Tíminn - 16.09.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 16. september 1973
TÍMINN
19
Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnárskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
-
Bragð er að....
Það er illa komið fyrir Mbl., þegar ádeilur á
stjórnmálaskrif þess og fréttaflutning verður
eitt aðalumræðuefnið á þingi ungra Sjálf-
stæðismanna. Svo djúp var fyrirlitning sumra
þingfulltrúa á þingi ungra Sjálfstæðismanna,
að þeir kröfðust þess, að Sjálfstæðisflokkurinn
kæmi sér upp almennilegu málgagni. Einkum
eru það þjóðhættuleg hringlandaskrif Mbl. i
landhelgismálinu, sem urðu ungum Sjálf-
stæðismönnum tilefni til ádeilu á Mbl. enda
hafa þeir ekki komizt hjá þvi fremur en aðrir
að finna fyrir þungri reiðiöldu almennings i
garð blaðsins vegna fáránlegra og jafn-
framt hættulegra skrifa þess um málið, sem
hafa verið til þess fallin að spilla þjóðarein-
ingu. Þannig hefur hvað eftir annað beinlinis
verið búinn til ágreiningur i landhelgismálinu
— algerlega tilhæfulaus og án nokkurs tilefnis.
„Ágreiningurinn” er siðan blásinn út á siðum
blaðsins með staðlausum stöfum og siðan lagt
út af öllu saman i ritstjórnargreinum blaðsins.
Þeir menn, sem ánetjazt hafa þessum áróðri,
fá svo sérstaka fyrirgreiðslu og viðhöfn i Mbl.,
og þegar þeir eiga i hlut, gilda ekki sömu regl-
ur og um aðra menn, en eins og kunnugt er,
hafaýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem
ekki eru i Geirs-klikunni, kvartað sáran yfir
þvi, að allt, sem þeir segi eða leggi til málanna,
sá þagað i hel á siðum Mbl.
Mbl. hefur t.d. þá reglu, að birta ekki út-
varpserindi, skv. yfirlýsingu ritstjóranna. En
þegar maður tók að sér að flytja sjónarmið
Breta i landhelgisdeilunni i Rikisútvarpið, gilti
reglan ekki lengur. Þá var erindið birt i heild á
virðulegasta stað i blaðinu.
Sama daginn og Timinn skýrði frá ályktun
framkvæmdastjórnar og þingflokks Fram-
sóknarflokksins um landhelgismálið og hertar
aðgerðir gegn Bretum, birtist ritstjórnargrein
i Mbl., þar sem ráðizt var með fólskulegum
hætti að forsætisráðherra fyrir að aðhafast
ekkert frekar gegn Bretum. Sagði blaðið, að nú
yrði að hefjast handa um að knýja forsætisráð-
herra til aðgerða i málinu. Nokkru áður hafði
blaðið talið það hneyksli, að ekki skyldi hafa
fyrir löngu verið hætt að veita brezku
Nimrod-þotunum leiðbeiningar frá flugumsjón
Svo var rikisstjórnarfundur sl. þriðjudag og
ákvarðanir um ýmsar aðgerðir gegn Bretum
voru teknar samhljóða i rikisstjórninni. Þá
skýrði Mbl. frá þvi, að margfaldur klofningur
væri i rikisstjórninni um aðgerðirnar áður en
fundurinn hófst. Visir lagði alla forsiðu sina
undir þennan mikla ágreining og mynd-
skreytti. Blaðið kom út eftir að fundinum lauk
og frá niðurstöðum hans hafði verið skýrt.
Visir kórónaði þann dag sköpunarverk Mbl.,
þvi i litilli klausu með hinni löngu frétt og
miklu um klofninginn var skýrt frá þvi, að hið
furðulega hefði þó gerzt, að allt hefði verið
samþykkt einróma ! ! Fór ekki illa á þvi, að
Visir skreytti forsiðu sina með miklu af gulum
lit þennan dag, en gul eru þau blöð köliuð, sem
óheiðarlegust og ómerkilegust eru talin.
Og svo kom formaður útgáfustjórnar Mbl. og
gaf yfirlýsingu og var á móti þvi,að nokkuð
væri gert, en þó gæti komið að því, að hann
væri með þvi að gera eitthvað! Hann var á
móti — og þó. Auðvitað hafði Gylfi nákvæm-
lega sömu afstöðu. — TK
ERLENT YFIRLIT
Bratteli myndar
minnihlutastjórn
Úrslitasætið valt á fjórum atkvæðum
ÞAÐ virðist nú fullvist, að
norski Verkamannaflokkurinn
muni mynda minnihluta-
stjórn, þegar hið nýkjörna
þing kemur saman i byrjun
næsta mánaðar. Vafalaust
verður það formaður flokks-
ins, Trygve Bratteli, sem
myndar stjórnina, en þvi er
jafnframt spáð, að hann muni
láta af forustunni á miðju
þessu kjörtimabili og láta
öðrum eftir bæði flokksfor-
ustuna og stjórnarforustuna.
