Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.10.2004, Qupperneq 10
10 29. október 2004 FÖSTUDAGUR Markmið Sameinuðu þjóðanna: Helmingi færri fátækir 2015 ALÞJÓÐAMÁL Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram áætlun um hvernig ná megi markmiðunum sem sett voru í svokallaðri þús- aldaryfirlýsingu SÞ. Þúsaldarmarkmiðin miða meðal annars að því að minnka sára fá- tækt um helming í heiminum, að öll börn njóti grunnskólamennt- unar, staða kynjanna verði jöfnuð á öllum skólastigum og að dregið verði stórlega úr barnadauða um leið og heilsu- vernd verði aukin. Þetta kemur fram í stiklum utanríkisráðu- neytisins um alþjóðamál. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að halda beri áfram að stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnt er að því að þessum markmiðum verði náð í nokkrum áföngum fyrir árið 2015. Þá kemur fram að þrátt fyrir nokkurn árangur í baráttunni gegn fátækt og hungri, sérstak- lega vegna aukinnar efnahags- legrar velmegunar Kína og Ind- lands, þá búi enn stór hluti mannkyns við örbirgð. Mikill munur er á framþróun milli heimsálfa og standa Afríkuríki sunnan Sahara sérstaklega höll- um fæti þar sem um helmingur íbúa býr við sára fátækt, sama hlutfall og 1990. ■ Írland: Hættulegur regnstormur ÍRLAND, AP Rafmagn fór af, um- ferð tepptist og ferjur héldu sig við bryggju í versta regnstormi haustsins á Írlandi. Mestur var vindurinn á suðurströnd Írlands, þar sem vindhviðurnar fóru upp í 110 km/klst. Í Dublin lenti maður í lífs- háska þegar hann lenti í sjálf- heldu á göngubrú á sjávarströnd- inni, en þyrlumenn björgunar- sveitanna drógu hann upp og björguðu honum. Írska landhelg- isgæslan hefur varað fólk við því að þvælast um bryggjur, kletta eða strendur til að eiga ekki á hættu að fjúka út í sjó. Veður- stofan spáði áframhaldandi stormi í tvo sólarhringa, sem gæti valdið miklum flóðum. ■ ÞINGMAÐUR HANDTEKINN Einn af helstu andstæðingum Robert Mugabe, forseta Simbabve, var handtekinn þegar hann reyndi að flýja land að sögn yfirvalda til að flýja fangavist. Hann var dæmd- ur í árs fangelsi fyrir að ráðast á tvo þingmenn. Sjálfur sagðist Roy Bennett hafa ætlað að snúa aftur næsta dag. ■ AFRÍKA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA gildir nú í allar utanlandsferðir MasterCard ferðaávísunin kreditkort.is Nú getur þú notað MasterCard ferðaávísun í allt millilandaflug; pakkaferðir, áætlunar-, leigu- eða netflug, hjá þeim ferðaskrifstofum og flugfélögum sem taka við ávísuninni, hvert sem ferðinni er heitið Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun* í hvaða banka eða sparisjóði sem er og þín bíður 5.000 króna ferðaávísun við afhendingu korts. Í hvert skipti sem þú notar kortið aukast líkurnar á að þú vinnir 500.000 króna ferðaávísun til að fara í þína draumaferð. Nú er því rétti tíminn til að fá sér MasterCard. *Fylgir ákv. kortategundum ’Það er ekki að ástæðulausu semmargir koma aftur og aftur með í þessa ljúfu skemmti- og jóla- verslunarferð til Kanada. Í St. John's er hagstætt að versla og þú færð sannkallaða jólastemningu í kaupbæti. Aðeins um 3 klst. flug og gist er á glæsilegum hótelum. Frábær gestrisni, góðir veitingastaðir, írsk pöbbastemning og skoðunarferðir. Árleg jólaskrúðganga um miðborgina. VR-ávísun gildir. Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið Hesthálsi 10 s: 562 9950 og 587 6000 www.vesttravel.is info@vesttravel.is . ÁN Ý F U N D N A L A N D I St Jo hn sKrækið ykkur í síðustusætin 28. nóv. - 1. des. BÖRN Í SÚDAN Afríkuríki sunnan Sahara eru fátækustu ríki heims og býr helmingur íbúa við sára fá- tækt, sem er jafnstórt hlutfall og 1990. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STJÓRNMÁL Starfsemi Varnarliðs- ins í Keflavík mun dragast veru- lega saman og langstærstur hluti sjóliða flotastöðvarinnar verður fluttur á brott á næstu átján mán- uðum. Aðeins 26 sjóliðar eru sagð- ir verða eftir árið 2006 enda hafi þá flugherinn tekið yfir starfsemi stöðvarinnar af flotanum. Þetta er fullyrt í blaðinu Stars and Stripes, sem gefið er út af bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Fullyrt er að aðmírállinn í Keflavík láti af störfum strax í nóvember og við taki lægra settur foringi úr flughernum.Heimildar- maður Víkurfrétta segir mikla áherslu hafa verið lagða á að Ís- lendingar hefðu ekki pata af þessu: „Flugherinn mun taka yfir öryggisþátt stöðvarinnar sem haldið verður í lágmarki. Sjólið- arnir fara heim; þoturnar verða eftir.“ Íslensk stjórnvöld hafa lagt megináherslu á að orustuþoturnar fjórar sem hér eru á vegum flug- hersins verði hér áfram til að tryggja loftvarnir. Hins vegar hefur flugherinn viljað komast frá Keflavík síðan upp úr 1960 og væri það því kaldhæðnislegt ef sjóherinn færi en flugherinn yrði eftir. Blaðið Víkurfréttir sem vakti athygli á málinu segir að nær eng- in vopn séu eftir í flotastöðinni. Segist blaðið hafa undir höndum lista sem sýni nákvæmlega hvaða vopn hafi verið flutt á brott, alls 30 tonn á 46 brettum. Segir blaðið að í gögnum sem það hafi undir höndum komi fram að Varnarliðið lýsi ánægju með hve lítil athygli hafi beinst að flutningunum. Illugi Gunnarsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, segir: „Hið rétta er að vopn sem tengd- ust Orion-kafbátavélunum hafa verið flutt frá landinu enda orðið breyting á viðveru þeirra hér á landi. Hins vegar eru vopn fyrir orustuvélarnar hér enn til staðar. Engar frekari breytingar eru fyrirhugaðar enda hafa viðræður við Bandaríkjamenn ekki farið fram.“ Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins, varðist í gær allra frétta en sagðist vonast til að yfir- lýsing yrði gefin út í dag. a.snaevarr@frettabladid.is Samdráttur þegar flugher tekur við Langflestir sjóliðar í Keflavík verði fluttir ann- að á næsta einu og hálfa ári. Bandaríski flug- herinn tekur við í Keflavík árið 2006. FLUGHERINN TEKUR VIÐ Fullyrt er að flugherinn taki við Keflavíkurflugvelli árið 2006 og starfsemi flotastöðvarinnar dragist verulega saman. REGNHLÍFAR Á LOFTI Í DUBLIN Haustvindar eru komnir til Írlands. – hefur þú séð DV í dag? Óli tölvukennari játar sök í stóra fíkni- efnamálinu Einkaviðtal DV 10-11 28.10.2004 21:33 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.