Fréttablaðið - 29.10.2004, Page 18

Fréttablaðið - 29.10.2004, Page 18
18 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR Kýótó-bókunin er sérstök bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Samningurinn var gerður í New York árið 1992 og öðl- aðist gildi tveimur árum síðar. Kyoto- bókunin var gerð í desember 1997 og nær fyrsta skuldbindingartímabil hennar frá 2008 til 2012. Alþingi samþykkti bókunina árið 2002. Til hvers? Að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að al- þjóðlegri samvinnu um að auðvelda fé- lagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum. Hvernig? Aðilum bókunarinnar ber að stemma stigu við auknum gróðurhúsaáhrifum með því að draga úr útstreymi gróður- húsalofttegunda af mannavöldum og vernda og auka svokallaða viðtaka og geyma, þ.e. lífmassa, skóga, höf og önnur vistkerfi, fyrir slíkum lofttegund- um. Einnig að gera viðeigandi ráðstaf- anir og undirbúa aðgerðir sem auð- velda félagslega og efnahagslega aðlög- un að loftslagsbreytingum. Hverjir? Tæplega áttatíu ríki heimsins eiga aðild að Kýótó-bókuninni. Þáttur Íslands? Íslensk stjórnvöld hafa ákveð- ið hvernig uppfylla beri markmið Kýótó-bókunarinn- ar. Draga á úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda frá sam- göngum með almennum aðgerðum og með breyttri skattlagningu á dísilbílum sem leiði til meiri innflutn- ings slíkra bíla til einkanota. Tryggja á að fyrirtæki í ál- iðnaði geri fullnægjandi ráðstafanir til þess að halda útstreymi flúorkolefna frá framleiðslunni í lágmarki. Leita á leiða til að draga úr orkunotkun í fiskiskipaflot- anum. Draga á úr urðun úr- gangs og útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá urðunarstöðum. Auka á bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Leggja á áherslu á rann- sóknir á þeim þátt- um sem áhrif hafa á útstreymi gróður- húsalofttegunda og þróun lausna og úr- ræða til að mæta því. Efla á fræðslu og upplýsingagjöf til almennings um leiðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. HVAÐ ER? KÝÓTÓ-BÓKUNIN Fundað var undir yfirskriftinni: Sterkari saman, á ársfundi ASÍ í gær: Af hverju? Það hefur skírskotun í tvennt. Við höfum verið að upplifa að sótt hefur verið að réttindum launafólks, einkum og sér í lagi samningsbundnum rétt- indum. Einstaklingur á ekki að þurfa að horfa í réttindin hver fyrir sig. Það er grundvöllur í starfi stéttarfélaganna að við erum sterkari sameinuð heldur en hver í sínu lagi. En við vitnum líka til þess að sem þjóðfélag stöndum við sterkari ef samstarf næst milli at- vinnuhreyfinga, verkfalýðshreyfinga og stjórnvalda. Okkur finnst að það hafi slaknað á vilja og einurð í því samstarfi. Horfir fólk ekki frekar í eigin hags- muni en heildarinnar? Ég held reyndar ekki. Ég held að fólk hafi mjög ríkan skilning á því að við séum sterkari saman, sérstaklega hér á Íslandi. Við höfum af því mjög mikla og brýna hagsmuni. Þarf þá ekki að kynna kosti verk- fallsbaráttu meðal fólks? Jú, það er augljóst mál að það stend- ur upp á okkur að efla til meiri kynn- ingar á fræðunum og baráttu verka- lýðshreyfingar og virkja fólk í því starfi sem þar fer fram. GYLFI ARNBJÖRNSSON Efla þarf einurðina VERKALÝÐSSTÖRF SPURT & SVARAÐ Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur ekki gengið heill til skógar að undanförnu en í gær versnaði honum svo mikið að ótti greip um sig í hans herbúðum. Arafat hefur verið við stjórnvöl- inn síðan á sjöunda áratugnum og því er leiðtogakreppa fyrirsjáan- leg ef hann fellur frá. Barist á mörgum vígstöðvum Yasser Arafat fæddist í ágúst 1929 en ekki er nákvæmlega ljóst hvar hann kom inn í þennan heim. Opinber skjöl sýna að hann hafi fæðst í Egyptalandi en sjálfur hefur hann alltaf sagst vera fædd- ur í Jerúsalem, vafalaust til að auka trúverðugleika sinn sem leiðtogi Palestínumanna. Strax að lokinni útskrift úr verkfræðideild Háskólans í Kaíró, upp úr 1950, hóf Arafat af- skipti af stjórnmálum. Hann var virkur meðlimur í Bræðralagi múslíma í Egyptalandi, samtökum sem andæfðu afhelgun samfé- lagsins og spilltri harðstjórn þá- verandi leiðtoga þessa heims- hluta. Hann barðist með egypska hernum í Súezdeilunni árið 1956. Næstu árin starfaði hann í Kuwait þar sem hann stofnaði ásamt palestínskum flóttamönnum hina herskáu Fatah-hreyfingu sem síð- ar varð ein af aðildarhreyfingum Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Arafat varð svo leiðtogi PLO árið 1969 en á þessum árum var þegar farið að bera á einræð- istilburðum hans við stjórnvölinn. Á fyrri hluta ferils síns vakti Yasser Arafat athygli fyrir áherslu sína á samninga og við- ræður við leiðtoga Ísraels í stað skæruhernaðar og hryðjuverka. Í