Fréttablaðið - 29.10.2004, Side 26

Fréttablaðið - 29.10.2004, Side 26
Fennel-grafinn lax 1 laxaflak 200 gr salt 100 gr sykur 50 gr fennel fræ 10 gr hvít piparkorn 50 gr ferskt dill Flakið beinhreinsað og snyrt. Salt og pipar sáldrað á bakka og flakið roðmegin sett á hann. Salti og pipar sáldrað ofan á flakið og muldnum fennel og pipar einnig. Slatti af söxuðu dilli sömuleiðis sáldrað yfir. Plastað og geymt í kæli í 2 sólarhringa. Blini 455 gr skrældar og soðnar gul- lauga kartöflur 2 msk hveiti 2-3 msk sýrður rjómi 2 egg 1 eggjarauða salt og pipar Maukið kartöflur í gegnum sigti í skál. Bætið eggjum í skálina með sleif og því næst hveitinu og þar á eftir sýrðum rjóma. Saltið og piprið. Notið helst teflonpönnu og búið til litlar (klatta stærð) kökur og steikið á miðlungshita þar til þær eru gullinbrúnar. Kælið í að minnsta kosti 20 mín. áður en borið er fram. Uppsetning sýrður rjómi silungahrogn dillbúnt Lax skorinn í fallegar þunnar sneiðar og settar ca 4-5 sneiðar á hverja köku. Ein tsk. af sýrðum rjóma ofan á og skreytt með dill- grein. Lummur eða amerískar pönnukökur 5 dl hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyfitduft 1 tsk. salt 6 msk. bragðlítil olía 5 dl súrmjólk/mjólk (best er að blanda um það bil til helminga) 2 egg (3 ef maður vill hafa meira við) Blandið þurrefnum í skál. Þeytið því sem fljótandi er í hrærivél eða með gaffli og blandið loks því þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast vel. Hitið pönnu (gjarnan pönnukökupönnu – en má vera hvaða panna sem er) og setjið á hana smjörklípu. Best er að hella deiginu á pönnuna með lítilli ausu til að ná lumm- unum öllum álíka stórum. Þegar yfirborð lummunnar er orðið þakið loftbólum er mál að snúa henni við. Ýmis tilbrigði má hafa við þessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dæmis má minnka sykurinn, nota hrá- sykur eða sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Þá má nota til dæmis ólífuolíu í stað olíu með hlutlausu bragði eða krydda með engifer eða kanil svo dæmi séu tekin. Loks má setja brytjaða ávexti eða ber í deigið. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1/2 tesk. natron 1 egg 2 dl mjólk 1 dl rúsínur kardemommur Nota má hvort sem er grjónagraut eða hafragraut og hann er hrærður þar til hann er jafn. Þá er þurrefninu blandað út í til skiptist við eggið og mjólkina. Rúsín- urnar settar síðast. Lummurnar settar með skeið á olíuborna pönnu í smá klatta og bakaðar á báðum hliðum. Borð- aðar með sykri eða sultu. Hvunndagsklattar 4 dl hveiti 2 dl sigtimjöl eða heilhveiti 1 tesk. kanill 1 tesk. natron 1/2 tesk. salt 2 egg 1 msk. hunang 2 msk. púðursykur 1 rifið epli 5 dl mjólk Allt hrært saman. Þurrefnin fyrst. Bakað á pönnukökupönnu eða annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir með hlynsýrópi eða sykri. Þeyttur rjómi er munaður með. 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR 11 5 kr Lummur eða klattar er bæði sað- samt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði. Lummur eru bakaðar úr fremur þykku degi og nauð- synlegt er að bera feiti undir á pönnuna því engin feiti er í deg- inu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hit- ann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíð hafa lummur ekki verið í tísku og jafnvel þótt frekar „lummó“ en ótrúlega margir sem fúlsa við lummum gína við amerískum pönnukökum sem eru þó í raun sami hluturinn. ■ Lummur: Ljúffengar og hollar Vinsælasta hvítvín í vínbúðum hérlendis er ástralska vínið Rosemount GTR. Skammstöfunin stendur fyrir þrúgublönduna sem notuð er í vínið, GewurzTraminer og Riesling. Bjarki Long, yfirþjónn á Einari Ben, mælir með þessu víni með fennelgrafna laxinum úr smiðju Brands Brandssonar yfirmatreiðslumanns. Vínið spilar vel með laxinum vegna sætleikans. Kryddið í fennel- blöndunni harmónerar einkar vel með víninu enda hentar þetta vín vel með öllum krydduðum réttum. Rosemount GTR er fallega djúpgult að lit og með ilm af hunangi og suðrænum ávöxtum. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Rosemount GTR Spilar vel með laxinum Vínið með matnum Hvunndagsklattarnir eru með léttu kanilbragði. Smjör og hlynsýróp þykir ómissandi með amerískum pönnukökum. Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella. ÚR ELDHÚSINU Á EINARI BEN Brandur Brandsson, yfirmatreiðslumaður. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 26-27 (04-05) Allt-matur 28.10.2004 15:38 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.