Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. desember 1973. TÍMINN 9 J/Jl/iV UTSKRÚÐUGT MANNLÍF og mórar i Mannlif Dölum. Skuggsjá 1972. Úr vesturbyggðum Barðastrandarsýslu. Skuggsjá 1973. Safnað hefur Magnús Gestsson. A þessum siðustu timum, þegar sagnafróðu fólki er talið fara óðum fækkandi er það gleðiefni, að út skuli koma tvær bækur nýsafnaðra þjóðsagna með aðeins árs millibili frá sama safnara. Bæöi þessi söfn gefa góða hugmynd um það, hvers konar sagnir ganga enn i munnmæl- um. Þarna eru sagnir um sér- kennilega menn, menn, sem skáru sig úr á ýmsa lund. Sagnir af þessu tagi taka mismikið rúm i bókunum, heldur eru þær i minnihluta i bókinni Mannlif og mórar i Dölum en i meirihluta i hinni seinni, Úr vesturbyggðum Barðastrandarsýslu. Mér sýnast þessar sögur yfirleitt vera góðar heimildir um llfs- baráttu manna i þessum héröðum þá. Hún var vanalega mjög hörð eins og sagnirnar af Birni á Reynikeldu, Þórði Guð- bjartssyni á Geirseyri við Patreksfjörð og fleiri bera með sér, en þrátt fyrir það er oftast létt yfir þeim. Stundum kemur alþýðuskáldskapurinn fram eins og hann getur áhyggjulaus- astur orðið i sögunum af Jó- hannesi stórasannleik. Allt er þetta svo forvitnilegt, að skemmtilegt hefði verið að fá fleiri sögur af Jóhannesi og fróðlegt að fá að vita nánari skil á ýmsum, sem tæpt er á, ecs og t.d. viðureign Helga i Raknadal og Hákonar i Haga. Kunni eng- inn annar en þeir tveir þessar sögur? Sagnir af dularfullum verum eru margar i bókunum báðum. Mest ber þar á drauga- og huldufólkssögnum, og eru draugarir sumir magnaðri en ég hef frétt af lengi. Framliðin kona gætir barna engu siður en hin landsfræga Höfðabrekku- Jóka á sinni tið og keflviskir draugar láta bæði korra i mönn- um i svefni, og kasta i þá mold- arhnausum i vöku. Huldufólkið lætur oft ekki nægja að sýna sig heldur hjálpar þeim, sem sýna þvi ekki ágang eins og t.d. Arna Magnússyni i harðindunum 1919. Af draumum er þarna nokkuö, enda dreymir menn ekki einungis fyrir daglátum heldur einnig fyrir stórtiðindum eins og heimsstyrjöldinni 1939- 1945. Um fjörulalla, nykra og önnur algengari furðudýr eru þarna sagnir lika, að ekki sé nú gleymt sögninni um skötumóðurina i Skötutjörnum, en sagnir um skötumæður eru nauðasjald- gæfar. Magnús Gestsson er fæddur i Dölum, hefur alið þar mestan sinn aldur og dvalist árum saman i vesturbyggðum Barða- strandarsýslu, svo að hann er gagnkunnur þjóðsögum hérað- anna beggja. Ævinlega leikur vafi á þvi, hvað rétt sé að prenta af sögnum um einkennilega menn. þegar skammt er liðið frá atburðum. en ekki sýnist mér Magnús drýgja mjöðinn meira en sumir aðrir i slikum tilvikum. En þetta á aðeins við um bókina Mannlif og mórar i Dölum. Frásagnarhætti sögumanna hefur Magnús fylgt eftir föngum með hjálp hljóðritunar. Atvinnuþjóðsagnafræðingum verður auðvitað seint gert til geðs, en um fleiri þarf að hugsa til allrar hamingju. Bæði þessi söfn eru gott framlag áhugamanns til þjóð- sagnasöfnunar okkar. Hræddur er ég um, að viða væri i vant þar bæði að magni og gæðum, nyti þeirra ekki