Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 40
Sunnudagur 16. september 1973 fyrir gúóan mai ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - * Jé * Úr minjasafni Vegagerðar ríkisins við Borgartún: Fáikafáni, sem blakt hefur fyrr- um við hún við brúarvígslur og konunglegir ferðakamrar, sem yfir var tjaldað, þegar þörfin kallaði að „Jú — það er reyndar sitt af hverju frá liðnuni tima i áhalda- húsi Vegagerðarinnar, og jafnvel sumt, sem ekki kemur v'egagerð i landinu beinlinis við. Embætti vegamáiastjórans er sem sagt eins konar erfingi landsverk- fræðingsembættisins. Það eru til dæmis varðveitt gömul mæiinga- . tæki, hestvagnar, sem notaðir voru iengi við vegagerð, gamali og siitinn fálkafáni, sem dreginn hefur verið að hún til hátiða- brigða við brúarvigslur eða önnur slik tækifæri og heilmikið af svo- , nefndum kilómetrasteinum. Svo' eru þar kostulegir kamrar, sem þannig eru úr garði gerðir, að þá má leggja saman og flytja þá þannig á klökkum eða kerrum og setja upp i flýti og tjalda yfir. Sú saga fylgir þessum kömrum, að þeirséu haria virðulegir gripir og hafi verið notaðir við konungs- komu.” Þannig fórust Jóni Birgi Jons- syni, verkfræöingi hjá Vegagerð rikisins, orö við okkur Timamenn, er viö hringdum á hann. Jón Birgir hefur sem sé gert sér seVstakt far um að stuðla aö þvi, að ýmsum minjum úr sögu vegagerðar á tslandi verði haldið til haga. Eitt af þvi sem hann hefur leitazt við að bjarga, eru svo- kallaðir kilometrasteinar, sem reistir voru við vegi.með áhöggn- um tölum á fimm kilómetra millibili lengi fram eftir árum. Mun sá siður vera nálega jafn- gamall vegagerð i landinu. Upphaflega hafa þeir verið viða um landið meðfram vegum, en hafa á seinni áratugum týnt mjög tölunni. — Ég hef stutt að þvi eftir getu, að alltslikt verði tekið til handar- gagns, ef hætta er á, að það glatist ella, sagði Jón Birgir. Þess vegna hef ég lagt fyrir verkstjóra okkar, sem vita kunna um kiló- metrasteina, að koma þeim i vörzlu Vegagerðar rikisins, til dæmis i næsta áhaldahús eða sjá um, að þeir komizt á byggðasafn, sé við búið, að þeir týnist að öðrum kosti. En það er einmitt svo margt af þessu tagi, sem vill fara forgörðum i þvi umróti, er fylgir nýrri verktækni. Og þó að kilómetrasteinarnir verði ekki beinlinis fyrir mikilvirkum vinnuvélum velta þeir um koll með tið og tima, sökkva i jörð eða fara á kaf i sinu, og glatast siðan, ef ekki er að gætt, einkum þegar gamlir vegir leggjast af. Ég hef heyrt, þó að ég viti ekki Framhald á bls. 39. Efri myndin er af 50 kiló- metrasteininum við Þing- vallaveginn. Þannig var talan meitluð í tilhöggna stein- dranga, sem reistir voru upp og seinna múraðir niður svo aö þeim væri ekki velt um. Timamynd: GE. Neðri myndin er aftur á móti af fcröakömrunum góðu, sem leggja mátti samanog hengja á klakk. En mcð þvi að við viljum koma i veg fyrir mis- skilning, látum við þess út- þrykkilega getiö, að það er ekki konungur, sem hefur tyllt sér á annað gagniö I skjóli við steinana. En annaö mál er, hvort það kynni að vera prins. Viö eftirlátum lesendum að ráða þá gátu, ef þá kynni að fýsa að komast til botns f þvi. Timamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.