Tíminn - 16.09.1973, Side 21

Tíminn - 16.09.1973, Side 21
20 TÍMINN Sunnudagur 16. september 1973 Sunnudagur 16. september 1973 TÍMINN 21 I 1 I Jóhannes Kolbeinsson. Einn af þekktustu ferðamönn- um Islands er Jóhannes Kolbeins- son. Svo viðkunnur er hann af vferöum sinum, og svo fjölmargir eru þeir orðnir, sem minnast ánægjulegra samskipta við hann á' feröalögum, að það stappar nasjri ókurteisi að ætla að kynna hann i blaðagrein. Enda er spjall okkar ekki til þess ætlað að bæta neinu við vitneskju hinna mörgu vina og góðkunningja Jóhannes- ar, sem ferðazt hafa með honum um byggðir og óbyggðir á liðnum áratugum. Hins er ekki að dyljast, að margir leggja litla stund á ferða- lög, þótt þeir hefðu ærna þörf fyr- ir útivist. Þeim væri hollt aö kynnast Jóhannesi Kolbeinssyni og fara með honum eins og eina öræfaferð. Þeir myndu án alls efa koma hressari heim aftur. Byrjaði snemma að ferðast Að svo mæltu snúum við okkur beint að efninu og byrjum að spyrja Jóhannes: — Hvenær byrjaðir þú reglu- bundin ferðalög? — Reglubundin voru þau nú ekki, en ég fór snemma að ferð- ast, þegar færi gafst. — Ferðaðist þú þá einn, eða varstu i félagi með öörum? — Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og var minn eigin herra á ferðum minum. — En hvenær tengdist þú Ferðafélagi Islands? — Það var um mjög likt leyti. Þetta gerist á árunum upp úr 1930. Það var árið 1933, sem ég gekk i Feröafélagið. — Varstu búinn að ferðast einn um landið — kannski gangandi — áöur en þú gekkst i Feröafélagiö? — Ekki um landið, — það er að segja ekki i þeirri merkingu, að ég ferðaðist um langvegu sýslu úr sýslu, en ég var mikið búinn að feröast hér um nágrennið til dæmis austan úr Arnessýslu og hingað til Reykjavikur. Þá leið var ég oft búinn að ganga, þvert 1111111111 Tímamynd: GE. yfir fjöll og vegleysur. En margar af þeim leiðum, sem ég gekk, voru talsvert fjölfarnar þá, bæði meö lestir og fjárrekstra. — Þú ert Arnesingur að upp- runa? — Já, alveg i húð og hár. Fædd- ist að (Jlfljótsvatni i Grafningi og átti þar heima fram yfir tvitugs- aldur. —■ Hvenær settist þú að i Reykjavik? — Það gerðist árið 1929, og sið- an hef ég átt heima hér. — Voru ekki vegirnir heldur ófullkomnir, þegar þið voruð að byrja að nota langferðabila? — Jú, það voru þeir, vægast sagt. Það var notazt við þetta, af þvi að menn þekktu ekki annað, en gott var það ekki. Vegurinn frá Þingvöllum að Laugarvatni og þaöan austur Laugardalinn að Geysi, var ekki annaö en rudd braut, sem fylltist strax i fyrstu snjóum. — Manstu, hversu lengi menn voru að komast, ja, segjum til dæmis frá Reykjavik austur á Selfoss? — Ég man það ekki nákvæm- lega,'en hitt man ég, að til Þing- valla, — sem er nærri jafnlangt og austur að Kotströnd — var tveggja klukkutima ferð á bil, og þótti ganga vel, ef maður var ekki lengur. Það er rösklega tvöfalt lengri timi en þaö tekur okkur núna að komast þessa leið. Óhöpp sjaldan, slys aldrei — Var ekki dálitið slarksamt i feröalögum á þessum árum? — Vegirnirvoru auðvitað verri og bilarnir hvergi nærri eins full- komnir og siðar varð. Aldrei urðu þó neinar