Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. desember 1973. TÍMINN 3 Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar óhæflega dýrt: Borgin látin þjóna Sjálf stæðisflokknum í öllu „SEM DÆMI um pólistiska ein- okun Sjálfstæðisflokksins á stjórnkerfi Reykjavikurborgar skal nefnt, að af þrjátiu og sjö embættismönnuin, sem skipa hæstlaunuðu stöðurnar i kerfinu og taka laun samkvæmt svo- nefndum B-flokkum, eru allir, utan einn eða tveir, y f irlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins”. Þessi tilvitnun er úr greinar- gerð, sem fylgir breytingartillög- um minnihlutaflokkanna fjögurra i borgarstjórn við fjárhagsáætlun Reykjavikur árið 1974, þar sem lagt er til, að útsvör verði lækkuð úr 2.020 milljónum króna i 1.940 milljónir, fasteignagjöld úr 624 milljónum i 524 milljónir og að- stöðugjöld úr 374 milljónum i 554 milljónir. Þar er einnig gert ráð fyrir, að kostnaður við stjórn borgarinnar og fyrirtækja hennar verði lækkaður um sextiu milljónir og sömu fjárhæð varið til undirbúnings nýjum fram- kvæmdum, þar á meðal til þess að koma á fót heilsugæzlustöðv- um. t greinargerðinni er vakin athygli á þvi, að borgarstjórnar- meirihlutinn stefni að þvi að spenna álögur eins hátt og lög frekast heimila, svo að tekjur borgarinnar hækki um milljarð frá árinu 1973. Alögð útsvör eigi aö verða tveir milljarðar og hækka um 38,6% frá þessu ári, en til þess að ná þvi þurfi borgar- stjórnin að afla sér heimildar til aukaálagningar umfram 10% álagningu á brúttótekjur. Fast- eignagjöldin eigi að hækka um 35,6%, og verður þá lagt 50% álag á þau, jafnt ibúðarhúsnæði, sem annað. Segir i greinargerðinni, að torvelt sé að gizka á, hversu hátt borgarstjórnarmeirihlutinn spennti bogann, ef löggjöfin reisti ekki skorður við hóflausri skatt- heimtu, en ummæli borgarstjór- ans og fleiri talsmanna meirhlut- ans bentu til þess, að þeir hefðu hug á að seilast miklu dýpra i vasa skattþegnanna. Rekstrarútgjöldin eru orðin gifurleg. Samkvæmt fjárhags- áætluninni eiga nær 2.400 milljón- ir af tekjum að fara til þess að standa undir þeim, og er það 33,2% hækkun frá þessu ári. I greinargerðinni segir: „Stjórnkerfi Reykjavikur er ekki einasta mikið að vöxtum og þungt i vöfum, heldur einnig óheyrilega dýrt i rekstri, eins og framangreindar tölur bera með sér. Astæður alls þessa eru fleirí en ein. Sú veigamesta er þó tvimæla- laust þau nánu tengsl, sem ára- tugum saman hafa verið á milli stjórnenda borgarinnar og Sjálf- stæðisflokksins. 1 þeim samskipt- um hefur borgin orðið að lúta duttlungum og hagsmunum flokksins, en Reykvikingar mátt greiða kostnaðinn i hækkuðum út- svörum og öðrum gjöldum.... Það pólitiska siðleysi, sem þetta ber vott um, og misnotkun á valdaað- stöðu, er sem betur fer einsdæmi hér á landi. Þannig er . stjórn- kerfi Reykjavikurborgar hluti af Sjálfstæðisflokknum og þjónar undir hann i einu og öllu”. Siðan er vakin athygli á þvi, að mánaðarkaupsmenn á vegum borgarinnar voru seytján hundr- uð árið 1972, en siðustu árin hefur þeim fjölgað um áttatiu á ári. Ar- leg aukning er um 4,7% þótt ibú- unum fjölgi aðeins um eitt prósent árlega. Til viðbótar seytján hundruð mánaðarkaups- mönnum voru svo sex til niu hundruð vikukaupsmenn, og hjá fyrirtækjum bæjarins voru ellefu til tólf hundruð á launaskrá 1972. Samtals er þvi 3600-3700 starfs- menn hjá borgarsjóði og fyrir- tækjum borgarinnar, auk þeirra, sem unnu sumarstörf. Er það sameiginlegt álit allra fulltrúa minnihlutaflokkanna i borgarstjórn, að draga megi mjög úr kostnaði við rekstur bórgarinnar án þess að skerða þá þjónustu sem hún veitir. Getraun skóla- barna UMFKRÐARNEFND og lögregl- an i Reykjavik og lögreglan i liafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu efna til getraunar fyrir skólabörn, sem nefnist „1 jólaumfcrðinni”. Getraunaseðl- um liefur verið dreift til