Bratteli verður kominn hátt á
sjötugsaldur, þegar kosningar
fara fram næst, eða eftir
fjögur ár, og þykir þvi liklegt
að hann feli öðrum að stjórna
flokknum i næstu kosninga-
sennu. Flokkurinnhefurtapað i
öllum kosningum siðan Bratt-
eli tók við forustu hans og mun
Bratteli þvi telja rétt.aö annar
fái aö reyna sig.
Að þessu sinni varð tap
flokksins meira en hann hefur
áður orðið fyrir um meira en
40 ára skeið. Flokkurinn
tapaði um 25% af fylgi sinu, ef
miðað er við úrslit kosning-
anna 1969. Hann fékk þá rúma
milljón atkvæða, en nú um 760
þúsund atkvæða. Hann fékk þá
46.5 % af atkvæðamagninu, en
aðeins 35.6% nú. Hann fékk nú
62 þingsæti, en fékk 74 þing-
sæti 1969. Af þvi fylgi, sem
flokkurinn tapaði nú, er talið
að um helmingur hafi horfið til
annarra flokka, aðallega
Sósialiska kosningabanda-
lagsins, en hinn helmingurinn
hafi setið heima. Kosninga-
þátttaka var mun minni nú
en 1969 eða 77,7% á móti
83.8% þá. Þó var kosningabar-
áttan sögð mun harðari nú, og
flokkum hafði fjölgað veru-
legaÞaðvirðist hins vegar ekki
hafa aukið áhuga kjósenda.
Margir virðast þeir Norð-
menn, sem harma þann per-
sónulega ósigur, sem úrslitin
urðu fyrir Bratteli og það engu
siður ýmsir andstæðingar
hans. Bratteli nýtur mjög al-
mennrar tiltrúar i Noregi,
sem heiðvirður, góðviljaður
og traustur leiðtogi. En hann
er laus við það, að vera lit-
rikur persónuleiki. Þar skilur
með honum og Olof Palme.
Pslme hefur minna almennt
traust, en hann kann vel að
vekja á sér áthygli og að vera
umdeildur. Ef til vill á það
eftir að reynast honum væn-
legra til sigurs.
ösigur Verkamanna-
flokksins má rekja til margra
ástæðna, m.a. þess klofnings,
sem reis innan flokksins
vegna aðildarinnar að Efna-
hagsbandalaginu. Veigamikil
ástæða er svo það, að hann
hefur ekki gætt aö sér á
stærstu vinnustööunum. Þar
hafa Sósíalski þjóðflokkurinn
og þó einkum kommúnistar
þrautskipulagt áróður sinn og
náð góðum árangri. Sósíal-
demókratar i Sviþjóð hafa
hins vegar gætt vel fjölmennu
vinnustaöanna og getur það
gert gæfumuninn.
ÁSTÆÐAN til þess, að
Verkamannaflokkurinn mun
mynda minnihlutastjórn,
þrátt fyrir fylgishrunið, er
hinn mikli kosningasigur
Sósíaliska-kosningabanda-
lagsins, sem fékk nú 16 þing-
sæti, en þeir flokkar, sem
stóöu að þvi, fengu engin þing-
sæti 1969. Að bandalaginu
stóðu þrir aðilar, eða
Sósialiski þjóðarflokkurinn,
Kommúnistaflokkurinn og
róttækir menn úr Verka-
mannaflokknum. Bandalagið
fékk 11.2% atkvæöanna, en
1969 fengu Sósfaliski þjóðar-
flokkurinn og Kommúnista-
flokkurinn samanlagt um
4.5% atkvæðanna. Athyglis-
.vert er, að sósialisku flokk-
arnir, þ.e. Verkamannaflokk-
urinnog Sósialiska kosninga-
bandalagið fá nú samanlagt
ekki nema 47.1% atkvæðanna,
þótt bætt sé við þeim 0,4%, er
Maóistar fengu, en 1969 fengu
Verkamannaflokkurinn,
Sósialiski þjóðarflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn 51%
atkvæðanna. Samanlagt fá
þessir flokkar þvi ekki meiri-
hluta atkvæða nú, þótt þeir fái
meirihluta þingsæta, eöa 78 af
155.
Trygve Bratteli
Samsteypustjórn Verka-
mannaflokksins og Sósíaliska
kosningabandalagsins er talin
óhugsandi, en hins vegar
þykir liklegt, að Sósialiska
kosningabandalagið verji
stjörn Verkamannaflokksins
falli, ef á þarf að halda. Utan-
rikismál munu þó sennilega
verða undantekning i þessum
efnum, þvi þar er ágrein-
ingurinn mestur, einkum i
sambandi við Nato. A þvi sviði
mun Verkamannaflokkurinn
geta treyst á stuðning
borgaraflokkanna.
