þetta varð til þess, að starfs-
mennirnir settu allir sem einn
upp öryggishjálmana, og nú bera
þeir þá við dagleg störf. Af mann-
inum var það hins vegar að segja,
að hann meiddist litillega og tók
fljótt upp störf sin á ný.
Vinnuslys i
Málningu h/f og
borturni
Annað dæmi get ég nefnt, þar
sem öryggishjálmur hefur bjarg-
að mannslifi, en það var i Máln-
ingu hf. Þar voru starfsmenn með
öryggishatta, eða létta hatta
(ekki beinlinis öryggishjálma i
venjulegum skilningi). Þar vildi
það til, að maður lenti með hend-
ur i hrærivél. Hann festist við
spaðana og lenti með miklu afli
meðhöfuðiði vélinni. Hrærivélin
braut hendur hans, eða handlegg-
ina, en hjálmurinn bjargaði höfði
mannsins frá skaða og þá lifi
hans. Það er hægt að nefna fleiri
dæmi, og ótal dæmum fréttum við
alls ekki af, en aðalatriðið er þó,
að menn beri þessa hjálma á
vinnustað, þvi að slysin gera ekki
boð á undan sér. Ég get t.d. nefnt,
að einu sinni féll krókur úr mikilli
hæð úr borturni hjá jarðborunum
rikisins.
Einn bormannanna fékk krók-
inn i höfuðið. Þetta var gifurlegt
högg, en maðurinn slapp ómeidd-
ur frá slysinu.
Sigmaðurinn
á tsafirði
prófar hjálma
— Margir spyrja okkur um
styrkleika öryggishjálmanna.
Þeir eru viðurkenndir af öryggis-
eftirlitinu, sem fer eftir Norður-
landastaðli. Þeir eiga að þola
ákveðin högg og þeir eru, eins og
aðrar vinnuhlifar samþykktir af
yfirvöldum. Sumir vilja samt
hafa vaðið fyrir neðan sig og
prófa hjálmana sjálfir. Er það til
dæmis minnisstætt, að bjargsigs-
maður einn vestur á fjörðum kom
I búð á tsafirði, til að kaupa sér
öryggishjálm i bjargsigiö. Þetta
var hjá umboðsmanni okkar i
RAF HF á tsafirði.
Bjargsigsmanninum þótti
hjálmurinn ekki vera veigamikill
og krafðist þess að fá að prófa
hann. Tók hann sleggju mikla og
keyrði i hjálminn, en hann stóðst
höggið með prýði.
Ekki var sigmaðurinn samt
ánægður með þetta. Hann lyfti
stórum steini og henti ofan á
hjálminn, en það hefði hann átt að
láta ógert. Hjálmurinn stóöst
þessa raun með prýði, en steinn-
inn hoppaði af hjálminum upp i
fangið á manninum aftur og var
nærri búinn aö slasa hann.
Að lokum tók maðurinn hjálm-
Fyrir nokkrum árum færðu þeir Slysavarnafélaginu aft gjöf hjálma fyrir björgunarsveitir þess. A
myndinni, sem tekin er vift afhendingu hjálmanna, sjást þau Gunnlaugur P. Steindórsson, Gróa heitin
Pétursdóttir þáverandi formaftur slysavarnakvenna og forseti Slysavarnafélagsins Gunnar Friftriks-
son forstjóri.