Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt — engan rétt til þess á þvi stigi málsins. Hvað hefði ég átt að gera. Þaö virtist einnig ætla að fara á betri veg en ég óttaðist, en upp á siökastið......Jean Pierre þeim er alvara, strákarnir segja þaö, þeir gera auövitað grin aö öllu saman, en Ella...þaö er enginn vafi á þvi, hvernig til- finningum hennar er háttaö. — Lena min, um hvað ertu eiginlega að tala? — Ég er að tala um John og Ellu. — John og Ellu...já en... — Jean Pierre, ég hef hugsað mjög mikið um þetta. Ef ég hefði ekki vitað neitt, þá hefði ég einungis glaözt yfir þessu, og ekki haft neina sektartilfinningu. Þetta hefði ef til vill allt fariö vel...En við vitum þetta bæði...ég veit það og þú veizt það... — Hvað veizt þú, Lena?, Hamingjan góða! llvað er það, sem þú veizt? — Við skulum ekki fara að rifja þetta upp, vinur minn, það er orðið svo langt siðan þetta átti sér stað. þrjátiu ár eða meira — það var áöur en við hittumst. Þetta kemur mér ekkert við og kemur okkar sambandi ekkert við og mun aldrei gera það, ef ekki...Ég man eftir gömlu máltæki, sem hljóöar eitthvað á þessa leið: Það sem maður felur i snjónum kemur fram i leysingum. Nú er John sonur þinn kominn fram á sjónarsviðið. Látum það vera, ef við hefðum einungis átt syni, þá hefði hann bara verið hálfbróðir þeirra, og það hefði ekki gert neinum neitt, en nú eigum við dóttur. Það hafði slokknað i pipunni hans Jean Pierre, og hann lagði hana vélrænt frá sér. Hann var mjög fölur og og svaraði ekki strax. Hann sat þegjandi góða stund og horfði út um gluggann. Honum hafði fundizt ævintýri hans meö Bellu svo fjarlægt eins og þaö hefði aldrei verið, en nú var hann minntur á það. Fyrst birtist Bella skyndilega, sem barónessa v. Lúttens. Síðan var það John sonur hans. Bella hafði sagt honum allt af létta sumarið fforðum, sagt honum frá skjölunum, sem henni hafði tekizt aö útvega. Hún hafði verið þess fullviss að hann myndi aldrei koma upp um hana, þar að auki hlaut sá maður að vera blindur, sem sæi ekki að John var sonur hans. Sct Jans Minde brann og eftir það hafði hann hitt Bellu mjög sjaldan, guði sé lof. — John hafði lengst af dvalizt i Englandi Enginn krafðist þess að hann gengist við syni sinum, þvert á móti, það hefði einungis gert illt verra. Það voru mörg ár siðan hann haföi hugsaö til Johns sem sonar sins. Siðan birtist hann 'svona skyndilega sem vinur barna hans. Nú það geröi svo sem ekkert til með drengina, og þó að hann hefði séð að Ellu, uppáhaldsdóttur hans, virtist lika hann vel, þá hafði honum aldrei komið til hugar... j — En nú kom Lena og... Já, en hvernig gat Lená vitað þetta allt. Hann spurði hikandi? — Hvað hefur þú vitað þetta lengi, Lena. — Ég hef vitað þetta i mörg ár, Jean Pierre. Ég skildi hvernig i öllu lá, sumarið forðum, Ég sá drenginn — og ég sá einnig Bellu..Nú jæja mér var vel ljóst, hvað átti sér stað á milli ykkar Bellu. — Þú vissir það, Lena og sagöir ekkert... — Orö geta verið ákaflega hættuleg stundum vinur minn. Konur segja oft á tiðum allt of mikið, þær ættu að gæta betur tungu sinnar...