stórtafir af þeim sök- um, hvaö þá slys. Ég man eftir þvi einu sinni, að við vorum að koma innan af Hveravöllum á tveimur átján manna bilum, sem þóttu glæsi- legir farkostir á þeim árum, — þetta var rétt um 1940. — Þegar við áttum eftir eitthvaö fjóra eða „SÁ, SEM ALLTAF ER AÐ HLUSTA Á VEDURSPÁ, FERDAST ALDREI NEITT' segir hinn alkunni ferðagarpur og fararstjóri, Jóhannes Kolbeinsson 1 fimm kilómetra niður að Gull- fossi, lá leið okkar yfir melöldu, sem heitir Pokakerling. Þegar annar billinn var kominn upp á ölduna, sökk hinn i, svo að hann sat á öxli. Undir var kviksyndis- leirefja, og skánin ekki nægilega sterk til þess að tveir bilar flytu yfir hana hvor á eftir öðrum. Nú var farið að ræsa fram og bera að grjót, og hinn billinn, sá sem yfir komst, fór að reyna aö taka i þann, sem niöri i sat. En þá fór ekki betur en svo, að hjöruliður- inn í honum brotnaði. Viö sátum nú þarna, með annan bilinn sokk- inn upp á grind i forarefju, en hinn með brotinn hjörulið. Það var óneitanlega heldur óglæsilegt útlit. Það kom þó I ljós, þegar að var gætt, að við vorum með ann- an hjörulið til vara, og nú var haf- izt handa að reyna að koma hon- um i. Það tókst um siðir, og það stóðst á endum, að þegar þvi verki var lokið, hafði tekizt að ræsa svo frá þeim bilnum, sem fastur var, og bera undir hann grjót, að hann gat ekið einn og hjálparlaust leiðar sinnar. Þá var ekki annað fyrir hendi en að aka sem leið liggur til Reykjavikur. Og allur stanzinn varð ekki nema tvær klukkustundir eða tæplega það. — Urðu aldrei bilveltur i þess- um ferðum ykkar? — Það er varla hægt að segja, að slikt hafi komið fyrir. Jú, ég man eftir þvi, þegar við vorum einu sinni að koma með Skiðafé- laginu ofan frá Skiðaskála, að billinn valt á hliðina rétt fyrir neðan skálann. En við reistum hann aftur við, og hann fór leiðar sinnar eins og ekkert væri. Þetta voru i rauninni ekki slys, heldur smávægileg óhöpp. Gönguferðirnar voru sinsælar — Hvað heldur þú að hafi verið margir i hverri ferð á þessum ár- um, svona upp og ofan? — Það gat oft verið nokkuð margt. Ég minnist gönguferðar á Hengil árið 1935. Þar voru um fjörutiu manns i för. Þetta sama vor var gengið á Skjaldbreið, og þá voru állka margir, eða litlu færri, eitthvað á milli þrjátiu og fjörutiu manns. — Voru gönguferðir vinsælar á þessum árum? — Já, þær voru það. — Þótti mönnum þetta ekki neitt mikið á sig lagt? — Nei, ekki svo mjög. Það má heita, að það væri háð sömu tak- mörkunum og nú: Ef gangan tók meira en fimm klukkutima, þótti hún of löng, en allt, sem þar var fyrir neðan, var talið innan hóf- legra takmarka. — Voru farnar skiðaferðir að vetrinum? — Já, já. Skiöafélagið starfaði á veturna., einmitt þann tima, sem starfsemi Ferðafélagsins lá niöri. — Hvert var þá einkum fariö? — Það var fariö upp i Skiða- skála, á Hellisheiði og Hengil, vitt og breitt, eins og hjartað girntist. Og þá voru menn á skiðum. L. H. Muller, kaupmaður, stofnandi skiðafélagsins, fór alltaf með hópinn upp á miðja Hellisheiði. Sjálfur gekk hann oft á Skálafell. Hann kallaði það sitt f jall og helg- aði sér hað — Manstu, hvenær