allra skólabarna á aldrinum 7-12 ára. Getraunin cr þannig uppbyggð, að börnin eiga að svara 10 spurningum um umferðarmál nicð aðstoð foreldra og forráða- manna. t Reykjavik eru vinningar 150 bækur og 2 reiðhjól. t Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu eru vinningar 100 bækur. Dregið veröur úr réttum svörum laugar- daginn 22. desember og munu lögreglumenn aka vinningunum heim til barnanna á aðfangadag. Þaö hefur verið óvenju mikiðað gera hjá þeim, sem sjá um viðgeröir á rafkerfi og rafgeymum bila I frosthörkunum að undanförnu. A.m.k. gaf Magnús Markússon i Bilarafvirkjanum sér ekki tlma til aö líta upp, þegar ljósmyndarinn vildi smella af honum mynd, en i staðinn gaf hann okkur gott ráð til þess að vera vissir um að koma bílnum i gang á morgnana. (Timamynd: Róbert) Rafgeyminn í hús um nætur -þó ætti bíllinn að fara í gang að morgni Mikil ófærð um allt land — erfitt um mokstur vegna veðurs MIKIl, ófærð er nú i ölluni lands t frosthörkunum að undanförnu hafa þeir, sem fást við viðgerðir á rafkerfum bifreiöa, haft óhemju mikið að gera, enda eru bilar oft Læknisbíll fauk út af i FYRRINÓTT var ofsaveður undir Eyjafjöllum, og fauk bifreið héraðslæknisins i Vik i Mýrdal, sem var i sjúkravitjun, út af veginum við Bakkakotsá. Meiðsli urðu ekki á mönnum, en bfll læknisins skemmdist mjög. AAS-ís- tertur VEGNA mistaka hjá auglýsinga- deild birtist i Timanum 16. þessa mánaðar röng auglýsing um rjómaistertur frá EMM-ESS-tS, þar sem tilgreint var gamalt verð. Um leið og við biðjum hlutað- eigendur afsökunar á þessum mistökum, bendum við á rétta auglýsingu, sem birtist i blaðinu i gær á biaðsiðu 19. tregir i gang, þegar frostiö verður mikið. Það er sama á hvaða rafkerfis- eða rafgeymaverkstæði er komið, þar er allt fullt út úr dyrum, og hver billinn á fætur öðrum er dreginn upp að dyrunum. Flest verkstæðin reyna að leysa úr brýnustu vandræðum bifreiðaeig- enda, en þeim sem þurfa á ein- hverjum stórviðgerðum að halda, er bent á að koma aftur eftir jól, eða jafnvel eftir áramótin. Við spurðum Magnús Markús- son í Bilarafvirkjanum á Laugavegi 168, hvaða hollráð hann gæti gefið mönnum i sam- bandi við rafmagn á bilum, ef það færi að angra þá eitthvað um hátföisdagana, þegar öll verk- stæðin væru lokuð. — Þau eru heldur fá, sagði Magnús, þvi bilanir i rafkerfinu geta verið svo margar og mis- jafnar. Þó er eitt gott ráð til, ef menn vilja vera nokkuð öruggir með að koma bil i gang að morgni, en það er að taka geym- inn með sér inn i hús og láta hann standa þar yfir nóttina. Einnig sakar ekki að setja Isvara á bensintankinn, þvi i miklum frostum myndast oft raki innan á tanknum, og bensinið verður þá vatnsblandað, og ekki á það treystandi við gangsetningu. — klp — hlutuni, og viðast ekki fært nema stórum bilum. Mikil brögð eru þó að þvi að mcnn lcggi af stað upp á von og óvon á litlum bilum. Marg- ir vcrða að skilja þá eftir, og vel- dur það miklum töfum fyrir aðra, og jafnvcl tjóni. Veðrið var viða þannig i gær, að ckkcrt var hægt að eiga við mokstur. A Suðvestúrlandi og i Borgar- firði er færð nokkuð góð, nema i uppsveitum. A Snæfellsnesi skall á stórhrið i fyrrakvöld og er ófært um Staðarsveit og Fróðárheiði. Söfnuðust allmargir bilar saman við Vegamót, og var verið að hjálpa þeim fyrir Kerlingar- skarð siðdegis i gær. Vestan Búðardals er ófært, en stórir bflar komast þó eitthvað. Sæmi- lega er fært út frá Patreksfirði, til Bildudals og suður á Barða- strönd. Á Norðurlandinu er allt i óvissu, þvi þar var mjög slæmt veður i gær. Timinn hafði samband við Jón Ólafsson vega- eftirlitsmann, sem staddur var i Fornahvammi, og sagði hann, að þar væri ekkert hægt að aðhafast vegna veðurs, en jafnskjótt og slotaði, yrði farið að ryðja Holta- vörðuheiðina, en ekki væri vitað, hvað snjóað heföi mikið síðan i fyrrakvöld, þvi vart sæist út úr augum. Þremur