Sósialiska-kosningabanda-
lagið á fylgi sitt vafalaust
mjög aö þakka Efnahags-
bandalagsmálinu. Þá mun
landhelgismálið hafa hjálpað
þvi i Norður-Noregi og viöar,
en það er eindregið fylgjandi
stækkaöri fiskveiöilandhelgi.
Þi ng m ei: n Sósialíska
kosningabandalagsins skiptast
þannig, að 12 tilheyra Sósial-
iska þjóöarflokknum, einn er
kommúnisti, og þrir tilheyra
Demokratiske Socialister, en
svo nefna þeir sig, sem gengu
úr Verkamannaflokknum.
BORGARALEGU flokk-
arnir svonefndu nutu þess
ekki, aö þeir fengu samanlagt
meirihluta .atkvæða, sökum
hins mikla klofnings i rööum
þeirra. Vinstri flokkurinn
gekk nú tviklofinn til kosning-
anna, en hann haföi klofnaö
vegna ágreinings um Efna-
hagsbandalagsmálið. Þaö
flokksbrotið, sem hélt nafninu,
fékk aðeins 2,3% atkvæðanna
og tvo þingmenn. Hitt flokks-
brotið, sem kallaði sig Nýja
þjóðarflokkinn og var undir
forustu Helge Seip, fékk 3,4%
og einn þingmann. Sjálfur
náði Seip ekki kosningu. 1
kosningunum 1969 fékk Vinstri
flokkurinn 9.4% og 9 þing-
menn. Margt bendir til, að
Kristilegi þjóðarflokkurinn
hafi grætt mest á hruni Vinstri
flokksins, en hann bætti við sig
sex þingsætum, eða jafn-
mörgum og Vinstri flokkurinn
tapaöi. Kristilegi þjóðarflokk-
urinn fékk nú 11.8% af
atk væðamagninu og 20
þingmenn, en fékk 1969 9,4%
af atkvæðamagninu og 14
þingmenn. Miðflokkurinn fékk
svipaða atkvæðatölu og siðast,
eða 6.8% i stað 6.7% og einum
þingmanni meira, eöa 21. 1
raun er atkvæðafylgi Mið-
flokksins meira en framan-
greindar tölur bera með sér,
þvi aö hann stóð að fram-
boðum með öðrum i nokkrum
kjördæmum, og fengu þeir
listar nú 5,9% eða svipað og
siðast.
Hinn nýi flokkur, sem
kenndi sig við foringja sinn
Anders Lange, og berst fyrir
afnámi skatta, fékk um 5%
atkvæðanna og fjóra þing-
menn. Þykir það furöugóð út-
koma, þvi að erfitt er að
taka Anders Lange alvar-
lega, eins og málflutningi
hans er háttað. Það hjálp-
aði honum nokkuð, aö
hann fékk frægan mann úr
mótspyrnuhreyfingunni, Erik
Gjems-Onstad hæstaréttar-
lögmann, til liös við sig og náði
hann kosningu. Þegar sigur
Anders Lange er tekinn
með i reikninginn, verður út-
koman hjá lhaldsflokknum aö
teljast sæmileg, en hann fékk
nú 17.2% atkvæðanna i stað
19,6% 1969. Þingmannatala
hans helzt óbreytt, 29 þing-
menn. Margt bendir til, að
Anders Lange hafi fengið
næstum þvi helminginn af
fylgi sinu frá Verkamanna-
flokknum, enda benti sitthvað
til þess fyrir kosningarnar, að
hann myndi ná frá Verka-
mannaflokknum allmörgum
kjósendum, sem voru
óánægðir með skattana.
Verkamannaflokkurinn hafði
þó i kosningastefnuskrá sinni
allmikla skattalækkun á lág-
launafólki. Ýmsir smáflokkar,
aðrir en Maóistar, fengu um
0,5% atkvæða og engan
þingmann. Maóistar fengu
0.4% eins og áður segir.
Talning atkvæðanna var
mjög spennandi, þvi að lengi
var tvisýnt, hvort sósialisku
flokkarnir eða borgaralegu
fengju þingmeirihluta. Staðan
var sósialsku flokkunum i vil
78 gegn 77, þegar endurtaln-
ingar hófust. Þá missti Verka-
mannaflokkurinn eitt þingsæti
til Ihaldsflokksins og höfðu
borgaralegu flokkarnir þá
meirihluta. Nokkru siðar
missti Miðflokkurinn sæti til
Sósialiska kosningabanda-
lagsins og hélt það sætinu við
nýja endurtalningu með fjög-
urra atkvæða mun. Þ.Þ.