Muller stofnaði skiðafélagið? — Ég held, að mig misminni það ekki, að hann hafi stofnað fé- lagið 27. febrúar 1914. Það á þannig sextugsafmæli á næsta vetri. — Það hefur nú oft verið lif og fjör i kringum ykkur i þessum ferðum? — Já, sannarlega var það. Það kom oft fyrir, þegar maður gekk á Hengil, að þar voru tuttugu til þrjátiu manns saman komnir, jafnvel þótt ekki væri neitt sér- stakt um að vera. Mönnum þótti útivistin góð, og þeir tóku fegins hendi þessari upplyftingu. Nú er orðið hljótt um Hengil og Innsta- dal, þar kemur varla nokkur maður lengur. — Iðkaðir þú skiðaiþróttina lengi sjálfur? — Ég stundaði skiðagöngur talsvert, en mikill brekkumaður varð ég aldrei. Ég byrjaði á þvi þegar i barnæsku að æfa mig i skiðagöngu og sömuleiöis að renna mér niður brekkur, auðvit- að á mjög ófullkominn hátt. Mér lét fremur vel að ganga á skiðum og gerði það um langt árabil, um það bil þrjátiu ár. — Hvernig var nú þessum skiðaferðum hagað? Þurfti ekki að lita eftir fólki, að það færi sér ekki að voða? — Það læt ég allt vera. Flestir virtust færir um að sjá um sjálfa sig. Auðvitað var fylgt nákvæmri timaákvörðun. Það var lagt af stað á tilsettum tima frá Reykja- vik, fararstjóri var jafnan með — það var lengst af Kristján Skag- fjörð — og siðan var ekið sem leið liggur upp að Skiðaskála og fylgt reglu Mullers að fara upp á miðja Hellisheiði, upp i Smiðjulaut. Það leiðst engum að setjast strax inn i skála og drekka kaffi. Menn urðu að ganga áður. Allir árstimar beztir — Þér eru örnefni auöheyri- lega töm. Þið hafið auðvitað orðið harla fróðir um þá hluti? — 0, jú. Þvi er ekki að neita, að maöur lærði öll helztu örnefni á þeim svæðum, sem ferðazt var um. Það þekkja flestir Skálafell, Skarðsmýrarfjall, Hengil, Innstadal, Sleggjubeinsdali og Lambahrygg. Reyndar brenglað- istnafniðá Lambahrygg, og sum- ir foru að kalla hann Selggju- beinsskarð, en það er ekki rétt. Þetta svæði heitir Lambahryggur og siöan Innstidalur þegar upp á hrygginn er komið. — Við höfum minnzt hér bæði á sumar- og vetrarferðir. Hvenær á árinu þótti þér skemmtilegast að ferðast? — Alltaf. Það eru allir timar ársins jafnskemmtilegir til ferða- laga, þvi að hver árstimi hefur sina sérstöku fegurð. Um sein- ustu helgi fórum við upp á Hlöðu- velli, þeir eru á Laugdælaafrétti, og þar er skáli, sem Feröafélagið er að kaupa að hálfu af upprekst- rarfélagi Laugdæla. Siðan ber fé- laginu skylda til þess að halda skálanum við og sjá svo um, að þar sé jafnan nóg af öllu. Laug- dælir fá aftur á móti að nota skál- ann I smalamennskum vor og haust, og yfirleitt hvenær sem þeir þurfa á að halda, eins og var, á meðan þeir áttu hann einir. Þegar við nú vorum þarna á laugardaginn var, fengum við slikt afbragðsveður, að annars eins má lengi leita. Við ókum i kringum fjallið á bil, sem tekur þrjátiu og fjóra menn, og það er ekki verri vegur en svo, að okkur sóttist ferðin greitt, þótt billinn væri þetta stór, og að ekki sé hægt að segja að mannshönd hafi snert við vegagerð á þessari leið. — Hvernig land er þetta eigin- lega? — Það er á milli hrauns og hliða. Hraunið