stórum bilum á suðurleið var hjálpað yfir heiðina i fyrrakvöld. Allmargir bilar biða átekta við Staðarskála og á Laugarbakka i Miðfirði eru á annað hundrað manns i bilum. ófært er til Siglufjarðar, og hætta varð mosktri þangað i Fljótunum vegna veðurs. Á Akureyri var stórhrið i gær, og allir vegir i grenndinni að lokast, enreynt var eftir megni að halda leiðinni til Húsavikur opinni. öxnadalsheiðin var siðast farin i fyrradag, en óvist var um ástand þar i gær. Á Austfjörðum er allt ófært, og ekki unnt að moka þar i gær vegna veðurs. Af Norðaustur- landinuhafa engar fréttir borizt, þar sem simasamband þangað er litið sem ekkert. Frá Höfn i Hornafirði og þar i grennd ersvipaða söguaðsegja. Lónsheiði er ófær, en reynt var i gær að hjálpa 20 bila lest yfir Breiðamerkursand til Hafnar. Þeir eru á leiðausturá Firði og voru á Kirkjubæjarklaustri kl. 3 i fyrrinótt. Einna mestu snjóþyngslin eru i Skaftártung- um, og hefur mjólkurbilum tá þvi svæði verið hjálpað. -SB. Heimild til 1 % sölu- skattshækkunar til að mæta 600 milljón kr. tollalækkun Miklar annir hafa verið á Alþingi undanfarna daga og i gær fór fram lokaafgreiðsla fjárlaga og frumvarpið um tollaiækkauir átti að taka til afgrciðslu i neðri deild á kvöldfundi I gærkvöidi, en frumvarpið var afgreitt frá efri deild með þeiin viðauka að lieimiil yrði að liækka sölu- skall uin eitt prósentustig frá og ineð 1. marz n.k. tií að inæta þeirri 600 milljón króna lckjumissi rikissjóðs, sem tollalækkanirnar hafa i för m eð sér. Tillaga stjórnarandstöðunn- ar i efri deild um að fella þessa hcimild niður féll með II at- kvæðuni gegn 9. Ef sams konar liilaga keniur fram rhcðrideild, scni telja iná vist, fcllur luiii á jöfnum alkvæð- um. el' Bjarni Guðnason greið- ir atkvæði með stjórnarand- stiiðunni. Kn tillögugrcinin sjálf mundi einnig falla á jöfiium alkvæðum, ef Bjarni Icggur stjórnarandstöðunni lið og félli þá lieiniildín niður úr frum varpinu. Þyfti þvi frumvarpið að fara aftur til efri deildar til einnar umræðu og þar niyndi heimildin vafa- Isut verða tekin upp að nýju. Verður afgreiðsla mólsins söguleg? Þá yrði frumvarpið að l'ara að nýju til neðri deildar og eftir að þvi hefði verið breytt þar að nýju ka'ini fruinvarpið til meðferðar i Sameinuðu Alþingi. Þar nægir einfaldur meirihluti um afgrciðslu einsakra málsalriða, þ.e. þar yrði lieimildin samþykkt með 31 atkva-ði gegn 29 atkvæðuni, þótt Bjarni grciddi atkvæði með stjórnarandstöðunni. Til þess að stiiðva heiniildina þyrfti stjórnarandstaðan og Bjarni að greiða alkvæði gegn frumvarpinu i hcild, en meginefni þess eru tolla- lækkanir i samræmi við samninga okkar við EFTA og EBE, og lækkun á tollum á vélum og hráefnum til iðnaðar. Skv. ákvæðum þing- skapa og stjórnarskrá þurfa frumviirp er þannig mcðfcrð lial'a fengið að iiljóta 2/3 at- kvæða við lokaafgreiðslu i Sameinuðu Alþingi. Ilins vegar verður þaðað teljast harla óliklcgt, að sljórnarand- staðan fcili þessar tolla- lækkanir og komi þvi i veg fyrir, að við stöndum við skuldhindingar okkar skv. alþjóðlcgum samningum og komiivcg fyrir tollalækkanir á aðföngum íslenzks iðnaðar, sem hann hcfur svo rika þörf fyrir. Seðlabankamálið En af þcssum sökum var mikil spcnna i þingsölum i gær og ekki dró úr cftir að efri deild liafði fellt niður úr frum- varpi um Scðlahankann brcytingu, sem Bjarni Guðna- son fékk samþykkta við af- greiðslu frumvarpsins i neðri deild um að Seðlabankinn þyrfti samþykki bankamála- ráðherra til að ráðast i meiri- liáttar framkvæmdir. Eftir breytingu á frum- varpinu i efri dcild þarf það i samrænii við það, sem hér er að framan sagt, að fara aftur til neðri deildar. Og verði þvi breytt þar aftur þarf það enn aðfara til efri deildar og eftil vill i Sameinað þing einnig. i þeim miklu önnum, sem nú Framhald á 20. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.