Tíminn - 16.09.1973, Síða 30

Tíminn - 16.09.1973, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 1S. september 1973 nú var enn einu sinni að troða svila sinum um tær. Hann keypti húsið og hefur átt þaö æ siðan. Hrakfaliabálkur Þrátt fyrir afbrýðissemi Tinu út I aörar konur, leit hjónabandiö út fyrir aö vera hamingjusamt. Eiginmaöur hennar virtist sýna henni alla eftirtekt. Einu skiptin sem þau dvöldu ekki saman voru þau sem hún dvaldist i St. Moritz. Ekkert gat haft áhrif á hrifningu hennar á St. Moritz, ekki einu sinni annað fótbrot og jafnvel enn verra slys,sem hún mátti þakka fyrir aö sleppa lifandi frá. Hún ók hratt eftir Isilögðum veginum til St. Moritz, ásamt vinkonu sinni, greifynjunni Marinu Cicognu, þegar billinn rann til og rakst á annan. Tina þeyttist út i brotna framrúðuna og skarst illa i and- liti. I Bretlandi fékk hún svo frá- bæra meöferð hjá læknum að eftir tvo mánuöi sást varla nokkuð á andliti hennar. Sama ár, 1954, fóru Ari og Tina til Kiel, þar sem ný lystisnekkja, sem hann hafði pantað beið eftir henni. Snekkjan hét „Christina”. 1 henni voru átta herbergi, smekklega búin húsgögnum. Málverk i borðstofunni sýndu Ara, Tinu og börnin I Imynduðum stellingum. Glerið, postulinið og silfrið var allt með þekktum vörumerkjum. A þilfarinu var italskur hraðbátur, hálf tylft hraðbáta, tveir trefjaplastbátar til að veiða djúpfiska. Snekkjan sigidi til Monte Carlo og Tina kom nú inn i heim, sem jafnvel hún þekkti ekki. Randolph Churchill kynnti föður sinn fyrir þeim, en það var byrjunin á vin- áttu miili þeirra. John F. Kennedy hitti Sir Winston um borð I Christinu. Fólk eins og Gary Grant, Grace Kelly og Raini er prins voru gestir þar. „Christ- ina” varð vettvangur auðkýfinga og „fins” fólks hvaðanæva að úr heiminum. Glæsilegar konur löð- uðust að Onassis. Maria Callas kemur tii sögunnar. Það var um þetta leyti I Fen- eyjum, sem Onassis hitti Mariu Callas. „Þó að ég hefði aldrei hitt Mariu Callas áður hafði ég lengi verið aðdáandi hennar”, sagði Onassis siðar. Hann tók það fram, að þaö hefði ekki verið hin óvið- jafnanlega rödd hennar, sem heillaði hann, heldur barátta hennar þegar hún var ung stúlka i þýzk-herteknu Grikklandi og dugnaður hennar að ná toppnum. Áhrif söngkonunnar á eigin- manninn gátu ekki farið fram hjá Tinu. Hún vissi vel að enginn af þeim konum,sem Onassis þekkti, hafði slfk áhrif sem Callas. Onassis bauö söngkonunni og eiginmanni hennar á siglingu eins og hann gerði raunar oft, þegar hann hitti fólk sem honum likaði. Tina lék hinn kurteisa gestgjafa og sýndi Callas snekkjuna, en söngkonan virtist þvinguð og eiginmaöur hennar, Signor Meneghini óhamingjusamur. Þegar á ferðina leið eyddi Onass- is æ meiri tima með Callas og Tinu skildist að hann var að verða stöðugt hrifnari. („Hvernig gat ég varið mig gegn nýjum Odys- seifi”? á Meneghini að hafa sagt siöar). Þegar snekkjan kom til Feneyja, bauð Onassis Callas og Meneghini einkaflugvél sina til heimilis þeirra i Milanó. Onassis heimsótti þau Callas og Meneghini i einbýlishús þeirra I Milan. Ekki löngu siðar sáust Ari og Callas