nær ekki alveg að fellinu, en það hefur rutt niður skriðum, og eftir þeim er hægt að aka. A stöku stað þarf að fara I gegnum hraunhöft, sem eiginlega eru ekki teljandi. Um kvöldið var blæjalogn, al- stirndur himinn og glampandi tunglsljós. Lognkyrr siðsumar- kvöld og stjörnunætur eru eitt- hvert fegursta veður, sem hægt er að kjósa sér. Útilegumenn og bólstaðir þeirra — Finnur þú aldrei til likt og þú værir útilegumaður, þegar þú ert staddur einhvers staðar lengst inni á öræfum? — Ég finn að minnsta kosti ekki til neinnar sektarkenndar (og nú hló kempan, svo að sitt skeggið hristist fagurlega). — Hitt er annað mál, að þar er víð- ast hátt til lofts og vitt til veggja, og vera má, að útilegumenn for- tiðarinnar hafi orðið þeirra töfra varir, eins og ég. Mönnum getur lika fundizt þeir vera litlir, and- spænis hrikaleik öræfanna, en þegar maður er að ferðast þar að gamni sinu, umkringdur glöðum ferðafélögum og með allt hugsan- legt öryggi i bak og fyrir, þá verð- ur viðhorfið sjálfsagt nokkuð ann- að en hjá sekum og umkomulaus- um mönnum, sem tekið hafa það ráö að flýja til fjalla i veikri von um undankomu. — Hefur þú nokkurn tima fund- ið merki um útilegumannabyggð- ir? — Já, þeir hafa verið hingað og þangað, og meira að segja hér i næsta nágrenni Reykjavikur, eða svo að segja. Ég hef rekizt á ból- staði útilegumanna hérna i kring- um Hengilinn, eða leifar af þeim, réttara sagt. A tveimur stöðum eru þessar leifar mjög greinileg- ar, en á einum stað eru þær óglöggar. — Hvenær fannst þú þessar rústir? — Það er orðið nokkuð langt siðan ég fann þessa, sem ógreini- legust var. Það má segja, að það sé jafnt aldri Ferðafélagsins. Nyrzti hausinn á Henglinum heit- ir Skeggi. Við vorum eitt sinn i grenjaleit og fundum þá á mó- bergshryggjum fyrir sunnan Dyradalinn, greinilegt mann- virki, sem naumast getur verið gertaf öðrum en útilegumönnum. Það er þarna hellisgapi i berg- stalli, og þar komu i ljós leifar af grótgarði, sem hlaðinn hafði ver- iö upp i gapann. Allt var þetta hrunið, nema undirstaðan, og ein- ir þrir steinar, sem la'gu þar ofan á. Hins vegar fór það ekki neitt á milli mála, að þetta var af manna höndum gert. Hellismunninn snýr á móti norðri, svo að sjálfsagt hefur verið kaldsamt að búa barna. oe eióstuet hefur bað ver- ið, „þegar hann blés á norðan.” — Þarna hefur ekki verið neitt vígi? — Nei, vigi er þar ekkert, þvi að það er hægt að ganga af sléttu, beint inn i hellisopið. Aftur á móti fann ég einu sinni gamlan bólstað útilegumanna, sem auðsjáanlega er valinn með það fyrir augum, að þaðan sé hægt að verjast að- sókn óvina. Ég var á ferð i Innstadal sum- arið 1934, var að koma heim úr sumarfrii og gerði þá það, sem stundum hendir mig, að ég fór út af alfaraleið, gekk inn Miðdal og Innstadal, og var svona með aug- un hjá mér, án þess ég væri þó að leita að neinu sérstöku. Sá ég þá allt i einu, hvar einhver missmið var uppi I bergstalli. Þar var hellisskúti, og ég sá ekki betur en að eitthvað hefði verið hreyft við náttúrunnar verkum úti fyrir hellismunnanum. Ég fór nú þarna alveg að, og þegar ég kom- að