nóvember 1974 ávarpaði hann allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna en það var í fyrsta sinn sem leiðtoga óháðra félagasamtaka var sýndur sá sómi. Við það tæki- færi mælti hann þau fleygu orð að hver sá sem hefði réttlátan mál- stað að verja gæti ekki talist hryðjuverkamaður. Oslóarsamkomulagið vendi- punktur Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palest- ínumenn þegar Ísraelsher réðist inn í Líbanon en þar hafði PLO haft bækistöðvar sínar. Í kjölfarið hraktist PLO til Túnis og klofn- ings tók að verða vart innan sam- takanna. Á meðan geisaði fyrri Intifada uppreisnin í Palestínu. Árið 1993 urðu vatnaskil í sam- skiptum Ísraela og Palestínu- manna þegar Oslóarsamkomulag- ið svokallaða var undirritað. PLO viðurkenndi þar tilverurétt Ísra- elsríkis gegn því að sjálfstjórn á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu yrði komið á. Hlutu þeir Arafat, Shimon Peres og Yitzhak Rabin friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið ári síðar. Arafat var kjörinn forseti palestínsku heimastjórn- arinnar árið 1996 en áður en varði hafði slegið í brýnu á milli þeirra Benjamins Netanyahu, for- s æ t i s r á ð h e r r a Ísrael sem hafði aðrar hugmyndir um uppbyggingu s j á l f s t j ó r n a r - svæða Palestínu- manna. Þrátt fyrir friðarvið- ræður og samn- inga tókst ekki að finna lausn á mál- inu og haustið 2000 hófst síðari Intifada uppreisnin með tilheyr- andi ofbeldi á báða bóga sem enn hefur ekki tekist að stöðva. Umdeildur en óspilltur Laleh Khalili, sérfræðingur í mál- efnum Palestínu við The School of Oriental and African Studies í Lundúnum, kveður Arafat vera holdgerving palestínskrar þjóð- ernishyggju. Þrátt fyrir flokka- drætti á meðal Palestínumanna þá hefur honum tekist að halda ólík- um hópum saman. Með þætti sínum í Oslóarsamkomulaginu gaf hann fólki von um að raun- verulegur möguleiki væri á palestínsku ríki en margir telja hann einnig ábyrgan fyrir að sigið hafi á ógæfuhliðina því hann hafi samið illilega af sér í mörgum efnum. Khalili segir að Arafat hafi að mörgu leyti verið farsæll leiðtogi Palestínumanna, ekki síst í að skapa samstöðu þeirra á meðal. Hún telur á hinn bóginn að honum hafi algerlega mistekist að bæta lífsskilyrði fólks á herteknu svæðunum og palestínskir flótta- menn hugsa honum margir þegjandi þörfina þar sem hann hefur duflað við að láta af kröf- um um rétt þeirra til að snúa aftur til heimalandsins. Á síðustu árum hefur Ara- fat orðið æ um- deildari á meðal Palestínumanna. Khalili segir margar ástæður liggja að baki þessari ólgu. Sum- um finnst hann of undanlátssam- ur við Ísraelsmenn á meðan öðrum gremst hversu fast hann heldur um alla valdataumana og etji jafnvel hugsanlegum keppi- nautum sínum saman. Jafnframt hefur verið gagnrýnt að einungis þeir sem eru í náðinni fá hjá hon- um stöður, hinir eru hafðir úti í kuldanum. Khalili segir að Arafat sé almennt ekki talinn spilltur en hins vegar eru flestir samstarfs- manna hans það, þar á meðal eig- inkona hans, Suha. Sennilega á Arafat einhver auðæfi en hann notar þau frekar í stjórnmála- legum tilgangi en til hóglífis. Ekki er útséð með hvort Arafat elni sóttin frekar en víst er að þegar þessi 75 ára gamli klækja- refur fellur frá þá mun stórt skarð myndast í röðum Palestínu- manna sem erfitt mun reynast að fylla. ■ Steinunn Jónsdóttir vill í bankaráð Íslandsbanka: Byko-konur í bankaráðum VIÐSKIPTI Steinunn Jónsdóttir gefur kost á sér í bankaráð Ís- landsbanka en nýtt bankaráð verð- ur kjörið á hluthafafundi í næstu viku. Steinunn á dágóðan hlut í bankanum en hún er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar í Byko. Nái hún kjöri verður hún önnur konan sem sest í bankaráð Íslandsbanka í fjórtán ára sögu hans, áður sat þar Guðrún Lárusdóttir, kennd við Stálskip. Ein kona er í bankaráði stórbanka á Íslandi, Brynja Hall- dórsdóttir, fjármálastjóri Byko, situr í stjórn KB banka. Bykoveld- ið teygir sig því víða. - bþs Umbrotasöm ævi Arafats Yasser Arafat hefur leitt Palestínumenn í frelsisbaráttu sinni síðan á sjöunda áratugnum. Versnandi heilsa hefur hins vegar vakið spurningar um hvort nú sjái fyrir endann á þátttöku hans í stjórnmálum. ARAFAT Á YNGRI ÁRUM „Sá sem hefur réttlátan málstað að verja getur ekki talist hryðjuverkamaður. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING YASSER ARAFAT YASSER ARAFAT Heilsu hans hefur hrakað mikið á síðustu vikum. Myndin er tekin fyrr í þessum mánuði. RAMALLAH Ísraelsher lagði híbýli Arafats í Ramallah í rúst, sumarið 2002. M YN D /A P Hópefli um hreinna loft 18-19 (360gráður) 28.10.2004 21:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.