saman i næturklúbbi og blöðin morguninn eftir birtu myndir af þeim. Þau birtu einnig fullyrðingar um að hjónaband Calias og Meneghinis væri farið út um þúfur. „Milli min og herra Onassis er aðeins innileg vin- átta”, sagði Callas. Skilnaöurinn. Tina sagði börnum sínum, að þau myndu nú snúa til Parísar. Asamt Alexander og Christinu yfirgaf hún „Christinu” fyrir fullt og allt. Þau fóru beint til heimilis föðurhennar. Daginn eftir flaug Ari til Parisar og krafðist þess að sjá konu sina. Þar var róstusam- ur fjölskyldufundur. Ari skipaði Tinu að snúa aftur til sin. Hún neitaði. Onassis var viss um að allt hefði farið ööru visi ef slúðriö hefði ekki komið til. „Ef hefði ekki verið gerð svona rómatísk saga úr þessu, værum viö Tina enn gift”, sagði hann. Tina hóf að endurreisa lif sitt. Eina manneskjan sem gat hjálp- að henni var Eugenia systir henn- ar. Hún þarfnaðist friðsældar og tilbreytingar frá hinu vanalega umhverfi sinu og það fann hún á Aegan eyjunni sem Niarchos átti. Enginn vafi leikur á að skilnað- ur Tinu við Onassis færöi hana nær mági sinum, en um þetta leyti var ekki um að ræða dýpri vináttu. í raun og veru var það vegna Niarchosar sem hún hitti næsta eiginmann sinn. Meðal gestanna sem Niarchos bauð tii veiða á eyjunni var Marquis af Blandford, sem Tina hafði áður hitt i St. Moritz. Niarchos lét þau hittast aftur bæði I Paris og London. Hélt hann að Tina væri tilbúin til að giftast aftur og það hinum nýlega fráskilda „Sonny” Blandford, erfingja hertogans af Marlborough, vini Margrétar prinsessu? Enn eitt slys i St. Moritz. Þennan vetur fór Tina til St. Moritz, þar sem Niarchos hafði látið henni i té eitt af einbýlishús- um sinum. Hún varð stöðugt áræönari i hættulegum skiða- brautum.enda urðu afleiðingarn- ar samkvæmt þvi. Dag nokkurn fór hún svo hratt frá toppinum á Piz Nair fjallinu að skiöakennar- inn hennar gat tæplega fylgt henni eftir. Hún datt og gat ekki Núverandi eiginkona Onassis, Jackie, ásamt Christinu, dóttur Tinu og Onassis Onassis um það leyti sem hann var i tygjum við Mariu Calias staðið á fætur. Rannsókn leiddi i ljós alvarleg meiðsli i hnéskel- inni, alvarlegustu meiðsli sem hún hafði nokkru sinni hlotið. Þegar ég hringdi til Tinu, gerði hún hraustlega tilraun til að vera glaðleg, en uppgjafartónn læddist alltaf með öðru hvoru. „Já, ég lft út fyrir að vera mesti hrakfalla- bálkur”, sagði hún. Tina óttaðist að lif hennar og óhöpp yrðu einum of mikið i sviðsljósinu”, sagði hún. Hún ætti við eftirlætismáltæki fyrr- verandi eiginmanns sins á frönsku: „Pour etre heureux, il faut vivre en cachette”. (Til þess að vera hamingjusamur, verður maður að lifa i skugga). Batinn tók langan tima. Vinir komu frá London til aö heimsækja hana. Gifting inn i enskan aðal Einn af þeim var Marquis af Blandford. Hann fór með hana I langar ökuferðir og heimbo.