berginu, var greinilegt, að höggv- in höfðu verið i það spor, til þess að hægt væri að komast upp i skútann. Þegar upp kom, leyndi sér ekki, að þarna hafði maður eða" menn hafzt viö, þvi að fyrir hellismunnann hafði verið hlað- inn mikill grjótgarður, sem enn stóð nokkuð vel. I einu horninu var grjótbálkur, og i gólfinu var mikiö af nautabeinum, sem brot- in höfðu verið til mergjar. Það fór ekki neitt á milli mála, að þarna höfðu menn hafzt við. Um þessa útilegumannabyggð er til grein, sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins árið 1939, 30. janúar minnir mig, eða eitthvað nálægt þvi. Greinin er skrifuð af Þórði Sigurðssyni, sem þá var bóndi á Tannastöðum. Hann lézt fyrir eitthvað tæpum tuttugu ár- um, kominn á tiræðisaldur, fróð- leiksmaður mikill. — Og þessi bústaður er valinn með vigi i huga? — Já, það er hafið yfir allan efa, að staðurinn er fyrst og fremst valinn með það fyrir aug- um, að þaðan megi verjast. Þriðju rústina fann ég svo ekki fyrr en fyrir skömmu. Það eru eitthvað fjögur eða fimm ár siðan ef ég man rétt. Við vorum að ganga um Marardal og Digraveg til Nesjavalla frá Kolviðarhóli. Við gengum eftir gildragi, og kom ég þá allt i einu auga á einhvern samanburð af grjóti. Ég fór að at- huga þetta, — og mikið rétt: Þarna hafði verið hlaðinn kofi fyrir smá-hellisgjögur, og borið þar að talsvert af grjóti. Þetta getur tæplega verið neitt annað en gamalt útilegumannahreysi. Það er finnanlegt i heimildum, að á fyrstu árum átjándu aldar, aö minnsta kosti fyrir 1720, var i Ölfusi maður, sem hét Eyvindur Jónsson. Hann lagðist tvisvar út, og lenti meðal annars á flakki sinu vestur i Dali. Eftir lýsing- unni á staðnum, þar sem hann fannst, gæti það vel hafa verið hans bústaður, þetta hreysi, sem ég gekk fram á fyrir sunnan Marardalinn. Fólk spyr gjarna um þetta — Ertu gjarna með það i huga að finna útilegumannabyggðir, þegar þú ferðast um landið? — Nei, ekki er það nú. Þetta verður svona eins oe ósiálfrátt og án þess að ég ætlist beinlinis til þess. Ég hef alltaf verið fljótur að veita þvi athygli, ef eitthvað ber fyrir augu, sem náttúran sjálf hefur ekki gert — eitthvað, þar sem mannshöndin hefur komið við sögu. — Hefur þú kannski fundið fleiri rústir en þær, sem þú varst að segja frá? — Það get ég ekki sagt. Það er ekki hægt að telja það með, þótt maður sé orðinn sæmilega kunn- ugur stöðum, þar sem margir hafa komið og allir kannast við, aöminnsta kosti af afspurn. Auð- vitað hef ég komið að kofum Fjalla-Eyvindar, bæði á Hvera- völlum, i Eyvindarkofaveri, Herðubreiðarlindum og Hvanna- lindum, þótt sumir dragi nú reyn- dar i efa, að hægt sé að eigna hon- um þennan siöast talda kofa. Ég held þó, að þar hafi Eyvindur ver- iö. Það er alveg hans handbragð á þeim mannaverkum, sem þar eru enn sjáanleg. —• Spyr fólk þig um örnefni og útilegumannabyggðir, eða láta menn sér á sama standa um slika menningarsögu? — Langflestir hafa áhuga á þvi að fá frekari vitneskju um þess háttar hluti. Að visu er ósköp litiö vitað um margar þessar rústir, þótt menn þykist vissir um, að þar hafi sakamenn eða aðrir úti- legumenn hafzt við um lengri eða skemmri tima. Nú, stundum er það beinlinis inni á ferðaáætlun- inni að koma á staði eins og Eyv- indarkofaver, Hvannalindir og aðra slika, og þá eru flestir það fróðleiksfúsir að vilja meira um staðinn vita.