Þar að auki var ég viss um... \ — Hvað varstu viss um? — Aö þú elskaðir hana ekki. Þetta mynd ebba út af sjálfu sér, ef ég léti ykkur i friði, og það gerði það lika.. — Já guði sé lof, það gerði þaö Lena þú ert dásamleg kona. Lena roðnaði, en hún hristi höfuðið eins og hún var vön þegar fólk kallaði hana dásamlega. — Nei. Jean Pierre, það er ég alls ekki. Ég er mjög venjuleg kona, en ég hef reynt að gera skyldu mina. En þrátt fyrir það hefur þetta komið fyrir á milli barnanna þinna tveggja. Hún þagnaði, en hélt siðan áfram lágri röddu. — Jean Pierre, einna helzt langaði mig til þess að látast ekki vita neitt, ég vildi óska þess að þú vissir ekkert, að þú héldir einungis að þetta væri sonur Cummings liðsforingja...En sannleikurinn er sá að við vitum þetta bæði, og getum þvi ekki látið eins og ekkert sé i veginum, eða hvað? — Ef til vill, Lena. Ef til vill. — Nei við getum það ekki. Þú mátt ekki gleyma þvi að það er ein manneskja, sem veit þetta fyrir utan okkur og hún..... — Hún hefur ekkert að segja. — Hatur og hefnigirni eru sterkar tilfinningar, sem ekki fyrnast fljótt. — Nei, nei, Lena min, ekki eftir allan þennan tima. Gerir þú þér grein fyrir hve langur timi er liðinn? llún verður að taka tillit til stöðu sinnar og þú mátt ekki gleyma þvi að þetta er einka- sonur hennar. — Hatrið og hefnigirnin er rikari i Bellu en móðurástin. Ég þekki hana gleymdu þvi ekki. Ég held að ég þekki hana betur en þú. Þú mátt heldur ekki gleyma....... Lena þagnaði skyndilega. Hverju má eg ekki gleyma, Lena? Jean Pierre, þér hlýtur að vera ljóst að hún kveikti i Sct Jans Minde.. Hann kipptist við og staði á hana, eins og hann héldi að hún væri að ganga af vitinu. — Ég veit að hún geði það en ég get ekki sannað það, sagði Lena lágri röddu. Og þó svo að ég gæti sannað það, myndi ég aldrei gera það. Úr þvi að ég hef þagað öll þessi ár, og þvi skyldi ég þá tala núna? Ef til vill hefði ég komið upp um hana, ef mér hefði verið ljóst hvernig i öllu lá strax i byrjun, en það liðu fleiri mánuðir án þess að mig grunaði neitt, já ég held að það hafi verið ári seinna, sem grunurinn læddist að mér. En — það var ekki þetta, sem við vorum að tala um. Við vorum að tala um John og Ellu. Ég hef hugsaö um þetta, þangað til að ég hélt að ég væri að ganga af göflunum. Ég komst að þeirri niöurstöðu aö viö getum ekki látiö það viðgangast aö John og Ella giftist. Þaö er ekki af þvi að ég sé hrædd um að eitthvað komi fyrir, sökum þess, ég á við ef þau myndu eignast börn. t dýraeldi parar maður oft systkini, og jafnvel foreldra og afkvæmi til þess að ná sem beztum árangri. Af hverju skyldi mannskepnunni öðruvisi fariö. En þaö er nú einu sinni svo aö manni hálf býöur viö tilhugsuninni, og þar að auki er þetta ólöglegt og hörö refsing liggur við, ef það kemst upp. Við myndum lifa i stöðugum ótta um að þetta kæmist upp. Við getum ekki látið þetta viðgangast, við getum það ekki... — Nei, svaraði Jean Pierre þunglega, við getum það ekki. Þú hefur rétt fyrir þér, Lena eins og þú ert vön. Viö verðum að segja þeim frá þessu. Við verðum að minnsta kosti að segja honum frá þessu. Ég veit ekki hvað bezt er að gera i sam- bandi við Ellu...Hún er kornung stúlka og það er erfiðara að tala um þetta við hana, en við ungan mann kominn undir þritugt... Við verðum að hugsa þetta vel, Lena og ekki flana að neinu , sem gæti valdið óbætanlegum skaða. Við skulum biða til morguns. Lena reis á fætur, hún heyrði að útidyrahurðin opnaöist, börnin voru að tinast heim. Skyldu- störfin kölluðu og þeim varð að sinna hvað sem ööru liði. Jean Pierre gekk til hennar. Hann lagði handlegginn um axlir hennar og strauk henni yfir háriö, sem var aðeins farið að grána. — Lena min, máltækiö reynist rétt. ,,Það sem falið er I snjó, kemur fram I leysingum”. — Já vinur minn, „það kemur fram i leysingum”...