við enn. Hallfreöur örn Kirfksson Ævintýrin öðlast nýjan veruleika Herdis Egilsdóttir:: STAFA- og visnakver. Isaf oldarprentsmið ja. Herdis Egilsdóttir, kennari, er einkar lagin sögukona og kann þá list mörgum betur að timafæra ævintýri, svo aö þau öðlist nýjan veruleik i hugum (*í ' * ☆ -s/'. ,/T i ,\ waaiBap nútiöarbarna og nýtist- með svipuðum hætti og áður til skiln- ings á samtíðarlífi. Þetta hefur hún sýnt f sögunum af Siggu og skessunni. Henni tekst oft að samhæfa nýjar kennsluaðferðir og þjóðsöguna svo að vel fer og glæöir áhugann. í sjónvarps- þáttum sinum um stafrófið sýndi hún hugkvæmni og tókst að laða athygli barna að efni sinu og beina henni til náms. Nú hefur Herdis unnið efni þátta sinna i nýstárlegt staf- rófskver og reynir að beisla þar til námsins sem flesta þætti á áhugasviði og i eðlisfari barna — sögutöfrana, myndskynið og sönggleðina, og jafnframt kemur hún að ofurlitilli þjálfun i skilningi á hrynjandi máls og rimi. Hún hefur sett saman lið- lega visu um hvern staf máls- ins, skýst efnið með talandi myndum, og siðan má syngja vfsurnar og hljóð stafanna meö snotru lagi Sigurðar Rúnars Jónssonar. Hér hefur enn bætzt við ágæt vinnslubók i frum- æfingum lestrar. Slikum bókum fjölgar nú sem betur fer, og leggja kennarar þar drýgsta skerf af mörkum svo sem vera ber. Þessa bók er þvi sjálfsagt aö nota i barnaskólum, og raunar ætti Rikisútgáfa náms- bóka að gefa hana út i þvi skyni. Bókin er öll prýðilega út gefin og óhætt aö mæla með henni við foreldra hana fimm og sex ára börnum, en að fyllstum notum kemur hún þó áreiðanlega i höndum góðs kennara. —AK jóla bækur Grafskrift eftir njósnara Hörkuspennandi njósnasaga eftir meistarann Eric Ambler. 1 þessari sögu tekur Ambler í hverja taug, þannig að lesandinn getur ómögulega slitið sig frö lestrinum ötakalaust — öður en sögunni lýkur. The problem of being an lcelander Dr. Gylfi Þ. Gíslason. Eitt merkasta landkynningarrit, sem gert hefur verið. Dr. Gylfi segir ö snjallan og einfaldan hött fró Islendingum — landi okkar og þjóð. Bókin er sjólfkjörin gjöf til vina og kunningja erlendis. ÍSLFNXK ^ÓDllOliDi grafskrift *mUer eftir njosnara JökuH Jakobsson Leikrit Litla Ijóðasafnið Fallegar Ijóðabækur. Tilvaldar til jólagjafa. ( safninu eru Grænt Lauf eftir Ragnheiði Erlu Bjarna dóttur, Gerðir eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson, og Leit aS tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur. Þjóðsagnabókin IIIIII Þjóðsagnabókin, í samantekt Sigurðaf Nordals, ó erindi jafnt við unga sem'gamla. Hún miðlar lesendum sínum ótrúlegum auði, hvort sem þeir meta sögurnar öðrum fremur eftir skemmtanagildi, listrænni frósögn eða leiðsögn þeirra inn í hugarheim liðinna kynslóða. Domino Leikritið, sem gerði höfund þess, Jökul Jakobsson, einn umræddasta höfund yngri kynslóðarinnar. Domino verður jólaleikritið í ór. Jökull Jakobsson hefur með þessu leikriti skapað sér heiðursstað í bókasafni allra þeirra, sem vilja eiga rammíslenzkt nútímaverk í bókaskáonum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.