ð til heimilis sins I Blenheim höll. Það þótti þvi ekkert undarlegt, þegar Tina opinberaði aðra trúlofun sina. Vegna þess að bæði voru frá- skilin var ekki um kirkjubrúð- kaup að ræða i Englandi. Auk þess vildi Tina giftast I grisk- kaþólskri kirkju. Vegna þess að foreldrar hennar bjuggu i Paris var ákveðið að brúðkaupið skyldi haldið þar, i október 1963. Niarchos bauð þeim nýgiftu eyjuna sina til að eyða hveiti- brauðsdögunum og auk þess lystisnekkjuna „Creole”. Siðan sneri Tina til Blenheim hallar, til formfastara lifs en hún hafði nokkru sinni lifað. En ekki leið á löngu þar til hún var komin aftur i lifið og fjörið i St. Moritz. E.t.v. var aðeins hugsunin um höllina (185 eyðileg herbergi), sem angraði konu með hennar skap. A.m.k. kom fíjótt i ljós að annað hjónaband hennar ætlaði ekki að heppnast. 1 miðjum vandræðum sinum fékk hun hraðskeyti frá Eugeniu: Eiginmaður hennar hafði yfirgefið hana. Niarchos tekur saman við Charlottu Ford Vandræðin mátti rekja aftur til sumars i Antibes, þegar bróðir þeirra Tinu, Georg, hafði komið með Charlottu Ford til þeirra Eu- geniu og Stavrosar. Niarchos bauð Charlottu i mat og afleiðing arnar urðu örlagarikar. Eugenta sagöi honum, að hún hefði ekki haft nein föt með sér. Hann stakk upp á. að hún keypti sér kjól I Antibes, en hún sagðist ekki vilja eyða peningum I það. Þá kallaði Niarchos hana 1 áheyrn Charlottu „þá ómerkilegustu se, mann hefði nokkurn tima hitt” en I staöinn kallaði hún hann „hundleiðinleg- an” og „gamlan karlskarf.” Fimm árum siðar hittust Niar- chos og Charlotta aftur i St. Mor- itz og voru of mikið saman að dómi Eugeniu. Stuttu siðar bað Niarchos um skilnað. Þá þegar var Charlotta komin með trú- lofunarhring, demantshring virði hálfrar milljónar dollara. Niar- chos fékk skilnað. Þegar hann kom með Charlottu ófriska aftur til St. Moritz, þá fullvissaði hann Eugeniu samt um að þetta væri aðeins augnablikshrifning og þau (hann og Eugenia) mundu verða saman aftur áður en langt um liði. Það liðu 14 mánuðir áður en Niarchos skildi við Charlottu. Þau eignuðust dóttur, Elenu. „Ég veit núna hvað það þýðir að vera gift Grikkja”, sagði Charlotta beiskjulega. Fjölskylduvandræði A meðan á öllu þessu stóð, hafði Tina öðru að sinna, nefnilega börnunum sinum. Bæði Tina og Onassis voru sammála um^að það yrði fyrirtak ef Christina dóttir þeirra giftist Peter Goulandris, erfingja annarrar griskrar skipa- fjölskyldu. En þó að ástin blómgaðist um tima, varð Christina brátt laus og liðug aftur. Og þá ákvað Alexander, þrátt fyrir mótstöðu foreldra sinna að giftast ákaflega fallegri konu, sem var 15 árum eldri en hann, Fionu Thyssen. Hún hafði áður verið gift forrikum iðjuhöldi, Heinrich Thyssen, en var nú skil- in við hann. Aldrei varð þó úr giftingunni. „Það gerði andstað- an heima fyrir”, sagði Fiona sorgmædd. Þó að Tina og Sonny rifust aldrei var ljóst að leiðir myndu skilja. Stuttu siðar komst fyrsti eiginmaður hennar á forsiðurnar á öllum timaritum, vegna um- talaðasta hjónabands okkar tima: Hjónabands Ara Onassis og Jackie Kennedy. Dauði Eugeniu. Þá varð hún fyrir annarri og óhugnanlegri reynslu. „Dauðinn á Spetsopoula” sögðu blaðafyrir- sagnirnar. Systir hennar Eugenia hafði dáið á einkennilegan hátt. Sögur um hvað gerðist á Spetso- poula eru ýktar og litaðar. 1 lög-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.