Þegar komið er á Hveravelli vilja allir sjá tóftina hans Eyvindar. Til eru enn eldri rústir, sem eiginlega enginn veit neitt um, eins og rústirnar i Hvitárnesi. Þar eru mjög greinilegar bæjar- rústir, og skáli Ferðafélagsins stendur þar rétt hjá. Það eru að- eins nokkrir metrar frá skála- stafninum að rústunum. Þvi má skjóta hér að, að þetta er elzti skáli Ferðafélags tslands, reistur árið 1930. Yfirsmiður við hann var Jakob Thorarensen, skáld. Hvað um Þórsmörk? — Hefur þú ekki komið á öll bæjarstæðin i Þórsmörk? — Jú, jú, það hef ég gert. Reyndar eru þau nú ekki nema þrjú, Þuriðarstaðir eru vestur i Rananum, talsvert vestan Húsa- dals. Þar er allt blásið og sést ekki annað en steinar úr hleösl- um. Þó hafa fundizt þar minjar um mannabyggð. Að Steinfinns- stöðum, inni á Kápu, kom ég einu sinni með Gisla Gestssyni, safn- verði. Hann fann þar eyra af svo- kallaðri grýtu, — það voru litlir pottar, sem kallaðir voru þessu nafni. Þessi grýta hafði verið búin til úr norskum tálgusteini, sem alls ekki er til hér á landi. Þarna fundum við lfka herzlustein, sem notaður hefur verið til þess að herða sniðla, en sniðlarnir voru eitt þeirra verkfæra, sem kola- gerðarmenn notuðu. Þeir voru notaðir til þess að afkvista lurk- ana, sem svo gengu til mannsins, sem kurlaði lurkana með öxi. Blað sniðilsins var um það bil tuttugu sentimetrar á langd — og nú fundum við stein með rauf, sem verið hefur nákvæmlega mátuleg til þess að stinga i hana sniðli. Það hefur verið látið kalt vatn I raufina og þar hefur svo sniðilsblaðið verið hert. — Nú hefur það orð legið á, að i Þórsmörk hafi byggð þótt heldur óhæg sökum reimleika. Hvaða skoöun hefur þú á þeim málum? — Ég hef litið um þau mál heyrt, ég hef litla skoðun á yfir- náttúrlegum hlutum, enda litla reynslu af þeim. Hitt er alveg augljóst, að byggðarmönnum hefur ekki verið neitt sérlega vel við fasta búsetu i Mörkinni, þar sem fé þeirra hafði gengið úti svo lengi sem elztu menn mundu, og vafalitið öldum saman. Búskapur i Þórsmörk hlaut óhjákvæmilega að skerða þau hlunnindi til mik- illa muna. — Kannski byggðarmenn hafi sett draugaganginn á svið til þess að hræða fólkið i burtu? — Hver getur sagt um það? Ekki ég. En annað eins hafa nú tslendingar brallað, þegar þeir hafa þótzt eiga hagsmuni sina að verja. En hvað sem þvi liður, þá er hitt að minnsta kosti stað- reynd, að fólkið, sem setzt hafði að I Þórsmörk, fluttist þaðan aft- ur eftir skamma veru þar- Sjálf- sagt hefur þvi lika þótt staðurinn I meira lagi afskekktur, og vist væri það ærin ástæða til brott- flutnings þaðan, jafnvel þótt ekki hafi neitt annað komið til. Brautryðjendur. — En svo að við snúum okkur aftur að Ferðafélaginu: Hvernig greiddist leiðtil öræfanna, þannig að komizt yrði þangað á bilum? — Það má segja, að leiðin greiddist strax pg menn tóku upp þann hátt að fara með bilinn