Þannig er lifið, rökrétt og miskunnarlaust. 3. Þau hittust á bak viö styttuna af Friðrik sjötta. Hann hafði stungiö hendinni undir handlegg Ellu, og þau stóöu andartak og virtu fyrir sér götulifiö, þennan fagra vor- dag seint i mai. Siöan settust þau á bekk undir kastanjutré. Þau sögðu ekkert, þess gerðist ekki þörf. Þau voru tvær ungar mann- eskjur sem höfðu fundið hvort annað. Ella hafði aldrei fyrr veriö Lárétt 1) Iðrast.- 6) Rengja.- 8) Auð,- 10) Hrið,- 12) Bor,- 13) Röð.- 14) tlát,-16) Keyra,-17) Kveða við,- 19) Dýr.- Lóðrétt 2) Tek,- 3) öfug röð,- 4) Dreif,- 5) Yfirhöfn.- 7) Tiðar.- 9) Strák,- 11) Vonarbæn,- 15) Blóm,- 16) Eins,- 18) Röð,- Ráðning á gátu no. 1582. Lárétt 1) Vetur.-6) Gón. 8) Ung,- 10) 111,-12) Mý,-13) AA,- 14) Ata,- 16) önn,-17) Rár,-19) Smána,- Lóðrétt 2) Egg.- 3) Tó.- 4) Uni.- 5) Sumar,- 7) Bland.-9) Nýt.- 11) Lán,- 15) Arm.- 16) örn,- 18) AA.- ,-------------------YMig langar bara að Fyrirgefðu, ég meinti reyna flaugina y Ai geimnum, þaö er Vmikilvægt.i^ ekkert. i Kili iiill F ■ Fimmtudagur 20. desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar á sögunni um „Malenu og litla broður” eftir Maritu Lundquist. Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.20. Létt lög á milli atriða. Tilkynningar kl. 10.25. Viðsjóinnkl. 10.45: Ingólfur Stefánsson ræðir við Má Elisson fiskimála- stjóra. Illjómplötusafnið kl. 11.00. (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Síödegissagan: Saga Eldeyjar-Hjalta eftir Guð- mund G. Hagalin Höfundur les (27). 15.00 Miðdegistónleikar: Tvær pianósónötur Rena Kyriakou leikur Sónötu i E- dúrop. 6 eftir Mendelssohn. Ingrid Haebler leikur Sónötu i B-dúr op. 147 eftir Schubert. 16.00 F'réttir. Tilkynningar. ( 16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.45 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar „Hátið fer að höndum ein" Ýmis- legt um jólin, m.a. les Svava Fells ævintýr og Óskar Halldórsson prófessor les frásögn ausfirskrar konu: „Jólasveinninn i eldhúsinu”. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Tilkynningar. 19.15 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.20 Bókaspjali Umsjónar- maður Sigurður A. Magnús- son. 19.40 i skimunni Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Svala Nielsen syngur lög eftir Þórarin Guðmundsson, Sigfús Halldorsson, Björg- vin Guðrhundsson, Karl O. Runólfsson, Jóhann Ó. Haraldsson og Sigurð Þórðarson: Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. 20.20 Leikrit: „Delerium búbónis” eftir Jónas og Jón Múla Arnasyni. Aður útv. 5. desember 1954. Leikstjóri Einar Pálsson. Persónur og leikendur: Ægir Ó. Ægis... Haraldur Björnsson, Pálina kona hans ...Emilia Jónas- dóttir, Guðrún dóttir þeirra ...Kristin Anna Þórarins- dóttir, Leifur... Lárus Pálsson, Jafnvægismála- ráðherra ..íÞoráteinn ö. Stephensen, Sigga, hjú hjá Ægi... Nina Sveinsdóttir 21.05 Ljóðabréf Andrés Björnsson útvarpsstjóri les úr nýrri bók Hannesar Péturss. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Minningar Guð- rúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari les (16). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur 1 umsjá Guðmundar Jónssonar pianoleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrarlok. Innlánsviðskipti leið til lnnsviðwkipta ÍBÍNAÐARBANKI W ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.