allt sem hann komst, alveg eins og gert var með hestana áður. Það var Sigurður Jónsson frá Laug, sem tvimælalaust var brautryðj- andi i þvi að opna öræfin fyrir bilaumferð. — Hvað um árnar? Voru þær ekki allar óbrúaðar þarna upp- frá? — Þegar Sigurður og félagar hans fóru meö sinn bil i fyrsta skipti norður Sprengisand, þá skipulögðu þeir farkostinn yfir Tungnaá. Þeir sem sagt tóku bil- inn allan i sundur, eftir þvi sem þurfti, og fluttu hann siðan á ferju yfir straumþunga ána. Það var i meira lagi vel af sér vikið, enda þótt billinn væri aðeins vörubill, Gamli-Ford. — Veiztu, hverjir voru með Sig- urði i þessari för? — Það voru þeir kapparnir, Einar Magnússon, menntaskóla- kennari, sem siðar varð rektor, Valdimar Sveinbjörnsson, iþróttakennari og Jón Viðis, vegamælingamaður. Ég ætla annars ekki að fjölyrða neitt frek- ar um ferð þeirra félaganna, enda getur Einar Magnússon lýst henni margfalt betur en ég. Akstur á öræfum. — Hálendisgróður — — Brýr. — — Nú hefur mikið verið talað um bilaakstur á öræfunum og margir eru hræddir um gróðurinn fyrir umferðinni. Hvað finnst þér um þetta? — Það á ekki að vera nein hætta að aka um öræfin, ef það er gert með fullri skynsemi. Ef menn, aftur á móti, gera sér leik að þvi að aka upp grasi grónar brekkur og spæna i sundur, eins og margir ökuglaðir menn gera, þá eru það hin mestu náttúruspjöll, bæði frá sjónarmiði nytsemdar og fegurð- ar. Gróður hálendisins er við- kvæmur og þolir illa hnjask, en hann er lika fljótur að notfæra sér áburð. — Vantar ekki enn viða brýr, til þess að hægt sé að komast með sæmilegu móti um hálendið? — Þær eru óðum að koma. Það er til dæmis komin ný og fin brú á Hvitá, fyrir innan Bláfell, en gamla brúin af Soginu hefur lokið hlutverki sinu. Hún var búin að duga bæði vel og lengi. Hún var á Soginu frá 1905 tii 1935, en var þá rifin, flutt inn fyrir Bláfell og byggð yfir Hvitá, jafnóðum og hún var rifin niðurfrá. Ég held, aö fyrsta notkun hennar hafi verið, þegar leitarmenn ráku safn yfir hana nýbyggða haustið 1935. Ég kom þarna inneftir á páskum 1936. Þá var brúin fullsmiðuð, en skúrarnir, sem brúarmenn höfðu hafzt við i, stóðu þar enn. — Nú er lika komin brú á Kreppu, svo að menn geta komizt hindrunarlaust I Hvannalindir og Kverkfjöll. Það var mikilli hindrun rutt úr vegi, þar sem Kreppa var. Hér er gróðurinn i sókn. — Nú hefur þú, Jóhannes, verið nákunnugur umhverfi Reykja- vikur siðastliðna hálfa öld. Finnst þér gróður á þessu svæði hafa aukizt eða minnkað, siðan þú manst fyrst eftir? — Þessari spurningu er fljót- svarað. Fyrir fimmtiu árum fór ég á sólbjörtum haustdegi yfir Hellisheiði. Þá var allt svart yfir að lita, sem nú er orðið grænt. Þetta ber ekki svo að skilja, að það hafi allt verið svart grjót. Það var grásvartur mosi. Nú er komið gras i mosann, sem gerir hann grænan yfir að lita. Hérna i Vötn- unum voru tjarnir, sem þornuðu upp, svo að eftir varð moldarflag, sem. sprakk i þurrkum, eins og blaut flög gera, þegar þau þorna, og að þeim voru grafnir bakkar. Framhald á bls. 39. 1 1 I | I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.